Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. JÚLÍ 2001 Þ ÓTT síðari heimsstyrjöldin hafi leikið meginlandið grátt voru af- leiðingar hennar fyrir lítið ey- ríki norður í Dumbshafi að mörgu leyti ekki eins válegar. Fyrir utan efnahagslega upp- sveiflu varð hér t.d. nokkurs konar menningarlegt landnám hæfileikaríkra tónlistarmanna sem sóttu Ís- land heim í kjölfar valdatöku nasista. Hér sett- ust þeir að, sumir til skamms tíma en aðrir fyrir lífstíð, og eygðu gróðrarvon í hinu fá- skrúðuga landslagi íslensks tónlistarlífs. Þeir létu til sín taka á hinum ýmsu sviðum, enda engin vanþörf á fjölhæfum mönnum sem gátu gengið í hin ýmsu verkefni, allt eftir því hvern- ig á stóð hverju sinni. Á sviði hljómsveitar- og kórstjórnar, tónsmíða og raddsetninga, menntunarmála og fræðimennsku, lögðu þess- ir innfluttu tónlistarmenn sitt af mörkum við að búa að þeim tónlistarlega jarðvegi sem nú er prýddur hinum fjölskrúðugasta gróðri, og blómstrandi tónlistarlíf síðari ára ber starfs- ævum þeirra allra gott vitni. Útlendingar höfðu raunar af og til sótt Ís- land heim til lengri dvalar á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Þeir stöldruðu hins vegar oft ekki við nema í nokkur ár, enda áttu þeir aft- urkvæmt til heimahaga sinna. Þar má t.d. nefna Þjóðverjana Otto Bött- cher, sem kom hingað til lands 1922 sem stjórnandi hinnar nýstofnuðu Lúðrasveitar Reykjavíkur, dr. Franz Mixa, sem var fenginn til að stjórna tónlistarflutningi á Alþingishá- tíðinni 1930, og Hans Stephanek, sem kom 1931 til að kenna fiðluleik við Tónlistarskól- ann. Auk þess má nefna Fritz Weisshappel, sem upphaflega réð sig til stuttrar starfsdval- ar í Reykjavík 1928, en ílengdist síðan og varð einn mikilvirkasti undirleikari íslenskra söngvara og kóra um langt árabil. Meðal þeirra sem ekki áttu afturkvæmt til ættjarðarinnar eins og sakir stóðu undir lok fjórða áratugarins voru þrír fjölmenntaðir ungir tónlistarmenn, Victor Urbancic, Heinz Edelstein og Róbert Abraham Ottósson. Allir áttu þeir drjúgan þátt, hver með sínum hætti, í að lyfta tónlistarlífi Íslendinga á hærra stig. Þá unnu þeir landi og þjóð af heilum hug og gerðust með tímanum allir íslenskir rík- isborgarar. Eflaust hefur sitt sýnst hverjum um þessa aðfluttu aðkomumenn meðan þeir voru að fóta sig í nýju samfélagi, en meðal þeirra sem þekktu til nutu þeir óblandinnar virðingar. Hins vegar hefur merku starfi þeirra verið heldur lítill gaumur gefinn eftir að þeir féllu frá. Í þeim flokki þriggja greina sem nú hefur göngu sína verður tæpt á helstu at- riðum í lífi þeirra, og rakin fjölbreytileg störf þeirra í þágu íslenskrar tónlistar. Frá Vínarborg til Reykjavíkur Tónlistarlíf í höfuðstað Íslands var býsna fá- skrúðugt á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Tónlistarmenn meðal bæjarbúa voru rétt nógu margir til að manna litla hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur, sem starfaði undir stjórn Þórarins Guðmundssonar frá 1921–24, og var endurvakin 1925 af Sigfúsi Einarssyni og Páli Ísólfssyni. Erlendir gestir lífguðu af og til upp á bæjarbraginn; má þar t.d. nefna heimsókn Fílharmóníuhljómsveitar Hamborgar undir stjórn Jóns Leifs 1926, og tónleika þýska undrabarnsins Wolfgangs Schneiderhan (sem síðar varð einn fremsti fiðluleikari Austurríkis og var konsertmeistari Vínarfílharmóníunnar um langt skeið) ári síð- ar. Af innlendum hljóðfæraleikurum var Páll Ísólfsson svo að segja einn um hituna, fyrir ut- an reglulegar heimsóknir Haraldar Sigurðs- sonar og Dóru eiginkonu hans frá Kaup- mannahöfn, þar sem þau fluttu píanó- og söngverk við góðar undirtektir bæjarbúa. Vel heppnaður tónlistarflutningur á Alþing- ishátíðinni 1930 hleypti mönnum kappi í kinn, og sama ár má segja að frumaðstæður til tón- listaruppeldis landsmanna, bæði lærðra og leikra, hafi gjörbreyst með stofnun bæði Tón- listarskólans og Ríkisútvarpsins. Árið 1932 var Tónlistarfélagið stofnað, og þessar þrjár stofnanir héldu að mestu utan um tónlistarlíf í höfuðstaðnum þar til eftir stríð. Það sem laut að „praktískum“ atriðum var oft þungt í vöf- um, og gerði eflaust sitt til að draga úr fram- boði á frambærilegum tónlistarviðburðum. Húsnæðisleysi (bæði fyrir æfingar og tón- leika) háði mjög tónleikahaldi, sem og lítið framboð af hljóðfæraleikurum, sem flestir voru áhugamenn og voru margir önnum kafnir við að leika í hinum ýmsu danshljómsveitum bæjarins. Þá gekk oft treglega að fá nótur fluttar til landsins á stríðsárunum, og þá varð að grípa til þess ráðs að handskrifa hljómsveit- arraddir hér heima í stað þess að fá þær send- ar erlendis frá. Þessu og ýmsu öðru tóku hinir nýju synir Íslands með jafnaðargeði, og þeir héldu áfram glímunni að stríðinu loknu þótt þeim stæði til boða að snúa aftur til hinnar gömlu fósturjarðar. Victor von Urbantschitsch (stafsetningu eft- irnafnsins einfaldaði hann eftir komuna til Ís- lands) fæddist í Vínarborg árið 1903. Hann ólst upp á miklu tónlistarheimili, því faðir hans, sem var prófessor í læknisfræði við Há- skólann í Vínarborg, var sellóleikari, og móð- irin lék einnig á píanó. Á æskuárum sínum sótti Urbancic tíma í píanó- og orgelleik, og samdi auk þess nokkuð af tónverkum. Að loknu almennu námi innritaðist hann í háskóla borgarinnar og lauk doktorsprófi í tónvísind- um 1925, aðeins 22 ára að aldri. Vínarborg hafði verið vagga tónvísindanna frá því að fræðigreinin sem slík varð til á síðari hluta 19. aldar. Meðal lærifeðra Urbancic í faginu voru fremstu kennarar sem völ var á, þeir Guido Adler og Egon Wellesz (sá síðarnefndi var gyðingaættar og flúði land sama ár og Urban- cic, og gegndi eftir það prófessorsstöðu við Oxford-háskóla). Doktorsritgerð Urbancic fjallaði um sónötu- formið í verkum Brahms, og fyrir tilmæli kennara hans var hluti ritgerðarinnar gefinn út í hinu virta safnriti Denkmäler der Ton- kunst in Österreich árið 1927. Er hennar enn getið sem undirstöðurits um þetta efni, enda stendur hún vel fyrir sínu þrátt fyrir háan ald- ur. Samhliða fræðunum stundaði Urbancic nám í hljómsveitarstjórn, m.a. hjá Clemens Krauss (sem nokkrum árum síðar var ráðinn aðalstjórnandi Vínaróperunnar), og tónsmíðar hjá sönglagatónskáldinu Joseph Marx. Urbancic var ráðinn hljómsveitarstjóri við óperuna í Mainz í Þýskalandi 1926, og gegndi starfinu þar til 1933. Hann hóf störf við kon- unglegu óperuna í Belgrad 1934, og tók jafn- framt við forstöðu tónvísindadeildar Háskól- ans í Graz, auk þess sem hann kenndi píanóleik og hljómfræði við Tónlistarháskóla borgarinnar. Hann tók einnig við stöðu hljóm- sveitarstjóra óperunnar í Graz árið 1935. Tón- smíðar hans voru gefnar út af þekktustu for- lögum Vínarborgar (Universal og Doblinger), auk þess sem hann gerði píanóútdrætti af óp- erum bæði fyrir Universal og Schott-útgáf- urnar. Slíkum manni hefði vafalaust beðið glæstur ferill í hásölum menningarinnar ef ekki hefði komið til ógnarhrammur nasismans. Urbancic var sjálfur kaþólskur, en Melitta eiginkona hans (fædd Grünbaum) var gyð- ingaættar þótt hún hefði látið skírast til kaþ- ólskrar trúar um það leyti sem þau gengu í hjónaband. Henni var margt til lista lagt rétt eins og manni hennar, því hún var doktor í málvísindum auk þess að vera leikkona, mynd- höggvari og ágætt skáld. Henni hafði Urban- cic kynnst á unglingsárum sínum og m.a. til- einkað henni fantasíusónötu sína fyrir klarinett og píanó 1924, þá 21 árs að aldri. Þau gengu í hjónaband 1930, en eftir að Austurríki hafði verið innlimað í ríki nasista var þeim ekki lengur vært. Árið 1938 ákvað Franz Mixa, sem hafði dvalist á Íslandi frá því haustið 1929, að hverfa aftur til heimalands síns. Honum var falið að fá annan mann í sinn stað, og var það úr að hann hafði samband við kunningja sinn frá námsárum beggja í Vínarborg, Victor Urban- cic. Hann tók boðinu fegins hendi, og kom hingað sama ár með konu sína og þrjú ung börn þeirra (Pétur, Ruth og Sibyl), en fjórða barnið (Eiríka) fæddist sjö árum síðar. Urbancic kom til Íslands sem starfsmaður Tónlistarfélagsins. Hann hóf strax störf við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann kenndi fræðigreinar, píanóleik og tónsmíðar. Um áhrif hans sem kennara mætti skrifa langt mál. Sem tónsmíðakennari hélt hann áfram þeirri stefnu forvera síns dr. Mixa, að íslensk tónskáld ættu að notfæra sér sérstöðu sína með því að sækja efnivið að einhverju marki í tónlistararf Íslendinga, og skapa þannig „þjóðlegan“ skóla sambærilegan þeim sem Bartók hafði t.d. skapað í Ungverjalandi. Flest þau tónskáld sem stunduðu tónsmíðanám á þessum árum sóttu tíma hjá Urbancic, og má þar t.d. nefna Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Karl O. Runólfsson, Jón Þórarinsson og Gunn- ar Reyni Sveinsson. Í tónlistarsögutímum kynnti Urbancic sam- tímatónlist fyrir áhugasamri kynslóð ungra Á FLÓTTA UNDAN HAKAKROSSINUM – 1.HLUTI VICTOR URBANCIC „Vissulega voru flest tónverk Victors Urbancic samin á meginlandi Evrópu, en það væri engu að síður verð- ugt viðfangsefni fyrir íslenska tónlistarmenn, og ekki síst fyrir íslenska söngvara, að kynna sér betur tón- smíðar hans. Auk þeirrar ánægju sem hin kunnáttu- samlega gerðu verk hans myndu vafalaust færa þeim sem á hlýddu, yrði þannig færður eins konar þakk- lætisvottur þeim tónlistarmanni sem helgaði Íslandi krafta sína óskipta í tvo áratugi, og átti ómældan þátt í að gróðursetja þá sprota íslenskrar tónmenningar sem nú blómstra fagurlegar en nokkru sinni fyrr.“ Frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Reykjavíkur 20. janúar 1948. Stjórnandi var Victor Urbancic en tónleikarnir fóru fram í Austurbæjarbíói. E F T I R Á R N A H E I M I I N G Ó L F S S O N Eiríka, dóttir Victors og Melittu, afhjúpar brjóstmynd af föður sínum í Þjóðleikhúsinu 1973.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.