Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 N Ú er sumarið komið með sínu nýslegna grasi, svíf- andi frjókornum, hnerr- um og grátbólgnum aug- um. Við hin ofnæmis- sjúku lokum öllum gluggum og stoppum með einangrunarbómull í allar glufur, líkt og vit okkar teppast hægt og hægt. Sumarið er tíminn, og allt það. Ein- hverntíma í framtíðinni mun þetta ofurnæma ástand leiða til stökkbreytinga á mannlegu samfélagi. Draumar og veruleiki renna saman í eitt, og íbúar draumanna geta ferðast frjáls- lega um heim veruleikans: Hnerrinn verður óviðráðandi og á endanum munum við bók- staflega hnerra okkur inn í nýja tilveru. Þeg- ar þetta gerist hafa frjósemislyf haft þau áhrif að skilin milli tegunda hafa brotnað nið- ur. Ástarlyfið Frjósemi 10 vekur girndir gagnvart hundum, vélum og dauðum, nið- urstaðan er fjölskrúðugt samfélag hunda- fólks, vélvera, hálfdauðra, skugga, dreymara og manna. Í ritinu Pollen eftir Jeff Noon, er þessu ástandi best lýst. Leigubílstjórar eru samrunnir bílum sínum og borgarkortinu og þurfa því ekki að hafa fyrir því að stýra eða leita leiða. Bíllinn stillir sig inn á kortið og bílstýran þarf ekki annað en taka ákvarðanir um hvaða leið skuli fara. Mest áberandi er þó samruni manna og hunda, og lifandi og dauðra: afkvæmi þeirra síðarnefndu eru upp- vakningar og skuggakonur, en þær eru draumlausar og eiga því ekki aðgang að draumaheiminum vurt. Breski rithöfundurinn Jeff Noon er einn af þekktari höfundum sæberpönkstefnunnar (cy- berpunk), þrátt fyrir að nafn hans sé ekki eins kunnugt og nöfn stærstu stjarna hennar, William Gibsons og Neil Stephensons. Skrif hans eru um margt ólík skáldsögum þeirra tveggja, og sverja sig meira í ætt við fantasíu og súrrealisma en vísindaskáldskap, en vís- indaskáldsagan er einskonar „matrixa“ eða fylki sæberpönksins. En sögur Noon sýna einmitt að sæberpönkið er ekki einskorðað við vísindaskáldskap. Almennt séð er þó hug- takið sæberpönk skilgreint sem einskonar undirtegund vísindaskáldsögunnar, en það getur einnig vísað á almennari hátt til stíls og strauma, og á þann hátt má benda á sæber- pönkuð einkenni í víðara samhengi. Þannig eru til dæmis greinileg sæberpönkuð einkenni í skáldsögum Michel Houllebecq, Öreindirnar (1999), The.Powerbook eftir Jeanette Winter- son (2000), Hard-Boiled Wonderland and the End of the World eftir Haruki Murakami (1985, ensk þýðing 1991), The Calcutta Chromosome eftir Amitav Ghosh (1996) og Stálnótt Sjóns (1987), en almennt myndu verk þessara höfunda teljast til fagurbókmennta fremur en afþreyingarmenningar eins og vís- indaskáldsögunnar. Sæberpönk mótaðist snemma á níunda ára- tugnum með höfundum eins og Gibson, Bruce Sterling, Greg Bear, John Shirley og Pat Ca- digan og vakti strax mikla athygli. Sæber- pönk gerist yfirleitt í framtíðinni, og fjallar um þau áhrif sem tilvera stafrænnar tækni og líftækni hefur á samfélag og einstaklinga, að því leyti sem samfélagsgerðin hefur ger- breyst með tilkomu tölvutækni og hjáveru- leika. Í sæberpönki er lögð áhersla á stöðu líkamans í tölvusamfélaginu, og höfundar velta fyrir sér möguleikum hans til umbreyt- inga, stökkbreytinga eða tæknilegrar end- urmótunar og endurnýjunar. Að þessu leyti minnir sæberpönk á splatterpönk, undirteg- und hrollvekjunnar sem mótaðist á sama tíma, og er að sama skapi upptekin af lík- amlegum afmyndunum, en sem dæmi um sameiginlegan snertipunkt sæberpönks og splatterpönks má nefna skáldsögu Clive Bar- ker The Hellbound Heart (1986), og Hell- raiser-kvikmyndirnar sem byggðar eru á henni. Sæberpönk birtist jafnt í skáldsögum og smásögum sem kvikmyndum og myndasög- um. Í orðinu mætast framsækin tæknihugsun stýrifræðinnar (cybernetics) og anarkísk götumenning pönksins, andsnúin hverskyns yfirvaldi. Þannig fjallar sæberpönk annars- vegar um heim sem er gegnsýrður af líftækni, þarsem skilin milli manna og véla eru að miklu leyti horfin og hinsvegar sækir sæber- pönkið fagurfræði sína að miklu leyti til pönksins, sem hafnaði hefðbundnum borg- aralegum gildum. Sæberpönkið er líkt og pönkið sjálft hart og rokkað, hrátt og með miklum myrkum undirtónum. Og líkt og pönkið leggur sæberpönkið áherslu á teg- undablöndun ýmiss konar sem oftar en ekki gengur gegn hefðbundnum hugmyndum um fegurð. Margir sæberpönk-höfundar segjast sækja innblástur til pönktónlistar og í sæber- pönk-kvikmyndum er lögð mikil áhersla á harða rokk- og teknótónlist. Sæberpönkið er sú skáldskapartegund sem hefur tekið nútímann hvað sterkustum tökum, að því leyti sem sæberpönkið veltir fyrir sér þeim margvíslegu möguleikum sem tækniþró- un nútímans hefur fyrir framtíðina. Sæber- pönkið tekur upp þræði úr samtímanum og fylgir þeim eftir, stundum með þeim afleið- ingum að vefnaðurinn er rakinn upp, stundum þannig að nýtt mynstur myndast. Reyndar hefur samfélagsrýni og gagnrýni fylgt vís- indafantasíunni frá upphafi, flestir þekkja sögur Mary Shelley, George Orwell, Aldous Huxley, H. G. Wells, John Wyndham, Ursulu Le Guin og Warren Ellis, en þessir höfundar hafa allir nýtt sér vísindaskáldskap til að koma á framfæri pólitískri gagnrýni. Þessi óvænti samfélagslegi þáttur vísindaskáldsög- unnar hefur gert það að verkum að hún hefur oftar en ekki öðlast einskonar furðulegt spá- dómshlutverk, og er sæberpönkið þar engin undantekning. Og það er ástæða til að staldra hér við og ítreka þetta: vísindafantasíur þær sem birtast í sæberpönkinu eru oftar en ekki nálægur möguleiki, fremur en fjarlæg fantas- ía. Sumt er þegar orðið að veruleika eða eins og Geir Svansson segir greininni „Sýnd ver- und í hjáheimum: Um upplifanir í stafrænni vídd“ á slóðinni http://www.art.is: „vísindin eru, að því er virðist, að ná í skottið á skáld- skapnum.“ Áhrif verka Gibsons og Stephensons á tæknilandslagið í dag eru óumdeilanleg, og birtast ekki síst í hugmyndum okkar og við- horfum til þessarar stafrænu tækni, hug- myndum sem eru í ríkum mæli mótaðar af tungutaki því sem rithöfundarnir beita. Því sérstakt og jafnvel óaðgengilegt tungutak er eitt einkenni á sæberpönk-skáldskap, þarsem lesandinn verður að beita mjög líflegu ímynd- unarafli til að geta í þær eyður sem eru markvisst skapaðar í textanum með nýstár- legri orðanotkun. Vissulega má segja að þetta sé einkenni á vísindaskáldskap og fantasíum yfirleitt en í sæberpönkinu er þetta tekið skrefi lengra, að því leyti sem sæberpönk- skáldskapur fjallar iðulega um hugmyndir um tungumál, kóða, stafrænar upplýsingar. Særingarmenn á sæbóli Þrátt fyrir að nú sé það hinn lítt þekkti höfundur Vernor Vinge sem almennt er talinn eiga heiðurinn af hugtakinu „sæból“ (cybers- pace) og hugmyndinni bakvið það, þá er það skáldsaga Gibson Neuromancer (1984) sem skipti sköpum hvað varðaði vinsældir og út- breiðslu þessa hjáverulega stýrirýmis. Neu- romancer eða Taugakuklarinn er fyrsta bókin í trílógíu, en hinar bækurnar heita Count Zero (1986) og Mona Lisa Overdrive (1988), og mynda þessar bækur í dag ákveðinn grunn í umræðu um sæberpönk, bæði í skáldskap og sem hugmyndakerfi. Með titlinum Neurom- ancer gerir Gibson strax ljóst að nýjum hug- myndum þarf að fylgja nýtt tungutak, ný orð. Orðið vísar beint til orðsins „necromancer“ (kuklari, særingamaður) eins og Gibson gerir fljótlega ljóst, en „necromancer“ er galdra- maður af því tagi sem vekur upp drauga eða uppvakninga, auk þess sem hann fæst við lík í göldrum sínum og nýtir við iðkun þeirra lík- amshluta, bein, blóð og líffæri. Í stað þess að föndra með lík grauta kuklarar sæbólsins í taugum, þeim sömu og eru beintengdar inn í tölvuna, en bækur Gibsons gerast í heimi þar- sem hjáveruleikinn (virtual reality) er orðinn jafnmikilvægur þáttur tilverunnar og sá áþreifanlegi, sem í skáldsögum Gibsons – og tungutaki tölvulúða síðan – kallast kjöt- heimar. Sæbólið er „samþykkt ofskynjun“ eins og Gibson orðar það. Núna beintengist fólk tölvum sínum og upplifir í rafrænum geimi veruleika sem, jafnframt því að vera eftirmynd veruleikans, er honum einnig stór- lega frábrugðinn. Veruleikinn sjálfur er stór- lega breyttur, landakort og samfélagsform hafa verið stokkuð upp og þeim skipt niður í smærri einingar; upplýsingar eru mikilvæg- asta viðskiptagildið og tölvuþrjótar lifa góðu lífi af því að sörfa sæból, stela gögnum og selja. Líkaminn er orðinn að leikfangi sjálfs- myndar; sumir hópar láta gera á sér „fegr- unaraðgerðir“ til að styrkja samkenndina, þannig er hægt að finna bæði hundastráka og ufsagrýlufólk í sögum Gibsons. Kvenhetjan Mollý hefur látið græða speglasólgleaugu kringum augu sín – en þau auka einnig skynj- un – og langar stálneglur í fingurna, allt svo hún geti barist betur. Skáldsagan greinir frá tilurð Neuroman- cersins, sem er gervi-greindarforrit, og að- ferð hans til að ná sjálfstæði og gerast eins- konar guð í sæbóli; guð eða draugur. Síðasta bókin í trílógíunni, Mona Lisa Overdrive, gengur út á þessa draugahugmynd enn frek- ar; þar hreinlega umskrifa aðalsöguhetjurnar sig inní sæból og ganga þar, líkt og skottur þjóðsagnanna, aftur og aftur; lifa í raun sjálf- stæðu lífi sem draugar í tölvu, en slík tilvera er viðtekin útópísk niðurstaða meðal margra þeirra vísindamanna sem komið hafa að stýri- fræði. Neil Stephenson sér tungumálið líka sem lykilhugtak í sæbóli. Skáldsaga hans, Snow Crash (1992), fjallar um baráttu um tungumál og dulmál og dulmálslykla sem hann tengir við hugmyndir um forsögulegt tungumál og almennar pælingar um tilurð tungumálsins sjálfs. Í upplýsingasamfélaginu eru yfirráð yf- ir upplýsingum lykillinn að völdum og vel- gengni og það er sífellt verið að vinna að því að búa til vírusa og dulmálslykla í þeim til- gangi að afmarka og takmarka upplýsingar, en líkt og í öllum stríðum er neðanjarð- arhreyfing fyrir hendi sem hefur það tak- mark að finna dulmálslykil sem opnar allar upplýsingar fyrir öllum. Þessi lykill er þetta frummál – eða allavega hugmyndin um þetta frummál – og þannig er goðsögn um uppruna tungumáls notuð til að sýna fram á upplýs- ingasprengju tölvualdar. Í skáldsögunni The Diamond Age (1995), heldur Stephenson áfram með pælingar sínar á tungumáli og tölvuvæðingu. Enn er aðgangur að upplýs- ingum viðfangsefnið, og valdabarátta þar að lútandi og pælingar þessar tengir hann svo vangaveltum um stöðu bókarinnar og hins rit- aða máls í tölvuheimi. Báðir þessir höfundar varpa fram mjög femínískri sýn á framtíðina, að því leyti sem bækurnar eru mannaðar – eða kvennaðar, sterkum kvenhetjum og áhersla er lögð á upplausn hefðbundinna kynhlutverka. Í tríló- gíu Gibson eru konur almennt komnar í stöðu lífvarða og hasarhetja; meðan tölvuþrjóturinn sem er aðalsöguhetjan í Neuromancer hverf- ur í næstu tveimur bókum, þá heldur kven- hetjan áfram að leika lykilhlutverk í gangi mála. Sömuleiðis eru konur aðalsöguhetjur bóka Stephensons, í Demantsöldinni er einnig réttur af kynþáttamismunur, en aðalsöguhetj- an þar er stúlka af asískum ættum. Með þessu er áherslan á breytta samfélagsmynd undirstrikuð enn frekar. Þessa uppstokkun TEGUNDIR ALLRA KV „Þessi hugmynd um félagsskap manna og bíla er efni skáldsögu J.G. Ballard, Crash, frá árinu 1973, en þessi skáldsaga er almennt talin bera rík einkenni sæberpönks og jafnvel vera einskonar guðmóðir hreyfingarinnar.“ Myndin er úr samnefndri kvikmynd eftir David Cronenberg. STJÓRNLEYSI Í NÁINNI FRAMTÍÐ „Sæberpönk birtist jafnt í skáldsögum og smásögum sem kvikmyndum og myndasögum. Í orðinu mætast fram- sækin tæknihugsun stýrifræðinnar (cybernetics) og an- arkísk götumenning pönksins, andsnúin hverskyns yf- irvaldi. Þannig fjallar sæberpönk annarsvegar um heim sem er gegnsýrður af líftækni, þarsem skilin milli manna og véla eru að miklu leyti horfin og hinsvegar sækir sæberpönkið fagurfræði sína að miklu leyti til pönksins, sem hafnaði hefðbundnum borgaralegum gildum.“ E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R SÆBERPÖNK: BLAND Í POKA – FYRRI HLUTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.