Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 É G, nútímamanneskjan (hver sem hún nú er), ferðast um heiminn með minn rómantíska farangur. Í þessum farangri er að finna hug- myndir um borgir og náttúru, hugmyndir sem lýsa náttúrunni sem lifandi, frjósamri og síbreyti- legri, öfugt við óhreyfanlega og harða borgina sem steinsteypt og stálslegin er líf- laus óbyrja. Þessi farangur veldur mér miklu angri – og er því í raun far angur – því ég er borg- arbarn með steinsteypuhjarta og ofnæmi fyrir frjósemi náttúrunnar. Lífríki náttúrunnar er mér því ekki aðeins óskiljanlegt heldur einnig líkam- lega óþolandi og oft hafa mér fundist allar bjargir bannaðar og óttast að líkt og í ljóði Einars Más myndi ég hvorki finna líf á þessari plánetu né öðr- um. Hægt og hægt hef ég lyft af mér fargi róm- antíkurinnar og barist við að upplifa borgir eins og mér er í raun eðlislægt (sbr. steinsteypuhjart- að), sem lifandi, frjóar og síbreytilegar. Ég hef flogið borg úr borg, setið í lestum sem smjúga neðanjarðar um rætur borga og gengið borgir upp að hnjám. Borgir með sögu, borgir fæddar á teikniborði, borgir sem eru umskapaðar í skáld- sögu, ósýnilegar borgir, horfnar borgir, friðaðar borgir, stórborgir. Allar voru þessar borgir lif- andi og síbreytilegar en engin þó eins og spila- borgin Hong Kong, borg borganna; borg með sögu, tilbúin borg, skrifuð og endurskrifuð, ósýni- leg, horfin og stór. Sögustund: Það var árið 1841, í einu af ópíum- stríðum Englendinga og Kínverja, að kafteinn Charles Elliott eignaði stoltur eyjuna HongKong (hina ilmandi höfn) drottningu sinni. Sem varð ekki par hrifin, kallaði eyjuna örfoka klett og illa staðsetta í þokkabót; þingið hafði óskað henni (og breska ríkinu) eyjar utan við Sjanghæ. En þrátt fyrir að kafteinn Elliott hafi klikkað dálítið á landakortinu voru Englendingar ekkert að fúlsa við landvinningum og stofnuðu fríhöfn á eyjunni og eignuðu sér líka eyjaklasa í kring, færðu sig svo upp á land, yfir á Kowloon-skaga sem nefnd- ur er eftir níu drekum. Árið 1898 tóku Englar svo á 99 ára leigu heilmikið landsvæði ofan við Kowlo- on sem þeir nefndu New Territories. Sú leiga var síðan útvíkkuð yfir allt svæðið í gagnkvæmum samningum sem gerðir voru árið 1984 og skyldi öllu gillinu skilað aftur til Kína 1997. Þegar Kínverjar tóku við lofuðu þeir að halda fríhafnareiginleikum borgarinnar að nokkru leyti og því er enn sérstakur gjaldmiðill í HongKong og borgin heldur ákveðnu sjálfstæði gagnvart Kína. Þannig er Hong Kong borg endalausra and- stæðna: hún er kapítalísk nýlendueyja í komm- únísku ríki, vestrænt svæði í austurlöndum og hún er borgríki upp á gamla móðinn, slegin skjaldborgum skýjakljúfa í stað borgarmúra. Jafnframt því að vera afmörkuð eyja er hún einn- ig opin höfn, þaðan eru allir vegir færir og allar leiðir liggja til hinnar ilmandi hafnar. Á síðari ár- um segulbylgja hefur hún einnig orðið að sæborg að því leyti sem um skýjakljúfana streyma raf- ræn viðskipti, fjármagn sem aldrei er annað en númer: upphæðir, prósentur og vísitölur sigla þarna milli speglaglerjaðra háhýsa og skjóta sér þaðan gegnum gervihnetti um allan heim. Hong Kong er fræg fyrir arkitektúr og skýja- kljúfarnir eru hver öðrum brjálæðislegri, einn er með gluggum eins og kýraugu, annar með glugga eins og sjónvörp, einn bungar út á ótrúlegustu stöðum og einn mjókkar upp eins og hálfhruninn Hong Kong, l OG SKÝJAKLJÚFAR „... ósýnileg að því leyti sem gegnsæi glerkljúfanna gerir þá óraunverulega, eins konar hillingar sem end- urspeglast í endalausu speglagleri glugganna og skapa tilfinningu fyrir speglasal þar sem ekkert fyr- irfinnst annað en spéspeglanir annarra spegla...“ STEINSTEYPUHJARTAÐ SLÆR Í HONG KONG „... flagnaðir íbúðakljúfar, rykugir og kaótískir ...“ „... borg bo„Allar voru þessar borgir lifandi og síbreytilegar, en engin þó eins og spilaborgin Hong Kong ...“ E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R L J Ó S M Y N D I R : Þ O R K E L L Þ O R K E L S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.