Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 2
Á DÖGUNUM kom út í Dan- mörku 18. bindi í útgáfuröð á heildarverkum heimspekingsins Sørens Kierke- gaards. Það inni- heldur dagbók höfundarins frá tímabilinu 1842– 46, sem hann auðkenndi JJ, auk dagbóka sem merktar eru EE, FF, GG, HH og KK. Bindinu fylgir ítarlegt skýringasafn. Útgáfuverkefnið er unnið á vegum Rannsókn- armiðstöðvar um Kierkegaard hjá Gads forlag og mun taka til allra skrifa höfundarins, þar með talið blaðagreina, minn- isfærslna, skýringa og dagbókarskrifa auk ritverka hans. Fyrsta bindið kom út árið 1997 en heildarsafnið, sem ber heitið „Søren Kierkegaards Skrifter“ (Skrif Sørens Kier- kegaards), mun á endanum telja 55 bindi. Gagnrýnandi bókablaðs Politiken skrifar um útgáfuverk- efnið, þar sem hann segir að út- gáfan veiti fróðlega innsýn í rit- feril heimspekingsins á kostnað aðgengileika. Á slóð James Joyce FIMMTÁN þekktir írskir rithöf- undar hafa í sameiningu ritað spennusögu sem ber heitið Yeats is Dead (Yeats er dauður). Meðal höfunda eru Frank McCourt, Roddy Doyle, Marian Keyes og Conor McPherson en ritstjóri er Joseph O’Connor. Bókin er gefin út til styrktar Amnesty Inter- national en ágóði af sölu hennar rennur til samtakanna. Sagan lýsir spennuþrunginni leit að glötuðu og áður óþekktu hand- riti að síðustu skáldsögu James Joyce. Við sögu kemur harð- svíruð og spillt lögga og mafíu- foringinn frú Bloom. Skáldagan verður gefin út í 75.000 eintökum á Bloomsdag sem haldinn er hátíðlegur á Ír- landi þann 16. júní ár hvert en það er sá dagur sem hin fræga skáldagnapersóna Bloom hélt í för sína um götur Dyflinnar í Ódysseifi. Gaiman á ferð um Ameríku ÞANN 19. júní kemur út ný skáldsaga eftir Neil Gaiman sem ber titilinn American Gods (Guð- ir Ameríku) og lýsir ferð um goðsagnkenndar lendur Ameríku. Í lofsamlegri um- sögn ritstjóra á Amazon.com segir að sagan feli í sér nokkurs konar leit að sjálfri sálinni í Ameríku, ferð sem sé annarleg og grípandi í senn. Neil Gaiman er einn þekktasti myndasöguhöfundur heims en hann skrifaði m.a. sögubálkinn um Sandman sem út kom á önd- verðum tíunda áratugnum. Þar fléttaði höfundurinn goðsögum ýmissa landa saman við nútíma- leg málefni svo úr varð tíma- mótaverk í myndasöguheim- inum. Auk þess hefur Gaiman skrifað nokkrar skáldsögur, m.a. Good Omens, með Terry Pratch- ett, sem er gamansöm saga um endalok heimsins, og Never- where sem er stórborgarfantasía um undarlega hliðarveröld Lundúnaborgarunnin eftir sam- nefndum sjónvarpsþáttum. American Gods er þó fyrsta sag- an sem Gaiman einn gefur út upprunalega í skáldsagnaformi. ERLENDAR BÆKUR Höfundarverk Kierkegaards Søren Kierkegaard Neil Gaiman 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 IBRESKA vikuritið The Economist segir erfingjaírska skáldsins Samuels Becketts hafa sýnt dirfsku með því að leyfa kvikmyndun á öllum nítján sviðs- verkum hans, en þau voru nýlega sýnd í Ríkissjón- varpinu. Blaðið bendir á að sjálfur hafi Beckett haft mikinn áhuga á kvikmyndum en jafnframt hafi hann haft mjög ákveðnar skoðanir á því hvern- ig ætti að nota formið. Hann hafi til dæmis sóst eft- ir samstarfi við rússneska kvikmyndaleikstjórann Sergei Eisenstein, sem ekki varð úr og unnið með Buster Keaton að gerð síðustu þöglu myndarinnar hans, Film, en hafnað samstarfi við Ingmar Berg- man og fleiri kunna leikstjóra. IIThe Economist telur að Beckett hefði vafalaustsnúið sér við í gröfinni yfir því hvernig sum verka hans voru aðlöguð kvikmyndaforminu í þátt- unum nítján. Hann hafi ætíð verið fullur efasemda um að hægt væri að aðlaga sviðsverk að formi kvik- myndarinnar svo vel færi og honum hefði vafalítið þótt sumar tæknilegar útfærslur og brellur í mynd- unum nítján orka tvímælis. Hann hafi haft þá skoðun að það þyrfti að gera talsverðar formlegar breytingar á verkunum til þess að þau gengju upp í kvikmynd og haft það að leiðarljósi er hann kvik- myndaði nokkur eigin verka. III Blaðinu þykir hafa tekist verr upp við aðlögunfáguðustu verka skáldsins, svo sem Endatafls. Í þeim sé unnið svo náið með sviðsformið að erfitt sé að finna samsvarandi lausnir í kvikmynd. Betur hefði tekist upp með verk á borð við Leikið sem eru ekki eins föst í forminu. Að mati blaðsins ollu hins vegar verk á borð við Katastrófu og Andardrátt, sem stórstjörnur eins og Damien Hirst, Harold Pin- ter og John Gielgud unnu við, mestum von- brigðum. Yfir höfuð þykir The Economist verk- efnið þó vera hugdjörf og þakkarverð tilraun Írska sjónvarpsins til þess að færa framúrstefnuleikhús upp á skjáinn. Öllum þeim sem hafi áhuga á að fylgjast með þróun nútímaleikhúss sé nauðsynlegt að sjá þættina. IV Taka má undir þessa gagnrýni The Econom-ist. Þættirnir nítján voru afar misjafnir á að horfa þótt það hafi sannarlega verið mikill fengur af þessu óvenjulega sjónvarpsefni sem slíku. Eins og Árni Ibsen benti á í fjölmiðlapistli á þessari síðu fyrir skömmu brutu sum verkin gegn flestum lögmálum um það sem talið hefur verið áhorfendavænt sjón- varpsefni í gegnum tíðina. Óhætt er að segja að full- lítið sé um slíkt efni í íslensku sjónvarpi og á það jafnt við um Ríkissjónvarpið og einkareknu stöðvarnar. V Þessi nítján verk Becketts vöktu óneitanlegaspurningar um hlutverk Ríkissjónvarpsins. Á það að leggja megináherslu á sýningu afþreyingarefnis á borð við bandaríska skemmtiþætti og Hollywood- myndir, eins og gert hefur verið í gegnum tíðina, eða á það að leggja áherslu á að kynna áhorfendum efni á borð við leikrit Becketts, sem þeir hafa annars ekki möguleika á að sjá á einkastöðvunum? Af dagskrár- stefnu Ríkissjónvarpsins að dæma virðist ekki hafa verið tekin skýr afstaða til þessarar spurningar. NEÐANMÁLS ist ítrekað brot (þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ég nefni Marlboro-sígarettur í blaða- grein án þess að vara við þeim) og ég því þurft að sitja næstu 24 mánuði á bak við lás og slá. Sú gagnrýni sem beinst hefur að 7. greininni, meðal annars af hálfu Blaðamannafélags Íslands, helgast af þeirri skoðun að með lögunum sé verið að skerða ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáning- arfrelsi. Í nýlegum pistli í Morgunblaðinu lýsti Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður til að mynda yfir áhyggjum af því að brátt yrði mönnum bannað að tala opinberlega af velþókn- un um áfengi, fíkniefni eða óholl matvæli. Enda þótt grein Jóns Steinars hafi beinst að ummælum formanns heilbrigðis- og trygginganefndar um tóbaksvarnarlögin, fremur en lögunum sjálfum, er ástæða til að vekja athygli á að í lögunum er eingöngu verið að banna jákvæða umfjöllun um einstakar vörutegundir tóbaksframleiðenda, ekki tóbaksnotkun almennt og yfirleitt. Það er með öðrum orðum fullkomlega löglegt að fara að dæmi Stuðmanna og hvetja fólk á opinberum vettvangi til að fá sér smók, sopa af Coke og sjúga í sig kosmíska krafta. Með sama hætti er enn þá leyfilegt (og hugsanlega ábatasamt) að hefja framleiðslu og sölu á límmiðum með áletrunum á borð við „Höldum áfram að reykja“, „Reykingar eru háleitar“ eða „Tóbaksreykur: Lyktin af lýð- ræðinu“. Að öllu samanlögðu vekja íslensk lög um tóbaksvarnir ekki aðeins upp áleitnar spurningar um skerðingu á tjáningarfrelsinu heldur einnig um mörkin á milli blaðamennsku og auglýsinga. Kveikja nefndra ákvæða í 7. grein er líklega sú staðreynd að þessi mörk eru sífellt að verða óljós- ari. Það er full ástæða til skerpa þessi mörk og vekja athygli á þeim tilvikum þar sem umfjöllun blaðamanna tekur mið af hagsmunum auglýsenda fremur en lesenda. Hins vegar tel ég að skilgreining tóbaksvarn- arlaganna á fyrirbærinu „auglýsingu“ sé of víð- tæk. Samkvæmt lögunum telst öll umfjöllun um nafngreindar vörur í fjölmiðlun vera auglýsing, nema því aðeins að varað sé við þeim. Af þessum sökum finn ég mig knúinn til að benda á að of mik- il neysla á Coke getur valdið tannskemmdum. Að öðrum kosti gæti lögfróður lesandi dregið þá ályktun að þessi fjölmiðlapistill sé í raun og sann- leika auglýsing frá Vífilfelli. FJÖLMIÐLAR Af þessum sökum finn ég mig knúinn til að benda á að of mikil neysla á Coke getur valdið tannskemmdum. ÓLJÓS MÖRK J Ó N K A R L H E L G A S O N Á LIÐNUM vikum hefur tölu- vert verið fjallað um breyt- ingar á lögum um tóbaks- varnir sem Alþingi samþykkti samhljóða 20. maí síðastliðinn og munu taka gildi 1. ágúst. Einkum hafa ákvæði í 7. grein laganna um bann við „auglýsingum á tóbaki og reykfærum“ verið gagnrýnd en þar er tóbaksauglýsing m.a. skilgreind sem „hvers konar umfjöllun í fjölmiðl- um um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við þeim.“ Þetta er enn þrengri skilgreining en í núgildandi lögum þar sem lagt er bann við „hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir nema ljóst sé að hún miði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaks“. Snemma í aprílmánuði fjallaði ég hér í Lesbók Morgunblaðsins um auglýsingar í erlendum tímaritum fyrir Marlboro-sígarettur, einkum þá aðferð framleiðandans að tengja þessa tilteknu vörutegund táknmyndum víðáttumikillar náttúru og hreins andrúmslofts. Þar sem markmið mitt var ekki beinlínis að koma á framfæri upplýs- ingum um skaðsemi tóbaks liggur fyrir að ég hafi brotið gegn 7. grein laga um tóbaksvarnir en þess má geta að slíkt brot varðar sektum og „fangelsi allt að 2 árum séu sektir miklar eða brot ítrekað.“ Strangt til tekið gæti sú grein sem hér birtist tal- ÞAÐ er alltaf gaman að fylgjast með því þegar menningarviðburðir, skipulagðir af einstaklingum en ekki ríkinu, ganga vel. Jafnvel þótt maður verði sjálfur fórn- arlamb velgengninnar og missi af mið- um á viðburðinn. Þannig var með miða- söluna á Rammstein-tónleikana. Flestir unglingar landsins, nýkomnir í sumarfrí, voru ennþá sofandi þegar miðasalan hófst og henni lauk. Það er von frels- arans að aðstandendur tónleikanna hafi hagnast vel á þessu, enda er þá frekar ástæða til að ætla að fleiri áhugaverðar hljómsveitir sæki Ísland heim á næst- unni. Þegar fylgst var með miðasölunni á fyrri tónleikana lá eitt í augum uppi – eftirspurnin var mun meiri en fram- boðið. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði gert til að bæta úr þessu en að sjálf- sögðu gátu tónleikahaldararnir ekki horft upp á slíka eftirspurn án þess að mæta henni. Því var ákveðið að halda aðra tónleika – það verður spennandi að fylgjast með markaðsöflunum þegar miðarnir á þá verða seldir. Frelsi.is www.frelsi.is Mikið er um tísku Aukahlutir og flottir skór skipta jú verulega miklu máli. Mörgum konum finnst þær ekki vera klæddar fyrr en skórnir eru komnir á fæturna. Mikið er um háa hæla og mjóar tásur en allt í penni kantinum. Einnig er mikið um lit- ríka og skemmtilega götuskó. Hvað aukahlutina varðar þá er mikið gull. Fáum okkur nógu stóra eyrnalokka stúlkur! Og svo er nauðsynlegt að eiga allavega tvenn sólgleraugu til skiptanna og einn lítinn sætan klút í veskinu. Fyrir þær sem eru ekki alveg í stuði til að rokka í galladressi og pinnum þá verður ekki vandamál að nálgast klassískan fatnað því einnig er mikið um svörtu og hvítu litina í sumar. Mikið er um að þeim sé blandað saman í alls konar rendur og mynstur. Jæja, gangi ykkur nú vel og munið umfram allt að láta kvenleikann ganga fyrir. Kolla Strik.is www.strik.is Lífið og tilveran í sjónvarpinu Á Skjá einum er sýndur sjónvarps- þáttur sem heitir Boston Public. Þátturinn fjallar um lífið og tilveruna í unglinga- skóla í Boston. Fylgst er með nem- endum, kennurum og skólastjórnendum glíma við dagleg vandamál sem oft og tíðum eru hreint út sagt svakaleg. Þessi þáttur er að mínu viti eitt hið besta sjón- varpsefni sem boðið er upp á um þessar mundir. Þótt hér sé um að ræða dæmi- gerða ameríska vandamálasúpu sker hún sig úr fyrir það hversu þættirnir eru afbragðsvel leiknir og skrifaðir. Ég skammast mín ekki fyrir að segja að eftir að hafa horft á þessa þætti finnst mér ég jafnan skilja heiminn örlítið betur en áð- ur. Þórlindur Kjartansson Deiglan www.deiglan.is RAMMSTEIN OG MARKAÐSÖFLIN Morgunblaðið/Golli Skipt um peru í vitanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.