Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 F ÓLKI kann stundum að þykja göngulag mitt skrýtið en þá er það vegna þess að ég er að reyna að forðast að stíga á hellumót í gangstéttinni. Oftast er mér alveg sama en stundum stend ég mig að því að hafa gengið langa leið án þess að hafa stigið á ein einustu hellumót. Þetta tekst með réttri hrynjandi í skrefunum: Eitt langt tvö stutt, eitt langt tvö stutt ... baa babb babb, baa babb babb, baa babb babb.... Þetta eru hnígandi þríliðir. Svona getur takturinn orðið þegar vel gengur en minnsta truflun getur sett mann út af laginu. Það hleypur kannski hundur í veg fyrir mann eða barn. Kannski hætta hellurnar og eitthvað annað tekur við, minni hellur, of litlar fyrir skó númer 45, slétt og tilbreytingarlaust malbik, gras eða möl – hún er langverst. Þá ann- aðhvort breytist takturinn eða hugurinn reik- ar í aðra átt. Róin sem rúðustrikað landslag hellnanna og taktfast göngulagið hafði fært á hugann víkur fyrir slitróttum hugsunum og öngþveiti sem skapast af lífi í borg. Merkingarbært labb Michel de Certeau, sem var franskur félagsfræðingur, hélt því fram að labb sem þetta, labb í borg, hefði merkingu, að labb í borg væri merkingarbær athöfn rétt eins og að skrifa og tala eru merkingarbærar athafn- ir. Hugmyndin er í sjálfu sér einföld og skýr. Þegar við göngum um borg tökum við þátt í menningarlegri og sögulegri samræðu. Borg- in er full af sögu sem við lesum með fótunum, ef svo má segja, götur og hús mynda texta sem segir frá athafna- og hugmyndalífi fólks- ins sem reisti þau, og þau segja okkur frá fólkinu sem gekk göturnar og bjó í húsunum. Við þennan texta er sífellt verið að bæta, gömul hús eru rifin og ný bætast við, og fólk- ið breytir um takt í kjölfarið. De Certeau segir að göngumaðurinn upplifi borgina á persónulegan hátt og brjóti þannig upp þá „auðlæsilegu reglu“ sem skipuleggjendur hafa léð henni. Gangan gerir borgina að margræðari stað á svipaðan hátt og svefninn flækir vökuna. Borgarráfið skapar sinn eigin texta. Það hefur sinn eigin stíl sem markast af ýmiss konar hliðarsporum, beygjum og stærri krókum sem göngumaðurinn tekur á sig. De Certeau talar um retórík í þessu sambandi, hliðarspor og krókar eru eins kon- ar mælskubrögð. Hver og einn semur sína slóð og úr henni má lesa einstaklingsbundna upplifun á því að vera í heiminum, að lifa í borg. Merking textans er því ætíð persónu- bundin. Í Ódysseifi las Joyce til að mynda ákveðna merkingu í ráf Blooms um götur Dyflinnar sem varð síðan nokkurs konar frummynd að veruhætti nútímamannsins. Joyce setti raunar upp merkingargrind sem sýnir táknræna skírskotun áfangastaða Blooms á göngu hans. Götuheiti og önnur kennileiti borgarinnar mynda þennan merk- ingarramma hjá de Certeau. Þau hafa ef til vill tapað upphaflegri merkingu sinni en þau bera táknræna skírskotun í huga hvers og eins okkar, við tengjum þær minningu eða uppákomu og sveigjum jafnvel af leið til þess að fara þær eða forðast. Hver gönguferð er þannig merkingarbær atburður, sem er ávallt nýr. Allt atferli fólks, allar hversdagslegar gjörðir þess mynda með þessum hætti texta sem er alltaf nýr, segir de Certeau. Þegar matur er eldaður er tekið þátt í menning- arlegri samræðu, einnig þegar keypt er inn eða eigum raðað inn í íbúð. Fólk er þannig alltaf að bregðast við umhverfi sínu á merk- ingarfullan og skapandi hátt, það er að taka afstöðu, veita samfélaginu og skipan þess mótspyrnu eða svörun af öðru tagi. Það er ekki að ástæðulausu að borg er líkt við tungumál, fyrirbærin eiga ýmislegt sam- eiginlegt. Bæði eru skurðpunktar fortíðar, nútíðar og framtíðar. Bæði eru í sífelldri sköpun en jafnframt tákn stöðugleika og þeg- ar verst lætur stöðnunar. Ennfremur eru bæði flókin og síkvik táknkerfi sem lesa má úr sögu og merkingu, eða nota til að skapa. De Certeau heldur því fram að með göngu- lagi sínu og (hversdagslegum) gjörðum skapi hver maður sinn eigin texta úr eða kannski öllu heldur innan um stór og smá tákn borg- arinnar. Þannig er borgin full af sögum. Sum- ar eru sagðar aftur og aftur en þó alltaf í breyttri endurtekningu. Rannsóknir á borginni og borgarlífi hafa á undanförnum árum og áratugum í auknum mæli beinst að greiningu þessara borgar- sagna, að skoða borgina sem „leikhús félags- legrar hegðunar“ eins og Lewis Mumford, frægasti og áhrifamesti borgarfræðingur (eða úrbanisti) aldarinnar, talaði um. Eða hrein- lega að lesa hana sem skáldsögu, margradda skáldsögu þar sem ólík orðræðukerfi takast á, þar sem við sjáum samspil ólíkra tungu- mála, bæði hópa og einstaklinga, samspil margvíslegra stofnana með misjafnan sögu- legan bakgrunn, ýmis félagsleg tengsl, póli- tíska valdatogstreitu, auk alls þess efnis sem fjölmiðlar dæla út í umhverfið. Eða með öðr- um orðum að lesa borgina sem texta, sem orðræðu, sem fantasíu um merkingu þess að búa í borgarsamfélagi. Í anda de Certeaus hafa fræðimenn sumir hverjir beint sjónum að lífi einstaklingsins, hversdagslífinu og samspili þess við hið op- inbera líf borgarinnar, skipulag hennar, stjórnsýslu og pólitískan og efnahagslegan strúktúr, en kannski ekki síst samspil þess við hinar opinberu sögur um borgina, hinn opinbera texta borgarinnar og goðsagnirnar um hana. Samspilið þarna á milli getur orðið spennuþrungið þótt varasamt sé að ganga út frá því að svo sé. Það er heldur ekki algilt að samspilið á milli einstaklingsins og hinnar op- inberu borgar og borgarsögu sé hlaðið nei- kvæðri spennu en stundum vill brenna við í rannsóknum af þessu tagi að lögð er ofur- áhersla á að kúgunar- eða mótunarvald birt- ist í borgarumhverfinu og í opinberum text- um um það, og þá einnig í fjölmiðlum, kvikmyndum og öðrum miðlum. Oft leysast úr læðingi skapandi kraftar eins og borg- arskáldskapur er til vitnis um, og þá á ég bæði við þann sem komið hefur á bók og (með öllum fyrirvörum) hinn sem skref göngumannsins skilja eftir sig á strætum og torgum. Borgin sem síkvikur texti Borgin er síkvikur texti. Að lifa í borg er að taka þátt í sköpun þessa texta, sífelldri endurritun hans, túlkun hans og endurtúlkun. Úr verður ógurlegt textaflóð sem birtist í ýmsum myndum. Bílaraðir skera borgina þvers og kruss í morgunstressinu, foreldrar eru á þönum með leikskólabörnin undir hend- inni, ... „ys og læti, fólk á hlaupum í inn- kaupum,“ eins og Laddi söng. Að margra mati má lesa meginsögu kapítalismans úr þessari borgarmynd. Og „róttækir“ lesendur sjá andóf einstaklinganna gegn kerfinu skína úr nánast hverri athöfn. En hvað sem andófi líður þá fara allir sína leið, allir segja sína sögu, oftast sömu söguna dag eftir dag; sami strætóinn, sami rúnturinn, sama útsýnið, sömu húsin, sömu gangstéttirnar, sömu hell- urnar, sama fólkið, sömu hugsanirnar, sömu orðin. Nema eitthvað óvenjulegt gerist, kona LÍF Í BORG: EINKAVEGIR Umræða um skipulag Reykjavíkur hefur verið mikil að undanförnu og sýnist sitt hverjum. ÞRÖSTUR HELGASON rýnir í textann sem labb hans og aðrir einkavegir um borgina mynda og þykist finna þar andóf gegn vondu skipulagi Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Kristín Hauksdóttir Reykjavík eftir Kristínu Hauksdóttur.                       !"     #  #        $            % &# (  % &# (  )  "   % &# ( $& + & #       , &  & #             & - - , $&  .  " (   &"/ , 0  +        $& "( , $ & ( "           ,         $1,  , 2    ' , $ &     /    ,    3           ,  #   #          .  +(& , $ &       $/" +       $-  #  ,    2      +          -   %  1  ,      #   %   ,     #       & &  ,     "  ,  ,       4         ,        ,           +          #         +  $ (    *    % %  & (        *     0      „Ég tel að þessi reglulegi ferill eða mynd sem búseta mín í miðbænum myndar sé ómeðvitað en táknrænt andóf gegn skipulagsleysinu í Reykjavíkurborg.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.