Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 19 GIUSEPPE Ungaretti fæddist af ítalskri fjölskyldu í Kaíró 1888. Hálfþrítugur fluttist hann til Evrópu og lærði heimspeki í Sor- bonne-háskóla, hann kynntist framúrstefnu- mönnum svo sem Picasso og skáldinu App- ollinaire. Árið 1914 settist hann að á Ítal- íu, varð frönskukenn- ari og fékk fyrstu ljóð sín útgefin. Hann gerðist sjálfboðaliði í ítalska hernum 1915 og barðist til stríðs- loka í Ítalíu og Frakk- landi. Stríðið setur mikinn svip á þetta ljóðaúrval sem þýtt er á dönsku af skáldinu Annemette Kure Andersen. Hún byggir það á heildarútgáfu sem Ungaretti gerði af ljóð- um sínum 1969, árið áður en hann dó. Ljóð- in eru hér bæði á frummáli og þýðingu, svo sem tíðkast í þessum bókaflokki, Heimsljóð. Ljóð Ungaretti hafa verið kennd við „hermetismo“ sem merkir nánast innilokun. En það væri mjög villandi að taka það svo að þau séu yfirleitt torskilin. Hins vegar eru þau hnitmiðuð. Hann gerði töluvert af afar stuttum ljóðum, og slær flestum við í naum- hyggju, svo sem í þessu fræga ljóði frá 1917: Morgunn Ég uppljómast af ómælanlegu Eða þetta ljóð frá 1916: Alheimur Úr hafinu hef ég gert mér börur svala: Annað ljóð frá sama ári er trúarlegt, sins og svo margt hjá Ungaretti: Bölvun Inniluktur meðal dauðlegra hluta (Jafnvel stjarnhiminninn fær enda) hví girnist ég guð? Það er erfið þraut að gera góð ljóð í svo knöppu formi, og því held ég að þessi ljóð gætu orðið lærdómsrík fyrir uppvaxandi ljóðskáld, einkum ef þau kunna ítölsku að einhverju marki. En Ungaretti orti einnig löng ljóð. Enn frá árinu 1916 eru þessi eft- irmæli nafnleysingja: Í minningu Hann hét Moammed Sceab Afkomandi emíra hirðingja sjálfsmorðingi af því hann átti ekki lengur Föðurland Unni Frakklandi og skipti um nafn Varð Marcel en var ekki franskur og hann gat ekki lengur lifað í tjaldi sinna þar sem hlýtt er á messusöng Kóransins yfir kaffibolla Og hann gat ekki leyst sönginn um brottför sína Ég fylgdi honum ásamt forstöðukonu hótelsins sem við bjuggum í í París frá Rue des Carmes 5 niður visinn stíg Hann hvílir í Ivry-kirkjugarði úthverfi sem virðist alltaf eins og markaðsdagur í upplausn Og kannski er það ég einn sem enn veit að hann lifði Frá seinni árum eru langir ljóðabálkar, nokkuð í stíl við eftirfarandi ljóð frá 1932. Hér er ljóðmálið orðið myrkara, vegna óvenjulegra líkinga. En hugleiði lesendur um hvað er talað eins og það væri hvað ann- að, mun ljóðið uppljúkast þeim. T.d. gefur orðasambandið „haf nóttanna“ tilfinningu fyrir því að næturnar skynjast sem óend- anlegar. Að líkja baki hinnar elskuðu við hryssu, ætti a.m.k. að sýna tilfinningu fyrir þrótti, spennu. Í fyrra hluta ljóðsins er girnd eða ást í sviðsljósinu, tilfinningarót birtist í ruglingi persóna í 4.–5. línu, það mætti sýna samruna elskendanna, en síðan ber æ meir á andstæðunni, einmanakennd Söngur Ég endurlít hægan munn þinn (Haf nóttanna kemur mót honum) Og bakið sem hryssa fellur þér í kvöl í arma mín sem sungu Og að færa þér svefn Fullan af lit andlitsins og endurteknum dauða. Og grimmur einmanaleikinn Sem sérhver finnur innra með sér, unni hann, Núið óendanlegur legsteinn, Um eilífð aðskilur hann mig frá þér Unnusta mín, fjarlæg sem í spegli... Eftirfarandi ljóð er frá 1915, og skal ég ekki segja hvort það ber merki stríðsins, al- tént hefur það víðari tilvísun. Hér er ljóð- málið mun flóknara. T.d. er talað um kóral eins og mannveru sem tínir af sér spjar- irnar, en þær eru þá þorsti eftir kossum! Það er sérkennilegt að sjá vængi vagga í reyk. En þeim er síðan þar að auki líkt við axir sem höggva við – en hann er þá þögn, og það þögn augna! Augljóslega er ekki nokkur leið að botna röklega í svona tali, sem er dæmigert fyrir róttækasta módern- isma, m.a. surrealisma. Þá er frekar reyn- andi að láta orðin orka á sig, finna á sér eitthvert samhengi hugarástands, tilfinn- inga, líkt og þegar lesið er Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr. Lindoro frá auðninni Vængir sem vagga í reyknum höggva þögn augnanna Í vindinum tínir kórallinn af sér þorsta eftir kossum Dagsbrúnin skelfir mig Lífinu er umhellt í mér í hvirflum eftirsjár Nú spegla ég þá bletti heimsins sem voru mér félagar og snuðra mig fram Ofurseldur ferðum allt að dauða Við höfum áningarstaði svefns Sólin slekkur grátinn Ég hyl mig hlýrri slá úr gullnum hör Frá þessum svölum ömurleikans halla ég mér fram til að faðma góðar stundir Síðasta ljóð bókarinnar er í minningu seinni heimsstyrjaldar, og hnitast um and- stæður ljóss og myrkurs, sem tákna líf og dauða: Tileinkað þeim sem féllu í andspyrnunni Hér Lifa um eilífð Augun sem var lukt fyrir ljósinu Til að allir Skyldu hafa þau opin Um eilífð Ljósinu Giuseppe Ungaretti: Glæde ved skibbrud og andre digte. Verdenslyrik, Borgen 1999. SLÆR FLESTUM VIÐ Í NAUMHYGGJU Giuseppe Ungaretti E f t i r Ö r n Ó l a f s s o n JOHN Tavener (f. 1944) er eitt þekktasta tónskáld Englendinga nú um stundir. Tav- ener er í rétttrúnaðarkirkjunni og ber tónlist hans þess greinileg merki því viðfangsefni hans eru gjarnan af kristilegum toga og eins eru austræn áhrif jafnan heyranleg í verkum hans. Í upphafi ferils síns vakti hann mikla at- hygli fyrir fjölbreytilegt og á stundum flókið tónmál en á síð- ustu árum hefur hann fært sig nær einfaldara tjáningarformi og hefur upp- skorið talsverðar vinsældir. Ekki má skilja það svo að Tavener fari eingöngu breiða veginn að marki sínu. Í verkinu Fall and Resurr- ection, sem hér er til umfjöllun- ar, má sums staðar heyra þéttan og flókinn tónvef en hins vegar er óhætt að fullyrða að tónmálið sé sérhverjum manni skiljanlegt þrátt fyrir það. Fall and Resurrection var frumflutt í St. Pauĺs Cathedral í Lundúnum 4. janúar 2000 og er verkið sérstaklega samið til flutnings við slíkar aðstæður: mikið rými og mikinn enduróm, sem tónskáldið bókstaflega notar sem hluta af verkinu. Frumflutningurinn (sem er einnig fáanlegur í sjónrænu formi á DVD og VHS) vakti mikla athygli fjölmiðla og var útvarpað beint í BBC og sjónvarpað viku seinna. Enda var þar viðstaddur enginn annar en Prinsinn af Wales sem í lok tón- leikanna fékk afhent eintak af verkinu úr hendi tónskáldsins. Viðfangsefni Taveners í Fall and Resurr- ection eru atburðir úr ritningunni, allt frá sköpun heimsins og syndafallinu til krossfest- ingarinnar og upprisunnar. Kannski hefði Sköpun Haydns hljómað svona á 21. öldinni! Þetta er verk ofboðslegra andstæðna í fram- setningu, tónmáli og styrk. Hinu allra fín- gerðasta er teflt saman við þykkan tónvef kórs og hljómsveitar. Frumstæð lúðraköll hrútshornsins rekast á við lærðan vestrænan lúðrablástur. Friðsæl sveitastemmning er rofin af kaótískum köllum kórs og slagverks. Verkið hefur ótvíræða stígandi og þegar há- punktinum er náð í lokakaflanum eru effekt- arnir engu líkir. Lokahljómar kórs og hljóm- sveitar, einmanaleg flautan og að lokum klukknahljómur Pálskirkjunnar er áhrifaríkt í meira lagi. Dramatíkin, krafturinn og feg- urðin hlýtur að heilla hvern þann sem kynnist þessu mikla og innilega verki sem er samið af einlægri trúarsannfæringu – á því leikur eng- inn vafi. Hljómsveitarstjórinn Richard Hickox er í hópi framsæknustu hljómsveitarstjóra. Hann stjórnar hér flutningi sem er í allra hæsta gæðaflokki. Frábærir einsöngvarar með sópransöngkonuna Patriciu Rozario fremsta meðal jafningja, tveir framúrskarandi kórar og ein af bestu hljómsveitum Bretlands – allt tryggir þetta ógleymanlega upplifun á minn- isstæðum atburði. Hljóðritunin nær mögn- uðu andrúmsloftinu í kirkjunni mjög vel. Mér er til efs að menn hafi heyrt annað eins og þessa massífu lokahljóma sem leysast smám saman upp undir hvolfþaki dómkirkjunnar. Sterkt verk og glæsileg hljóðritun. Frábær diskur. KATALÓNSKI gömbuleikarinn, hljóm- sveitarstjórinn, kórstjórinn, tónskáldið, út- setjarinn og tónvísindamaðurinn Jordi Savall hélt ógleymanlega tónleika í Hallgrímskirkju á Listahátíð í Reykjavík 1998 ásamt eigin- konu sinni, söngkonunni Montserrat Figu- eras, og norska lútuleikaranum Rolf Lis- levand. Hafi einhver efast um snilli þessa tónlistarmanns þá hlýtur sá efi að hafa horfið eins og dögg fyrir sólu á þeirri kvöldstundu. Savall hefur verið ákaflega iðinn við hljóð- ritanir og varla hefur nokkur tónlistarmaður sem sérhæfir sig í tónlist miðalda og barokks staðið að eins mörgum plötuútgáfum. Að und- anförnu hefur Astreé Auvidis endurútgefið 40 af diskum Savalls og nefnt útgáfuröðina Jordi Savall Edition. Margir muna sjálfsagt eftir kvikmyndinni „Allir heimsins morgnar“ þar sem Jordi Sav- all lék á gömbu og stjórnaði öðrum tónlist- arflutningi. Í kvikmynd Jacques Rivette „Jeanne La Pucelle“ (1994) stjórnar Savall einnig og spilar en er líka höfundur mikils hluta tónlistarinnar. Ein af fyrrnefndum end- urútgáfum Na?ve inniheldur tónlistina úr þessari kvikmynd. Þjóðhetjan og píslarvotturinn Jóhanna af Örk (1412-1431) var bóndadóttir frá Dom- rémy í Lorraine-héraði. Hún fékk vitrun frá Guði um að hún skyldi koma löndum sínum til hjálpar í Hundrað ára stríðinu með því að leiða heri þeirra gegn Englendingum. Árið 1429 sótti hún hirð hins ókrýnda konungs Karls heim og vann þar marga á sitt band. Undir stjórn Jóhönnu frelsuðu herir Frakka Orleans. Síðan var haldið til Reims og í dóm- kirkjunni þar var Karl krýndur konungur. Árið 1430 var Jóhanna af Örk handtekin af Búrgundum sökuð um landráð. Hún var síð- an framseld Englendingum, dæmd til dauða fyrir galdra og trúvillu af dómstóli franskra presta og guðfræðinga og brennd á báli á torginu í Rúðuborg þann 30. maí 1431. Eftir sigur Frakka á Englendingum var mál henn- ar tekið upp á ný og hún úrskurðuð saklaus og dóminum aflétt. Árið 1920 var Jóhanna tekin í dýrlingatölu. Eins og vænta mátti hefur Jordi Savall skilað vönduðu verki með þessari kvik- myndatónlist en þó er eins og herslumuninn vanti. Hann hefur valið þá leið að byggja verkið í kringum messuna „ĹHomme armé“ eftir Guillaume Dufay. En auk þess koma fyr- ir þjóðlagastef, alþýðutónlist og kirkjutónlist óþekktra höfunda frá 15. öld og síðast en ekki tónsmíðar Savalls sjálfs sem eru hvað fyr- irferðarmestar. Uppbygging plötunnar fylgir atburðarásinni með kaflaheitunum Brottför- in, Orrusturnar, Frelsun Orleans, Ferðin, Krýning Karls VII og Fangelsið. Aldrei þessu vant gerir Savall litla tilraun til þess að vera „kórréttur sögulega séð heldur gerir sér far um að búa til kvikmyndatónlist á sögu- legum forsendum. Þetta á bæði við um tón- smíð Dufays sem hann aðlagar miðlinum, þjóðlagaútsetningarnar og hans eigin tón- smíðar sem samdar eru í gömlum stíl. Út- koman er nokkuð sannfærandi svíta gamallar tónlistar og einhvers sem líkist því mjög að vera gömul tónlist. Trúarhiti, sakleysi, drama, grimmd, miskunnarleysi, stríð og píslarvætti –allt eru þetta þættir sem skila sér í tónlist Savalls. Hljóðfæraleikurinn og söngurinn er eins og við er að búast vandaður og hljóðritunin hefur mikla fyllingu og endur- óm sem hæfir efninu vel. Þótt ekki verði kvartað yfir tónlistarflutn- ingnum þá er diskurinn í heildina ekki eins áhugaverður og maður á að venjast frá Jordi Savall & Co. En það er alltént fróðlegt að kynnast tón- skáldinu Savall. TRÚARHITI TÓNLIST S í g i l d i r d i s k a r John Tavener: Fall and Resurrection – frumflutningur. Einsöngur: Patricia Ros- ario, Michael Chance, Martyn Hill, Steph- en Richardsson, Adrian Peacock. Kór: BBC Singers. St. Paul’s Cathedral Choir. Kórstjóri: John Scott. Hljómsveit: City of London Sinfonia. Stjórnandi: Richard Hickox. Útgáfa: Chandos CHAN 9.800. Heildartími: 62’00. Verð: kr. 1.799. Dreifing: Japis. JOHN TAVENER Guillaume Dufay, Jordi Savall og ýmsir ókunnir höfundar frá 15. öld: Jeanne La Pucelle (Jóhanna af Örk) – tónlist við kvik- mynd Jacques Rivette (1994). Hljóðfæra- leikur: Hespèrion XX. Einsöngur: Mont- serrat Figueras og Maria Cristina Kiehr (sópransöngkonur) og Kai Wessel (kontra- tenór). Kórsöngur: La Capella Reial de Catalunya. Stjórnandi og einleikari á bassavíólu: Jordi Savall. Útgáfa: Astrée Na?ve ES 9938. Heildartími: 61’58. Verð: kr. 1.499. Dreifing: Japis. JÓHANNA AF ÖRK – KVIKMYNDATÓNLIST Valdemar Pálsson John Tavener

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.