Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 13
Hugtökin tími og mannkynssaga
í verkum Angelu Carter
„Nætur í fjölleikahúsi“ gerist á síðasta hluta
nítjándu aldar fram yfir aldamót þeirrar tutt-
ugustu og segir sögu hinnar ævintýralegu,
vængjuðu loftfimleikakonu Fevvers og banda-
ríska blaðamannsins Walsers, fulltrúa rök-
hyggju nútímans. Innri tími bókarinnar (þ.e.a.s.
sá tími sem líður frá því á fyrstu blaðsíðunni þar
sem Walser tekur viðtal við Fevvers þar til á
lokasíðunni er þau sænga saman) er miklum
mun flóknari og gefur góða hugmynd um
hvernig tímahugtakið er togað og teygt, því
storkað og hagrætt í sögunni sem heild. Við-
talið, sem á sér stað síðkvöld eitt í Lundúnum,
tekur fyrsta hluta bókarinnar yfir. Í næsta
hluta er tíminn teygður mun meira, en þar er
sagt frá dvöl Fevvers, Lizzie og Walsers í fjöl-
leikahúsi í Pétursborg. Í lokahluta bókarinnar
hefur fjölleikahúsið lagt af stað í hreint ótrúlegt
ferðalag í gegnum Síberíu, og ratar þar í æv-
intýri sem markast af mikilli fjarlægð frá því
sem venjulega myndi vera skilgreint sem vagga
ríkjandi menningar. Tíminn verður þar alger-
lega afstætt fyrirbrigði svo að allir geti lært
sína lexíu um hlutverk sitt og annarra.
Með tilvist sinni einni saman ögrar hin
vængjaða kona Fevvers (en það er slangurút-
færsla á orðinu Feathers, sem útleggja mætti
sem hin fiðraða) svo sannarlega sagnfræðilegri
og tímatengdri þróun. Sjálf markar hún nýtt
upphaf og er ekki af konu fædd í eiginlegum
skilningi. Hún er hin fyrsta af nýrri tegund
frjálsra kvenna sem ekki eru tákn fyrir hug-
myndir annarra heldur finna sig upp sjálfar á
eigin forsendum. Fevvers er alin upp af fóstur-
móður, Lizzie að nafni, sem er fyrrverandi
vændiskona sem lengst af bjó í vændishúsi í
Lundúnum. Kringumstæður „fæðingar“ Fevv-
ers eru í meira lagi tvíræðar; Lizzie segir frá því
hvernig hún fann hana á dyraþrepi hóruhússins
þar sem Fevvers hreiðraði um sig í lítilli körfu
ofan á stráum og með eggjaskurn allt um kring.
Blaðamaðurinn Walser, sem heillast af Fevv-
ers, veltir því samt sem áður stundum fyrir sér
hvort Lizzie sé ekki hin líffræðilega móðir
hennar og ef svo er, hvers konar ólíkindaskepna
faðir hennar kunni að hafa verið. Í starfi sínu
sem vændiskona hefur Lizzie kynnst því sem
næst öllum tegundum öfuguggaháttar sem
finna má meðal karlmanna og það er því engin
tilviljun að hún tekur að sér að ganga þessu
fiðraða afkvæmi í móður stað. Líkingin á milli
Lizzie og grísku goðsagnapesónunnar Ledu er
mikil, en eftir að Ledu var nauðgað af guðinum
Seifi í líki svans ól hún Helenu sem álitin var
eftirsóknarverðasta kona síns tíma. Á sama
hátt og Helena er Fevvers ákaflega eftirsókn-
arverð í augum karlmanna. Hún er goðsögn
eins og Helena og jafnvel þótt hún „líkist hinum
fiðraða föður sínum, svaninum, yfir axlirnar“
hefur hún allan sinn lærdóm frá afar lífsreyndri
móður sinni og er þess vegna fær um að verja
sig og varðveita sjálfstæði sitt í því afturhalds-
sama samfélagi sem þær búa við.
Tákn og kona eða táknræn kona
Með því að byggja í kringum goðsögnina um
Ledu og svaninn og vísa til Helenu má segja að
Carter sé að endursegja mannkynssöguna –
laga hana að sínum eigin sjónarmiðum. Í sam-
ræmi við þá hugmyndafræði byggist öll bókin á
sögum innan í öðrum sögum sem allar endur-
spegla samstöðu kvenna. Einu undantekning-
arnar á þessari samstöðu í bókinni tengjast per-
sónum fangelsisvarðarins í Síberíu og þræla-
haldarans frú Schreck, sem báðar reynast eiga
meira skylt við illan anda en konur. Frú
Schreck gufar meira að segja bókstaflega upp
eftir viðskipti sín við Fevvers.
Tilvist hennar er vísbending um það sem
konur verða að þola í verkinu því að frú Schreck
(sem þýðir „ótti“ á þýsku) er táknræn fyrir
verstu tegund kúgunar á konum, en Schreck
rekur afar skuggalegan stað þar sem karlmenn
geta komið huldu höfði og horft á eða notið
kvenna sem er þröngvað til að lifa lífi sínu sem
táknmyndir í falskri fantasíu karlmanna um
kvenhlutverk. Hið kynferðislega aðdráttarafl
felst í auðsveipni þeirra sem innantómra tákna
á borð við Þyrnirós, Engil dauðans, Undrið og
Þolinmæðina – sem þakin er köngulóarvefjum.
Fevvers neyðist til að vinna hjá Schreck til að
afla sér viðurværis þegar Lizzie getur ekki
haldið yfir henni verndarhendi lengur, en unir
sér illa á þessum myrka stað. Hún hefur enda
alist upp við nægilegt ástríki og tiltrú til að búa
yfir heilbrigðu sjálfstrausti. Því vinnur hún bug
á óttanum/Schreck og leysir úr haldi allar þær
kynjaskepnur sem þar eru með henni, sjálf við-
undrin. Eftir það er hlutverk hennar í sögunni
ljóst; hún aðstoðar og tekur upp á sína arma
fulltrúa allra þeirra lítilsvirtu kvenna sem ekki
eru sýnilegar í þjóðfélaginu og verða að komast
yfir ótta sinn við valdhafana og kúgarana til
þess að geta orðið sjálfstæðar verur sem búa yf-
ir mannlegri reisn.
Táknræn merking ólíkra kvenhlutverka er
því þýðingarmikið atriði í „Nóttum í fjölleika-
húsi“. Carter leikur sér að þeirri staðreynd að
konur hafa ætíð verið notaðar sem tákn fyrir
gildi ríkjandi karlamenningar. Fevvers er því
vel meðvituð um þessa staðreynd og nýtir hana
af útsjónarsemi í eigin þágu. Liður í því er að
gera sem mest úr táknrænum eiginleikum sín-
um með því að ýta undir hina goðsögulega þætti
í ímynd sinni út á við. Á þann hátt tekst henni að
hagnast sjálf á því að vera tákn í stað þess að
láta aðra arðræna sig. Hún tekur t.d. á sig
mynd jómfrúr-hórunnar (sem er vinsælasta
söluvara vændishúsa), gyðju réttlætisins og
frjóseminnar. Allt eru þetta hlutverk sem hægt
er að heimfæra upp á konur einmitt vegna þess
að þau eiga lítið skylt við raunveruleg (og oft og
tíðum ósýnileg) hlutverk þeirra í þjóðfélaginu.
Carter veltir t.d. fyrir sér táknrænu hlut-
verki babúskunnar sem þjónar þeim í Péturs-
borg: „... Vinna hennar gaf til kynna óendan-
leika þess sem aldrei er fullgert – að starfi
konunnar er aldrei lokið [...]. Allt Rússland var
fólgið í takmörkum hreyfinga hennar sem aldr-
ei fékk vilja sínum framgengt; og sömuleiðis í
misnotuðum og fölnuðum kjarna kvenleika
hennar. Sem tákn og kona, eða táknræn kona,
kraup hún fyrir framan samóvarinn.“ Þar sem
konur eru að mestu leyti valdlausar í sögunni er
hægt að nota þær eins og óskrifað blað og láta
þær taka á sig hverja þá afstæðu mynd sem
þarf að hlutgera. Í „Nóttum í fjölleikahúsi“ leit-
ar Carter iðulega fanga í smiðju ævintýra, þjóð-
sagna eða jafnvel gotnesks efniviðar þótt hún
bæti alltaf við sínu eigin sjónarhorni og kostu-
legri kímnigáfu. Sem dæmi um slíkt má nefna
klukkuna sem slær alltaf tólf, hin gotnesku hí-
býli ýmissa persóna, frjósemishátíð að vori, dýr
sem hafa taugar og tilfinningar sem stundum
virðast mannlegri en hjá raunverulegu fólki –
að ógleymdu svíni með spádómshæfileika og
öpum sem eru háþróaðar vitsmunaverur og
nota hlutverk sitt í fjölleikahúsinu til þess að
gera vísindalega úttekt á atferli manna. Jafnvel
handtaskan hennar Lizzie virðist ævintýralega
lík handtösku annarrar jómfrúr sem einnig
„ættleiddi“ börn, hinnar göldróttu Mary Popp-
ins. Allt eykur þetta á karnivalískt andrúmsloft
frásagnarinnar og – sem ef til vill er enn þýð-
ingarmeira – gæðir söguna hinu fjölbreytta
sjónarhorni á lífið sem virðist teygja sig yfir
sambræðing ólíkra menningarlegra marka.
Tíminn, faðir allra umbreytinga
Í „Nóttum í fjölleikahúsi“ segir Angela Cart-
er að „faðir Tími eigi mörg börn“ og hann birt-
ist einnig í margvíslegum myndum. Mest áber-
andi slíkra mynda er arinklukka sem Lizzie og
Fevvers tóku með sér af hóruhúsinu þar sem
Fevvers ólst upp. Yfir skífunni á þessari klukku
trónar faðir Tími með ljá í annarri hendi og
hauskúpu í hinni en „vísarnir standa á tólf um
alla eilífð“. Klukkan er því táknræn fyrir af-
stæði tímans og virðist sömuleiðis búa yfir
kynngimögnuðum töframætti er leysir tímann
upp. Í húsi Nelson þeirrar sem rak vændishúsið
þjónar þessi klukka einkum því hlutverki að
sýna það sem Nelson nefnir „hina dauðu miðju
dagsins eða næturinnar, skuggalausu stundina,
stund innsæis og afhjúpunar, hina hljóðu stund
í miðju storms tímans“.
Fevvers minnist þess að Nelson ræddi um
tímann í áþekku samhengi er hún sagði frá mál-
verkasafninu sínu. Þar átti hún meðal annarra
mynda verðmæta mynd af Ledu og svaninum:
„Tíminn sjálfur var faðir allra umbreytinga, var
mestur allra listamanna, og hina ósýnilegu
hönd hans verður umfram allt að virða, vegna
þess að hún var í ónefndri samsekt með hverj-
um einasta mannlegum málara, svo ég [Fevv-
ers] sá ætíð, eins og í gegnum gler í dimmunni,
það sem gæti hafa verið upphaf míns eigin
sögusviðs. Minn eigin getnaður, hinn himneski
fugl í hvítum konunglegum hamnum þar sem
hann stígur niður af drottnandi girnd yfir hálf-
lamaða stúlkuna sem ástríðan blundar þó í.“ Í
þessum kafla er sýn Fevvers teygð þar til hún
nær út yfir og handan við línulega röð tímans og
hún sér sinn eigin getnað. Tíminn, sem þannig
er faðir allra umbreytinga eða hamskipta, á
stóran barnahóp í „Nóttum í fjölleikahúsi“, öll
líkamlega og andlega afmynduðu viðrinin – hin-
ir afbrigðilegu – tilheyra honum svo Fevvers
verður systir þeirra og sjálfkjörinn verndari.
Með því að kynna tímann til sögunnar á hefð-
bundinn hátt sem föður ákaflega sundurleitra
barna sem fædd eru á ólíkum stöðum á ólíkum
tímum, tekst Carter að varpa ljósi á þverskurð
mannkynsins. Áhrifin eru þau að allt virðist til í
einu, en slíkt felur einmitt í sér sjálfstæði
augnabliksins sem Borges ræðir í „A New Re-
futation of Time“ þegar hann bendir á að mann-
kynssagan er ekkert nema tvístruð atvik sem
hafa átt sér stað á ólíkum stöðum án þess að við
höfum verið fær um að sjá tengslin á milli
þeirra.
Klukkan, eða faðir Tími, eins og Carter kall-
ar hana, er ætíð í farteski þeirra Fevvers og
Lizzie og gegnir athyglisverðu hlutverki í frá-
sögninni meðan á fyrsta fundi Walsers og
þeirra mæðgna stendur. Hann, sem kemur frá
„nýja heiminum“, grunar þær um sjónhverf-
ingar á sviði fjölleikahússins og ætlar sér að
sanna að Fevvers sé bara „venjuleg kona“.
Hann byrjar á því að nálgast þær eins og dæmi-
gerður blaðamaður, spyr spurninga sem eru
efninu næstum því óviðkomandi en er um leið
með augun opin fyrir öðrum ummerkjum eða
upplýsingum sem gætu komið upp um þær.
Þær Fevvers og Lizzie reynast honum þó ofur-
efli því að þær taka stjórn viðtalsins í sínar
hendur og segja honum hverja söguna á fætur
annarri um þau ævintýri sem að lokum leiddu
til þess að Fevvers öðlaðist heimsfrægð sem
hin undraverða vængjaða loftfimleikakona. Á
meðan mæðgurnar ausa yfir hann sögum úr
botnlausum brunni sinnar gotnesku fantasíu
stendur tíminn kyrr, eins og til þess að hægt sé
að gera mannkynssögunni viðunandi skil. Faðir
tími hefur tekið völdin á arinhillunni þar sem
vísar hans standa á slaginu tólf, úti í myrkrinu
slær Big Ben tólf á klukkustundar fresti og
armbandsúr Walsers stendur einnig á tólf þótt
gangverkið tikki samviskusamlega. Þetta er
„stund innsæis og afhjúpunar, hin hljóða stund
í miðju storms tímans“ þar sem lesandinn sér
yfir víðan völl mannkynssögunnar svo að hon-
um sé unnt að skynja óendanleika augna-
bliksins.
Walser þefar því uppi sögu sem hann hefði
aldrei svo mikið sem látið sig dreyma um að
gæti verið til – og verður um leið hugfanginn af
hinni vængjuðu Fevvers. Um leið og varnir
hans gegn henni eru brotnar á bak aftur hefst
nýtt ferli „innsæis og afhjúpunar“ og Walser
gefst tækifæri á að taka þátt í mótun nýrrar
heimsmyndar á forsendum jafnræðis. Til þess
verður hann þó að leggja upp í mikla ævintýra-
ferð með fjölleikahúsinu en frá því verður sagt í
næstu Lesbók.
Grikkir tengdu tímann guðinum Kronos sem át börnin sín. Með stundaglasið í annarri hendi og
ljáinn í hinni var hann tákn dekkri hliða guðdómsins og nefndur faðir Tími allt frá miðöldum.
Hvíl þú fold er frjósa mátt
í fimbulvetri bláum
með svöngum fugli smáum.
Hann syngur lágum rómi
fátt.
Hvíl þú fold er fagnar brátt
fögrum tindum háum.
Þar söngfuglinn við sáum
syngja um vor af gleði hátt.
JÓHANN GUÐNI
REYNISSON
Höfundurinn er upplýsingastjóri
hjá Hafnarfjarðarbæ.
HVÍL ÞÚ
FOLD
Ó, Danni minn,
nú herlúðrarnir hljóma
um sérhvern dal
og niður hverja hlíð.
Það haustar að.
Ég sakna sumarblóma.
Nú ferð þú burt
en ég verð hér og bíð.
En snúðu heim er sumar
sést á engi,
nú, eð’ ef vetrarsólin felur
sig
því ég verð hér og bíð þín
lengi, lengi.
Ó, Danni minn, ó, Danni
minn – ég elska þig.
En ef þín heimför eitthvað
verður tafin
og ég verð dáin, kannski
þannig fer,
þú kemur heim og sérð hvar
ég er grafin,
þá krjúpt’ á kné og biddu
fyrir mér.
Og ég mun heyra orð þín
moldu ofar
þá hlýnar gröf mín er ég
minnist þín,
því heitt þú elskar mig – ég
veit þú lofar –
og ég mun hvíl’ í frið’ uns
kemur þú til mín.
ÍRSKT ALÞÝÐULAG
ÞORSTEINN
EGGERTSSON ÞÝDDI
Þýðandi er söngvaskáld og
rithöfundur í Reykjavík.
Ó,
DANNI MINN