Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 N ORRÆNA ívafið í Salis- bury í ár má skýra með því að þetta er fyrsta há- tíðin, sem Trevor Davis fyrrum framkvæmda- stjóri menningarársins í Kaupmannahöfn 1996 skipuleggur. Davis er enskur en hefur búið í Danmörku um árabil og stjórnað ýmsum menningarstofnunum þar. Salisbury er eitt af kjarnakjördæmum Íhaldsflokksins og hátíðin þar hefur einkennst af klassískri tónlist og gömlum hefðum, en því hefur Davis snúið rækilega við. Aðsóknin lofar góðu um að Davis hafi tekist að vekja áhuga á nýstárlegu efni og það var óneitanlega skemmtilegt að sjá, að áheyrendur á tónleikum með framúrstefnulegri samtímatónlist voru á öllum aldri. Bæði grákollar og skallar innan um unga kolla. Innan um glæsilega fulltrúa bresks listalífs, eins og London Philharmonic Orchestra og The King’s Consort, sem sérhæfir sig í eldri tónlist, voru svo hin íslensku Camerartica, Ís- lenski dansflokkurinn, danski djasssnillingur- inn Palle Mikkelborg og Odin leikhúsið danska, sem hefur heimsótt Ísland. Hátíðin laðar að bæjarbúa og fólk úr nágrenninu, en það koma líka gestir lengra að og hátíðin er kynnt víða. Mikið væri annars gaman að Listahátíð fengi fé til að kynna sig svolítið erlendis í þeim löndum, sem flestir ferðamenn til Íslands koma frá. Listahátíðafrí eru alls staðar vaxandi grein og ferðamannageirinn í Salisbury nýtur stórlega góðs af hátíðinni og þeim, sem hana sækja. Gamall bær, fallegur rammi Veðrið átti sinn stóra þátt í velheppnaðri upphafshelgi hátíðarinnar, því það var sumar- veður eins og best verður í Englandi á þessum árstíma, sól og hlýtt, en ekki neinn steikjandi hiti. Dómkirkjan í Salisbury er frá 12. öld og ein helsta miðaldakirkja Englands og þó víðar væri leitað. Á listahátíðinni er hún rammi utan um margvíslega tónleika og þar hófst hátíðin 25. maí á tónleikum með blönduðu norrænu efni. Hljómburður kirkju á stærð við dómkirkj- una í Salisbury er ekki alltaf heppilegur fyrir samtímatónlist þó hann sé himneskur fyrir eldri tónlist. Það er ekki auðvelt að spila Jón Leifs við þessar aðstæður, en hann var á dag- skrá hjá Camerartica. Ýmsir listamenn aðrir eins og Palle Mikkelborg og harmóníkuleikar- inn finnski Kimmo Pohjonen, sem voru með tónleika aðra daga komu þarna fram. Það var þó norskur kór, Norski einsöngv- arakórinn, sem lagði undir sig mestan hluta kvöldsins, sem var reyndar alveg ótrúlega langt. Það var eins og kórinn áliti sig vera einan um hituna þetta kvöld og flutti ótrúlega langt verk eftir norska tónskáldið Geir Johnson. Með þessu verki fylgdu Englar á hjólum, sextán skúlptúrar á hæð við mann og í englalíki á hjól- um og höfðu inni í sér hljóðverk eftir Johnson. Englunum var svo ekið um kirkjuna af ungu fólki, meðan kórinn söng tónverk Johnsons og unga fólkið flutti hreyfiverk í kringum englana. Englarnir eru úr steinsteypu og því ógnar- þungir, svo það var ekki heiglum hent að keyra þá um kirkjuna, enda skrölti duglega í þeim á ósléttu steingólfinu. Þetta verkefni er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og einhvern veg- inn vaknaði sú hugsun hvort það væri kannski ákveðin tegund af norrænni list, sem ekki ætti sér viðreisnar von ef ekki væri fyrir norræna styrki. Þarna komu líka fram danski kórinn Ars Nova, sem hefur getið sér gott orð fyrir flutn- ing gamallar tónlistar og samtímatónlistar. Stjórnandinn þarna var Paul Hillier, sem er stórt nafn á sviði þessarar tónlistar, stofnaði The Hilliard Festival of Voices og hefur unnið mikið með eistneska tónskáldinu Arvo Pärt. Grænlensk tónlist hefur líka gengið í end- urnýjun lífdaga eins og þjóðlagatónlist svo víða annars staðar. Northern Voices er átta manna hópur danskra, sænskra og grænlenskra tón- listarmanna, sem bæði spiluðu á opnunartón- leikum og á sérstökum tónleikum, þar sem einnig kom fram Sami kvennadúóið, sem sækir sér ekki aðeins efni í Samatónlist, heldur einnig keltneska tónlist og tónlist frá Balkanskagan- um. Eftir þessa maraþontónleika í kirkjunni, sem stóðu frá 19.15 til rúmlega 23 með hléum þó, og tóku um tíma ögn á tónlistarþolrifin, var gengið í skrúðgöngu frá dómkirkjunni inn á markaðstorg bæjarins, þar sem áfram var spil- að og þar kom Camerartica aftur fram. Ýmsum norrænu gestunum fannst hart að allar bjór- krárnar við torgið lokuðu á slaginu miðnætti, því einhvern veginn hefði það virst eðlilegt um- hverfi fyrir torgtónlistina, að geta setið þar með ölkrús, en því var ekki til að dreifa. Eng- lendingar bregða ógjarnan út af lögum og reglum og lokunarlöggjöf kráa er ströng í Eng- landi. Hrífandi norskt dúó Danska trompetleikarann Palle Mikkelborg þarf ekki að kynna fyrir djassáhugamönnum og hann fékk síðast í vetur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Palle og félagar hans, hörpuleikarinn Helen Davies og norski bassa- leikarinn Terje Rypedal skapa það sem útlend- ingar vilja gjarnan kalla hinn norræna tón. Þeir Terje og Palle hafa leikið saman í ald- arfjórðung, en hörpuleikarinn bættist við 1989. Tónleikarnir þeirra í Salisbury voru í lítill en firna hljómfagurri kirkju, einni af mörgum gömlum kirkjum bæjarins. Þegar Palle kynnti hópinn sagði hann tónlist þeirra föggur, sem hvert og eitt legði til og saman myndaði þessi farangur þeirra tónlistina. Tónninn er leitandi og reikandi, minnir mjög á tón hins norska Jan Gabarek. Þeir Mikkelborg og félagar voru seinni helmingur tónleika, þar sem norska dúóið, gít- arleikarinn Knut Reiersud og orgelleikarinn Kleive riðu á vaðið. Kleive er með klassískan bakgrunn, er orgelleikari hjá fílharmóníunni í Osló, en bregður á leik með Knut þegar tæki- færi er til og það gerðu þeir til dæmis við opn- unarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Lilleham- mer á sínum tíma. Í tónlist sinni leiða þeir saman klassíska org- elhefð og gítartóna úr þjóðlagahefð. Árangur- inn er vægast sagt heillandi og það rísa eig- inlega á manni hárin við að hlusta á tónlist þeirra félaga. Þar við bætist innileiki Knuts og einbeiting, sem gaman er að fylgjast með. Kleive var auðvitað ekki sjáanlegur þar sem hann sat bak við orgelið, en hann spilar af mikl- um innblæstri. Tónlist þeirra er í einu orði sagt fullkomlega hrífandi og tónleikar þeirra meiri- háttar upplifun. Það var því ekki auðvelt fyrir Palle og félaga að koma á eftir þeim. Þessa fyrstu helgi spilaði sænski Kjötkvart- ettinn, Fläsk Kvartetten. Þó nafnið bendi til annars er þetta reyndar hópur fimm hljóðfæra- leikara, sem allir hafa klassíska tónlistar- menntun að baki, voru skólafélagar í konung- legu sænsku tónlistarakademíunni og byrjuðu að spila saman 1985. Þarna lögðu þrír aðrir hljóðfæraleikarar þeim lið. Nú tíu geisladiskum síðar er kvartett- inn orðinn afar vel þekktur fyrir að spila eigin tónlist og fyrir samvinnu við marga aðra þekkta tónlistarmenn, auk þess sem þeir hafa gert tónlist fyrir frönsku óperuna. Rafvædd tónlist þeirra dansar á egg klass- ískrar hefðar, teknó og annarra samtíma- strauma. Það var eiginlega synd að þurfa að sitja bara og hlusta á þá, því tónlist þeirra er einkar dansvæn, enda iðuðu margir á stólunum undir flutningi hennar. Þeir spiluðu textalausa tónlist í þetta skipti, en eru annars þekktir fyr- ir sniðuga texta líka. Á eftir þeim fylgdi harm- ónikkufyrirbærið Kimmo Pohjonen, sem á al- veg sérstakan hátt semur og flytur tónlist, sem hann tekur upp og meðhöndlar meðan hann spilar, svo úr verður sérstakur tónheimur nikk- unnar, hljóðeffekta og sönglanda hans. Evrópskt og afrískt, gamalt og nýtt Það er af mörgu að taka þegar gripið er nið- ur í dagskrá hátíðarinnar. Philip Glass, Foday Musa Suso, sem túlkar og endurnýjar afríska tónlist og Alexander Balenescu, stofnandi samnefnds kvartetts flytja saman tónlist. Tríó Abdullah Ibrahim sér fyrir meiru af afrískri tónlist, spunninni saman við jazz og klassíska tónlist. Gítarleikarinn John Williams er einnig á kafi í afrískri tónlist um þessar mundir og eys af henni í Salisbury. Í klassíkinni er einnig af nógu að taka. Nik- olaik Demidenko er einn af yngri mönnunum í úrvalsliði píanóleikara og þarna flytur hann sónötur eftir Scarlatti og Diabelli tilbrigði Beethovens. Undanfarin ár hefur það gerst æ oftar að gamlar þöglar myndir séu fluttar með lifandi tónlist og þannig verður einnig í Sal- isbury, þegar sígildar myndir eins og Metro- polis og Nosferatu þeirra Fritz Lang og F.W. Murnau eru fluttar undir berum himni með tónlist, sem franska hljómsveitin Art Zoyd hef- ur samið við myndirnar og flytur. Og það er sumsé í þessu skemmtilega sam- hengi, sem Camerartica og Íslenski dansflokk- urinn koma fram. Þeir sem vilja glugga frekar í dagskrá hátíðarinnar geta auðvitað gert það á Netinu: www.salisburyfestival.co.uk. NÝSKÖPUN OG HEFÐIR Salisbury er fallegur, enskur miðaldabær sem á hverju vori heldur myndarlega listahátíð. Í ár er þemað norrænt og þar á meðal íslenskir gestir. SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR heimsótti hátíðina. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Dreamspace – marglituð upplifun Maurice Agis og hljóð með eftir Stephen Montague. Ivar Keive orgelleikari t.v., og Knut Reierskud gítarleikari taka við dúndrandi lófaklappi. Norskir englar við dómkirkjuna í Salisbury. sd@uti.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.