Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001 TILEFNI þessarar greinar eru blaðaskrifsem varða tvo viðburði á sviði bók-mennta að undanförnu. Annað er frá-sögn af fyrirlestri sem Helga Kress pró- fessor flutti við Háskóla Íslands. Birtist fréttafrásögnin í helgarblaði DV 10. febrúar sl., undirrituð þhs. Samkvæmt fréttinni mun m.a. hafa verið fjallað um meintar viðtökur karla á kvennabókmenntafræði Helgu Kress fyrir ald- arfjórðungi. Í frétt DV kemur fram að Helga hafi verið spurð að því hvað „við (sic) ættum að gera til þess að breyta neikvæðri umræðu um femínismann?“ „Hlæja að þeim,“ sagði Helga. „Körlum þykir allra verst þegar konur hlæja að þeim.“ Fram kemur í fréttinni að Jökull Jakobsson, bróðir minn, var einn af skotspónum Helgu Kress. Þar stendur: „Helga tók ýmis dæmi sem mörg hver komu svo einkennilega fyrir eyru áheyrenda að þeir veltust um af hlátri. Skrifari þessara orða tár- aðist og hélt um magann, einkum í umræðu um sögur Indriða og Jökuls sem eru svo einfeldn- islegar í rembunni að það er með ólíkindum að þær séu skrifaðar af mönnum sem mark var tekið á sem rithöfundum.“ Heimildarmaður DV, þhs, tekur það ekki fram hvort hann/hún hafi lesið bók Jökuls eða tileinkað sér túlkun prófessorsins gagnrýnis- laust. Samt fellir hún/hann dóma um bækurnar og hefur tröllslega skemmtun af. Má hverjum ljóst vera, að greinarhöfundurinn er undir hast- arlegum áhrifum nýjustu kenningar Helgu Kress bókmenntafræðings að hlegið skuli að körlum. Hér er vegið að skáldheiðri bróður míns með ósæmilegum hætti. Fréttamaðurinn (þhs) segir um bók Jökuls Feilnóta í fimmtu sinfóníunni að hún sé „ein- feldnisleg í rembunni“. Hvað er hér eiginlega á seyði? Er þetta persónulegt álit eða er verið að draga ályktun af orðum prófessorsins? Ein- feldni og karlremba eru eiginleikar sem eru víðs fjarri í bókinni enda síður en svo einkenni á höf- undinum. Eftir greinargóðum og óljúgfróðum heimildarmönnum meðal áheyrenda hef ég það fyrir satt að Helga Kress teldi einnig að bók Jökuls væri beinlínis stefnt gegn sér og kvenna- bókmenntafræðum, henni og fræðunum til háð- ungar! Telur hún sig þekkja sjálfa sig í einni sögupersónu bókarinnar, sem ber nafnið Volga Fress og er bókmenntafræðingur. Það er skemmst af að segja að skilningur Helgu á Volgu Fress og skáldsögu bróður míns stafar af van- kunnáttu hennar að greina form bókarinnar, tákn og merkingu. Það mál er í raun þyngra en tárum taki og ætíð er skynsamlegt að hafa í huga að sá hlær best sem síðast hlær! Bókin sjálf er auðvitað besti vitnisburðurinn. Í skáldsögu Jökuls, Feilnóta í fimmtu sinfóní- unni (1975) kemur fyrir persóna sem ber nafnið Volga Fress eins og áður sagði. Bókmenntafræð- ingar ættu strax að skilja bæði af orðunum og samhengi efniviðarins að um er að ræða vísun í Freyju, sbr. Skáldskaparmál Snorra Sturluson- ar en þar segir að kenna megi Freyju sem eig- anda fressa. Nafnið Volga Fress er því bók- menntaleg vísun enda er bók Jökuls skrifuð að fyrirmynd hins forna skáldskaparmáls. Freyja var m.a. talin ástargyðja og ók hún í kerru sem dregin var af köttum. Grimmdarlegur heimilis- köttur hjónanna er líka æði fyrirferðarmikill í sögu Jökuls. Bókin fjallar vissulega um fóstur- landsins freyjur og uppgjör hjóna við fortíð sína. Ég-persónan í sögu Jökuls telur sig þekkja Volgu Fress nokkra sem „gamla“ skólasystur. Orðið gömul er hér notað í merkingunni „forn“. Gömul skólasystir sögukonu er því Edda gamla og Eddukvæðin m.a. Rígsþula, sem hún lærði í skóla. Sögupersónan lendir í sama klefa og Volga Fress í svo þykkri og dimmri móðu gufubaðsins að hún sér varla frá sér. En gufubaðið fær goð- fræðilega vídd. Móða merkir fljót og allir vita að Volga er fljót sem nefnt er „hin mikla móða“ í frægu kvæði. (Sumir segja „móðir“ í stað móðu.) Heitið Volga táknar því upphaf alls í sögu Jökuls, ármóðurina sem tengist árupptökum í alkunnu myndmáli. Þokan sýnir líka ráðvillu konunnar enda er tími sögunnar áramótin 1974/75 sem hljóta að teljast örlagarík tímamót í sögu þjóð- arinnar, einkum kvenþjóðarinnar þar sem Kvennaárið krafðist uppgjörs. Umrætt gufubað er á hóteli sem ber hið táknræna nafn Loftleiðir, en þar verður fundur þeirra, sögupersónu og Volgu Fress. Tvær vísanir benda í aðrar bók- menntagreinar: sögukonan rétt grillir í mann- veru sem sat álút á þrífæti og „leit út eins og vé- fréttin í Delfí“ (83) og einu sinni heyrist sögukonunni talað dimmum rómi þegar sagt er „Sæl“. Það kann að vera að móðan í gufubaðinu kæfi röddina eða dragi úr hljómburði hennar, en með skeggið í huga, sem er æði fyrirferðarmikið í textanum, ætti að vera nokkuð ljóst að hér er hinn egypski Sfinx á ferð eða ígildi hans. Sfinx- inn er oft nefndur „konan með skeggið“ og „skegg konunnar“ er hluti af efniviði þeim sem fjöturinn Gleipnir er gerður úr, sbr. Snorra Eddu. Skegg merkir líka veiðihár kattarins. Á einum stað í bók Jökuls er skeggið auðsjáanlega gerviskegg en skegg Sfinxins mun hafa verið tengt helgisið. Í gufubaðinu segir Volga Fress m.a.: „Ég mundi nú lítið kæra mig um að hafa þá í kringum mig spikfeita með þetta dinglandi framan í mann.“ Hér gæti Freyja verið að tala um stríðöldu fressana sína, sem eru auðvitað fyr- irmennin og valdsmenn þjóðfélagsins en úr þessu mun Helga Kress lesa kynfæri. Það er þá konan sem vill ekki láta skeggið dingla framan í mann, þ.e.a.s. karlmann í mannheimum. Þetta er þá nokkurs konar leikur sem gerist „í loftinu“ um áramót. Þetta verður að nægja til að sýna að texti Jökuls er þrunginn margræðum vísunum. Í þessum sama kafla fer fram vitundarvakning konunnar. Á undan gufubaðinu (eða samtímis) hafa farið fram lexíur í innhverfri íhugun þar sem aðalpersónan er Skegg-Ávaldi. Hvað sem öðru líður er ljóst að hugur lesandans ætti að hvarfla a.m.k. til þjóðsagna þegar hann greinir karl að nafni Skegg-Ávaldi í sögu. Skegg-Ávaldi er talinn verndari útilegumanna í þjóðsögum og kallar fram þoku í útilegumannadalnum þegar hætta er á mannaferðum. Af starfinu leiðir að hann er í sífelldri skuggaveröld. Hið myrka gufubað minnir á hellisbúalíkingu Platons. Ein- mitt það er til marks um að skilningi frásagn- arpersónu sögunnar hljóti að vera ábótavant. Skeggjávaldi er skrifað með ólíkum rithætti í bók Jökuls en umræddur Skeggávaldi þar fellur einnig inn í hugmyndafræði bókarinnar um inn- hverfa íhugun og Hindúisma ásamt orðinu Ram (hrútur, Heimdallur) sem að sínu leyti hafa áhrif á gerð hennar og merkingu. Fyrirmynd að úrgu gufubaðinu má sjá í Fjölsvinnsmálum sem er ferð til óreiðunnar, undirheima (í sögu Jökuls einnig í nútímaskilningi) en jafnframt upphafs, m.a. við áramót. Stúlkan Sand-ra (sandur og Ra) verða tákn frelsis. Sú sem gætir brúarinnar til „undirheima“ Fjölsvinnsmála heitir því tákn- ræna nafni Móðguðr (móða, árgyðja og gunnur). Þá er líka spáð fyrir fólki, sagt fyrir um örlög og fjötrar á lagðir, sbr. læðingur, drómi og Gleipnir, en þá fjötra þarf sögufólk að slíta af sér. Volga Fress er því einnig völva og örlaganorn enda er hún þegar búin að flokka sögukonuna sem B- konu, skýjahóru, og reiðist konan völvunni. Skýjahóran er skýr vísun í Opinberunarbókina þar sem orðið Babylonshóra er notað um borg- ina sjálfa. Er sögukonan myndhverfð Reykjavík eða Arnarnes? Hafa verður í huga að saga Jök- uls er saga beggja hjónanna, ekki konunnar ein- ungis. Sögur þeirra fara á misvíxl og margir fleiri koma við sögu. Í sögu Jökuls má segja að þrír aðilar séu í hjónabandinu – karlinn, konan og grimmdarleg- ur heimiliskötturinn. Hann sést á mynd með frúnni í blaðaviðtali. Tími skáldsögunnar er 1974–75. Þetta er tími íslenska kvennaársins og upphafs alþjóðlega kvennaáratugarins en al- þingiskosningar voru um vorið 1974. Hvort tveggja veldur örlagaríkum umsvifum í lífi vel- stæðra hjóna á Arnarnesinu og fjallar raunar mikill hluti bókarinnar um þá ákvörðun manns- ins að bjóða sig fram til þings. Forsvarsmenn flokksins heimta að kona hans haldi ræðu honum til stuðnings (það verður að tryggja honum at- kvæði kvenna og sýna konu sem „þorir“ að standa með manni sínum þrátt fyrir kvennaárið!) Írónía textans virðist hafa farið algerlega framhjá bókmenntastofnuninni. Konan þver- neitar í fyrstu en fellst á að blaðakona komi heim til þeirra til að kynna þau og heimilið. Viðtalið er við konuna og nefnist „Konan á bak við mann- inn“ og á forsíðumyndinni er mynd af henni í stofunni – og grimmdarlegum heimiliskettinum. Af þróun atburða í sögunni má glöggt sjá að um- ræðuefnið er „fósturlandsins freyjur“ og upp- reisnargjarn ungur maður („útilegumaður“) sem er síðan beygður undir eða lætur undan ofur- valdi og freistingum valdastéttar. Það er eigin- maðurinn og heitir Eggert. Æskuhugsjónir ræt- ast ekki og draumur konunnar um að lifa í ástarrómaninum eða skemmtisögunni og njóta þar æðstu sælu, er afhjúpaður. Sem söguper- sóna Jökuls er hún bæði höfundur og persóna í eigin sögu. Hér gefst ekki rúm til að ræða ýt- arlega hina flóknu gerð bókarinnar Feilnóta í fimmtu sinfóníunni né greina sundur raddir og svið. Hitt er ljóst að farið er aftur í hugmynda- fræðilegar og goðfræðilegar rætur skáldskapar- málsins, sem finna má í skýringum bókmennta- fræðingsins Snorra Sturlusonar. Sagan gerist á SÁ HLÆR BEST ... E F T I R S V Ö V U J A K O B S D Ó T T U R ENGAN þarf að undra þótt sauða-örnefniséu fjöldamörg hér í þessu landi sauð-kindarinnar. Í Bæjatali á Íslandi 1915,eru skráðir 15 bæir kenndir við sauð. Í bókinni Landið þitt Ísland eru tilfærð um 50 örnefni í nafnaskrá sem byrja á sauð. Algeng- ustu sauða-örnefnin virðast vera: Sauðadalur, Sauðafell, Sauðanes og Sauðá. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið sauður rótskylt so. að sjóða (upprunaleg merk- ing soðið kjöt). Af sömu rót eru einnig orðin seyða, seyður, soð og suð. Undir so. að sjóða (bls. 822) stendur m.a.: „Upphafleg merking orðsifjarinnar virðist vera „bulla, krauma, hreyfast ótt“, sbr. og fsæ. sauþn „vellandi lind, uppspretta“. Flestir munu telja það liggja í augum uppi, að sauða-örnefni séu kennd við sauðfénað, sem var kallaður sauður til forna, sbr. orðin ásauð- ur og norska sau og færeyska seyður, sem eru almenn heiti á sauðfé. Á síðari tímum er ís- lenska orðið sauður þó aðallega notað um gelta hrúta. Sauðá í Hlíð Lengi vel hvarflaði heldur ekki að mér að efast um þessa skýringu. Svo var það sumarið 1998, að ég var á ferð í Jökulsárhlíð á Héraði, milli bæjanna Grófarsels og Sleðbrjótssels. Þar fellur lítil á niður úr Hlíðarfjöllum sem Sauðá heitir. Um hana hef ég ritað þetta í ferðadagbók: „Áin rennur í grunnum farvegi, nánast gil- laus, þvert niður hlíðina, og er til að sjá sem einn hvítfyssandi strengur. Er því ekki ólík- legt að hún sé fremur kennd við suðu en sauði, og þannig er kannski um fleiri Sauðár. Sbr. ör- nefnið Sáðá hjá Geitdal í Skriðdal. (Skyldi ekki nafnið Seyðisfjörður, einnig vera þannig til komið, vegna hinna miklu fossa, sem blasa við inni í fjarðarbotninum.)“ (Ferðadagbók 12. ág. 1998). Hugmyndinni sló niður eins og eldingu í hugann, og ég fór strax að leita að hlið- stæðum, er stutt gætu tilgátuna. Þá hafði ég ekki gert mér grein fyrir skyldleika orðanna sjóða og sauður, eða hinnar upprunalegu merkingar þeirra, sem fyrr var getið. Einhversstaðar hef ég séð eða heyrt þá skýringu á Sauðár-nöfnum, að þessar ár séu hættulegar sauðfé, eða hindri ferðir þess, myndi áheldi fyrir það. Síðarnefnda skýringin er nærtækari, og virðist Þórhallur Vilmund- arson hallast að henni í „Safni til íslenzkrar ör- nefnabókar 3“ (Grímnir 3, 73), þar sem hann fjallar um örnefnið Dagdvelju á Öxnadals- heiði, og bendir á hliðstæður í Lambár- nöfnum sem eru mörg í afdölum Eyjafjarðar, en sagt er að inn fyrir þær hafi fráfærulömb verið rekin til afréttar. Aðrar Sauðár Svo vill til, að á Jökuldal og á öræfum upp af honum eru hvorki meira né minna en fimm Sauðár, þ.e. Sauðá við Hjarðarhaga, Sauðá við Klaustursel, Sauðá í Rana, Sauðá á Vestur- öræfum og Sauðá á Brúaröræfum. Þrjár þær fyrstnefndu eru fremur litlar, og allar með smáfossum og flúðum þar sem þær falla niður hlíðar dalsins, en þannig er reyndar háttað um flestar ár á Jökuldal. Í sumum þeirra eru reyndar mun hærri fossar og flúðir, sem rýkur meira af, svo sem í Staðará, Ystu-Rjúkandi og Tregagilsá. Sauðá á Brúaröræfum hefur nokkra sér- stöðu. Hún er í fyrsta lagi mjög mismunandi vatnsmikil, eftir því hvort í hana fellur jök- ulvatn frá Brúarjökli eða ekki. Í öðru lagi er neðsti hluti hennar, þar sem hún fellur ofan í Jökuldal, næstum samfelld flúð, smástöllótt og æði brött, um 300 m löng og um 50 m á hæð eða meira. Farvegurinn er grunnur, en um 20- 30 m breiður, og getur fyllst þegar mest er í ánni. Þá er þessi „sjóðandi“ flugastrengur mjög tilkomumikill og áberandi austan frá séð. Nokkuð ofan við dalbrún og flúðirnar er svo um 20 m hár foss í ánni, sem jafnan rýkur úr. Sauðá á Vesturöræfum er nokkuð mikið vatnsfall, með jöfnu rennsli, en þar háttar svipað til er hún fellur ofan í dalinn. Þar eru flúðir og smáfossar í lágum klettastöllum, en annars er hún fosslaus en nokkuð straumhörð. Tvær Sauðár eru á Hraunum, upp af Suð- urdal í Fljótsdal, Ytri- og Innri-Sauðá, er falla úr suðri ofan í Keldá í drögum Þorgerð- arstaðadals. Þær falla víða klettabotni með áberandi flúðum. Í Ytri-Sauðá eru smáfossar, þar sem hún fellur ofan í dalinn, og hár foss við ármót hennar og Keldár, kallaður Hunda- foss. Innri- og Ytri-Sauðá eru líka í Geitdalsaf- rétt, innst í Geitdal að vestanverðu. Um þær segir í örnefnaskrá Geitdals: „Ytri-Sauðá fellur austur af hlíðunum, þar í henni er hár foss, beygir svo til suðurs og fell- ur í Geitdalsá, skammt frá Innri-Sauðá; fossar eru þar í báðum.“ Fleiri Sauðár er mér ekki kunnugt um á Héraði eða Héraðsöræfum. Sumar þeirra staðfesta tilgátuna um bullandi eða „sjóðandi“ ár mjög vel, aðrar miður. Sauðár í Hlíð og á ERU SAUÐÁR KENNDAR VIÐ SAUÐI? Gufufoss í Fjarðardal, Seyðisfirði. Undir hon- um er dæmigerður „seyður“. Flúðir neðst í farvegi Sauðár á Brúaröræfum þar sem hún fellur í Jöklu. E F T I R H E L G A H A L L G R Í M S S O N ÖRNEFNASKÝRING

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.