Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 Y FIRSKRIFT sýningarinnar er „Akureyri í myndlist“, og er tilgangur hennar að gefa þverskurð af listalífi bæjarins og veita áhorfendum þannig tækifæri til að kynnast fjöl- breytninni í akureyrski mynd- list við upphaf nýrrar aldar. Að sögn Hannesar Sigurðssonar, sýningar- stjóra og forstöðumanns Listasafnsins á Ak- ureyri, var farið þá leið að bjóða átta myndlist- armönnum af ólíkum toga til þátttöku, sem höfðu hver fyrir sig frjálst val um að bjóða öðr- um listamanni að sýna með sér. Fyrir valinu urðu þau Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Amí, Arna Valsdóttir, Einar Helgason, Elli, Guð- mundur Ármann Sigurjónsson, Guðný Þórunn Kristmannsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Jonna, Kristinn G. Jóhannsson, Laufey Margrét Pálsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Nói, Óli G. Jóhannsson, Stefán Jónsson og Svein- björg Hallgrímsdóttir. Verk listmannanna spanna allt frá hefðbundnum landslags- og af- straktmálverkum, til skúlptúra, tölvu-, ljós- mynda- og hugmyndaverka. Meginþema sýn- ingarinnar er þó Akureyri sjálf, sem listamennirnir túlka út frá sinni eigin persónu- legu reynslu og listrænu forsendum. „Þarna er vitanlega um mjög breiðan hóp listamanna að ræða sem á það engu að síður sameiginlegt að búa og starfa í þessu um- hverfi. Því var ákveðið að gera Akureyri að meginþema sýningarinnar. Þannig er spurt hvort greina megi einhver sérstök einkenni eyfirskrar myndlistar, þrátt fyrir ólíka miðla, viðfangsefni, stílbrigði og kynslóðarbil. Getur verið að Akureyri sé í eðli sínu eitthvað frá- brugðin öðrum bæjum landsins? Það er sem sagt myndlist á Akureyri og Akureyri í mynd- list sem er veltiás sýningarinnar,“ segir Hann- es. Í tengslum við sýninguna hefur safnið gefið út sextíu síðna litprentaða sýningarskrá á ís- lensku og ensku þar sem finna má grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing og hugleið- ingar eftir listamennina. Sýningarskráin er innifalin í aðgangseyri, en eintök sem af ganga verða seld að sýningu lokinni á 1.590 krónur. „Með því að gefa skrána, en þar njótum við stuðnings fjölmargra fyrirtækja, vonumst við til að hún rati í sem flestra hendur og verði þannig listamönnunum og akureyrskri mynd- list til framdráttar,“ bætir Hannes við. Könnun á smekk almennings Við undirbúning sýningarinnar kom upp sú hugmynd að fara nýja leið við kaup á verki fyr- ir safnið, en það fær árlega vissa fjárhæð til kaupa á listaverkum fyrir hönd Akureyrar- bæjar. „Í stað þess að safnráð taki ákvörðun um hvaða verk er keypt verða áhorfendur beðnir um að kjósa „besta“ verkið að þeirra mati. Heppinn áhorfandi getur síðan eignast verk eftir „vinsælasta“ listamanninn og flug- miða fyrir tvo til New York í boði Flugleiða. Önnur verðlaun eru kvöldverður fyrir tvo á Karólína Restaurant í boði hússins,“ segir Hannes og bætir því við að líta megi á þessa nýbreytni sem nokkurs konar tilbrigði við sumarleik margra fyrirtækja. Til að reka smiðshöggið á þennan gagnvirka leik var í samráði við listamennina og Ragnar Friðrik Ólafsson deildarsérfræðing hjá námsmats- stofnun útbúin nánari skoðanakönnun á mynd- listarsmekk almennings þar sem meðal annars er spurt hversu hrifið eða ekki hrifið fólk er af verkunum á sýningunni, og eru spyrjendur m.a. beðnir að fylla út upplýsingar um kyn, aldur, búsetu og menntun. „Taki nægilega margir þátt í könnuninni verður hægt að kom- ast að ýmsum fróðlegum hlutum, til dæmis hvaða þjóðfélagshópur er hrifnari af afstrakt- list en raunsærri list, enda eiga flestar stefnur sinn fulltrúa á sýningunni. Þessi tilraun hvetur hinn al- menna sýningargest einnig til að horfa á verkin með öðru hugarfari en hann á að venjast, og gefur honum tækifæri til að kveða upp opinberan listdóm sem hingað til hefur aðeins verið á færi fjölmiðla.“ Tengsl milli staða Blaðamaður ákveður að kanna viðhorf listamann- anna sjálfra til eyfirskrar myndlistar og mælir sér mót við fjóra fulltrúa sýn- ingarinnar, þá Guðmund Ármann Sigurjónsson, Óla G. Jóhannsson, Svein- björgu Hallgrímsdóttur og Laufeyju Margréti Páls- dóttur. Þá Guðmund og Óla má telja til kynslóðar af- straktlistamanna og hafa þeir fylgst með þeim sveifl- um sem myndlistarlífið á Akureyri hefur farið í gegn- um undanfarna áratugi. Óli bendir á að myndlistarlífið í bænum hafi átt erfitt upp- dráttar framan af öldinni, en þó liggi ræturnar nokk- uð langt aftur. „Það er ekki fyrr en í kringum 1973 að hópur ungs fólks hér á Ak- ureyri sem hafði áhuga á myndlist ákvað að reyna að lyfta myndlistarlífinu upp. Áhuginn var feiknarlega mikill, og ákveðinn grunn- ur varð til sem stuðlaði að myndlistarlífi hér. Mynd- listarfélagið var stofnað og Gallerí Háhóll var m.a. opnað. Við sem unnum að þessu upplifð- um hreint ævintýralega tíma, ekki síst vegna þess að bæjarbúar höfðu verið í svo miklu svelti myndlistarlega séð að aðsókn að við- burðum var með eindæmum og það varð til þess að hægt var að fá stór nöfn til að koma og sýna hér. Upp úr þessum hræringum varð til grunnur að myndlistarkennslu, sem myndlist- arskólinn var byggður á. Við stofnuðum mynd- smiðju og urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Guðmund Ármann hingað norður til okkar í kennslu og hann er hér enn. Þetta var skemmtilegt tímabil. Það var mikið um að vera en fyrst og fremst einkenndist þetta tímabil af gífurlegri bjartsýni.“ Óli bendir á að næsta öfl- uga bylgja í myndlistargrósku hafi byrjað snemma á tíunda áratugnum en þá hófst, undir forystu Gilfélagsins, menningaruppbygging í Grófargili sem stendur enn. Guðmundur Ármann flutti til Akureyrar ár- ið 1972 og segist hann hafa skynjað þann kraft sem einkenndi myndlistarlífið mjög sterkt. „Hér var allt bara á fullu, og fólk var drifið áfram af óhemju ósérhlífni og dugnaði. Ég kenndi hjá Námsflokkum Akureyrar, mynd- listarfélaginu og í menntaskólanum og það var fullt á öllum námskeiðum. Ég kenndi fólki á öllum aldri, allt frá fimm ára krökkum upp í fullorðna. Arna Valsdóttir sem sýnir hér á samsýningunni var til dæmis í námskeiði hjá mér fimm ára gömul,“ segir Guðmundur. Hann bendir þó á að sá veruleiki sem blasti við á Akureyri, hafi verið mjög ólíkur þeim hug- myndum sem kollegar hans í Reykjavík höfðu. „Menn kvöddu mig eins og ég væri að fara í út- legð á Sahara-eyðimörkinni, og skildu lítið í því hvers vegna ég væri að fara á þennan eyðistað þar sem ekkert væri um að vera.“ Eftir nokkra umhugsun segir Guðmundur að líklega fengi hann sams konar kveðjur væri hann að flytja norður í dag og óneitanlega sé myndlistarlíf á Akureyri í nokkurs konar jaðarstöðu gagnvart höfuðborginni. „Ég fann mjög sterkt fyrir því að þegar ég kom hingað var ég bara orðinn „landsbyggðarmaður“, og mörg þeirra tæki- færa sem voru mér opin áður, lokuðust. Það var bara eins og ég hafi færst niður í annan flokk í íslenskri myndlist. Því miður er þetta sá veruleiki sem blasir við enn þann dag í dag.“ Hópurinn er sammála um að í bænum fyr- irfinnist ákveðinn sköpunarkraftur og öflugt mannlíf sem staðist hafi mótvinda, jafnvel styrktst af þeim. „Við verðum að athuga að í þessu 15.000 manna bæjarfélagi eru 70 starf- andi listamenn, rekin er blómleg safna- og sýn- ingarstarfsemi og hér er sterkur myndlistar- skóli. Margir af burðarásunum í íslenskri myndlist eru jafnframt komnir héðan frá Ak- ureyri. Þannig held ég að myndlistarlífið hér styrkist fremur en veikist af því að hafa dálítið hressilegan mótvind,“ segir Óli. Bjartsýn á framtíðina Þær Sveinbjörg og Laufey tilheyra þeirri kynslóð myndlistarmanna, sem kemur í kjölfar þeirrar sem Guðmundur og Óli tilheyra. „Við njótum náttúrulega góðs af því sem þau lögðu fram. Hins vegar hefur uppbyggingin alltaf þurft að halda áfram, og óneitanlega geldur myndlistarlífið hér fyrir að vera fjarri mið- puntkinum. Maður er reglulega spurður hvað maður sé að gera hérna, og hvers vegna maður flytji ekki suður,“ segir Laufey. Svein- björg tekur undir þetta og bendir á að myndlistarfólkið á Akureyri fylgist vel með því sem er að gerast fyrir sunnan og sæki sýningar jafn reglulega og margir sem þar búa. „Sem myndlistarmaður þarf maður að vera í tengslum við það sem er að gerast, ekki aðeins í höfuð- borginni, heldur einnig í heim- inum. Samskipti og tengsl milli staða eru hluti af öllu listalífi, og tengsl við umheiminn hafi alltaf verið til staðar á kaupstaðnum Akureyri.“ Viðmælendur verða sammála um það í spjalli sín á milli að því að starfa í myndlist fylgi alltaf ákveðin barátta, og alls staðar verði átök og ágrein- ingur, ekki síst þegar bitist er um lítinn markað. Tískustraum- ar og menningarpólitík séu auk þess öfl sem hver listamaður þarf að glíma við, og þar séu vindar mishagstæðir eftir tíma- bilum. Óli bætir því við að sam- starfsvilji bæjaryfirvalda hafi verið öllu meiri á þeim tíma sem myndlistarlífið byrjaði að byggjast upp á staðnum. En hvaða augum líta viðmæl- endur framtíðina í myndlistar- lífi á Akureyri? Laufey mælir fyrir hönd hópsins þegar hún segir að menn líti nokkuð björt- um augum á framtíðina, ákveðin grunnur og gróska sé til staðar sem ekki verði burtu tekinn, og það sjáist á þeim árangri sem myndlistarmenn bæjarins hafa verið að ná. Viðmælendur benda þó á nokkra þætti sem þeim þykir að huga verði að á næstu árum í mynd- listarmálum bæjarins. „Það þarf að vera ákveðinn grunnur til staðar, sem gerir metn- aðarfullum myndlistarmönnum kleift að búa hér og starfa. Mestur hluti þeirra myndlist- armanna sem eru að ná góðum árangri, flytj- ast héðan brott. Af þeim sökum er áhuga- mennska kannski meira áberandi hér en fyrir sunnan. Það er því mikilvægt að greint verði á mun skýrari hátt á milli fagmennsku og áhuga- mennsku í myndlist hér í bænum,“ segir Sveinbjörg. „Myndlistarmenntun er einnig þáttur sem þarf að hlúa að,“ segir Laufey og Óli tekur undir það. „Og þá er ekki aðeins ver- ið að tala um að mennta myndlistarmenn, heldur einnig almenna menntun, þar sem skólabörn öðlast þekkingu á myndlistarhefð- inni og sögunni,“ bætir Óli við. Sveinbjörg bendir á að tilkoma Listasafnsins á Akureyri geri kennurum nú kleift að fara með nemend- ur reglulega á listasýningar og það sé vett- vangur sem nauðsynlegt sé að hlúa að. Að lok- um bendir Guðmundur á að aðgangur listamanna á landsbyggðinni að opinberum sjóðum og menningarstofnunum sé mun tak- markaðri en þeirra sem búa á höfuðborgar- svæðinu. Verksvið margra þessara stofnana taki landsins alls og þurfi þær að fylgjast mun betur með því sem er að gerast annars staðar en í Reykjavík. Með þessum orðum kveður blaðamaður þau Guðmund, Hannes, Laufeyju, Óla og Svein- björgu, sem hverfa hvert í sína áttina að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar sem verður opnuð sem fyrr segir kl. 16 í dag, laug- ardag. Morgunblaðið/Heiða Jóhannsdóttir (Standandi frá vinstri): Myndlistarmennirnir Guðmundur, Laufey, Sveinbjörg, Óli og safnstjórinn Hannes eru bjartsýn á framtíðina í myndlistarlífi á Akureyri. Merki sýningarinnar Akureyri í myndlist. Í dag verður opnuð á listasafninu á Akureyri samsýn- ing sextán myndlistarmanna sem eiga það sameig- inlegt að búa og starfa á Akureyri. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi af því tilefni við nokkra fulltrúa hins blómstrandi listalífs bæjarins. BLÓMLEGT MYNDLISTARLÍF Á JAÐRINUM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.