Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001 3 Veldu þorsk í veislurétt, verði gestum boðið. Fyrst af öllu fínt og nett fláðu af honum roðið, því að seinna þegar á þorskinn fram að bera hvergi má á honum sjá, heilt skal roðið vera. S VONA hef ég lauslega þýtt byrjun á uppskrift úr danskri kokkabók frá Önnu Magda- lenu Steinbach, konu Árna Thorlaciusar í Stykkishólmi. Uppskriftin var af gam- ansemi sungin við hátíðlegt ættjarðarlag eftir Weyse, Danagrund með grænan baðm, en ekki fer ég nánar út í hvernig fiskdeigið var búið til og saumað innan í roðið með áföstum hinum sanna og svipmikla þorskhaus. Svona gerðu menn sér glaðan dag í Stykkishólmi á nítjándu öld og átu falskan þorsk. En síðan hefur öll tuttugasta öldin liðið. Og síðustu fjörutíu ár hennar höfum við Ís- lendingar haldið mikla þorskveislu, gert okkur margan glaðan dag. Saga hennar er hér birt samþjöppuð í einni töflu yfir fimm ára meðaltöl. Auðvitað er þetta þorskatal ekki jafnnákvæmt og manntal, en betri heimildum er ekki völ á. Þær eru fengnar frá Hafrannsóknastofnun. Í þessari töflu tel ég mega greina tvær þýðingarmiklar reglur. Þá fyrri setti ég reyndar fram í grein í Morgunblaðinu 3. nóvember 1993. Þar komst ég að þeirri niðurstöðu að virki hrygningarstofninn væri aðeins 9 ára þorsk- ur og eldri, og hrygningarstofninn sem Haf- rannsóknastofnun tilgreinir og nú er átta sinnum stærri væri að mestum hluta óvirkur í hrygningunni og því gífurlega villandi sem slíkur. Um það leyti var reyndar byrjuð rannsókn á þessu máli á Hafrannsókna- stofnun, og ég veit ekki betur en að hún hafi smám saman staðfest nokkuð vel mína reglu. En hana hefði þurft að taka til greina miklu fyrr. Á tiltölulega köldu loftslags- skeiði, frá því að hafísárin byrjuðu 1965, hef- ur það svo að segja verið lögmál að nýliðun þorsksins, talin í milljónum einstaklinga við þriggja ára aldur, hafi verið 200–250 millj- ónir, nema þegar 9–14 ára hrygningarstofn- inn hefur verið minni en 100 þúsund tonn. En síðustu 15 ár þegar þessi hrygning- arstofn hefur verið svo sem 35 þúsund tonn hefur nýliðunin verið um 140 milljónir. Ný- liðunin snarminnkar sem sagt þegar virki hrygningarstofninn lækkar úr 100 þúsund tonnum. Varla þarf frekari vitna við um ná- kvæma fylgni milli þessa hrygningarstofns og samtímis nýliðunar þegar til lengdar læt- ur, til dæmis í fimm ára meðaltölum. Annað lögmál sem ég þykist greina er það að út frá nýliðuninni á tilteknu fimm ára skeiði má svo reikna á svala loftslagsskeið- inu frá byrjun hafísáranna hver veiðistofn- inn í þúsundum tonna verði á næsta fimm ára tímabili á eftir. Það má gera með því að margfalda nýliðunina talda í milljónum með (110-A) og deila svo með 15. Hér er A hundraðshluti aflans af veiðistofni á þessu síðara fimm ára tímabili, en aflinn verður auðvitað til að minnka veiðistofninn því meira sem er veitt. Ég læt lesandanum eftir að prófa þessa ágætu reglu á tímabilinu eftir 1965. En hún sannar að fiskurinn geymist furðu vel í sjónum allt frá þriggja ára aldri, og grisjun á honum á unga aldri dregur óhjákvæmilega úr veiði síðar. Kenning um hið gagnstæða á því engan rétt á sér. Í ljósi þessara lögmála er fjörutíu ára þorskveisla okkar nokkuð dapurleg. Það hefur ekki verið gengið jafnt á alla árganga þorsksins; þeir elstu eru ekki orðnir nema 1–2% af því sem þeir voru fyrir 1960. En menn streittust eins lengi og kostur var að veiða jafnmikið á hverju ári, 350–400 þúsund tonn. Aflinn sem hlutfall af veiðistofni var bara aukinn úr rúmum 20% í 40%. Þetta gat gengið fram yfir 1980. En þá var svo komið að hrygningarstofninn var ekki lengur nóg- ur til að sjá fyrir nema svo sem 60% af nauð- synlegri viðkomu, og að fimm árum liðnum hrapaði veiðin eðilega um 40% þrátt fyrir að aflanum var haldið í 40% af veiðistofni. Veislan mikla var á enda. Uppskriftirnar að veiðunum sem höfðu verið sungnar við ynd- isleg ættjarðarlög hljómuðu nú ekki lengur eins glaðlega og forðum. Það er svo sem ekki til að hrósa sér af að vera vitur eftir á. En það er þó stórum skárra en að vera óvitur eftir á. Framundan verður að vera löng og erfið barátta við að nýta fengna reynslu og bæta úr miklum vanda. Það var ekkert vit í að veiða 35–40% af veiðistofni undanfarin tuttugu ár. En það er ekki nóg að lækka það hlutfall án frekari aðgæslu. Ég held að það hafi verið rétt sem ég hélt fram í Morgunblaðinu 1993 að það þyrfti að hlífa eldri árgöngum þorsksins meira en þeim yngri. Hygginn fjárbóndi slátrar ekki flestum ánum sínum um leið og þær fara að skila lömbum. Með því að tak- marka netaveiðar má draga svo mikið úr veiðum á svo sem 7 ára þorski og eldri, að 9– 14 ára stofninn komist með tímanum upp í minnst 100 þúsund tonn, og á þessu þarf að byrja strax þó að hægt muni ganga og mörgum muni sárna; annað hefnir sín. Stækkun möskva í 25 sentímetra hefur verið vanhugsuð. Önnur mistök eru þau að láta líðast mikið brottkast á fiski. Það mætti til dæmis afnema með því að taka upp sókn- armark eins og Færeyingar hafa gert með góðum árangri. Þetta er ekki gleðilegur boðskapur. Veisl- an mikla er búin að vera. En kannski er nú framundan hlýrra loftslagsskeið þegar þorskseiði frá Íslandi ná að þroskast upp í stóra stofna við Grænland og synda svo hingað í miklum göngum eins og fyrir 1960. Þá væri bara gott að taka því; en forðumst í guðanna bænum að endurtaka veisluna með tilheyrandi fallega sungnum uppskriftum að fölskum þorski. UPPSKRIFT AÐ FÖLSKUM ÞORSKI PÁ L L B E R G Þ Ó R S S O N RABB STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON AÐ FARGA MINNINGU Sá sem kemur aftur er aldrei sá sami og fór Sú sem heilsar er aldrei sú sama og kvaddi Ævintýri eru eldfim bæði lífs og liðin Sagnir um öskufall við endurfundi hefur margur sannreynt Ljóðið birtist í ljóðabókinni Tengslum sem Stefán Hörður sendi frá sér árið 1987. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 4 . T Ö L U B L A Ð – 7 6 . Á R G A N G U R EFNI Errósafnið verður opnað í Hafnarhúsinu í kvöld með sýningu á ríflega tvö hundruð verkum úr gjöf listamannsins til Listasafns Reykjavík- ur. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við listamanninn og Heiða Jóhannsdóttir rifjar upp söguna á bak við gjöf Errós sem hann afhenti Listasafninu árið 1989. Svava Jakobsdóttir segir Helgu Kress bókmenntafræðing mis- skilja nafnið Volga Fress á persónu í skáld- sögu Jökuls Jakobssonar, bróður síns, Feil- nótu í fimmtu sinfóníunni, og andmælir harðlega grein Þóreyjar Friðbjörnsdóttur um kvennabókmenntir í grein sem hún nefnir „Sá hlær best ...“ Svava spyr: „Er allt leyfilegt í nafni kvennabókmenntafræða?“ Íslenskir organistar hafa með sér félag sem varð fimmtíu ára 17. júní. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Kjartan Sigurjónsson, formann félagsins, og fræddist um sögu þess og störf organist- ans í dag. Tíundi áratugurinn í íslenskum bókmenntum og menningu var viðburðaríkur, að mati Hermanns Stef- ánssonar. Í fyrstu grein af þremur veltir hann meðal annars upp spurningum um einsleitni og fjölbreytni, viðgang eða fall hugmyndakerfa og bókmenntastefna og um miðjuna og jaðarinn. FORSÍÐUMYNDIN er eftir Erró, Kona listamannsins frá 1997. Aldur 1956 1961 1966 1971 1976 1981 1986 1991 1996 *) –60 -65 -70 -75 -80 -85 -90 - 95 -00 3 221 209 244 211 219 157 199 130 127 57 4 166 141 195 145 186 125 157 93 95 57 5 105 92 117 95 113 98 104 57 67 64 6 85 62 84 45 64 55 62 32 38 45 7 67 41 47 28 38 28 21 18 21 31 8 40 27 24 18 11 20 6 8 8 20 9 25 16 9 11 3,68 8,23 2,23 2,57 2,80 11 10 16 7,20 3,71 5,90 1,24 2,86 0,98 0,93 0,96 6 11 12 6,60 1,24 1,65 0,44 0,97 0,50 0,95 0,32 3 12 6,40 3,20 0,43 0,35 0,18 0,44 0,22 0,14 0,11 2 13 3,00 1,20 0,21 0,08 0,08 0,16 0,12 0,04 0,06 2 14 2,60 0,60 0,01 0,03 0,03 0,08 0,06 0,02 0,02 1 Nýliðun 192 265 212 227 180 213 128 139 151 79 Hrygn.stofn Hafró 1028 639 572 439 405 271 265 256 301 29 Hrygn.stofn 9-14 ára 633 325 133 169 50 103 35 33 38 6 Veiðistofn 2116 1427 1510 1142 1230 892 960 592 681 32 Afli 472 400 392 396 364 353 366 235 222 47 Afli, % 22 28 26 35 30 40 38 40 33 *) Hlutfall í % milli 1996-2000 og 1956-1960 Þ o r s k u r . F j ö l d i í á r g ö n g u m o g n ý l i ð u n ( v i ð 3 j a á r a a l d u r ) í m i l l j - ó n u m . H r y g n i n g a r s t o f n o g v e i ð i s t o f n í þ ú s u n d u m t o n n a . A f l i í þ ú s u n d u m t o n n a o g % a f v e i ð i s t o f n i . 5 á r a m e ð a l t ö l .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.