Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Qupperneq 6
myndunum og hefur þau með sér
til heimalands síns, hvort sem
það er í Japan, Kóreu eða Banda-
ríkjunum.
Umfjöllunarefni Hjartar eru
látlaus og hversdagsleg, þó að
myndirnar séu langt frá því að
vera hversdagslegar. Með því að
virða fyrir sér sitt nánasta um-
hverfi, fólkið í kringum sig, heima
hjá sér, í líkamsræktinni, í sundi,
í vinnunni o.s.frv. tekst honum að
sjá fegurðina í öllu allt í kringum
sig og kemur því síðan á blað með
blýanti og litum.
„Þetta er hálfgerð dagbók sem
ég er að halda og efniviðurinn er
fólkið í kringum mig. Ástæðan
fyrir því að fólk alls staðar að úr
heiminum kaupir verkin er sú að fólk í venju-
legu umhverfi, eins og birtist í myndum mín-
um, er alþjóðlegt fyrirbæri. Það er ekkert sér-
íslenskt við þetta, þetta er landamæralaust. Ég
er heldur ekkert að reyna að upphefja eitt eða
neitt í þessum myndum mínum, í mesta lagi
kemur fram einhver huglæg fullyrðing í titli
myndarinnar eins og t.d. Besti tími dagsins,
eða eitthvað slíkt.
Ég reyni bara að draga fram það skemmti-
legasta úr því sem ég upplifi dags daglega og
svo tekur auðvitað einhvers konar tjáning völd-
in þegar kemur að teikniborðinu sem gerir
verkin að því sem þau eru.“
Ertu þá nokkurs konar expressionisti?
„Ég reyni alltaf að vera sannur í því sem ég
er að gera. Teikning er líka þannig. Maður
verður að vera sannur í teikningu til að hún
smelli. Hún verður til í einni atrennu, það er
ekkert hægt að laga eða mála yfir. Það sem fer
á blaðið verður þar og ef það virkar ekki verður
maður að henda myndinni. Ég teikna oft mjög
expressionískt og ég er alveg óhræddur við að
segja að ég er ekkert endilega mjög lengi með
myndina, enda er það engin ávísun á gæði
myndar, þ.e. lengdin sem fór í að gera hana. Ég
held að manni þætti þriggja klukkkustunda
langt lag með Madonnu ekkert betra en hið
hefðbundna 3 mínútna lag, eða hvað?! Þegar
allt smellur tekur það mig oft kannski bara um
10-20 mínútur að vinna teikningarnar.“
Hvers ætlastu til af myndlist? Á hún að vera
fjárfesting sem endist að eilífu eða er hún
stundargaman?
„Þegar ég kaupi myndlist sjálfur kaupi ég
myndlist sem ég held að geti komið mér á óvart
á hverjum degi, segi mér eitthvað nýtt, spyrji
sífellt nýrra spurninga eða alltaf sömu spurn-
ingarinnar sem ég þarf alltaf að reyna að svara
upp á nýtt. En hún þarf ekkert endilega að end-
ast að eilífu. Ég hef passað mig á að eiga akk-
úrat svona myndlist og ég vona að mínar mynd-
ir hafi þessi áhrif á fólkið sem hefur þær í
kringum sig.“
Við Hjörtur ræðum þetta aðeins áfram og
veltum fyrir okkur neysluþjóðfélaginu sem við
lifum í og skynjunin kemur aftur til umræðu.
Hjörtur segir að fólk í dag sé svo miklir neyt-
endur að það þurfi að staldra við og njóta ein-
stakra hluta en ekki alltaf gleypa án þess að
bragða á, hætta að skjóta fyrst en spyrja svo.
„Ef að fólk er opið fyrir myndlist þá opnar hún
sig fyrir því,“ segir Hjörtur.
Leið vel á Spáni
Hjörtur er menntaður í myndlist bæði á Ís-
landi og á Spáni. Það er síður en svo algengt að
ungir myndlistarmenn sæki framhaldsmennt-
un til Spánar en Hjörtur fór sínar eigin leiðir
eins og svo oft áður. Hann fór til Spánar, eins
og hann segir mér sjálfur frá, m.a. af því að
enginn sagði honum að fara þangað. „Fólk
sagði mér að Spánn væri dauður, og því ákvað
ég að fara þangað og ég sótti um í skóla í Gra-
nada og fékk þar inni. Þar leið mér mjög vel.
Ég innritaði mig í teiknideild, einkum af því að
Spánverjar eru svo frábærir teiknarar og mjög
færir að tjá sig í gegnum teikningu. Picasso
hefur til að mynda alltaf haft mikil áhrif á mig
og t.d. þegar ég var strákur og félagarnir héldu
ekki vatni yfir Bronco-jeppum og hasarmynda-
hetjum horfði ég heillaður á Guernicu Picassos.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001
Þ
EGAR ég tók hús á Hirti um
miðjan febrúar var hann byrjað-
ur að koma nýju teikningunum
sínum í ferðafötin en fyrir lá ferð
til Ósló þar sem önnur einkasýn-
ing hans þar í borg átti að hefjast
um miðjan mars. Það tekur 15
daga að ferja verkin yfir sjóinn
til Noregs og vel þarf að ganga frá öllu svo
verkin verði ekki fyrir hnjaski. Hjörtur segir
að opnun nýrrar sýningar sé alltaf stór stund
og því er eftirvænting í loftinu. Við setjumst
niður við stofuborðið og Hjörtur byrjar að
segja mér frá sýningunni.
„Mér finnst það stór stund þegar maður
loksins setur verkin sín fram fyrir áhorfendur,
sleppir af þeim hendinni eftir að hafa verið með
þau í kringum sig í langan tíma. Eftir að hafa
setið með blýant, kol og liti og unnið á papp-
írinn í langan tíma hefst hinn kaflinn í tilvist
listaverksins og listamannsins, samskiptin við
fólkið. Sýningarhald er stundin þar sem mynd-
listarmaðurinn stígur fram með eitthvað full-
mótað og nú er það áhorfandans að skynja og
njóta.“ Hjörtur talar um samband áhorfandans
og listaverksins af miklu næmi og útskýrir fyr-
ir mér hvað það er mikilvægt að áhorfandinn
átti sig á því hvernig hægt er að koma að hlut-
unum á mismunandi hátt.
„Þegar ég var í námi í MHÍ bjó ég til svona
skynfærabók sem átti að hjálpa fólki að átta sig
á umhverfinu, átta sig á eigin skilningarvitum.
Fólk átti t.d. að finna lykt í gegnum gat á blað-
síðu í bókinni, stinga fingrunum í gegnum göt í
bókinni til að þreifa á hlutum o.s.frv. Og þetta
virkaði. Fólk var sammála um að skynjunin var
ekki sú sama með eða án bókarinnar. Með sýn-
ingu á verkum sínum er myndlistarmaðurinn
að birta sína skynjun á umhverfinu. Svona
skynja ég umhverfi mitt, eru skilaboðin sem ég
hef fram að færa þegar ég opna sýninguna. Svo
vona ég að fólk taki við boltanum og verkin
verði gefandi hluti af skynjun áhorfandans.“
En hvað er þetta með listamenn, af hverju
halda þeir að fólk hafi áhuga á skynjun þeirra
og upplifunum. Er hún eitthvað merkilegri en
annarra? Hjörtur er með svör við því. „Þetta er
eins með myndlistina og allt annað. Sumir
kunna kannski að flauta lítið stef úr níundu sin-
fóníu Bethovens en þeir vilja frekar hlusta á at-
vinnumenn túlka hana í heild sinni. Flestir hafa
eitthvað teiknað og litað á ævinni en sumir fara
þá leið að helga líf sitt listinni og með því að
gera það verður til fólk sem þróar jafnframt
skynfæri sín á hverjum degi og nær að sjá um-
hverfi sitt og allra annarra í sífellt nýju ljósi og
birtir það í myndum sínum. Það er þetta sem
fólk sækist eftir í myndlist atvinnumanna, að
sjá þróaða sýn á umhverfið og hið daglega líf.“
En er myndlistin almennt eitthvað að þróast,
Teikning eftir Hjört Hjartarson.
SANNUR
Í TEIKN-
INGUNNI
Hjörtur Hjartarson myndlistarmaður sýnir verk sín í
Ískúnst í Ósló þessa dagana. ÞÓRODDUR BJARNA-
SON hitti hann að máli fyrir utanlandsferðina.
er eitthvað að deyja og annað að
lifna við? „Ég held að það sé ekki
hægt að taka neitt út úr myndlist-
inni. Alveg eins og það er ekki hægt
að taka plús og mínus út úr stærð-
fræðinni. Listin þróast auðvitað,
miðlar bætast við og aðferðir en
hinar sem fyrir voru hætta ekki að
vera til.“
Sýningin í Ískúnst í Noregi er sú
önnur á stuttum tíma. Hvernig
komst þetta samstarf á með þér og
þessu galleríi?
„Þetta hófst eiginlega hér heima
hjá mér,“ segir Hjörtur og hlær.
Teikningarnar mínar voru farnar
að hlaðast upp á kostnað plássins í
íbúðinni og konan sagði við mig, af
hverju reynirðu ekki að koma þeim í
gallerí og selja þær? Ég velti því aðeins fyrir
mér og ákvað síðan að tala við hana Ásu sem þá
var með lítið gallerí niðri á Skólavörðustíg í
Reykjavík. Það gekk svona skratti vel. Ein-
hvern veginn þá höfðuðu verkin til fólks og það
vildi taka þau með sér heim og hengja þau þar
upp. Ása flutti síðan út til Noregs og vildi halda
samstarfinu áfram og síðan hefur það gengið
mjög vel.“
Hjörtur segir að myndir sínar hafi selst út
um allan heim. Fólk á ferðalagi stingur nefinu
inn í galleríin sem selja verkin hans, heillast af
Hjörtur Hjartarson