Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001 9
hlaupið um með gullstóla í leit að arftökum.
Ýmsar ástæður eru fyrir því að Halldór Lax-
ness verður ekki leystur af hólmi. Hugmyndir
um höfund, höfundargildi og höfundarrétt hafa
verið að breytast um allan hinn vestræna heim.
Hugmynd póststrúktúralískra fræðimanna um
dauða höfundarins beindist gegn þeirri þrálátu
hugmynd að hina einu og sönnu túlkun bók-
menntaverks væri að finna hjá höfundinum,
gegn þeirri hugmynd að höfundurinn sé miðja
verka sinna, haldi öllum þráðum í hendi sér og
geti aðstoðað villuráfandi lesendur í þeirri
krossgátu sem bókmenntir verða samkvæmt
þessari kenningu. Hún beindist gegn því að at-
riði í ævi höfundarins gætu verið endanlegt
svar við spurningum verka hans. Póststrúkt-
úralistar vildu frjóa spurn við lestur bók-
mennta, efa, skrif, texta, ekki fullvissu, svör,
boðskap, verk, Höfund.
Þegar upp rísa deilur um höfundarrétt (oftast
gerist það í tengslum við dægurtónlist, en mikið
af vinsælli tónlist gengur beinlínis útá að nota
lykkjur úr eldri lögum) verður áberandi hvernig
hugmyndir á vesturlöndum eru að breytast. Og
þær virðast tvíátta eftir hnattstöðu. Það er
kannski einföldun, en í Bandaríkjunum verður
höfundarréttur og hagsmunagæsla tengd hon-
um stöðugt sterkari; í kvikmyndaheiminum er
hægt að tala um eignarrétt á hugmyndum og
þarmeð stuld. Þessu er ekki alveg svona háttað
í evrópskri hefð. Höfundar víla stundum ekki
fyrir sér að nota að vild það efni sem þeim sýn-
ist, hvort sem þeir hirða það úr samræðum eða
taka heilu efnisgreinarnar beint uppúr bókum,
auk þess sem það er dæmt til að gerast marg-
ítrekað að einn þeirra rambi á svipaðar slóðir og
annar. Spænski rithöfundurinn Álvaro Cun-
queiro hafði fyrir sið að taka til handargagns
sögur sem hann heyrði á skotspónum, endur-
sagnir á frönskum skáldskap eða öðru, vinna úr
þeim blaðagrein, svo smásögu uppúr blaða-
greininni og leikrit eða skáldsögu uppúr henni,
milli þess sem hann laug upp blaðafregnum af
velgengni sinni í útlöndum. Engum datt í hug
algjör höfundarréttur eða fullkomin nýjung.
Gallaða eintakið mitt af Íslenska drauminum
eftir Guðmund Andra Thorsson var draumur
allra póstmódernista. Mikið ekkisens fífl var ég
að skipta því. En öll eintök allra bóka eru gölluð
og blönduð öðrum bókum, það er kosturinn við
þau. Ég læt mér detta í hug hvernig það væri ef
prentsmiðjurnar blönduðu einfaldlega saman
öllum handritum sem þeim bærust, það yrði
happa og glappa hvernig verk maður fengi.
Væri það ekki alveg draumur? Það yrðu textar í
stað meistaraverka!
Á leiðinni norður hafði ég velt fyrir mérþessari setningu bókmenntafræðings-ins Derrida: Miðjan er annarsstaðar.Og þegar ég settist við skriftir
dúkkaði þetta upp aftur, að miðja íslenskrar
kanónu væri alltaf annarsstaðar. Gyrðir Elías-
son er til dæmis ein helsta þungamiðja hennar
en samt blandast engum hugur um að Gyrðir
hefur sem höfundur leitað sífellt fjær alfaraleið,
hann þræðir afkima íslensks sagnaskáldskapar
og notast við bókmenntaform sem eru úrleiðis í
einveldi skáldsögunnar. Af nýlegu greinasafni
hans má merkja samsömun við höfunda sem
hvergi koma við sögu í þulunni um miðjuna en
eru þeim mun nátengdari jaðrinum. Ranghverf-
an á þessari stöðu er Ólafur Jóhann Ólafsson.
Lesendur hans eru aðrir og sennilega fleiri en
lesendur Gyrðis, hann virðist miðleitinn höf-
undur, skrifar skáldsögur sem eru vinsælar, en
samt er hann utanaðkomandi, býr lengst af í
Bandaríkjunum og hefur átt misjöfnu fylgi að
fagna meðal gagnrýnenda. Í báðum tilfellum er
einsog miðjan sé annarsstaðar…
Einhversstaðar las ég eða heyrði að Akureyri
hefði sterkari miðju en Reykjavík, miðbæjar-
kjarninn væri þéttari og á vísum stað. Ef til vill
var leitast við á tíunda áratugnum að þétta
kjarna íslenskrar bókmenntakanónu. Saga ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna gæti bent til
þessa. Fyrst í stað voru fjölmargir andsnúnir
þeim sem fyrirbæri. Fólk hugsaði sem svo að
þau mundu búa til einskonar bókmenntalegan
aðal, draga upp kategoríur þar sem engar slíkar
væri að finna né heldur væri þörf á þeim. Þess-
ar raddir dóu út. Fólk sættist á að bókaforlögin
stæðu að verðlaununum og gæfu þeim form-
legan blæ forsetaembættisins til þess að vekja
athygli á bókmenntum. Ekki var meiri ástæða
til að vera á móti þeim en auglýsingum. Síðan
upphófst gagnrýni af öðru tagi, semsé á glám-
skyggni úthlutunarnefnda, hvaða verk væru
valin og hver ekki. Þetta var gagnrýni á sam-
setningu kanónunnar fremur en fyrirbærið
sjálft. Á síðasta ári var svo nefndinni fækkað
niður í einn einvald og var hugmyndin sú að nú
léki ekki lengur vafi á að huglægt mat einnar
manneskju réði úrslitum, ekki vísindalegar
rannsóknir eða málamiðlanir nefndarmeðlima.
Bókmenntaverðlaunum og ýmsum viðurkenn-
ingum fór fjölgandi. Þau hafa ólíkar áherslur og
benda til þess að á tíunda áratugnum sé að
verða til hér alvöru bókmenntakerfi í stað þess
villilands sem Halldór Laxness náði að
blómstra uppúr. Í þannig bókmenntakerfi er
pláss fyrir fjölda gjörólíkra höfunda, andstæðar
skoðanir, það eru margar miðjur, gróska, fjöl-
breytni.
Tíundi áratugurinn er liðinn. Ég las fáeinarbækur. Svo var ég beðinn um að skrifanokkrar greinar um tíunda áratuginn svoég dældi bílinn minn fullan af bensíni og
brunaði norður á Akureyri. Ég sneri til baka
með fjórar greinar um tíunda áratuginn, harla
ánægður með sjálfan mig. Sú fyrsta fjallaði um
fagurfræði og hugmyndaheim á víðum grunni
og ég var bara nokkuð kátur með hana. Nið-
urstaðan var sú að tíundi áratugurinn væri fjöl-
breyttur og gróskumikill í íslenskum bók-
menntum. Þó fannst mér líkt og að í síðasta
kafla og niðurlagi greinarinnar hefði einhver
ægilega kjöftug rödd tekið af mér völdin og
ruðst inn með offorsi, líkt og eintak greinarinn-
ar væri gallað af hálfu prentsmiðju…
Fjölbreytni, ha? Hugsum okkur rithöfund sem
sjálfseyðingarhvötin sendir á hraðferð í
hundana. Á leiðinni hyggst hann beisla óskiljan-
leikann og ríða um koll helgimyndir og heilög
orð. Segjum að andófshöfundinum sé laus hönd-
in, kjaftfor og hirði ekki um að vanda spor sín.
Akademískur ferill liggur ekki fyrir honum;
hann er ekki húsum hæfum, hrækir á gólfið og
slefar, ekki í listrænum tilgangi. Okkar manni
verður ekki skotaskuld úr því að ausa forráða-
menn þriggja dagblaða persónulegum svívirð-
ingum og girða fyrir aðgang sinn að þeim vett-
vangi. Glanstímaritin hafa ekki áhuga á honum,
hann er bæði forljótur, gamall fyrir aldur fram
og skrif hans eru tímaskekkja. Þegar kemur að
bókaútgáfu ætti ekki að vera nema hálft dags-
verk að lumbra á þessum fáeinu bókaútgef-
endum svo að á sjái og með þeim afleiðingum að
ekki verður gefið út. Þar með er okkar maður
búinn að vera í menningarheiminum Ísland (eða
hvað? Annaðhvort búinn að vera eða dæmdur til
að skjótast beint uppá stjörnuhimininn!) Fólk
fer ekki að skrifa vel fyrr en það fær ráðrúm og
tækifæri til að æfa sig og andófsmanninum okk-
ar er hvarvetna vísað á dyr af stakri kurteisi.
Ýmislegt vegur þó upp á móti einhverri al-
gjörri þöggun. Fólk sem vinnur við menningu
er víðsýnt og almenning þyrstir í hneyksli sem
aldrei fyrr. En sé höfundur ekki markaðshæfur
sem skandall liggur fyrir að fábreyttari vett-
vangur er fyrir hendi en áður og færra er um
beinlínis andstæða póla. Kjöraðstæður hafa
skapast fyrir fáskrúðugt bókmenntalíf. Bóka-
forlög hafa runnið saman, fjölmiðlum sem halda
uppi menningarrýni farið fækkandi. Hætta er á
að sjálfkrafa taki að ríkja samþykki, bók-
menntaleg þjóðarsátt þar sem andófsmenning
er ekki fyrir hendi. Í þannig ástandi tekur hver
inn sinn skammt af siðferðislegu hugmynda–
glundri broddborgarans, soðnu saman úr vær-
ingum aldarinnar, útvötnuðum kommúnisma,
mærðarlegum húmanisma, sauðtryggum líb-
eralisma, örlitlu af innlimuðum femínisma,
milduðum póstmódernískum rétttrúnaði, góð-
borgaralegri aumingjagæsku, skorinortum
belgingi um innihald, þjónkun við hégómadýrð
rithöfunda, banni við að gagnrýna kjaftavaðal
bókmenntafræðinga og yfirborðslegt fjas gagn-
rýnenda, innantómum ögrunum, sjálfvirku tauti
um hreinleika náttúrunnar, dísætu dulbúnu
mannhatri, vasasálfræði, smjaðri fyrir valdhöf-
um, ótta við að misstíga sig á brautinni beinu.
Sá sem ekki gengst inná samþykkið á engra
kosta völ í þrengslunum og getur étið það sem
úti frýs.
Þrátt fyrir allt tal um fjölbreytni virðist
þrengra um vik í íslensku bókmenntalífi í lok tí-
unda áratugarins en við upphaf hans. Það er
ekki lengur fínt að snúast gegn þróun sam-
félagsins og yfirvaldi þess. Þrátt fyrir allt er
kannski ekki svo fráleit hugmynd að einmitt
núna séu að skapast kjöraðstæður fyrir meiri
fábreytni en áður hefur þekkst, skilvirkara úti-
lokunarkerfi og ósvífnari innlimun. Í einu orði
sagt: einsleitni. Andófshöfundurinn getur
hlammað sér niður á fásetinn bekk þar sem rík-
ir meira frelsi en annarsstaðar; lítið er um
félagsskap því það er næstum enginn úti í kuld-
anum í dag. Hlutskipti hans er næstum öfunds-
vert.
Þegar ég var kominn aftur suður þvoði ég bílinn
minn vel og vandlega og hugsaði um úr hvaða
grein þessi reiða rödd væri og hvernig ég gæti
fengið þetta hrossalega líkingamál um Nóaörk-
ina Ísland og tíunda áratuginn sem safnþró til
að ganga upp. Auðvitað kom ekkert flóð á end-
anum. Aldamótaspennan líktist þeirri tegund af
brandara sem ég held að sé kínversk að upp-
runa og gengur út á að vera langorður og svíkja
svo hlustandann um rúsínuna í pylsuendanum.
Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði að
skrifa þessar greinar uppá nýtt. Eða þá einfald-
lega að skrifa grein um greinarnar.
Teikning/Brian Pilkington
r. Svo var ég beðinn um að skrifa nokkrar greinar um tíunda áratuginn svo ég dældi bílinn minn fullan af bensíni og brunaði norður á Akureyri. Ég sneri til
baka með fjórar greinar um tíunda áratuginn, harla ánægður með sjálfan mig.“
Höfundur er bókmenntafræðingur.
MENNTUM OG MENNINGU –1. HLUTI