Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 15
ekki ástarsamband. Jafnframt má eflaust gera
sér í hugarlund að Ólöf hafi ekkert haft á móti
slíku, en það var ekki gagnkvæmt. Að halda því
fram að hún hafi elskað Þorstein alla ævi stenst
aftur á móti alls ekki, hvorki ef litið er til bréfa
hennar til hans né ef leitað er í öðrum ummæl-
um höfðum eftir henni.
Ólöf og Stefán kennari
á Möðruvöllum
Ef höfundar hinna nýútkomnu bóka um
bréfaskipti Ólafar og Þorsteins hefðu horft bet-
ur í kringum sig, í stað þess að einblína á hugs-
anlegt „ástarsamband“ skáldanna, þá hefðu
þeir rekið augun í innihald skrifa þeirra árið
1907. Þar er Ólöf að skrifa Þorsteini vegna hug-
mynda hennar um að gefa út nýja ljóðabók og
virðist hafa áhyggjur af því að kvæðin muni
hneyksla fólk. Þorsteinn segir henni að hafa
engar áhyggjur því allt hjá henni sé svo „milt,
hógvært og ertnislaust“, en það sé spurning um
það sem sé á persónulegum nótum. Um það tel-
ur Þorsteinn sig ekki geta dæmt, þar sem hann
þekki hennar „menn allt of lítið“. Hún játar sem
sé í ljóðum sínum að hafa elskað aðra menn en
bónda sinn en tekur það þó fram að hún hafi
ekki verið manni sínum ótrú. Þá spyr hún Þor-
stein hvort hægt sé að ráða af kvæðunum hver
„vinur“ hennar sé. Þorsteinn svarar því til að
það hafi hann, og Guðrún kona sín, ráðið þegar
fyrir fimm árum af einni vísu, „Allt hans lag“.
Hún geti varla átt við nema einn mann á land-
inu, „svo nákvæmlega er hún hnitmiðuð á
hann“. Segir Þorsteinn að aðeins ein lína sé nóg:
„Allt hans lag, hvernig hann sér hagar“. Verður
að álíta sem svo að Þorsteinn (og Guðrún) hafi
þekkt manninn mjög vel.
Getur varla verið um annan að ræða en Stef-
án Stefánsson nágranna Ólafar, lengi kennara
við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum í Hörg-
árdal og síðar skólameistara Gagnfræðaskólans
á Akureyri, höfund fyrsta íslenska grasafræði-
ritsins Flóru Íslands. Enda segir Þorsteinn „nú
bætir „Flóra“ dálitlu við“, kvæði sem Ólöf orti.
Ætti þá að vera ljóst við hvern er átt. 13
Þorsteinn og Stefán voru samtíma í Kaup-
mannahöfn og léku m. a. saman í leiksýningu
ytra. Segir Stefán, í bréfi skrifuðu á gamlársdag
1884 til unnustu sinnar Steinunnar Frímanns-
dóttur, frá vinnu við uppsetningu þessa leikrits
á vegum Íslendingafélagsins í Höfn. Hann hef-
ur þetta að segja um leikarana: „Yfirhöfuð lík-
aði mér ekki vel við neinn, nema Þorstein Er-
lingsson.“ 14 Þorsteinn nefnir einnig þessa
„komidíu“ í bréfi til Ólafar og segir hana hafa
verið góða skemmtun og „leikið allvel.“ Gagn-
rýnendur sögðu að Stefán „léki vel, ég þolan-
lega, hitt væri undir „al kritik“ og stykkið líka.“
15
Kvæðið, þar sem línuna „Allt hans lag“ er að
finna, nefnist „Aðdáun“: „Allt hans lag, hvernig
hann sér hagar, / hefur lag, eins og söngur fag-
ur, / er sem haglega samin saga, / sólarlag, eða
gleðidagur.
Hvað þá! Má ég ei horfa á hann, / háskinn tog-
ar í þær, sem voga, / ég, sem þrái að sjá hann,
sjá hann, / sólarlogann, við ennisboga!
Háskinn ginnir, þar eið að inni ég, / að okkur
svona er háttað, konum. / Sjái ég inn í hans
augu, finn ég, / að allar vonirnar líktust honum.“
16
Þorsteinn nefnir í ofannefndu bréfi sínu til
Ólafar (sjá „Orð af eldi“, s. 124) einnig hendingu
í öðru kvæði sem hann tilgreinir svona; „Þér
lætur svo vel að látast, að látinn verðurðu grát-
inn.“ Hann segir þessa hendingu fullna mynd-
ina af vininum og kallar það „meistaramálverk“.
Vísurnar eru tvær: „Af kæti þú hlærð ekki kát-
ast, / svo kátlegur er þinn mátinn. / Þér lætur
svo vel að látast, / að látinn verður þú grátinn.
Skyldi hann látast líka þá / ef leiðinu þínu
hann stæði hjá, / og fara bara í frakkann svarta,
/ en finna ekki vitund til í hjarta?“ (Ritsafn, s.
96).
Í kvæði sínu, „Til „Flóru““, er Ólöf að yrkja
um þá staðreynd að eftir að Stefán skrifaði
Flóru Íslands hætti hann að mestu að sinna
gróðurrannsóknum: „Þó komir þú, „Flóra“,
með yndið þitt allt / og æskunnar leiftrið um
brána. / Þú vermir ei allt, sem nú orðið er kalt, /
og ekki þú vekur hið dána.
Þó frjósemdarnáttúran fari þér vel / og fögur
þú gjörð værir s‡num, / þín fegurð er máttvana,
frýs kannski í hel / hjá fornvini, unnusta þínum.
Þó færir þú honum þín fegurstu blóm, / af
fögnuði skín ekki bráin, / hann sér þig nú ekki
né heyrir þinn hljóm, / því hann er nú – þér er
hann dáinn.
Hann elskaði listir, hann elskaði þig, / og ung-
an þú kysst hefur – kysst hann. / Þú varst sú hin
fyrsta, er hann fastnaði sig, / en, Flóra, þú misst
hefur – misst hann! –
En vefð ann og skartaðu í öllu, er hann ann, /
með yndinu bjartasta þínu, / og dreifðu því
svartasta: dimmunni um hann, / með dauðann í
hjartanu sínu!“ (s. 98–99).
Um svipað leyti og Ólöf yrkir hvað mest um
„vin“ sinn segir Valtýr Stefánsson, frá Möðru-
völlum sonur áðurnefnds Stefáns en Valtýr var
lengi ritstjóri Morgunblaðins, að Ólöf hafi játað
fyrir sér fermingardrengnum, að hún elskaði
föður hans og hafi gert það í mörg ár. 17
Þessu til stuðnings má benda á að Ólöf orti
eitt sinn ljóð sem hún kallaði „Uppi hjá fossi“ og
fjallaði það um foss í Staðará í hlíðinni ofan við
Möðruvelli. Ljóðið gæti bent til þess að eitthvað
hafi gerst milli hennar og Stefáns við fossinn,
eitthvað sem ekki mátti komast í hámæli. Þó
þarf það auðvitað ekki að vera, en sýnir samt að
Ólöfu var oft hugsað yfir að Möðruvöllum. Ljóð-
ið sendi hún Huldu Á. Stefánsdóttur, dóttur
Stefáns, og lætur fylgja því ummæli á þá lund
að hún eigi „hálfgert“ nokkuð „þarna fyrir
handan“ eins og fjölskylda Huldu, og að hún
hafi verið þar svo „handgengin og hafði svo mik-
ið af sumu þar að segja“. Svo virðist sem Ólöf
hafi haft mikla þörf fyrir að segja börnum Stef-
áns frá ást sinni á honum. Í ljóði þessu yrkir
Ólöf fyrst um Ólaf Davíðsson, svo þetta um
Stefán: „Fleiri, að sönnu, finn ég sporin, / fanga-
mörk þó séu ei skorin; / hér er „Flóra“ fædd og
borin; / – fæddist, eins og lömb, á vorin! –
Hér var geisli’ og gleði-stundir / – gott, ef
ekki kærleiks-fundir! – / Hlátrar byrgðu hjart-
ans undir; / hló við foss, og drundi undir.“ 18
Margir hafa orðið til þess að nefna ástarþrá
Ólafar og útgeislun hennar allt fram á gamals
ár. Um þessa þrá bera mörg ljóð hennar vitni.
Nefnir Silja Aðalsteinsdóttir nokkur dæmi þar
um í grein sinni í bókmenntasögunni. Að þessu
öllu samanlögðu er ekki óeðlilegt að draga þá
ályktun að Ólöf hafi verið mjög ásthneigð kona,
enda geð ríkt og tilfinningar heitar. Þessi ef svo
mætti segja allt að því sjúklega ástarþörf henn-
ar beinist að gáfuðum og glæsilegum mönnum
með listræna hæfileika. Kvæði hennar til
Stephans G. er gott dæmi um þessa ástarþörf á
listamönnum en ekki er vitað til þess að þau hafi
hist nema einu sinni (árið 1918). Þá lýsir Steph-
an henni sem „skorpinni og íboginni“, líkri „átt-
ræðri kerlingu“ en „í sinni og svari“ yngri en
„kvennaskólastúdent“. 19 Hún orti þetta kvæði
að hafa fengið Andvökur Stephans í hendur: „Á
jólum einum átti ég þig / um alla nótt og daginn,
/ og eftir það þú eltir mig um endilangan bæinn.
/ Ég brenndi graut, svo brá hann lit / og bunu
hellti í eldinn, / sem húsfrú missti ég hálft mitt
vit, / en hlakkaði til á kveldin.“ 20
Þá orti hún einnig þetta um Stephan: „Steph-
an G. minn Stephansson / stendur bak við tjöld-
in. / Alla daga er hans von / inn til mín á kvöldin.
Strengjalag þess staka manns / sterkt og fag-
urt lætur. / Fangin ligg í fangi hans / fram um
miðjar nætur.“ 21
Reyndar er þessi skemmtilega tvíræðni ein-
kennandi fyrir Ólöfu og þarf hún ekki karlkyns
skáld að yrkja svona til, heldur nægir henni
náttúrufarið til þess: „Því að sól á svona kveldi /
sest á rúmstokkinn, / háttar ekki, heldur vakir,
hugsar um ástvin sinn. / Veit, hann kemur bráð-
um, bráðum, / bjarti morguninn.
Grípur hana snöggvast, snöggvast, / snöggt í
faðminn sinn, / lyftir henni ofar, ofar, / upp á
himininn.“
Því hefur verið haldið fram að sjaldan beind-
ist ásthneigð hennar að eiginmanninum. Haft er
eftir Huldu Stefánsdóttur að Ólöf hafi oft
gleymt að hún ætti „Halldór sinn heima í
kotinu“. Það væri eins og henni fyndist hann sér
ekki samboðinn. 22 Reyndar segir Steindór
Steindórsson annað í grein um Ólöfu, en þar
heldur hann fram að samband þeirra hafi verið
innilegt og að samlíf þeirri hafi einkennst af
samræmi. 23
Dæmi um sjálfstæðisþrá Ólafar, sem kölluð
hefur verið „nánast þráhyggja“ (Dagný Krist-
jánsdóttir), má nefna að allir hlutir voru að-
skildir í eigu þeirra. Ólöf átti sínar eigin kindur,
heyjaði sjálf handa þeim og hirti af þeim arðinn,
enda var allur fjárhagur þeirra hjóna aðskilinn.
Þau höfðu sameiginlegt eldhús en sváfu í sitt
hvorri stofunni. 24 Sem dæmi um þessa sjálf-
stæðisþörf í ljóðum hennar má sjá í kvæðinu
„Ég uni illa böndum“:
„Ég uni illa böndum / og illa í nokkurs hönd-
um, / er flýgur fjötrum þöndum / mín frelsisþrá-
in heit. 25
Þó þótti Halldór eiginmaður hennar merk-
ismaður. Hann fékkst við skáldskap á sínum
yngri árum og við smásagnagerð fram eftir
aldri. Birtust tvær smásögur eftir hann á prenti
en allmargt er til eftir hann í handritum. Stein-
dór Steindórsson segir að þessar sögur standi
„fyllilega jafnfætis“, ýmsu því sem þá var ritað
og gefið út. En Halldór var maður hlédrægur og
gagnrýninn á sjálfan sig og hélt því skáldskap
sínum lítt á lofti. Hann lærði trésmíði og þótti
smiður góður. Hann vann við kennslu öðru
hverju og var rómaður barnakennari, auk þess
sem hann þýdi sögur úr dönsku. 26 Því er óhætt
að fullyrða að Halldór hafi verið vel virtur af öll-
um, enda traustur og ábyggilegur maður og
Ólöfu fyllilega samboðinn þó að hún sæi það nú
ekki alltaf. Hann mun og hafa haft mjög góð
áhrif á Ólöfu eins og reyndar kemur fram í bréf-
um hennar til Þorsteins. Fyrirgafst henni
margt vegna þess hve „fóstri“ hennar var vel
liðinn. Hann veitti henni einnig mjög mikið
frjálsræði, svo hún gat verið laus við heimilið og
farið allra ferða sinna þegar henni sýndist.
Reyndar má benda á, til að sýna hve karl-
menn reyndust Ólöfu vel alla tíð en stallsystur
hennar síður, að þegar Ólöf fékk verðlaun fyrir
smásögu sína, „Móðir snillingsins“, urðu deilur í
blöðum um söguna. Skrifuðu þrjár konur blaða-
grein í Norðurlandi gegn henni, en viku seinna
birtist svargrein þriggja karlmanna þar sem
þeir vörðu hugmyndir höfundar um sálarlíf
kvenna.27 Sögu þessa er að finna í ritsafni Ólafar
og einnig í Sögum íslenskra kvenna sem Soffía
Auður Birgisdóttir valdi. 28
Lokaorð
Því miður verður að segjast eins og er, að um-
sjónarmenn þessara tveggja ofangreindu bóka
um bréfasamband Ólafar á Hlöðum og Þor-
steins Erlingssonar, gefa villandi mynd af
sambandi þeirra. Þá er ástæða til að kvarta yfir
því að það ekki skuli vera skýringar við bréfin í
bók Ernu og af skornum skammti hjá Þórönnu.
Það hefði verið mun hjálplegra fyrir lesandann
ef fylgt hefðu með góðar skýringar til að hjálpa
þeim að setja sig inn í efni bréfanna. Með því
hefði verið hægt að skýra út fyrir lesendum
hvað verið væri að fjalla um, þegar umfjöllunin
er staðbundin, og um hvaða einstaklinga þegar
nöfn eru nefnd. Þetta hefur yfirleitt verið gert
við útgáfu bréfasafna og er miður að svo var
ekki gert nú.
Þá má benda á að fyrir rúmum þremur árum
birtist grein eftir Silju Aðalsteinsdóttur um
Ólöfu á Hlöðum, í 3. bindi Íslenskrar bók-
menntasögu, þar sem vitnað er í umfjöllun Þór-
önnu um bréfasamband Ólafar og Þorsteins.
Grein Silju um Ólöfu byggist að stórum hluta á
vinnu Þórönnu. Furðulegt er því til þess að vita
að aðstandendur bókarinnar „Orð af eldi“ segj-
ast í formála bókar sinnar (s. 8) ekki hafa vitað
um skrif Þórannar fyrr en rétt áður en bók
þeirra kom út. Annaðhvort segja þeir ósatt eða
eru ótrúlega illa að sér í bókmenntasögu þjóð-
arinnar, af bókelskum mönnum að vera. Þá
segjast þeir hafa haldið að enginn hafi séð bréf-
in í rösk 30 ár, en Silja vitnar beint í þessi sömu
bréf í áðurnefndri grein sinni og vísar þar í rit-
smíðar Þórannar.
En hvað sem þessu öllu líður þá eru bréfin
sjálf skemmtileg aflestrar og standa fyllilega
fyrir sínu ein og sér. Þó að útgefendum þeirra
farnist óhönduglega í túlkun þeirra og fram-
setningu þá er full ástæða til þess að almenn-
ingur taki þeim ekki aðeins mildum höndum
heldur og einnig fagnandi. Því ber að fagna út-
gáfu þeirra og þakka það fyrst og fremst að ekki
var farið að vilja bréfritaranna sjálfra, Ólafar og
Þorsteins, um að birta bréfin ekki opinberlega.
Aftanmálsgreinar:
1) Matthías Johannessen. M. Samtöl V. Af Ólöfu á Hlöð-
um. Hulda Stefánsdóttir, bls. 154–161 (154). Reykjavík
1985. Viðtal þetta birtist upphaflega í Lesbók Morgun-
blaðsins 14. júlí 1957 og nefndist þá: Matthías Johann-
essen ræðir við Huldu Á. Stefánsdóttur um Ólöfu á Hlöð-
um og andstæðurnar í lífi hennar.
2) Bréfaástir. Bréfaskipti Ólafar á Hlöðum og Þorsteins
Erlingssonar. Þóranna Tómasdóttir Gröndal bjó til
prentunar. Reykjavík 2000, bls. 16
3) Jón Auðuns. Ólöf frá Hlöðum. Ritsafn 1945, bls. 11.
4) Orð af eldi. Bréfasamband Ólafar Sigurðardóttur á
Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883–1914.
Erna Sverrisdóttir tók saman. Reykjavík 2000.
5) Jón Auðuns. Ólöf frá Hlöðum. Ritsafn. Reykjavík 1945,
bls. 22
6) Orð af eldi, bls. 38
7) Bréfaástir, bls. 23–24
8) Ólöf frá Hlöðum. Ritsafn 1945, bls. 35
9) Orð af eldi bls. 59 (bréf frá í ágúst 1884).
10) Bréfaástir, bls. 215, Íslensk bókmenntasaga III, bls.
695. Kvæðið birtist í Nokkur smákvæði 1888, bls. 44, en
er ekki í ritsafni Ólafar.
11) Bréfaástir, bls. 26.
12) Orð af eldi, bls. 61.
13) Bréfaástir, bls. 134. Í Orð af eldi (bls. 124) er hornklofi
(„[ ]“) þar sem Bréfaástir hafa „Flóra“.
14) Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur. Bernska. Reykja-
vík 1985, bls. 72.
15) Orð af eldi, bls. 65.
16) Ólöf frá Hlöðum. Ritsafn. Reykjavík 1945, bls. 93.
17) Valtýr Stefánsson. Með Valtý Stefánssyni. Matthías
Johannessen: Með Valtý Stefánssyni á Möðruvöllum,
bls. 11–61. Reykjavík 1962, bls. 40. Sjá einnig Ólöf frá
Hlöðum. Ritsafn 1945, bls. 18–19
18) Matthías Johannessen. Af Ólöfu á Hlöðum. Hulda
Stefánsdóttir, bls. 154–161 (158–9) í M. Samtöl V.
Reykjavík 1985. Kvæðið er eki alveg eins í ritsafni Ólafar
og ber annað heiti, „Uppi hjá fossum í Möðruvallafjalli“
(Ólöf frá Hlöðum. Ritsafn 1945, bls. 74–75)
19) Silja Aðalsteinsdóttir 1996, bls. 697. Hún vísar því
miður ekki í heimild sína en segir hana koma fram í bréfi
árið 1918.
20) Ólöf frá Hlöðum. Ritsafn 1945, bls. 140.
21) Silja Aðalsteinsdóttir 1996, bls. 697.
22) Matthías Johannessen 1985 (Hulda Stefánsdóttir),
bls. 159.
23) Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Ólöf Sigurðar-
dóttir á Hlöðum 1857–9. apríl – 1957. Eimreiðin (1957)
LXIII. 2. hefti, bls. 88.
24) Silja Aðalsteinsdóttir 1996, bls. 696 (sjá einnig Stein-
dór Steindórsson).
25) Ólöf á Hlöðum. Ritsafn 1945, bls. 56.
26) Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Eimreiðin (1957),
bls. 87.
27) Norðurland 18. og 25. febrúar 1911, sjá Björgu Ein-
arsdóttur Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, I. Reykjavík
1984 bls. 300–323 (314).
28) Sögur íslenskra kvenna. Soffía Auður Birgisdóttir
valdi og skrifaði eftirmála. Reykjavík 1987, bls. 79–102.
Upphaf bréfs frá Ólöfu til Þorsteins sem dagsett er í Reykjavík
20. mars 1885.
Upphaf bréfs frá Þorsteini til Ólafar skrifað í Kaupmannahöfn
14. janúar 1887.
Höfundurinn er prestur og er að skrifa sögu
Möðruvalla í Hörgárdal.