Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 9 I Algengasta svarið við þessari spurningu er án efa að slá henni upp í grín. Líklega höfum við öll séð myndabrandara þar sem síðskeggj- aður vitringur situr einn upp í fjalli og snýr út úr spurningunni gagnvart ör- þreyttum og angistarfull- um spyrjanda. Jafnvel Andrésblöð eiga sínar út- gáfur. Það er eitt athygl- isvert við þess konar af- greiðslu á spurningunni. Það er augljóst að stór hóp- ur fólks telur ekki mikið vit í því að eltast við hana. Það telur að okkur sé ekki ætl- að að svara henni. Ég fylli hins vegar þann flokk sem telur að það sé vel hægt að velta henni fyrir sér. Það verði aftur á móti að varast að velja þær leiðir sem aldrei geta veitt okkur ann- að en tómleikatilfinningu svipaða þeirri þegar lang- þráður hnerri rennur út í sandinn. Það eru tveir kostir, við að svara spurningunni hver sé tilgangur lífsins, sem ber að forðast í lengstu lög. Sá fyrri er þegar reynt er að svara henni með einsat- kvæðisorðum eða skyndi- lausnum, sbr. „tilgangur- inn er ást“. Inn á svipaða leið kemur einnig margs konar dulhyggja. Því miður er þetta einmitt sú leið sem svo margir feta þegar spurningin brennur á þeim, enda er hún gjarnan kynnt í ákveðinni tegund tímarita. Á hinum endan- um eru menn sem takast á við spurninguna en reyna jafnframt að drepa mikil- vægi spurningarinnar á dreif, s.s. með því að spyrja: „Hvað er átt við með „tilgangur“?“ Þetta er sú leið sem hefðbundin há- skólaheimspeki hefur valið á nýliðinni öld. Að vísu get- ur það nýst upp að vissu marki að velta því fyrir sér hvað sé átt við með „til- gang“. Þannig er hægt að benda á misskilninginn sem getur komið upp ef við skiljum spurninguna þann- ig að við eigum að leita eins og aðeins eins tilgangs. Það getur verið mjög vill- andi. Hér að ofan var minnst á þá dulhyggju sem margir velja sér. Með „dulhyggju“ á ég einnig við margs konar trú. Það er yfirleitt að trúnni sem fólk snýr sér þegar það stendur í fyrsta sinn frammi fyrir spurningunni. Fólk snýr sér síðan að heimspekilegum leiðum þegar og ef trúin bregst. Sú heimspeki sem getur gagnast í þeirri leit er sú sem leitast við að skýra til- veru okkar og sjálfsmeðvitund. Í þessum skilningi er heimspekin leitin að skipulagi og tilgangi gagnvart allri þeirri óreiðu og tilvilj- unum sem við verðum vör við allt í kringum okkur í eðlilegri tilveru. Heimspeki sem fræði- grein bregst hins vegar gjarnan þessu hlut- verki sínu, sbr. það sem ég sagði um hefð- bundna háskólaheimspeki hér að ofan. Þess í stað hefur heimspekin oft minnt á vitsmuna- legan kappleik, þar sem leitað er að snoturri fléttu sem hefur lítil sem engin tengsl við raun- veruleikann, fremur en að bregðast við raun- verulegum vandamálum. II Öfugt við það hversu erfitt getur verið að henda reiður á hver sé tilgangur lífsins, þá virðast menn eiga ákaflega auðvelt með að vera sammála um hvað sé tilgangslaust líf. Þetta tilgangsleysi sjáum við í því þegar lífið felst ekki í neinu öðru en einföldum verkefnum sem sífellt eru endurtekin á markverðrar nið- urstöðu. Eða þá í því þegar menn njóta vel- gengni sem gerir ekkert nema að fylla hjarta þeirra af tómleika. Í framhaldi af þessu virðist það vera fremur borðleggjandi að leiða ein- faldlega af þessu neikvæða viðhorfi annað já- kvætt, þ.e. hvernig líf felur í sér tilgang. Sam- kvæmt því felst þá tilgangur lífsins til dæmis í „sköpun“, þ.e.a.s. andstæðu endalausrar end- urtekningar. Eru það ekki þeir sem beita sköpunarmætti sínum til þess að skapa gild- ishlaðna hluti, sem gætu ekki verið til öðruvísi, sem sýna okkur fram á hvað mannlegt líf snýst í raun og veru um? Hversu takmörkuð sem þessi niðurstaða er, þá færir hún okkur engu að síður grunn sem hægt er að byggja á. Það eru til að minnsta kosti þrjú virðing- arverð og ágæt svör við spurningunni um til- gang lífsins og koma þau öll fram sem and- stæður við það tilgangsleysi sem ég minntist á hér að ofan. Í fyrsta lagi sjáum við tilgang í því að ala af sér – og upp – afkomendur. Í öðru lagi lítum við upp til þeirra sem lifa skapandi lífi, t.d. farsælla listamanna. Við gerum okkur til dæmis grein fyrir að nöfn þeirra geta lifað lengur en nöfn jafnvel bestu tannlækna. Og í þriðja og síðasta lagi sjáum við tilgang í lífi fólks sem helgar líf sitt ákveðnum málstað eða málefni. Um slíkt líf leikur oft ljómi sem við dáumst að. Flestir viðurkenna til dæmis án nokkurs vafa að líf Móður Theresu hafi að öll- um líkindum verið innihaldsríkara en þeirra eigið, þrátt fyrir allar þær fórnir sem hún þurfti að færa fyrir því lífi. Ég tel ekkert þess- ara ofangreindu svara vera fullnægjandi. Það hvarflar þó ekki að mér að hafna þeim – svo óumdeild eru þau. Ég vil hins vegar gjarnan láta þau leiða mig að innihaldsríkara svari, þar sem þau eiga það öll sameiginlegt að ákveðinn þáttur í þeim krefst ítarlegri skoðunar. Fyrst í stað skulum við bregðast við síðasta liðnum. Það er satt að maður getur gefið lífi sínu vissan tilgang með því að velja málefni sem maður vill helga sig. Á ævikvöldi er hægt að líta til baka og finna vissa fullnægju í því hvernig maður hefur eytt lífi sínu. Það sem er hins vegar athugavert við þetta viðhorf er að þessi tilgangur sprettur þá einungis af gildum manns sjálfs og að annað fólk getur haft sitt- hvað við þau að athuga. Líf sem hefur ekki ver- ið helgað svo ákveðnum tilgangi þarf ekki að vera tilgangs eða gildislaust. Þess vegna held ég að þau markmið sem menn setja lífi sínu séu stórlega ofmetin. Reyndar er það allt eins líklegt að maður, sem hefur ekki helgað líf sitt ákveðnu markmiði, muni afreka meira og valda minni skaða á lífsleiðinni. Ef við snúum okkur því næst að fyrsta svarinu, þá er ekki hægt að neita því að barna- uppeldi er gefandi svo ég tali nú ekki um að hafa átt þátt í því að skapa nýtt líf. Það er þó ekki þar með sagt að þetta skuli vera mið- punktur lífs okkar. Við eigum að krefjast lífs þar sem við setjum sjálf okkur í forsæti og þar sem þroskinn er okkar eiginn svo lífið hafi ein- hvern tilgang. Öðruvísi er hætt við að við höf- um hvort eð er lítið af okkur að gefa. Í fram- haldi af því getum við litið á svar númer tvö. Það er almennt álitið að farsælir listamenn gefi mikið af sér til þess að betrumbæta heim- inn. Við dáumst að skapandi lífi listamanna og sjáum tilgang í lífsstarfi þeirra. En það ber að varast að leggja lífsstarf og líf einhvers að jöfnu. Spurningin „hver er tilgangur lífsins?“ snýst um hvernig ákveðinn einstaklingur hag- ar lífi sínu. Það fer til dæmis ekki hjá því að okkur finnist eitthvað rotið (tja, eða tilgangs- laust) við líf sumra listamanna, sama hversu stórfengleg sköpunarverk þeirra eru, ef þeir geta ekki svarað fyrir siðferðilegar gerðir sín- ar. Mesti durtur getur einnig horft upp á son sinn verða að prýðispilti án þess þó að það bæti upp þau ógæfuskref sem durturinn hefur stigið eða fylli ógæfu hans tilgangi. III Nú hef ég drepið á hvað ég tel vera athugavert við þau svör sem ég hef kynnt sem vinsælustu mögulegu svörin við spruningunni um hver sé tilgangur lífsins. Og hér að ofan minntist ég á hvers konar heimspeki gæti mögulega komist sem næst endanlegu svari við spurningunni. Að lokum langar mig því til þess að rissa upp hvernig slíkt svar gæti litið út. Eitt sinn spurði ég mér eldri og vitrari mann hvort hann vissi hver væri til- gangur lífsins. Hann hélt það nú. „Það er mikilvæg- ast að gefa sér góðan tíma til þess að lesa sunnudags- blöðin og borða góðan mat,“ var ráðið. Einhverj- um kann að finnast þetta vera dæmi um útúrsnún- ing. Kannski er það. Það sem er þó einmitt mikil- vægast við alla leit að til- gangi lífsins er að ofmeta ekki grundvallaratriði mannlegs lífs þannig að þau hljóti að vera stærri og meiri að ummáli heldur en, um, til dæmis mannlegt líf. Sem mannverur komumst við þó reyndar ekki hjá því að skima eftir Tilgangin- um, einhverju sem nær yfir allt það sem brennur á okk- ur að spyrja. Í þess konar leit gleyma menn sér og sjá ekki hvað liggur fyrir fót- um þeirra. Lífið verður okkur fyrst bærilegt þegar við förum að skilja smáat- riðin í lífi okkar, smáatriðin sem verða svo óljós þegar við leitum að einhverju stærra. Grundvallaratriðið er svo sjálfsagt að við tök- um ekki eftir því þegar stórt er spurt. Hér á ég við það grundvallaratriði að hver og einn, sem spyr spurningarinnar um tilgang lífsins, er á lífi. Hann er handhafi eins stykkis mann- legs lífs. Eins stykkis endanlegs mannlegs lífs, réttara sagt, sem um leið er svo óendanlega dýrmætt þar sem þetta er eina lífið sem hverj- um og einum áskotnast. Við höfum aðeins einni skyldu að gegna við þetta líf og um leið er sú skylda tilgangur þess: Við eigum að breyta af skynsemi. Foreldri, listamaður eða sá sem hefur helgað sig ákveðnu málefni lifir innihaldsríku lífi með til- gang, ef og aðeins ef viðkomandi leitast við að breyta skynsamlega. Líf foreldris sem virðir ekki rétt barns síns til þroska, líf listamanns sem hirðir ekki um tilfinningar þeirra sem næst honum standa og líf þess sem helgar sig aðeins því að níða niður mannréttindi annarra hafa engan samhljóm með tilgangi mannlegs lífs. En hvað felst þá í því að „breyta rétt“? Hvernig finnum við hina réttu leið? Við þessu er að sjálfsögðu ekkert einfalt svar, en þó held ég að það megi benda á eina almenna leið til þess að leggja upp með. Hversu óspennandi sem það hljómar þá hlýtur þetta á endanum að vera spurning um að feta einhvers konar með- alveg. Hér á ég við meðalveg milli þess að freistast til þess að veita sér sjálfsdæmi um siðferðileg málefni annars vegar og hins vegar sættast gagnrýnilaust á viðtekin viðmið. Það að hafa kjark til þess að rata þennan meðalveg er, þegar öllu er á botninn hvolft, tilgangur lífsins HVER ER TILGANGUR LÍFSINS? „Foreldri, listamaður eða sá sem hefur helgað sig ákveðnu málefni lifir innihaldsríku lífi með tilgang, ef og aðeins ef viðkomandi leitast við að breyta skynsamlega.“ E F T I R H E N RY A L E X A N D E R H E N RY S S O N Höfundur er í doktorsnámi í heimspeki við háskólann í Reading. Er söfnun bíla og annars lífsgæðaskrans tilgangur lífsins? Verk eftir John Chamberlain. Bílapartar og annar málmur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.