Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 RITHÖFUNDURINN og fyrrum stjórnmálamaðurinn Sergio Ramírez frá Nígaragúa, sem get- ið hefur sér góðan orðstír fyrir skrif sín jafnt í Suður- Ameríku sem Evrópu, vinn- ur nú að nýrri skáldsögu sem grípur niður í sand- ínistabylting- unni 1979. Ramírez, sem á vordögum sendi frá sér bókina Adiós Muchachos eða Bless strákar eins og hún gæti heitið á íslensku, tilheyrði sjálfur hópi sandínista í ein 20 ár áður en hann hætti stjórn- málaafskiptum og lagði rit- störfin alfarið fyrir sig. Er það þessi kafli í sögu Nígaragúa sem Ramírez fjallar nú um og hefst sagan með aftöku eins af ráð- gjöfum einræðisherrans þáver- andi. Sá hafði áður verið látinn biðjast vægðar og áttu viðbrögð almennings, sem urðu engin, að ráða örlögum hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir að þetta kann að hafa verið slæmur maður, en það sem átti sér stað þennan dag var hræðilegt. Þessi maður og örlög hans hafa einskonar samhljóm í okkar sögu,“ segir Ramírez um söguna í viðtali við New York Times, en honum var nýlega lýst sem einum fremsta rithöfundi Suður-Ameríku. Gamalt morðmál Hoffmanns ÝKJUKENNDUR stíll einkennir upphaf 14. skáldsögu rithöfund- arins Alice Hoffmanns að mati gagnrýnanda Publishers Weekly. Bókin sem nefnist Blue Diary, eða Bláa dagbókin, segir frá flekklausu lífi fyrirmynd- armannsins Ethans Fords, sem einn daginn er snúið á hvolf þeg- ar hann er handtekinn vegna 15 ára gamals morðs og nauðg- unarmáls. Játning Fords og áhrif hennar á líf hans, fjölskyldu og vini er síðan viðfangsefni Bláu dagbókarinnar og tekst Hoff- mann þar að mati vikuritsins sér- lega vel upp með persónusköpun og athuganir sínar. Newsday er enn jákvæðari og segir rithöf- undinn sýna með skrifum sínum fullan skilning á mannlegu eðli og gagnrýnandi Time gengur svo langt að segja verkið ógleym- anlegt. Höfundurinn segi þar sögu sem sé nógu sterk til að laða fram tár hjá lesendum sínum. Saga þrælanna á Töru bönnuð? SKÁLDSAGA Margaret Mitch- ells, Á hverfanda hveli, telst án efa meðal þekktari bandarískra skáldverka og hefur rithöfund- urinn Alice Randall nú ritað sögu þrælanna sem plantekruna Töru bjuggu. Útgáfa bókarinnar, sem nefnist The Wind Done Gone, hefur nú þegar verið bönnuð af dómstólum í Atlanta en Suntrust Bank-sjóðurinn, sem á útgáfu- réttinn að skáldsögu Mitchells, segir Randall brjóta á hug- verkarétti með sögu sinni. The Wind Done Gone segir sögu mú- lattastúlkunnar Cynara – hálf- systur Scarlett sem og annarra svartra íbúa Töru. Randall tekst að mati gagnrýnanda Library Journal nokkuð vel upp við skrif- in þar sem saga hennar sé heillandi þótt hún sé einnig tíð- um torskilinn. Búast má við enn frekari málaferlum vegna máls- ins, en Randall hefur fullan hug á að berjast fyrir útgáfu sögunnar. ERLENDAR BÆKUR Ramírez og sandínista- byltingin Sergio Ramírez HÚS hafa táknrænt gildi, stundum langt umfram hversdagslegt notagildi sitt. Þetta var áréttað í fjölmiðlum nýlega þegar þess var minnst í skólahúsi MR við Lækjargötu að 150 ár voru liðin frá Þjóðfundinum sæla, sem þar var haldinn, þar sem þjóðin mælti, táknrænt, einum rómi. Þetta er sá viðburður í þjóðarsög- unni sem situr fastar í mínum sálarsessi en margt annað úr þeirri sögu. Það sama gæti fjöldi ann- arra Íslendinga sagt. Samt er þetta hús að grotna niður. Af skorti okkar á art við gildi sögunnar. Okkur hefur ekki enn skilist að góður húseigandi sinnir viðhaldi síns húss jafnt og þétt, leggur eitt- hvað af mörkum á hverju ári og leitast við að vera á undan ásókn veðra og tímans með fyrirbyggj- andi aðgerðum. Íslensk þjóð lendir hinsvegar í því hvað eftir annað að húsin sem tilheyra henni og þó einkum þessi fáu hús, sem skilgreina hana táknrænt, eru orðin svo illa farin af vanrækslu að til mikils vansa er. Sorgarfréttir seinustu daga tengdar Þjóðleik- húsbyggingunni, öðru táknrænu þjóðarhúsi og stórmannlegri sjálfstæðisyfirlýsingu, hafa minnt á að tímabær viðhaldsaðgerð og endurbygging sem ráðist var í fyrir áratug var bara fyrsti áfangi af mörgum óhjákvæmilegum. Það er kannski tím- anna tákn að fyrsti áfangi tók aðeins á þeim vanda sem var sýnilegur öllum áhorfendum. Allt baksviðs er ógert enn, ástand bakhússins reyndar orðið ægilegt, en með öllu er óvíst hvort samstaða getur nokkurn tíma orðið um að ráðast í kostnaðarsama aðgerð sem almenningur sér ekki. Og hin sögufræga múrklæðning er löngu orðin háskaleg þeim sem leið eiga meðfram hús- inu. Á seinustu tíu árum hefur húsið auðvitað haldið áfram að grotna líkt og þjóðar- og söguvit- und okkar hefur veikst. Má segja að ástand húss- ins sé í sjálfu sér tákn um hvar við erum á vegi stödd sem þjóð. Byggingarsaga Þjóðleikhússins er fróðleg um margt. Og nýjar fréttir herma að hún sé sífellt dæmd til að endurtaka sig. Að minnsta kosti má ætla svo þegar fréttist að Reykjavíkurborg ætli enn einu sinni að draga lappirnar gagnvart fram- kvæmdum við þetta hús. Það var meðvitaður seinagangur af þeirri sort sem olli því á sínum tíma að húsið hlaut ekki verðuga staðsetningu. Deiliskipulag Þjóðleikhúsreitsins stendur nú meðvitað í þeim sem sinna borgarskipulagi. Emb- ætti húsameistara ríkisins, sem eitt sinn var, gerði þó mikla úttekt á reitnum og lagði mat á húseignir þar fyrir um tuttugu árum, m.a. til að flýta fyrir deiliskipulagi. Og enn ætlar húsfrið- unarnefnd að skáka í skjóli hinna hægfara emb- ættismanna borgarinnar. Samt liggur verk-og kostnaðaráætlun menntamálaráðherra fyrir (sbr. Mbl. 19. júlí). Á meðan menn bíða með hendur í skauti heldur tíminn áfram að vinna á húsinu og rándýrar smá- skammtalækningar verða hlutskipti þess. Það er við þessar aðstæður sem krónunni er hent en aur- inn sparaður. Það er við þessar aðstæður sem menn flikka frekar upp á ónýtar útitröppur en að endurnýja múrhúðun sem er að hrynja fyrir ofan þær. Er hin viðburðaríka byggingarsaga dæmi- gerð fyrir okkur? Er hún kannski táknræn fyrir þjóðarsöguna? FJÖLMIÐLAR HÚS SEM TÁKN Íslensk þjóð lendir hinsvegar í því hvað eftir annað að húsin sem tilheyra henni og þó eink- um þessi fáu hús, sem skilgreina hana táknrænt, eru orðin svo illa farin af vanrækslu að til mikils vansa er. Á R N I I B S E N Við trúum því að það sem á annað borð er hægt að hugsa og segja, megi hugsa og segja skýrt. Við teljum að klárt fólk geti miðlað jafnvel flóknum viðfangsefnum á skiljanlegan hátt, án þess að rýra gildi þeirra og inntak. Fyrirmyndir okkar í því efni á listræna sviðinu eru ekki síst sögur Dickens, tón- list Mozarts, styttur Rodins, ljóð Tóm- asar og Steins, já og Íslendingasög- urnar, sem hafa heillað okkur öll, óháð flestum þeim þáttum sem annars að- greina okkur. En listin sjálf verður ekki skilin og skýrð með sama hætti og önnur mannanna verk. Yfirleitt er það líka ónauðsynlegt. Maður upplifir hana. Til þess er hún. Fálkinn er hrifnæmt blað. Við hjá Fálkanum teljum að það felist umtals- verðir hæfileikar í því að koma auga á það sem vel er gert. Hvað þá snilld- arlega gert. Við viljum örva fegurð- arskynið með því að benda á það sem er fallegt og fagurfræðilega athygl- isvert, með hjálp fólks sem hefur næmt auga fyrir slíku. [...] Við ætlum að byggja á hyggjuviti og innsæi ekki síður en sérfræðiþekk- ingu. Við viljum tala beint til fólks og að framsetning efnisins sé tilgerð- arlaus og afslöppuð en samt glæsileg. [...] Vonandi getur Fálkinn sýnt fram á að það er ekki einungis innihaldsrýrt aðhlátursefni sem markaðsþjóðfélagið dýrkar heldur veiti frelsið frjórri hugs- un líka brautargengi. Ragnar Halldórsson Fálkinn Félag yngri borgara Mér hefur lengi verið umhugsunar- efni þau nýmæli síðustu áratuga í sam- félagsmunstrinu að líta á eldri borgara sem eitthvert þjóðfélagsfyrirbæri sem halda þarf út af fyrir sig. Þeir eru svo á skjön við aðrar kynslóðir að nauðsyn hefur þótt að stofna Félag eldri borg- ara til að forða þeim frá fásinni. Allt er gert til að drífa þá sem mest saman, á böll og á skemmtidagskrár og gagn- kvæmar heimsóknir milli byggð- arlaga. Aldraðir eiga endilega að hitta sem flesta aðra aldraða. [...] Ég vil að það komist aftur í tísku að vera aldraður. Og hvernig verður því best komið í kring? Með því að stofna Félag yngri borgara. Stefnuskrá? Að minnka kynslóðabilið, að allar kynslóðir þekk- ist sem best og geti unnið saman, að hafa vilja og búa til tækifæri til að kynnast í gefandi samskiptum. Vigdís Finnbogadóttir. Fálkinn. HRIFNÆMUR FÁLKI Morgunblaðið/Sverrir Beðið. I Sá tími er nú runninn upp er löngun lands-manna til að leggja land undir fót er í há- marki. Margir kjósa að ferðast innanlands frek- ar en að fara til útlanda og fjárfesta í óþægilega dýrum gjaldeyri. Menning er einn þeirra þátta sem margir leitast við að njóta á ferðalögum og ljóst er að ekki er nauðsynlegt að leita langt yfir skammt í þeim efnum yfir sumartímann á Ís- landi. Listunnendum og fróðleiksfúsum ferða- löngum stendur til boða að skoða söfn, myndlist- arsýningar og fara á tónleika vítt og breitt um landið í allt sumar. IIFyrir margt löngu var lítið framúrstefnulegtsafn í Reykjavík þar sem gestir gátu m.a. skoðað ýmis afbrigðileg eintök dýra úr náttúru Íslands. Mörgum er minnisstætt sýningarhólf með tvíhöfða lambi sem baðað var í útfjólubláu ljósi, en sú sýn var með svo miklum ólíkindum að sögusagnir um að í miðasölunni væri mið- stöð hjónamiðlunar virtust ekki svo fráleitar. Í dag er safnaflóran á Íslandi orðin svo fjölbreytt að í hverjum einasta landsfjórðungi má finna forvitnileg söfn tileinkuð margvíslegustu efnum. Fyrir þá sem telja sig þekkja innviði hefðbund- inna byggðasafna nægilega vel er ef til vill þess virði að gera lykkju á leið sína til að skoða þau sem eru óhefðbundnari. Meðal þeirra má nefna Galdrasafnið á Hólmavík, Minjasafnið Ósvör þar sem búið er að endurgera gamla sjóbúð, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi sem til- einkað er ýmiss konar tóvinnu, Síldarminjasafn- ið á Siglufirði þar sem engu er líkara en síld- arstúlkurnar hafi rétt brugðið sér frá, Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði sem endurvekur anda stríðsáranna, Tækniminjasafn Austur- lands á Seyðisfirði sem hefur aðsetur í gömlu símstöðinni í bænum, Steinasafn Petru á Stöðv- arfirði – og þannig mætti lengi telja. IIITónlistarunnendur eru ekki sviknir af þvísem í boði er víða um land. Á þessu sumri hafa þegar verið tónlistahátíðir á Siglufirði, í Mývatnssveit og í Hveragerði, en enn er hægt að skipuleggja ferðalag með tónlistarlegu ívafi í tengslum við Reykholt, Skálholt og Kirkjubæj- arklaustur, auk þess sem listahátíðir á Seyð- isfirði og á Akureyri bjóða upp á fjölbreytt efni á ýmsum sviðum lista. Myndlist er eitt þeirra auk þess sem myndlistaráhugafólk sem ferðast á Ísa- fjörð ætti skilyrðislaust að leggja leið sína í Slunkaríki, þar sem oft eru merkilegar sýningar. IVÞeir sem ekki nenna að bera sig eftir sér-stökum viðburðum á landsbyggðinni og leita þangað fyrst og fremst til að komast í burtu frá menningunni ættu að grípa með sér síðasta tölublað TMM þar sem birtar eru samræður sem varpa athyglisverðu ljósi á náttúrusýn Ís- lendinga undir fyrirsögninni „... alveg yndislegt eldgos“. Nú þegar flestir búa á mölinni er þver- stæðan í þessari fyrirsögn ekki eins áberandi og áður enda er nánast öllum orðið tamt að líkja náttúrunni við póstkort. Í þeirri líkingu felst firring þess sem hreykir sér á hæsta tindi og finnur ekki til neinna tengsla við landið eða náttúruna nema þeirra sem birtast honum í „myndunum“ sem hann sér umhverfis sig. Sú samsömun sem felst í því að renna saman við landið, jarðargróðurinn og veðrið er horfin og þá er allt eins gott að skoða náttúruna bara í gegnum bílrúðu. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.