Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 15 MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar. Til 31.8. Í Kjöthúsi er sýningin Saga byggingartækninnar. Í húsinu Líkn er sýningin Minning úr húsi. Krambúð er í húsinu Lækj- argötu 4. Þar er einnig listmunahorn. Á sýningunni í Efstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930. Sýning á Bifreiða- verkstæði er á safnasvæðnu. Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin 11-16 mánudaga-laugar- daga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. september. Galleri@hlemmur.is: Birgir Snæ- björn Birgisson. Til 17. júní. Gallerí Sævars Karls: Bragi Ásgeirs- son. Til 26. júní. Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn- skólanema.Til 17. ágúst. Hafnarborg: Werner Möll og And- reas Green. Til 2. júlí. Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars- son. Til 31. ágúst. Hulduhólar, Mosfellsbæ: Steinunn Marteinsdóttir. Til 24. júní. i8, Klapparstíg 33: Hrafnkell Sig- urðsson. Til 16. júní. Íslensk grafík: Valgerður Björns- dóttir. Til 17. júní. Listasafn Akureyrar: Akureyri í myndlist. Til 29. júlí. Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til 12. ágúst. Listasafn Borgarness: Bjarni Þór. Til 18. júní. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2. september. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Þróun í list Ásmundar. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: John Baldessari. Norskir teiknarar. Til 17. júní. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Flogið yfir Heklu. Miðrými: Grétar Reynisson. Til 19. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og nýsköpun. Til 30. september. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Margrét Magnúsdóttir. Til 23. júní. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi.: Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson. Til 29. júlí. Man, Skólavörðustíg: Arnar Her- bertsson. Til 20. júní. Reykjavíkur Akademían, Hringbraut 121: Ljósmyndasýning Kristins Ing- varssonar. Til 10. júní. Sjóminjasafn Íslands: Ásgeir Guð- bjartsson. Til 22. júlí. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31.des- ember. Slunkaríki, Ísafirði: Hjörtur Mar- teinsson. Til 1. júlí. Stöðlakot: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Til 24. júní. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Norræna húsið: Matthías M.D. Hem- stock slagverk og Úlfar Ingi Haralds- son bassagítar. Kl. 17. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sif Tulinius fiðluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Kl. 20:30. Miðvikudagur Seltjarnarneskirkja: Söngsveitin Fíl- harmónía. Stjórnandi Bernharður Wilkinson. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigning- unni, 9., 14., 15. júní. Með fulla vasa af grjóti, 10., 13. júní. Borgarleikhúsið: Píkusögur, 9., 10., 14., 15. júní. Iðnó: Feðgar á ferð, 14., 15. júní. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U M AGNUM er eins konar eðalvagn ljósmyndara, eina stóra umboðs- stofan sem fagmenn eiga og stýra sjálfir, elítuklúbbur finnst sumum eða risaeðla með úr sér gengin bein. Hvað sem um slíka dóma má segja er ljóst að þeir ljósmyndarar sem Magnum hef- ur innan sinna vébanda eru listamenn, hvort sem þeir festa á filmu styrjaldir, hið ljúfa líf, hversdag í borg eða brimsjó og kletta. Sumir hafa tekist á við allt þetta og meira til og það gildir um einn stofnenda Magnum, Frakkann Henry Cartier-Bresson. Hann er þó þekkt- astur fyrir myndir sínar af fólki, að fanga sögu í svipstund úr hversdegi þess. Áhrif hans á ljósmyndun síðustu aldar eru óum- deild og gætir áfram. Cartier-Bresson er orðinn gamall maður, á 93. aldursári, búsettur í París og hættur að taka ljósmyndir fyrir nærri þrjátíu árum. Hann kveðst reyndar hafa myndavél uppi á hillu og taka eina og eina mynd en honum leiðist það heldur og hafi alltaf gert. Málara- listin sé hans sanna ást. Því er það að hann heldur enn um pensil, eins og í upphafi, þeg- ar hann þrjóskaðist við að halda út í við- skiptanám eftir höfði föður síns og lét heillast í staðinn af málun og teikningu. Þetta mótaði ljósmyndir hans og þeirra vegna varð þessi hlédrægi maður goðsögn. Listasafnið á Akureyri hafði forgöngu um að fá til Íslands sýningu á 83 myndum Car- tiers-Bressons úr höfuðborginni frönsku, hingað komna úr miklu ferðalagi sem efnt var til vegna hálfrar aldar afmælis umboðs- skrifstofunnar Magnum. Sýningin er nú kom- in að norðan til höfuðborgarinnar og verður í dag opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Hún stendur þar til júlíloka. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri, er líklega þekktari fyrir framúrstefnulegri sýningar en þessa, en víst er fengur að svo öflugri staðfestingu á ljós- mynd sem listformi. Cartier-Bresson hefur verið kallaður meistari myndbyggingar, faðir sígilda franska skólans í faginu og mesti ljós- myndari síðustu aldar. „Hann var ótrúlega hittinn,“ segir Hannes, „skrásetti mannlífið af listrænu miskunnarleysi með litla Leicu eina að vopni. Mest notaði hann fólk til að teikna myndirnar sínar, svo má segja því þær lúta tíðum ströngustu lögmálum klassískrar teikn- ingar. Sjálfur líkti Cartier-Bresson ljósmynd við ósjálfráða teikningu.“ Sígildar myndir úr borg ljósanna Ljósmyndirnar á sýningu Cartiers-Bresson eru valdar af honum sjálfum, meira og minna þekkt verk úr hans kompu og úr þeim ranni sem hann óx í fram til tvítugsaldurs þegar ævintýrin fjarlæg tóku við. Ætíð sneri hann þó aftur til Parísar og á gönguferðum sínum um borgina tók hann þessar myndir sem spanna nær allan feril hans. Æskuslóðir Car- tiers-Bresson eru raunar rétt utan við París, þar sem Disney-land er nú og mun sú stað- reynd vekja í honum stríðnispúkann. Mað- urinn er ekki gefinn fyrir glys, plast og glans; þótt hann hafi sjálfur glansað gegnum mynd- ir sínar; og amerískur ævintýraheimur er því ekki hans. En heimili hans er í dýru, gömlu og grónu hverfi í París, hann býr sem sagt ekki í Disney-landi þótt forvitnilegt væri að fá hann í skemmtigarðinn með myndavél. Cartier-Bresson er auðmannssonur sem aðhylltist uppreisn og vinstristefnu, gegn við- teknum viðhorfum og gildum uppvaxtarár- anna, þótt hann virðist aldrei hafa gengið út fyrir þann garð þar sem gnægtir eru jafnan, vel upp alið og upplýst fólk. Einungis þá með myndum sínum af illa komnum og einfaldlega myndum teknum af fágætu næmi fyrir formi, byggingu og augnabliki, hver og hvað sem varð fyrir linsunni. Til að fylgja sýningu Cartier-Bressons úr hlaði í vor kom til landsins belgísk starfskona Magnum, búsett í París þar sem höfuðstöðv- ar fyrirtækisins eru, í gamla listahverfinu Montparnasse. Það hefur einnig skrifstofur í New York, Tokyo og Lundúnum. En Eva Marieke Wiegel er listrænn sendiboði Magn- um, þangað ráðin frá World Press Photo, orðin sjóuð í uppsetningu sýninga á ljós- myndum sem eiga að vera eins og þær koma úr kassanum, óskornar og auðvitað merktar höfundinum. Þetta segir hún til dæmis hafa verið vandamál í Kína þar sem fréttaljós- myndarar áttu verk á þeirri sýningu WPP sem komið var fyrir í Kringlunni í Reykjavík nýverið. Þurft hafi eftirlit með framgangi mála en hér í norðurálfu gegni allt öðru máli. Fólk kunni inn á höfundarréttarmál og geri enga skandala. Sýning Cartier-Bressons hafi gefið henni tilefni til að heimsækja Ísland, það hafi hana langað um tíma þótt hún sé ferðaþreytt rétt rúmlega þrítug. Marieke segir að Cartier-Bresson haldi nú orðið að mestu kyrru fyrir í París. Hann hafi reyndar í vor farið með konu sinni, Martine Franck, til Province syðst í Frakklandi, í öllu meiri ferðalög leggi hann helst ekki lengur. Martine sé einnig ljósmyndari og hafi meðal annars fest eiginmanninn á filmu. Um það vitnar lítil bók sem Marieke dregur fram með safni mynda af meistaranum. Hann vildi ann- ars vera óþekktur götuljósmyndari, svo dulur að sumum þótti nóg um, og forðaðist almennt linsu annarra eins og heitan eldinn. Marieke segir frá þessu og fleiru um Car- tier-Bresson og tæpir í leiðinni á stöðu ljós- myndarinnar á tímum tölvutækni og fyrir- tækjarisa. Samruni fréttamyndastofa hefur verið regla síðustu missera, með undantekn- ingum eins og Magnum, ekki síst í stórfyr- irtæki Bill Gates, Corbis. Gates er talsmaður netvæðingar og setur skrekk í marga þeirra 3.000 ljósmyndara sem starfa á vegum Cor- bis. Hjá Corbis eru nýjar myndir skannaðar jafnóðum, um 500 á dag, og spurning hversu óhultar þær eru fyrir stuldi og breytingum á Netinu. En höfundarréttur ljósmyndara er einmitt fjöreggið sem Magnum var stofnað til að gæta. Súrrealismi og raunsæi Cartier-Bresson kynntist hugmyndum súrrealista sautján ára gamall og þeirra átti eftir að gæta í verkum hans. Hann var í vissri uppreisn gegn þröngsýni og íhaldssemi og lét illa að stjórn foreldra sinna. Hann hafði fyrst fengið tilsögn í málaralist tólf ára, kynnst ýmsum hugsuðum gegnum fyrsta kennarann og hneigst að bókmenntum í skóla. Hann lét menntaskóla duga en hélt áfram að grufla í myndlist. Nítján ára hitti hann reglulega André Lhote á vinnustofu hans og kvaðst síðar eiga til- sögn þessa málara í formfræði mikið að þakka. Nítján ára hafði Cartier-Bresson vetrarsetu hjá frænda sínum í Cam- bridge en kom þá aftur heim í her- skylduna. Á henni hafði hann megnustu andúð og hlaut oft ákúrur fyrir virðing- arleysi. Afríka heillaði svo Cartier- Bresson rúmlega tvítugan, líkt og ýmsa listamenn þessa tíma. Hann dvaldist þar í ár, vann fyrir sér með veiðum og prófaði sig áfram með klippimyndir. Kúbismanum hafði hann áður kynnst hjá Lhote. Þegar til Parísar kom að nýju 1931 blandaði Cartier-Bresson geði við aðra auðmannssyni sem að- hylltust nýstefnu, fyrstu ljósmyndir hans eru frá þessum tíma og áhugi á kvikmyndagerð kom fram. Fyrri kona Cartiers-Bresson var dansari frá Balí, þau giftust 1937 og það rak hann til launavinnu. Dagblaðið Ce Soir réði Cartier-Bresson sem ljós- myndara og þar kynntist hann mönnum sem síðar stofnuðu Magnum með honum. Þetta voru Robert Capa og Chim Seymor. Viðhorf Cartiers-Bresson fóru að breytast, hann varð opnari í myndasmíð sinni og sinnti fleiru, tók hversdeginum eins og hann kom en byggði líka ljóðræna sýn. Capa mun hafa ráðlagt honum að forðast merkimiða tilgerðarlegs súrrealisma og viðurkenna gildi fréttaljós- myndunar. Svo kom stríðið, Cartier-Bresson var kall- aður í herinn og handtekinn af Þjóðverjum. Hann slapp í þriðju tilraun úr fangabúðum og gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna í Frakklandi. Hann myndaði stríðslok í Þýska- landi, fræg er mynd af konu sem ber kennsl á gæslukonu sína. Næstu árin hélt Cartier- Bresson sér frekar til hlés og svo fór að á mikilli yfirlitssýningu verka hans í New York var talið að hann hefði fallið í stríðinu. Ári síðar, 1947, dró til tíðinda, þegar ljósmynd- arinn stofnaði umboðsstofuna Magnum með gömlu starfsfélögunum. Hann flakkaði áfram víða næstu áratugina, dvaldist til dæmis í Asíu um þriggja ára skeið um öldina miðja og hætti ekki störfum með myndavél fyrr en 1972. Að ráða sér sjálfir Félagarnir af Ce Soir vildu starfa sjálf- stætt og ráða verkefnum sínum sjálfir, hlýða kalli veruleikans fremur en ritstjóra við púlt, eins og Cartier-Bresson orðaði það. Magnum sá um dreifingu og sölu myndanna á þessum uppgangstímum prentmiðla. Fleiri ljósmynd- arar bættust smám saman í hópinn og nú hefur Magnum 60 ljósmyndara innan sinna vébanda. Skrifstofan hefur fært út kvíarnar frá hreinræktaðri fréttamyndastofu í útgáfu- fyrirtæki bóka og sýningarhald. Í sal Magn- um í Montparnasse er fastasýning mynda Cartiers-Bresson og í undirbúningi er yf- irlitssýning á ljósmyndum hans, málverkum og teikningum. Hún verður opnuð 2003. Ung- ir ljósmyndarar fá þarna jafnframt kynningu og efnt er til málþinga um ljósmyndina. Ljósmyndarar Magnum hittast árlega og ákveða meðal annars hvort umsóknir nýrra félaga skuli teknar til athugunar. Falli mappa nýliða í kramið fær hann ár til reynslu. Fyrr er ekki kveðinn upp sá dómur um hæfileika, er haggast ekki eftir það. Menn verða lífstíð- arfélagar, hafa eins konar ævarandi gæða- vottorð upp á vasann. Henry Cartier-Bresson: Ile de France, París. 1956. HULDUMAÐUR MYNDANNA Frá Listasafninu á Akureyri kemur í Ljósmyndasafn Reykjavíkur um helgina sýning á París í linsu Henry Cartier-Bresson. Þessi aldni listamaður hefur löngu snúið sér frá myndavél að málverki, en ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR fékk að heyra um feril hans og umboðsstofuna Magnum sem neitar að láta stórfyrirtæki gleypa sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.