Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001
N
ú þegar sýningin Nátt-
úrusýnir hefur verið
rækilega kynnt í öllum
fjölmiðlum að undan-
förnu, er ekki úr vegi að
velta fyrir sér öðrum
þáttum sem tengjast
henni. Á það hefur verið
bent að hún geti verið lykill að íslenskri lista-
sögu og um það þarf enginn að velkjast í vafa.
Íslensk myndlistarsaga rúmast öll innan þess
sem almennt er kallað nútímamyndlist og á
upphaf sitt að rekja til rómantískrar landslags-
listar og impressionistanna svokölluðu sem eru
kjarninn í sýningunni. Hitt er svo annað mál
hvernig svona sýning er skoðuð á Íslandi og
hvort hún getur varpað ljósi á einhverja þætti í
samtímanum og nútímalistinni.
Sýningin, sem kemur frá Petit Palais í París,
varpar sögulegu ljósi á það hvernig landslag
var oftast notað í myndlist framanaf sem um-
gjörð einhverra atburða og þá helst af trúar-
legum eða goðsagnakenndum toga. Þegar það
síðar var tekið upp sem meginviðfangsefni var
það oftast sem reglubundinn skáldskapur
fremur en eftirmynd náttúrunnar. Á síðari
hluta 19. aldar má segja að málarar hafi nær
eingöngu litið á náttúruna sem viðfangsefni og
þá hvorttveggja í senn sem raunsæislega lýs-
ingu og uppsprettu djúpra tilfinninga þar sem
dregið var samasemmerki milli sálar og nátt-
úru. Hreinn natúralismi, sannferðug lýsing
umhverfisins, er síðan það skref sem stigið var
af impressionistunum og markar endapunkt
sýningarinnar. Þar eru þau tímamót sem ég vil
fjalla um og tengja samtímalistinni.
Guðfaðirinn
Sýningin er semsé fyrir margra hluta sakir
stórmerkileg og vel til þess fallin að láta hug-
ann reika um myndlistarakurinn sl. hundrað ár
eða svo. Það hefur lengi verið leikur manna að
reyna með rökum sínum að feðra nútímamynd-
listina og hefur hann leitt marga fram á sjón-
arsviðið sem gangast eiga við öllum þeim
ósköpum. Myndlistarmenn hafa löngum fundið
blóðböndin fyrir sjálfa sig og rakið sig eins og
ættfræðingar til ættarhöfðingjans og listfræð-
ingar hafa að sama skapi gert sitt til að finna
guðföðurinn. Goya og Velasques, einhver im-
pressionistanna og svo náttúrulega Cézanne
eða sporgöngumenn hans, eru nöfn sem oft eru
nefnd og fer þar allt eftir forsendum manna
fyrir þessum leik. Verk eftir Cézanne hafa
aldrei mér vitanlega verið sýnd hér á landi og
því telst það stórviðburður í sjálfu sér og vert
að skoða hann nánar. Hvað hefur hann að segja
okkur tæpri öld eftir andlátið og hvað má lesa
úr verkum hans og ber hann einhverja ábyrgð
á nútímalistinni? Þau verk sem sýnd eru í L.Í.
marka í raun allt lífshlaup hans, þó svo þau séu
aðeins tvö, því það fyrra er algert byrjenda-
verk frá því um 1860 og hið síðara hreint meist-
araverk, Klettar og greinar í Bibémus, frá því
um aldamótin 1900.
Hann hét Paul Cézanne (1839–1906) og varð
snemma handgenginn impressionismanum, en
áttaði sig fljótt á því að leit listamanna að hinu
fullkomna auga og raunsæislegri náttúrusýn
voru ekki það sem listina skorti, heldur væru
mið hennar önnur og því best að reyna með sér
að finna þau. Fullkomin náttúrusýn og pens-
ilfimi impressionistanna var einskonar enda-
punktur sem Cézanne líkaði ekki og því var það
að hann dró sig í hlé frá hringiðu myndlist-
arlífsins og endalausri rökræðu um fræðilegar
hliðar málverksins, þó svo hann hafi ekki litið á
fjarveru sína sem uppreisn gegn einu né neinu.
Hann lifði einföldu, hæglátu og reglusömu lífi í
Aix-en-Provence í Suður-Frakklandi og lét að-
eins eftir sér að huga að verkum sínum og eigin
aðferð eða leit sinni að henni og skipti hann
engu hvort það skilaði honum auði eða frægð.
Arfleifð impressionismans, náttúrusýnin, var
honum mikilvæg í því augnamiði að koma reglu
á hlutina, jafnt í formi sem lit, en kyrrlát og ris-
mikil verk hans af náttúrunni eru samt sem áð-
ur ákveðin höfnun á akademisma eða skólum
(færni/tækni) sem einkenndi impressionis-
mann, enda skorti myndlist forveranna hrein-
leika að hans mati og hann þoldi ekki mynd-
ræna óreiðu samtíma síns. Tæknileg
fullkomnun raunsæisins þoldi að hans mati
ekki nánari skoðun og var innantóm. Sama var
með litaval og meðferð litanna á striganum,
það vandamál var ekki auðleyst og hann þurfti
vissulega að taka á honum stóra sínum til að
hverfa frá eiginlegu litrófi náttúrunnar og im-
pressionismans. Hann vildi vinna sig frá allri
fyrri þekkingu og með tíð og tíma tókst honum
það með einstökum hætti.
Niðurstaða Cézanne, ef svo er hægt að segja,
er mönnum enn óráðin gáta. Honum tókst
þetta einfaldlega og allt sem um það er að segja
eru náttúrlega tómar vangaveltur. Það sem
þarna gerðist er það sem kalla má tímamót í
listasögunni og allt í einu var fram kominn
listamaður sem lét eins og listasagan væri ekki
til og arfleifðin sem áður var honum sem að-
göngumiði að samtímanum var löngu gleymd.
Ekkert hafði gerst fyrir hans dag og segja má
að ekkert hafi heldur gerst í hans eigin sam-
tíma, því það var ekki fyrr en á dánarári hans
sem sannleikurinn blasti við sjónum manna
(1906). Sjónhverfingar og allskonar tæknibrell-
ur í teikningu lét hann lönd og leið og einbeitti
sér að öðrum þáttum, s.s. sambandi lita og for-
ma, myndrænu jafnvægi og þéttleika og dýpt.
Afleiðing þessa er náttúrulega sú að Cézanne
var á þröskuldi þess að skapa óhlutbundna
myndlist, þó svo það hafi eflaust aldrei hvarflað
að honum og allt aðrir stigið skrefið til fulls
með vísan í verk hans stuttu seinna. Verk hans
eru ekki raunsæisleg í fyrri skilningi þess orðs
og honum tókst að undirstrika það varanlega
og heildstæða í náttúrunni og umhverfinu og
það er ekki svo lítið þegar haft er í huga að
myndlistarmenn höfðu í raun svo öldum skiptir
reynt að nálgast það sem honum var orðið svo
sjálfsagt. Í þessu ljósi er afar heillandi að skoða
sýninguna í L.Í., því þar blasir þetta allt við
sjónum. Verk hans, Klettar og greinar..., er
staðfesting þess að brotið var blað og allt sem
umhverfis það er á sýningunni, tilheyrir öðrum
tíma og annarri listsýn.
Önnur aðferð –
yfirsýn og skilningur
Þessi þrautseigja Cézanne, og raunar fleiri
listamanna á svipuðum tíma, gat af sér nýja eða
aðra aðferð við listsköpun sem síðar leysti úr
læðingi þá óreiðu sem einkenndi tuttugustu
öldina. Auðvelt er að rekja sig nær í tíma og
tína til þá listamenn sem urðu handgengnir
Cézanne og síðan aðra sem settu tærnar við
hælana á þeim og svo koll af kolli til dagsins í
dag (auðvelt er að rekja íslensku leiðina í því
samhengi, en því sleppi ég hér). Málið var ekki
lengur að ná tæknilegri fullkomnun í því að
mála það sem fyrir augu ber, heldur að komast
til botns í viðfangsefni sínu, hvað svo sem það
kallaðist. Listsköpun er ásetningur, meðvitað
ástand, og menn verða að hafa eitthvað að
segja með verkum sínum. Margir, já alltof
margir, hafa ekki skilið þetta og reynt sig við
það sem þeir kalla „eigin stíl“ eða eitthvað
þaðanaf gáfulegra, og þykjast þar með hafa
skilið sjálfa sig og eðli vinnunnar. Málverkið
málverksins vegna þekkjum við allt of vel, sér-
staklega hér á landi, þar sem það er orðið að
CÉZANNE
OG SAM-
TÍMINN
„Stílbrjótar tuttugustu aldarinnar skildu skilaboð
Cézanne og eiga margir þeirra rætur að rekja til
hans og hafa margundirstrikað það í eigin verkum
og textum – þeir þoldu ekki einsleitnina og brutust
með oddi og egg gegn ráðandi hugsunarhætti og
rákust illa sem hjarðdýr.“
E F T I R K R I S T I N E . H R A F N S S O N
Morgunblaðið/ÁsdísFrá Mont Saint-Victoire eftir Hrein Friðfinnsson, 1998.Klettar og greinar í Bibémus eftir Paul Cezanne, um 1895–1900.