Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 7 H VER var Bilquis drottning í rauninni? Óteljandi sagnir hafa verið skráðar um hana og hennar er getið bæði í Gamla testamentinu og í Kóraninum og þá hefur jafnan verið gengið út frá því að hún hafi verið jem- ensk og ríkt í konungdæminu Saba í Vestur- Jemen. En var hún Jemeni eða var hún kannski Eþíópíi? Stýrði hún Jemen eða Eþíópíu? Og hvað um frásögnina um för hennar til Salómons konungs í Jerúsalem og snöggsoðna giftingu þeirra? Svo virðist sem áletranir í Jemen og Eþíópíu, sem vísindamenn rannsaka nú, stang- ist á og hvorir tveggja vilja eigna sér Bilquis drottningu sem stjórnanda þeirra. „Drottningin úr suðri“ Það vakti mikla athygli að dr. Abdulla al Sheiba, sem er háskólarektor í Taiz einni helstu borg Jemen, hefur staðhæft í nýrri bók „Rann- sóknir á sögulegri fortíð Jemens“ að nokkrar áletranir eða minjar og þess háttar sanni að Bilquis drottning hafi verið jemensk. Hann seg- ir frá eþíópískri goðsögn um fræga drottningu þeirra Makidu sem hafi ríkt samtímis yfir Jem- en og Eþíópíu. Makida þessi hafi ákveðið að heimsækja Salómon konung sem var frægur fyrir visku sína. Þau giftu sig og hún ól honum sveinbarn sem síðar varð konungur af Eþíópíu. Í bókinni er önnur saga um stúlku sem ekki er nafngreind og kölluð var „drottningin í suðri“. Þegnar hennar voru slöngudýrkendur og hver fjölskylda varð að fórna elstu dóttur sinni fyrir snákinn. Þegar röðin kom að prinsessunni ónafn- greindu, sem enn var ekki orðin drottning, að fórna dóttur sinni tókst henni með hjálp sjö dýrðlinga að drepa snákinn. Blóðdropi úr hon- um féll á fót hennar og breytti honum í asnafót. Þegar hún var gerð að drottningu fór hún á fund Salómons til að biðja hann um að breyta fæt- inum sem og hann gerði. Hún giftist Salómon og hann sængaði einnig hjá þjónustustúlku hennar og þegar þær komu aftur til Eþíópiu ólu þær báðar börn Salómons. Al Sheiba dregur í efa í bókinni að drottningin af Saba hafi nokkru sinni heimsótt Salómon hvað sem líður frásögnum í Gamla testamenti og Kóraninum. Og hver var drottningin í suðri og hver var drottningin sem Gamla testamentið víkur að. Hver voru tengsl þeirra við Eþíópíu og hver var niðurstaðan úr heimsóknunum til Sal- ómons önnur en að skiptast á gjöfum og taka upp ný trúarbrögð? Hann segir að svör sé ekki að finna í neinum trúarlegum ritum en sögurnar tvær komist að sömu niðurstöðu: að sonur Sal- ómons hafi orðið konungur í Eþíópíu. Það liggur í hlutarins eðli að margir jemenskir fræðimenn og sérfræðingar eru ekki sáttir við fullyrðingar Al Sheiba. Það er þekkt staðreynd að Saba var hluti af Jemen og Bilquis eða Makida var hin eina sanna drottning af Saba og segja þessir fræðimenn að gömul landakort staðfesti þetta. Þeir sem draga þetta í efa benda á að það hafi verið staðfest að Jemen var stjórnað af drottn- ingu á 10. öld f.Kr. og hún sat í Marib. Þó svo að áletranir hafi ekki fundist með nafni hennar þýði það ekki að Bilquis drottning sé tilbún- ingur því enn sé margt órannsakað og má skjóta því inn í að nú standa yfir miklar fornleifarann- sóknir á því svæði sem súlur úr höllu drottn- ingar fundust fyrir löngu. Á hinn bóginn hafa verið deildar meiningar um hversu forn Saba-siðmenningin er en áletr- anir sem hafa fundist eru yngri en þær sem vís- indamenn vonuðust til að finna. Alltjent er ljóst að þessar rannsóknir muni leiða margt í ljós og þeir sem eru fylgjendur þess að drottningin af Saba hafi verið Jemeni vonast vitanlega til að það fáist staðfest í þessum rannsóknum og vísa til frásagnar í Kóraninum. En hvað sem því líður benda enn aðrir á að siðmenning Eþíópíu hafi komið fram á 5. öld en heimsókn drottningar hafi verið í kringum 950, þarna muni um 450 árum og geti rennt stoðum undir að drottningin hafi verið jemensk. Fátt benti til að það verði dregið í efa að Saba land hafi verið í Jemen og áletranir í Marib bendi til að þar hafi verið konungsríki þó svo að áletranir sem tengjast Bilquis beinlínis hafi enn ekki fundist. Vísað hefur verið til þess að Forn-Grikkir og sagnfræðingar Rómverja hafi vitað um þennan stað í Jemen og fært það í letur á sínum tíma. Marib hafi verið frægasti staður þessa svæðis enda frjósamast land þar og svæðið frægt fyrir reykelsi og myrru eða þær gjafir sem sagt er að drottningin af Saba hafi fært Salómon konungi. Hvað hét drottningin af Saba? Fræðimenn, fornleifafræðingar og vísinda- menn segja að langur tími muni líða þar til úr þessu fæst skorið hvort drottningin af Saba hafi verið jemensk eða ættuð frá Eþíópíu. Nafna- rannsóknir sýni að Bilquis sé næst lagi og óeðli- legt annað en líta svo á að það hafi verið nafn konunnar sem ríkti í Saba-konungdæminu, heimsótti Salómon og heillaði hann. Sérfræð- ingur um Miðausturlandamál og söguna, Montgomery Watt, segir að Bilquis megi rekja til gríska orðsins pallakis sem þýðir fögur stúlka. Aðrar þýðingar á nafninu gætu verið hunangsstúlkan, ein skýring enn að hluti Bilquis þýði sólarguð. Og Jemenar eru nú farnir að leita til hebresku til að geta fullyrt að Bilquis hafi verið jemensk en ekki ættuð frá Eþíópíu. Belgesh í hebresku þýðir fallega konan og nú sé það eitt og hið sama að tala um fallega stúlku og drottninguna af Saba. Kannski ekki mjög vísindaleg niðurstaða hjá Jemenum en það er þeim mikið viðkvæmnismál ef sönnur eru færðar á eþíópískan uppruna Bilquis og að hún sé þar með ættmóðir hinnar týndu ættkvíslar gyðinga og nokkur réttlæting á flutningi eþíópískra gyðinga til Ísraels fyrir tveimur áratugum. Hvað sem hver segir, staðhæfa Jemenar. Bilquis ríkti yfir Sabalandi. Það geta verið deild- ar meiningar um hvort hún hét Bilquis eða eitt- hvað annað. Hún var Jemeni og verður aldrei annað hvað sem hver segir. VAR DROTTNINGIN AF SABA AF EÞÍÓPÍSKUM UPPRUNA? Fræðimenn í arabaheiminum deila nú ákaft um það hvort hin fræga drottning af Saba, sem alltaf hefur verið sögð jemensk, kunni að hafa verið af eþíópísku bergi brotin, skrifar JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR og fjallar í þessari grein um rök með og á móti. Bilquis drottning og Salómon konungur. Hvað um snöggsoðna giftingu þeirra? GUÐBJÖRG R. Tryggvadóttir sópran og Iwona Jagla píanóleikari verða með tónleika í Hafnarborg, Menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni er ís- lensk, frönsk, rússnesk og ítölsk tónlist. Íslensku tónskáldin eru tvö, Páll Ísólfsson og Sigfús Einarsson. Franski hluti efnisskrárinnar er tónlist eftir Poulenc og rússneski hlutinn eftir Rachmaninov. Ítölsku tónskáldin eru Puccini, Cilea og Verdi. Guðbjörg R. Tryggvadóttir stundaði söng- nám í Söngskólanum í Reykjavík. Þaðan lauk hún burtfararprófi (AC) 1997 og Söngkenn- araprófi (LRSM) 1999. Aðalkennarar hennar hafa verið Magnús Jónsson og Þuríður Páls- dóttir auk undirleikaranna Soffíu Guðmunds- dóttur, Hólmfríðar Sigurðardóttur og Iwonu Jagla. Guðbjörg hefur einnig sótt námskeið og einkatíma hjá André Orlowitz og próf. Alicja Legiec Matosiur. Tvö síðastliðin ár hefur hún sótt söngtíma hjá Alinu Dubik. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari og er félagi í Kór Íslensku óperunnar. Iwona Jagla er fædd í Póllandi og lauk mast- ers- og einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistar- akademíunni í Gdansk árið 1983. Þá hafði hún þegar hafið störf við söng- og kammermúsík- deild akademíunnar. Hún kom til Íslands í september 1990 og hef- ur starfað hjá Íslensku óperunni undanfarin ár. Hún kennir nú við Söngskólann í Reykjavík. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Í HAFNARBORG Morgunblaðið/Ásdís Iwona Jagla píanóleikari og Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópransöngkona.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.