Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 3
M
ARGIR hafa áhyggjur
af því að friðhelgi
einkalífsins sé ógnað
af söfnun og vélrænni
úrvinnslu persónu-
legra upplýsinga.
Öðrum þykja þessar
áhyggjur kannski
ástæðulausar og hugsa sem svo að það hafi
alltaf verið hægt að afla upplýsinga um fólk
og upplýsingatæknin breyti litlu þar um.
Þetta held ég að sé hæpið. Fyrir nokkrum
áratugum var nánast óvinnandi að njósna
um fjölmenna hópa fólks með þeim hætti
sem nú er hægt. Ef upplýsingum sem liggja
fyrir á tölvutæku formi hjá fyrirtækjum og
opinberum stofnunum væri safnað saman
væri til dæmis vel hægt að skrifa út nokk-
urn veginn rétta lista yfir íbúðarhús þar
sem veruleg verðmæti eru geymd og enginn
verður heima næstu viku eða yfir heimilis-
föng innflytjenda frá Asíu.
Við sem erum of saklaus til að láta okkur
hugkvæmast nein not fyrir svona upplýs-
ingar og auk þess of venjuleg til að nokkrum
detti í hug að ofsækja okkur höfum kannski
litlar áhyggjur af þessu. En sumir hafa samt
áhyggjur og það ekki alveg að ástæðulausu.
Nú til dags gerir það manni lítið til þó allir
viti að hann sé gyðingaættar. Fyrir 60 árum
höfðu gyðingar í Evrópu tilefni til að leyna
uppruna sínum. Hvað verður eftir önnur 60
ár veit enginn. Fyrir fáeinum áratugum
höfðu hommar og lesbíur ástæður til að fara
leynt í ástarmálum. Nú er þeim nokkurn
veginn óhætt að játa ást sína á almannafæri.
Hvort svo verður enn að 10 árum liðnum
veit enginn. Öfgar, fordómar og múgæs-
ingar spretta stundum upp þar sem minnst
varir og upplýsingar sem virðast sakleys-
islegar geta verið vopn í höndum glæpa-
manna eða ranglátra yfirvalda.
Þetta ættu svo sem að vera nægar ástæð-
ur til að vera á varðbergi þegar upplýs-
ingum um fólk er safnað í gagnagrunna að
því fornspurðu. Mér finnst þó rétt að nefna
líka að það er mönnum mikils virði að geta
skammtað öðrum upplýsingar um sig jafn-
vel þótt þeir þurfi ekki að óttast neinar eig-
inlegar ofsóknir. Slík skömmtun á upplýs-
ingum skilgreinir að miklu leyti stöðu
manns gagnvart öðru fólki og gerir honum
mögulegt að koma fram sem sjálfstæður
einstaklingur.
Stundum þurfa menn að segja meira en
þeir kæra sig um. Þeir þurfa t.d. að segja
lækni frá heilsuspillandi ósið sem þeir
skammast sín fyrir, skattstjóra eða lána-
drottnum frá tekjum sínum og afkomu. En
spyrji skattstjórinn mann hvort hann sé lat-
ur að stunda líkamsrækt og vilji læknirinn
kíkja á launamiða er hægt að svara þeim
báðum að málið komi þeim ekki við. Við sýn-
um líka á okkur ólíkar hliðar, gefum ólíkar
upplýsingar eftir því hvort við erum að tala
við maka okkar, vini eða vinnufélaga. Menn
bjóða öðrum vináttu með því að trúa þeim
fyrir einhverju, segja þeim meira en hinum
sem þeir ætla bara að umgangast sem
vinnufélaga eða viðskiptavini. Menn játa ást
sína með því að opinbera tilfinningar sem
þeir segja öðrum ekki frá. Og síðan lifa ástin
og vináttan á því að menn opni hug sinn um-
fram það sem þeir gera fyrir öðrum mönn-
um. Maður stendur ekki almennilega á eigin
fótum sem sjálfstæður einstaklingur nema
hann geti sjálfur skammtað upplýsingar um
sig þannig að ástvinir fái mest, kunningjar
minna, þeir sem eiga fagleg og formleg sam-
skipti við hann það eitt sem þeim kemur við
og sumt fái ef til vill enginn að vita.
Ýmiss konar laumuspil er eðlilegur hluti
af lífinu. Þess vegna þarf hver maður að
geta stjórnað því, a.m.k. að einhverju marki,
hvað aðrir fá að vita um hann og komist hjá
því að persónulegar upplýsingar um hann
séu skráðar og þeim dreift.
Þetta var önnur hlið málsins. Hin hliðin
er að þróuð upplýsingatækni vinnur gegn
hnýsni og afskiptum af einkahögum fólks. Í
umræðum um upplýsingatækni og friðhelgi
einkalífsins er þessari hlið málsins yfirleitt
gefinn minni gaumur en þeim ógnum sem
stafa af söfnun og vélrænni úrvinnslu per-
sónulegra gagna.
Í öllum viðskiptum er þörf fyrir upplýs-
ingar um einstaklinga. Menn þurfa að vita
hverjum er treystandi og hverjum ekki,
hverjir hafa áður boðið svikna vöru og
hverjir hafa alltaf staðið við sitt. Í litlum
steinaldarættflokki, þar sem allir þekkjast,
er auðvelt að afla nauðsynlegra upplýsinga
um náungann. Í flóknara samfélagi verða til
stofnanir, siðir eða venjur til að koma þeim
til skila.
Í miðaldasamfélaginu sem lýst er í Ís-
lendingasögum höfðu menn mikinn áhuga á
ættfræði og fróðleik um fólk. Að einhverju
leyti hefur þessi fróðleikur gegnt hagnýtu
hlutverki, menn hafa t.d. notað hann til að
forðast viðskipti við svikahrappa. Persónum
fornsagna er mjög annt um orðspor sitt.
Heiður er þeim meira virði en gull og ger-
semar. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að
menn hafa hikað við að eiga viðskipti við
ókunnuga nema fyrir lægju upplýsingar um
heiðarleika, sannsögli og aðra siðferðilega
verðleika. Nú til dags getur maður hins veg-
ar farið á bílaleigu í útlöndum þar sem hann
er öldungis ókunnugur og fengið bíl sem
kostar meira en árslaun gegn tryggingu
sem aðeins er brot af verði bílsins. Af-
greiðslumaðurinn kallar ekki á óljúgfróð
vitni og spyr hvort viðskiptavinurinn sé
heiðursmaður eins og gert hefði verið á mið-
öldum. Hann lætur sér duga að biðja um
persónuskilríki og greiðslukort. Í stað siða-
dóma, frásagna, ríkulegra og ef til vill hlut-
drægra upplýsinga framvísa menn korti eða
skilríki með lágmarksupplýsingum sem
staðfesta að þeir séu þeir sem þeir segjast
vera og uppfylli skilyrði kortafyrirtækja.
Kröfur um friðhelgi einkalífsins eru af-
sprengi tæknivædds borgarsamfélags. Fyrr
á öldum fylgdust húsbændur ekki aðeins
með að vinnufólk ynni verk sín, heldur öllu
einkalífi þess. Prestar og hreppstjórar litu
til með fólki, ekki bara að það gerði skyldur
sínar eins og þær voru skilgreindar í lögum
heldur að það hagaði sér á allan hátt „skikk-
anlega“. Sumir gátu að vísu búið einir að
sínu án afskipta annarra. En menn gátu
ekki stundað viðskipti og eða búið við flókna
verkaskiptingu án þess að vera með nefið
hver í annars koppi. Það var ekki til sú
stjórnsýsla, skriffinnska og tækni sem þarf
til að halda nauðsynlegum upplýsingum um
menn til haga án þess að fylgjast með þeim í
smáu og stóru. Nú til dags geta tæknivædd
fyrirtæki hins vegar haldið skrá yfir það
sem aðra varðar um en látið einstaklinga í
friði með hvaðeina sem kemur öðrum ekki
við. Ástæðan fyrir því að sá sem leigir mér
bíl þarf ekki að hnýsast í einkalíf mitt er sú
að hann treystir þeim knöppu og ópersónu-
legu upplýsingum sem lesa má af Visa-kort-
inu mínu.
Í tölvuvæddu nútímasamfélagi koma sér-
tækar, stuttorðar og nánast stærð-
fræðilegar upplýsingar á prófskírteinum,
greiðslukortum, vegabréfum og í gagna-
söfnum af ýmsu tagi í staðinn fyrir al-
mannaróm sem veit allt sem gerist og meira
til og sífellt eftirlit nágranna, húsbænda og
sálnahirðis. Friðhelgi einkalífsins er þannig
á vissan hátt háð tilveru allþróaðrar upplýs-
ingatækni.
Þótt mikilvægt sé að verja rétt manna til
að skammta sjálfir upplýsingar um sig og
stjórna því að einhverju marki hvar þær
lenda er ástæðulaust að sjá draug í hverju
horni þótt gögnum um fólk sé haldið til
haga. Það stuðlar ekki að friðhelgi einkalífs
að banna eða takmarka mjög umsýslu með
upplýsingar þegar þeir einstaklingar sem í
hlut eiga eru henni samþykkir og láta gögn-
in í té af fúsum og frjálsum vilja. Best er að
hver maður ráði því að sem mestu leyti
sjálfur hvað aðrir fá að vita um hagi hans og
hugðarefni.
UPPLÝSINGATÆKN-
IN OG FRIÐHELGI
EINKALÍFSINS
RABB
A T L I H A R Ð A R S O N
ÚR HÁVAMÁLUM
Gáttir allar
áður gangi fram
um skoðast skyli,
um skyggnast skyli,
því að óvíst er að vita
hvar óvinir
sitja á fleti fyrir.
Gefendur heilir!
Gestur er inn kominn.
Hvar skal sitja sjá?
Mjög er bráður
sá er á bröndum skal
síns um freista frama.
Elds er þörf
þeim er inn er kominn
og á kné kalinn.
Matar og voða
er manni þörf
þeim er hefir um fjall farið.
Hávamál eru 164 erinda spekikvæði, að mestu undir ljóðahætti, aðeins varð-
veitt í Konungsbók (frá um 1270) að frátöldum örfáum vísum og vísubrotum
sem vitnað er til hér og hvar í fornritum.
FORSÍÐUMYNDIN
Hvönn við Þúfuvötn á Sprengisandi. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson.
TÍÐARANDI
í aldarbyrjun nefnist greinaflokkur Les-
bókar sem hefst í dag. Þar munu höfundar
af ýmsum sviðum þjóðlífsins skrifa um
ríkjandi ástand. Ástráður Eysteinsson ríður
á vaðið með grein um hnattvæðingu sam-
tímans og þverstæðukennda heimsmynd
hennar.
MENNINGAR-
BORG 2000
Þórunn Sigurð-
ardóttir er sest
í stól stjórn-
anda Listahá-
tíðar í Reykja-
vík eftir að
hafa stýrt
Menningar-
árinu í Reykja-
vík heilu í höfn.
Hún ræðir um
reynsluna af
Menningarárinu og nýjar áherslur á
Listahátíð í framtíðinni í viðtali við Hávar
Sigurjónsson.
BYGGINGAR-
ARFLEIFÐ
Hið gríðarmikla verk Harðar Ágústssonar
um íslenska byggingararfleifð hefur vakið
mikla athygli. Gísli Sigurðsson fjallar um
síðara bindi verksins í ýtarlegum ritdómi.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
2 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI
ATWOOD
Kanadíski rithöfundurinn Margaret At-
wood hlaut Booker-verðlaunin nýverið. Í
grein Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur er
fjallað um hugmyndir Atwood um frásagn-
artækni, mátt tungumálsins og þýðingu
hins ósagða í skáldskap hennar.