Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 15
spyrji hvað klukkan sé eða stúlka biðji um
eld, maður missi af strætó, maður hjóli á
hund. Og svo eru það sögurnar og goðsög-
urnar sem fjölmiðlarnir dreifa um borgina,
fréttirnar og frásagnirnar, allar upplýsing-
arnar sem streyma að okkur, fylla vitund
okkar, gegnsýra skynjun okkar. Á hverjum
degi þúsundir orða og sagna sem borgin
gleypir í sig og spýtir út úr sér í óteljandi
formum, sagnapípur í hverju húsi og umræð-
an flýtur út um allt. Og þá eru ótaldar op-
inberu sögurnar, sögurnar sem felast í skipu-
laginu, kortunum, töflunum, reikningunum og
staðtölunum. Staðtölur frá Orkuveitu Reykja-
víkur sýna að meira en helmingur borgarbúa
fari í heitt bað milli kl. 17 og 18 á aðfangadag.
Á sama tíma er rafmagnsnotkun borgarbúa í
hámarki, þeir eru að elda rjúpuna og ham-
borgarhrygginn. Þetta eru ekki beinlínis töl-
ur sem gefa andóf til kynna, frekar hugarró
vestræns velmegunarríkis.
Úr öllum þessum sögum, uppákomum og
tengslum fólks á milli má lesa lýsingu á sam-
félagi, samfélagsskipulagi, pólitík, hversdags-
lífi. Borgin er síkvikur texti, menningarleg
samræða sem þúsundir einstaklinga taka þátt
í, daglegt málþing um líf í borg.
Alfaraleiðir og sam-félags-vélin
Ég kalla þessa grein „Einkavegi“ vegna
þess að mig langar til þess að fara að dæmi
de Certeaus og kanna hvernig einstaklingur
skapar sína eigin borg og hvernig sú borg
stangast á við hina opinberu borgarmynd,
hina opinberu texta hennar og goðsagnirnar
um hana. Þegar ég byrjaði að semja greinina
sóttu á mig efasemdir um að það væru til
raunverulegir einkavegir í borg. Hvernig er
hægt að fara úr alfaraleið í borg? Er borg
hreinlega ekki þess eðlis að þar eru allir veg-
ir í alfaraleið? Eru einkavegirnir ekki bara
úti á landi eða kannski fyrst og fremst við
sumarbústaðina í Grímsnesinu? Þessi sam-
sláttur milli grunnmerkingar orðsins einka-
vegir og aukamerkingar þess kom mér satt
að segja úr jafnvægi því hann afhjúpar
grunneðli borgarinnar þar sem maðurinn
verður hluti af gríðarstórri vél sem ekki virk-
ar nema allir hlutar hennar vinni eða virki
saman, þessari sam-félags-vél sem menn hafa
reynt að finna skilgreiningu á síðan fyrsta
borgin myndaðist, að minnsta kosti. Þarna
vöknuðu með öðrum orðum eldfornar spurn-
ingar um virkni einstaklingsins og sjálfstæði
sem kenningar de Certeaus svara kannski
ekki nægilega skýrt.
Þessi fyrirvari á kenningum de Certeaus,
sem maður þarf vissulega að hafa, hverfur
samt nánast allur í skuggann af orðum
skáldsins Sjóns í sjónvarpsþættinum Eldhúsi
sannleikans í fyrra vetur um að honum finnist
borgin (eða reyndar miðbærinn) „vera fram-
lenging á íbúðinni sinni.“ Þannig kunna hug-
arheimar (eða hugsýnir) manna að skapa sér
sitt eigið rými og sitt eigið sjónarhorn á borg-
ina. Það er einmitt dæmi um slíkt sjónarhorn
sem mig langar til þess að draga fram hér.
Einkavegir sem andófstexti
Séð ofan af 110du hæð World Trade Cent-
er er Manhattan eins og latnesk málfræði,
sagði de Certeau. Þetta er frámunalega vel
skipulögð borg. Þarna rísa stærstu stafir í
heimi og mynda taumlausan texta, flókið og
lifandi táknkerfi sem má lesa úr sögu og
merkingu: Öfgar metnaðar og eymdar, æp-
andi andstæður sem skapast af ólíkum kyn-
þáttum og lífsstíl, og af eilífri endurnýjuninni
þar sem hús fortíðar hafa þegar verið tekin í
brotajárn og bygging dagsins fyllir í skarðið.
Í samanburði við Manhattan er Reykjavík
eins og sundurlaus setning. Gatnakerfið er
rökfræðilegt klúður og arkitektúrinn nykr-
aður. Reykjavík endurspeglar þjóðareðlið:
Hana skortir aga og úthald. Það er ekkert
samspil, engin samræða og þess vegna er
heldur engin niðurstaða, engin heildarmynd.
Tilviljunin ræður. Í New York horfir maður
til himins, upp eftir þrítugu manngerðu stál-
inu og þráir frelsi víðáttunnar. Í Reykjavík
rýnir maður í hornrétt landslag hellnanna og
þráir staðfestu, reglu á víðáttuvitlausar hugs-
anir. Þegar maður gengur um götur Reykja-
víkur leitar maður reglunnar, hugsunarinnar
og skynseminnar sem ekki er að finna í
skipulagi og ásýnd borgarinnar. Þarna er að-
alskýringin á helluhoppi mínu, að ég tel.
Þótt það vanti heildstæða hugmynd á bak
við skipulag Reykjavíkur þarf það ekki að
þýða að hún sé verri borg en New York. Hún
er bara öðruvísi, eins og Íslendingar. Hug-
myndir, hugmyndafræði eða hugmyndastefn-
ur hafa aldrei numið land hér nema með fer-
legum skipbrotum og ber Reykjavík merki
þess. Nema reykvískir skipulagsfræðingar
hafi aðhyllst hugmyndir hins kunna arkitekts
Negroponti sem vildi brjóta upp gamla borg-
arskipulagið með torgi í miðjunni og hringum
utanum, eins og í París. Hann raðaði léttum
pappakössum á gólf og hleypti her af maur-
um í gegn. Þeir ýttu kössunum hingað og
þangað og riðluðu allri uppröðun, – og þar
með var komið nýtt borgarskipulag. Að
minnsta kosti höfnuðu Reykvíkingar hinni
fornu og skynsamlegu hringhugmynd sem
Guðjón Samúelsson reyndi að innleiða hér á
fyrri hluta aldarinnar, en endaslepp Hring-
brautin mun vera eini eða einn af fáum vitn-
isburðum þeirrar tilraunar.
Það er kannski til merkis um óljóst hlut-
verk Hringbrautarinnar í borginni að ég var
kominn á unglingsaldur þegar ég uppgötvaði
að hún bar ekki þetta nafn vegna hringtorg-
anna sem á henni voru og eru. Altjent hefur
óljóst skipulag Reykjavíkur truflað mig og ég
hef meðvitað og ómeðvitað leitast við að bæta
það upp eða andmæla því með einhverjum
hætti. Helluhoppið er eitt dæmi, en annað
dæmi er táknrænn (andófs)texti eða mynd
sem búseta mín í borginni hefur dregið upp
(sjá kort hér í opnunni).
Undanfarin þrettán ár hef ég verið búsett-
ur í miðbæ borgarinnar, í 101-um Reykjavík
þar sem Hallgrímur Helgason rithöfundur
hefur kortlagt vafasama „einkavegi“ Hlyns
Björns. Ég hef búið í fimm húsum þennan
tíma, fyrst á Bergþórugötu 25, síðan á Sól-
eyjargötu 19, þá á Lindargötu 11, þar eftir á
Lokastíg 7 en nú bý ég á Vesturgötu 19. Við
fyrstu sýn virðast þessi heimilisföng ekki eiga
neitt sameiginlegt annað en póstnúmerið, en
sé ferill minn um miðbæinn skoðaður kemur
merkilegur hlutur í ljós. Séu dregnar beinar
línur á milli húsanna sem ég hef búið í þessi
tólf ár kemur nefnilega í ljós nánast (og rétt
er að leggja áherslu á það orð, nánast) reglu-
legur ferstrendur píramíti.
Þetta hefur mikla táknræna merkingu í
mínum huga. Píramítinn er mynd hins full-
komna sköpunarverks mannsins, hann var
stærðfræðilegt og skipulagslegt undur á sín-
um tíma en píramítarnir í Giza á Egyptalandi
eru taldir reistir um 2500 fyrir Krist. Ég tel
að þessi reglulegi ferill eða mynd sem búseta
mín í miðbænum myndar sé ómeðvitað en
táknrænt andóf gegn skipulagsleysinu í
Reykjavíkurborg. Ég tek það fram að það
eru ýmsar sögur sem tengjast þessum einka-
píramíta mínum í miðbænum, persónulegar
sögur sem styrkja mjög þá tilgátu að þetta
táknræna andóf hafi verið ómeðvitaður ásetn-
ingur, ef þannig má taka til orða, en ég kýs
að fara ekki nánar út í þá sálma hér. Ég get
þó nefnt að ferillinn milli þeirra þriggja húsa
sem hafa verið heimili mitt í tæp tólf ár af
þessum þrettán myndar rétt horn (Bergþóru-
gata – Sóleyjargata – Vesturgata) en það
skírskotar til mjög afdrifaríkrar stefnubreyt-
ingar þegar við lá að ég flytti úr 101-um.
(Fara mætti aðrar leiðir í túlkun píramítans.
Píramítar voru til dæmis grafir til forna en í
því sambandi má benda á að sumir túlkendur
hafa lagt áherslu á hið vélræna, ónáttúrulega,
líflausa líf borgarinnar. Freud kemur líka upp
í hugann en þá er maður kominn á varasamar
slóðir. Eins og glöggir rýnendur sjá myndar
ferillinn einnig demant og flugdreka, en flug-
drekinn hefur skemmtilega skírskotun til
ákveðins rótleysis sem einkennir stundum
borgarlífið, ekki síst hér í Reykjavík þar sem
íbúar eiga margir hverjir rætur sínar annars
staðar en í borginni sjálfri.)
Fögur er Esjan
Skortur á (heildar)hugsun í skipulagi borg-
arinnar þarf heldur ekki að þýða að borgin sé
ljót. Reykjavík er ekki ljót borg. En ég held
reyndar að Íslendingar meti fegurð borga og
bæja á annan hátt en aðrar þjóðir. Þetta rann
upp fyrir mér á ljósmyndasýningu Kristínar
Hauksdóttur í sal Íslenskrar grafíkur í apríl
á síðasta ári. Þar héngu tvær myndir hlið við
hlið af sinni borginni hvor. Sú vinstra megin
sýndi New York-borg rísa úr hafinu eins og
stuðlaberg. Myndin var tekin um borð í ferju
sem siglir milli Manhattaneyju og Statten Is-
land. Í forgrunni var ein af þessum járn-
grindum sem einkenna svo mjög stórborgina
og byrgja til að mynda marga glugga hennar
en er hér notuð til að varna farþegum ferj-
unnar að fara fyrir borð. Myndin hægra meg-
in sýndi Esjuna rísa úr sæ í allri sinni dýrð. Í
forgrunni var hafið eitt, en myndin var tekin
frá Reykjavík.
Þessar myndir afhjúpa reykvískt ef ekki ís-
lenskt fegurðarskyn, að minnsta kosti þegar
borgin er annars vegar. New York-búinn,
sem Kristín Hauksdóttir var vel að merkja
sjálf um nokkurt skeið, horfir til borgarinnar
í leit að fegurð hennar en Reykvíkingurinn
horfir frá borginni í leit að fegurð hennar.
Þetta gæti virst svolítið einstrengingsleg
túlkun í fyrstu en henni til stuðnings má
benda á hvað Íslendingar hafa alltaf verið
uppteknir af bæjarstæðum (og svei mér ef
bæjarstæði er ekki séríslenskt hugtak). Ís-
lendingar tala mikið um að bæjarstæði séu
falleg, en minna um að bæir séu fallegir.
Kannski er þetta til komið vegna þess að Ís-
lendingar tíðkuðu enga afgerandi bygging-
arlist fram eftir öldum heldur bjuggu í mold-
arbingjum sem féllu inn í landslagið. Kannski
er þetta arfleifð Gunnars sem sagði: Fögur er
hlíðin. En ekki: Fagur er Hlíðarendi.
Og þótt Íslendingar séu farnir að stunda
einhvers konar byggingarlist tölum við svona
enn. Þegar silfurmaðurinn Egill Helgason
innti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borg-
arstjóra eftir áliti hennar á því hvort Reykja-
vík væri fögur borg á Skjá Einum á liðnu ári,
þá nefndi hún fyrst Esjuna og hið fallega
bæjarstæði. Það komu svo hálfgerðar vöflur á
Björn Ólafs, einn víðkunnasta skipulagsarki-
tekt Íslands, þegar hann var spurður sömu
spurningar, en hann nefndi einnig fallegt
bæjarstæðið – sagði reyndar að Reykjavík
væri á einu fallegasta bæjarstæði í heimi.
Sjálfur myndi ég líka segja þetta, fögur er
Esjan, en hugarró og staðfestu í þessari borg
finn ég í reglubundnum (eða reglustikuðum)
einkavegum mínum og samræmdu göngulagi:
eitt langt tvö stutt, eitt langt tvö stutt eitt
langt tvö stutt ... baa babb babb, baa babb
babb, baa babb babb ...
Greinin er lítið breytt erindi sem flutt var á
ráðstefnu haldinni í Háskóla Íslands 28. maí
síðastliðinn undir yfirskriftinni Líf í borg.
Heimildir:
Michel de Certeau, The Practice of Everyday Life.
London, 1984.
Michel de Certeau, Luce Giard, Pierre Mayol, The
Practice of Everyday Life, Volume 2: Living & Cook-
ing. Minnesota 1998.
Richard T. LeGates og Frederic Stout (ritstj.), The
City Reader (önnur útg.), London, New York, 2000.
Anthony D. King (ritstj.), Re-Presenting the City.
Ethnicity, Capital and Culture in the 21st-Century
Metropolis. New York, 1996.
Ljósmynd/Kristín Hauksdóttir
Manhattan eftir Kristínu Hauksdóttur.