Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 3 FORSÍÐUMYNDIN Borgarlandslag í Hong Kong. Ljósmynd: Þorkell Þorkelsson. Steinsteypuhjartað slær í Hong Kong er undirfyrirsögn grein- ar Úlfhildar Dagsdóttur um borgina. „Hægt og hægt hef ég lyft af mér fargi rómantík- urinnar og barist við að upplifa borgir eins og mér er í raun eðlislægt (sbr. stein- steypuhjartað), sem lifandi, frjóar og sí- breytilegar,“ segir Úlfhildur. Einar Már Guðmundsson birtir þrjá sagnaþætti í Les- bók í dag en þeir nefnast Reykjavík, Dr. Róbert og Hendur og orð. Í upphafi þess fyrsta segir: „Borgin er litlaus en býr yfir dulúð sem fáir skilja nema þeir sem búið hafa þar lengi, en þeir eru svo samgrónir henni að þeir veita dulúðinni enga athygli.“ Loftfimleikar á mörkum skáldskapar og veruleika er heiti greinar Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur um skáldsögu breska rithöfundarins Angelu Carter, „Nætur í fjölleikahúsi“, en hin vængjaða aðalsöguhetja þeirrar bókar er boðberi breyttra tíma. KALLÍMAKKOS BORGIN VAKNAR Meðan hún mælti þau orð, að henni og hlustendum læddist svefninn; þau sofnuðu vært, en sváfu þó ekki lengi. Dögunin kuldaleg kom, þegar ræningjar ránsferðum ljúka. Ljósker morgunsins lýsa nú þegar, og vatnsberar vafra raulandi brag sinn um brunninn, en öxlar í vagnhjólum ymja. Vaknar hann sem á húsið’ til hliðar við alfaraveginn, þegar járnsmiðsins þrælar, sem eigin eyrum sjá borgið, herja á annarra hlustir með höggum sem glymja í þaula. ... Kallímakkos (310–440 f. Kr.) var grískt skáld og lærdómsmaður í Alexandríu. Hann var helsta skáld síðhelleníska tímans. Meðal verka hans eru Aitía sem er löng elegía með goðsagnaefni og fjöldi epígramma. Aðeins brot af verkum hans hefur varðveist. Helgi Hálfdanarson þýddi LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI RABB A LLIR stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Al- þingi telja sig fylgjandi því að ríkið stuðli að efna- legum jöfnuði. Þeir leggja að vísu mismikla áherslu á þetta hlutverk stjórnvalda. Hægrimenn vilja helst bæta kjör þeirra verst settu með stöðugleika, litlum ríkisafskiptum af efna- hagslífinu, föstu gengi, lágum sköttum og hagvexti þannig að allur þorri fólks eigi þess kost að sjá sér farborða af eigin rammleik. Í orði kveðnu eru þeir ekki hrifnir af því að ríkið færi fjármuni milli manna með handafli nema til þess að styrkja þá allra verst settu. Þorri vinstri manna tekur nú orðið undir áherslu hægri manna á fast gengi, litla verð- bólgu og takmörkuð ríkisafskipti af efna- hagslífinu. Þeir vilja þó ganga töluvert lengra í tekjujöfnun en að styrkja þá allra verst settu og telja sjálfsagt og eðlilegt að ríkið leggi hátekjuskatt á þá sem hafa tekjur vel yfir meðallagi og miðli fé til fleiri en þeirra sem beinlínis líða skort. Skiptum landsmönnum í 10 tekjubil þann- ig að í því neðsta séu þau 10% sem lægstar tekjur hafa, í því næstneðsta þau 10% sem koma þar á eftir o.s.frv. Segja má að allir stjórnmálaflokkar séu sammála um að rétt sé að ríkisvaldið skattleggi þá sem eru í efstu 6 eða 7 bilunum til að styrkja þá sem eru í neðsta bilinu. Um aðrar millifærslur er hins vegar ekki samkomulag, a.m.k. ekki í orði kveðnu. Í orði kveðnu segi ég, því það er sama hvaða flokkar eru við völd, millifærslur innan efstu 6 eða 7 tekjubilanna eru alltaf miklu meiri heldur en frá efstu bilunum til þess neðsta. Hvernig stendur á þessu ósam- ræmi milli orða og gjörða? Hvernig stendur á því að ríkisvaldið er t.d. tregara til að hækka örorkubætur eða auka stuðning við þroskahefta heldur en að styrkja byggðarlag þar sem flestir hafa tekjur yfir meðallagi, niðurgreiða námslán fyrir fólk sem mun til- heyra efri lögum samfélagsins þegar kemur að skuldadögum, setja upp sýningarbása í Hannover eða búa til rándýr embætti handa fyrrverandi stjórnmálamönnum? Hluti af skýringunni er auðvitað að þeir sem með völdin fara eru ekki lausir við græðgi, frekju og aðra ljóta lesti neitt frekar en við hin. Þeir misnota aðstöðu sína til að bæta eigin hag á kostnað almennings. Annar hluti af skýringunni er að vel skipulagðir þrýstihópar hafa áhrif á pólitískar ákvarð- anir og fólk í efri tekjubilunum myndar öfl- ugri þrýstihópa heldur en þau 10% sem búa við verst kjör. Ég held að þessar tvær skýr- ingar dugi þó engan veginn einar sér. Ástæð- urnar fyrir viðamiklum, óhagkvæmum og heimskulegum millifærslum á fé innan efri tekjubilana og tregðunni til að beita pólitísku valdi í þágu þeirra verst settu liggja dýpra. Ef til vill getum við öðlast einhvern skilning á þessu með því að huga að samkeppni vinstri og hægri flokka um atkvæði almenn- ings. Ýmsar ástæður ráða því hvernig kjós- endur verja atkvæði sínu. Sumir taka aðeins mið af óeigingjörnum hugsjónum en trúlega láta flestir stjórnast af einhvers konar sam- blandi af hugsjónum og hagsmunapoti, enda eru hugmyndir manna um réttláta og skyn- samlega landstjórn oftast nær eitthvað lit- aðar af þeirra eigin hagsmunum. Við getum t.d. gert ráð fyrir að flokkur sem er andvígur niðurgreiðslum á mjólk eigi lítið fylgi í Fló- anum. Einnig má ætla að flokkur sem vill auka millifærslu á fé frá þeim ríkustu til þeirra fátækustu höfði frekar til fólks í neðstu tekjubilunum en þeim efstu. Hugsum okkur nú einfaldaða mynd af stjórnmálunum þar sem tveir flokkar bítast um völdin, Hægri flokkurinn sem vill halda sköttum í lágmarki og Vinstri flokkurinn sem vill jafna kjör landsmanna sem mest. Skiptum kjósendum í þrjá hópa eftir efna- hag, ríka, bjargálna og fátæka þannig að enginn hópur hafi hreinan meirihluta at- kvæða. Gerum ráð fyrir að með skattlagn- ingu og millifærslum sé hægt að færa 4 pen- ingasekki frá þeim ríku, 2 frá þeim bjargálna og 1 frá þeim fátæku.2 Á fyrsta kosningafundi stinga frambjóð- endur hægri flokksins upp á að ríkið geri ekkert til að breyta tekjuhlutföllum. Vinstri menn stinga hins vegar upp á að 4 sekkir séu teknir af þeim ríku og skipt milli hinna. Til- lögunum er lýst í eftirfarandi töflu: Hægri flokkurinn Vinstri flokkurinn Ríkir 0 -4 Bjargálna +3 +2 Fátækir -1 +2 Það ætti að vera ljóst að ef atkvæði kjós- enda ráðast af eiginhagsmunum þeirra þá eiga hægri menn enga von í þessum kosn- ingum. Bjargálna og fátækir sameinast um að kjósa vinstri flokkinn. Hægri menn hljóta því að breyta stefnu sinni og loforð fram- bjóðenda að verða eitthvað á þessa leið: Hægri flokkurinn Vinstri flokkurinn Ríkir -2 Bjargálna +3 +2 Fátækir -1 +2 Nú höfðar stefna hægri flokksins betur til ríkra og bjargálna heldur en stefna vinstri flokksins svo hann á góða von um sigur. Vinstri menn verða því að breyta stefnu sinni þannig að hún verði hagstæðari fyrir millitekjufólkið. Næsta tilboð frambjóðenda hlýtur því að verða einhvern veginn svona: Hægri flokkurinn Vinstri flokkurin Ríkir -2 -4 Bjargálna +3 +3,5 Fátækir -1 +0,5 Hægri menn geta ekki svarað þessu nema sætta sig við að ríkir borgi meira en 2 sekki í skatt. Meðan báðir flokkar biðla til miðj- unnar verða tilboð þeirra sífellt hagstæðari fyrir þá bjargálna en óhagstæðari fyrir ríka og fátæka. Samkeppnin leiðir til þess að báð- ir svíkja hugsjónir sínar. Hægri flokkurinn sættir sig við háa skatta og vinstri flokk- urinn við millifærslur sem gagnast einkum þeim sem eru vel bjargálna og stuðla hreint ekki að efnalegum jöfnuði. Við þessar að- stæður er raunar eins víst að óhagræðið af millifærslunum, sem kemur m.a. fram í hærra verðlagi og færri atvinnutækifærum, kosti þá fátæku meira en þeir fá frá ríkinu. Leiðin út úr þessum ógöngum er að ríkir og fátækir myndi sameiginlega blokk sem við getum kallað Hægri alþýðuflokkinn og kosn- ingastefna flokkanna verði einhvern veginn svona Hægri alþýðuflokkurin Vinstri flokkurinn Ríkir -1 -4 Bjargálna 0 +3,5 Fátækir +1 +0,5 Nú verða vinstri menn að svara með stefnu sem er hagstæðari fyrir þá fátæku. Það er umdeilanlegt hvort svona einfalt líkan dugar til að varpa ljósi á raunveruleg stjórnmál. Ég held samt að það sé umhugs- unarefni hvort samkeppni hægri og vinstri flokka um atkvæði miðjunnar er ekki helsta ástæðan fyrir því hvað millifærslur innan 6 eða 7 efstu tekjubilanna eru miklu meiri heldur en frá þeim efstu til þeirra neðstu. Ég held líka að það sé umhugsunarefni hvort svona tilfærsla fjár innan efri tekjubilanna er minni hér á landi en í nágrannalöndunum vegna þess að hér á landi hafa Sjálfstæð- ismenn að nokkru marki komið fram sem hægri alþýðuflokkur og höfðað til lág- tekjufólks. 1 Guðmundur fjallar um þetta efni í ritgerð sem heitir „Skólar samkvæmt vali“ og birtist í bókinni Rík- isskólar eða einkaskólar, Reykjavík 1986. 2 Þetta líkan og rökfærslan sem á eftir kemur byggir að verulegu leyti á 4. kafla bókarinnar The State eftir Anthony de Jasay (Indianapolis 1998). LÝÐRÆÐI OG TEKJUJÖFNUN E F T I R AT L A H A R Ð A R S O N Arnar Jónsson hefur staðið á leiksviðinu í ríflega 40 ár og ætíð lagt sjálfan sig að veði. Hann leikur nú hlutverk Kreons í Antigónu í Þjóðleikhús- inu. Arnar ræðir um lífið í leikhúsinu í sam- tali við Hávar Sigurjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.