Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 7 Dantes vel skiljanleg í framhaldinu. Grimm- ari eru lokin á ljóðinu þar sem dánarorð föð- urins eru þýska klisjan um að gott sé að eiga sinn eigin bíl, en um leið vísa þau til þess að farartækið sé gott til flótta, þótt sumir geti aðeins lifað dauðir eftir hann. Vitanlega þarf ljóðið ekkert frekar að vera um föður skálds- ins fremur en alla þá feður sem leggja þurftu á flótta vegna þjóðernis síns í stríðslok, þjóð- ernis sem stóð fyrir alla þá glæpi sem þeir höfðu framið. „Sögn“ er dæmi um myndrænt ljóð sem um leið vísar til trúarlegrar sagnar, en hinn hundshöfðaði burðarmaður vísar til heilags Kristófers, verndara ferðalanga, sem ber Jesúbarnið yfir ána. Myndin verður skýr og ljós um leið og þessi skýring er gefin, en við fyrsta lestur er ljóðið í torræðara lagi. Ljóðið „Skjátexti“ er úr nýjustu ljóðabók Heins Hier ist gegangen wer sem kom út fyrr á þessu ári og má þar kenna nýjan og ef til vill mýkri og stundum orðfleiri tón, innan um mörg hinna harðari ljóða. „Skjátexti“ er dæmi um það því þar kemur fram sektarkennd þess sem lifað hefur af stríð og sér það gerast aft- ur, í þetta sinn á sjónvarpsskjánum. Tilfinn- ingin er hins vegar þess sem veit hvað það er að lifa í raun alltaf við það sem sýnt er hálfa mínútu á skjánum. Önnur skapandi leið Heins til „að ná tökum á fortíðinni“ felst kannski í því að miðla menn- ingu og skáldskap annarra þjóða til Þýska- lands. Hann hefur þýtt ókjörin öll af finnskum skáldskap og má segja að hann hafi í raun komið finnskri nútímaljóðlist á kortið í Þýska- landi með þýðingum sínum á Paavo Haavikko, Pentti Saarikoski, Arto Melleri og fjölda ann- arra finnskra ljóðskálda. Ofan í kaupið þýddi hann bæði prósa og fjölda leikrita auk þess sem hann hefur skrifað ýmsar ritgerðir um finnskan skáldskap og fræðilega úttekt á þýskum viðtökum á „þjóðarskáldsögu“ Finna, Sjö bræðrum, eftir Aleksis Kivi (sem kom út á íslensku í fyrra, meira en öld eftir frumútgáf- una). Mesta afrek Heins á þessu sviði snýr þó kannski að Austur-Evrópu í víðum skilningi þess orðs, því árið 1991 kom út undir hans rit- stjórn Auf der Karte Europas ein Fleck sem inniheldur safn ljóða frá smáþjóðum á milli heimsvelda millistríðsáranna, á röndinni frá Lapplandi og niður til Balkanskaga. Þar er að finna þýðingar á þýsku á ljóðlist austur-evr- ópskra framúrstefnuskálda frá 1910-1930 og vakti útgáfa þessi mikla athygli enda var sem lokuð bók væri opnuð þýskum ljóðunnendum sem gátu lesið afbragðs þýðingar á ljóðum eftir höfunda á borð við hina finnsk-sænsku Edith Södergran, hinn tékkneska František Halas, hinn pólska Tadeusz Peiper, hinn rúm- enska Tristan Tzara og mörg fleiri skáld í þýðingu Heins, Karls Dedecius, Hans Magn- us Enzensbergers, Oskar Pastiors og fjöl- margra annarra. Lykilverkið að skáldskap Heins er þó hin sjálfsævisögulega Fluchtfährte sem þó lýtur lögmálum skáldskaparins að formi til þótt staðreynsla efniviðarins sé tryggð, eins og höfundur orðar það í einkunnarorðum á tit- ilsíðu. Fluchtfährte veitir samt enga hraðleið inn í ævi og skáldskap Heins, enda langt frá því að vera venjuleg „frásögn“; hér má sjá ljóðskáldið að verki í prósa; hver mynd text- ans, algjörlega hlutbundin, rennur fram í samhengi orða og atburða sem í sjálfu sér eiga ekkert sameiginlegt nema tímann og fólkið. Stundum minnir frásagnartæknin á tónlistarmyndband í hraða klippinga á milli „atriða“ sem fram fara í hinu horfna og fram- andi landi minninganna í eiginlegum og óeig- inlegum skilningi þess orðs. Með Flucht- fährte hefur Hein tekist að rita skáldsögu sem gerir engar málamiðlanir og stenst um leið fyrirhafnarlaust þær fagurfræðilegu kröfur sem nútíminn gerir til skáldsagna, margröddun byggðri á hlutlausri sýn fígúr- anna innan sögunnar og enduruppfinningu formsins með því að ögra því og staðfesta það í sömu andrá. Þótt Fluchtfährte sé að vissu leyti lykill að ljóðlist Heins má einnig lesa hana sem vitn- isburð um og uppgjör við tuttugustu öldina í Evrópu, öld sem mörkuð var af styrjöldum og fjöldamorðum þjóða á þjóðum undir stjórn miskunnarlausra einræðisherra. Eina leiðin fyrir margan einstaklinginn á þessum tíma var flóttinn til lífsins, til frelsisins og þá reið á að þeir sem við þeim tækju væru ekki eins og böðlarnir að baki flóttamannanna. Því þessi saga sýnir einnig að þeir sem staldra við og hugsa um fortíð sína eins og hún var geta komist undan henni eða eins og móðir sögu- mannsins í Fluchtfährte svaraði þegar hann hitti hana aftur og sagði henni að Foringinn væri dáinn: „Já, en við lifum.“ Í þeim orðum felst ekki aðeins lán þeirra sem eftir lifa held- ur einnig þrautin að þekkja fortíðina eins og hún var og verður. Höfundur kennir þýðingar og þýðingafræði við Háskóla Íslands. É g átti grein „Um dagbækur Þór- bergs“ í Lesbók Mbl. fyrir hálf- um öðrum áratug (8.6.1985). Ein helsta niðurstaðan var á þessa leið: „mergurinn málsins er sá, að Íslenskur aðall er sam- inn upp úr dagbókinni 15/5–11/9 1912. Sömu efnisatriði koma þar í nokkurn veginn sömu röð. Það efni sem Íslenskur aðall hefur umfram, er einkum sjálf- stæðir þættir af einstökum mönnum. T.d. birtist þátturinn af Jóni bassa i Skinfaxa UMFR 1912. Þegar dagbókinni lýkur, er Þórbergur enn á Akureyri, en vinir hans farnir að tínast suður. [...] En í frásögn sem er efnislega eins, hefur Íslenskur aðall þetta umfram dagbæk- urnar; líf og skáldskap. Nú eru það í sjálfu sér ekki ný tíðindi að rithöfundur um fimmtugt skáldi vel, þegar hann minnist æskuára sinna. En hitt er merkilegra, að hann skuli þurfa millilið til þess. Íslenskur aðall hefst 15. maí 1912, af því að fimmta dagbókin hófst þann dag, eftir hálfs árs hlé á færslum. Og hún gat orðið uppspretta skáldskapar, fremur en fyrri dagbækur, vegna þess að hún sagði frá sálarástandi höfundar. Þetta stað- festir enn einu sinni, sýnist mér, að góður skáldskapur er ekki gerður beinlínis af reynslu höfundar af persónum og atburðum, heldur taka skáld slíkan efnivið oft unninn að vissu marki, þar sem atburðir eru valdir til sögu, túlkaðir skv. sérstöku viðhorfi – þótt það bindi ekki skáldið um viðhorf [síðan koma dæmi].“ Fyrirmyndir Soffía Auður Birgisdóttir skrifaði nýlega um þetta efni greinina „Sannleikurinn hafinn í æðra veldi“ (Lesbók Mbl. 7.4.2001). Þar rekur hún misræmi í hvernig Þórbergur fjallaði um Arndísi Jónsdóttur í bréfum og dagbókar- færslum á árinu 1912, og svo hvernig sagði frá tilfinningum hans til „elskunnar hans“ í Ís- lenskum aðli aldarfjórðungi síðar. Soffía segir m.a.: „Það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvaðan þær tilfinningar eru sprottnar sem Þórbergur lýsir í Íslenskum aðli eða hvort þær eru „sannar“, aðalatriðið er að þær lúta ákveðnu frásagnarmynstri sem er alþekkt í bókmenntum. Ég fæ ekki betur séð en í verk- inu sé Þórbergur á mjög meðvitaðan hátt að skopstæla ákveðna tegund frásagnar: Hina rómantísku ástarsögu – söguna um elskend- urna sem ekki var skapað nema að skilja.“ Nú er það vissulega rétt hjá Soffíu að litlu skiptir hver efniviðurinn er, miðað við hvað úr honum er gert af skáldinu. En hitt sýnist mér ljóst, að þessi meginþáttur Íslensks aðals, ást- arsagan, byggist á dagbókarfærslum Þór- bergs, en ekki bara á stöðluðum ástarsögum sem hann skopstælir. Það er af þremur ástæð- um. Enda þótt skrif hans frá 1912 séu fáorð um tilfinningar hans til Arndísar, þá eru dagbók- arskrif hans í fyrsta lagi ritskoðuð, í öðru lagi gefa þau þó töluvert til kynna um heitar til- finningar til þessarar konu, og í þriðja lagi, eins og ég sagði 1985, byggist ástarsaga Ís- lensks aðals ekki síður á dagbókarfærslum Þórbergs um ást hans á annarri persónu. Ritskoðun Um fyrsta atriðið – og frjálsræði Þórbergs gagnvart sannleikanum – hefur Þorleifur Hauksson skrifað þarfa samantekt í nýlegu af- mælisriti til mín (það liggur á vefsíðu Árna- safns). Þorleifur segir þar m.a.: „Þó að Þórbergur hafi verið mikill nákvæmnismaður var hann ef til vill ekki fús til að flíka öllum sínum athöfn- um og freistingum og ennfremur er þess að gæta að nokkrar innfærslur hafa verið beinlín- is skornar eða skafnar burt, svo sem rakin verða dæmi um. Ef nákvæmlega er rýnt í viðkomandi kafla Ofvitans kemur í ljós að tildragelsið í kirkju- garðinum hefur átt sér stað 12. febrúar árið 1911. Og þá virðist bera vel í veiði fyrir fræði- menn af hinum bíólógíska skóla, því að daginn áður, hinn 11. febrúar, er ný dagbók vígð með hátíðlegum formála eftir alllangt hlé. En þegar flett er áfram blasir þar við fremsta textasíðan afskorin! Fyrsta færsla sem varðveitt er er frá miðvikudeginum 15. febrúar. Þess má líka geta að í færslu 19. febrúar er ekki stafur um ferðir tveggja eftirvæntingarfullra stallbræðra í hænsnaskúrinn nálægt Öskjuhlíð til að búa í haginn fyrir endurtekið gaman. Ýmsar at- hugasemdir á stangli bera það með sér að Þór- bergur hefur ætlast til að dagbækurnar yrðu varðveittar sem opinberar og aðgengilegar heimildir. En ekki um hvaðeina. Eitthvað hef- ur hann ritað föstudaginn 10. mars 1911 sem síðan var klippt neðan af síðu og heilar tvær þéttritaðar blaðsíður eru skornar burt milli föstudags- ins 24. mars og fimmtudagsins 6. apríl.“ Þótt það komi ekki fram í þessari grein Þorleifs, vék ég að þessu í tilvitnaðri grein minni: „Nú verður að nefna vissar takmarkanir dagbók- anna; þær eru a.m.k. stundum færðar með það í huga, að þeir gætu komist í þær, sem Þór- bergur vildi ekki trúa fyrir leyndarmálum sínum. 1922 hefur hann t.d. afmáð 6 línur í færslunni 13/9. Og 1912 segir dagbókin nákvæmlega frá brottför Arndísar Jósndóttur úr Bergshúsi, en þá einnig ann- arrar stúlku, sama dag. Ekkert bókar Þór- bergur um tilfinningar sínar til þeirrar fyrr- nefndu, og þótt hann útmáli hörmulegt sálarástand sitt næstu daga, gefur hann ekki skýringar á því, þær sem síðar komu í Íslensk- um aðli. Eins er, þegar hann segir frá sam- fundum þeirra í Hrútafirði um sumarið.“ Geðsveiflur En sálarástandi sínu þá lýsir Þórbergur svo í dagbókinni, að það sé í sífelldum sveiflum milli vongleði og örvæntingar. Slíkar sveiflur verða ekki skýrðar með bágum efnahag, vondu fæði eða rysjóttu veðri. Hann gefur ekki bein- línis skýringar á geðsveiflunum, en ekki eru aðrar líklegri en einmitt þær sem hann gaf í Ís- lenskum aðli löngu síðar – ástarvon og örvænt- ing yfir eigin aðgerðaleysi í þeim efnum. Enda segir hann í dagbókinni 21. 5. 1912: „Sanna lífsgleði virðist mér hvergi að finna, nema hjá lífsstjörnunni björtu, er létti af mér böli og byrðum lífsins á liðnum vetri. En nú skín hún bak við fjöll og firnindi, norður á heimsenda, og það er aðeins endurminningin eintóm sem ýmist kætir mig – eða grætir.“ Einnig segir hann í bréfi 15.8. 1912: „Eg kunni hag mínum ágætlega vel í Hrútafirði. Reyndar var vinnan sjálf mér jafn þungbær og að undanförnu. En þar brann skærasti bjarmi vona minna, sem létti mér hverja stund og helti ljósgeislum í sál mína. En ljósgeislinn sá er blaktandi skar, sem deyr áður en minnst varir, eða er dáinn nú.“ (Ljóri sálar minnar, bls. 121.) „Ástvinur minn“ Í grein minni sagði ég m.a. um það sem örv- að hafi Þórberg til sjálfsskoðunarinnar sem ber uppi dagbækurnar: „Ást í þvílíkum mein- um, að líklegast varð hún hvorki játuð, né um rætt við nokkurn mann, brýst stundum fram í dagbókarfærslum.“ Ég þorði ekki að orða þetta ítarlegar þá, af ótta við að það gæti hindrað útgáfu dagbókanna. En þær birtust svo á næstu tveimur árum, og í ritdómi um þá fyrri, sagði ég: „Þegar Þórbergur fór um fimmtugt að skrifa um æskuár sín, þá vann hann það upp úr þessum gömlu ritum sínum, en færði saman og skerpti. Þannig er t.d. „Elskan mín“ í Íslenskum aðli sköpuð með því að sameina færslur um Arndísi Jónsdóttur 1912 og Tryggva Jónsson 1916.“ Þessa kenningu vil ég nú bera undir les- endur. Þórbergur var ráðinn sumrungur að Núpi í Dýrafirði af vini sínum Tryggva Jóns- syni. Í ferðadagbók sinni 1916 segir hann m.a. eftir útreiðarferð með Tryggva, 13.8.): „Hitt- um þar Óskar. Skeggræddum stundarkorn í laut. Þá skildum við. Eg sakna Tryggva alt af sárlega, er eg skil við hann. Eg elska hann.“ (Ljóri sálar minnar, bls. 227), og 20.8.: „Skild- um á túninu hjá Ytrihúsum kl. 9.45 e.h. Eg syrgi hann alt af, er eg sé af honum.“ (sama rit, bls. 231), 27.8: „Eg fór á fætur kl. 9 1⁄2 og át. Síðan gekk eg ut og beið ástvinar míns austan undir lambhúsvegg. Hann kom kl. 10 3⁄4 og gaf mér þrjá vindla. Stundarkorn spjölluðum við saman undir lambhúsveggnum. Síðan löbbuð- um við niður undir Lækjartúnið. Eg skeit þar undir gamlan kvíavegg meðan Tryggvi fór heim og sókti handklæði og kleinur og sykur. Átum það og gengum svo suður með á og böð- uðum okkur í Berghyl. Eftir það klæddum við okkur og lágum í logni í mosalaut til kl. 4. Hjöl- uðum við um ýmislegt og var yndi ið mesta. Nú hélt hvor heim til sín og át. Kl. 5.10 labbaði eg niður í holtið norðan megin árinnar, sem renn- ur hjá Læk. Tryggvi var að ljúka við að koma heim heyi, sem faðir hans átti. Kl. 6 kom hann til mín og kvaðst nú vera að fara út á Skaga. Við kvöddumst ástúðlega við brúna á ánni, gerandi hálft í hvoru ráð fyrir að sjást eigi aft- ur fyr en í október í haust í Reykjavík. Bað hann mig að útvega sér legubekk að léni eða á leigu og kvaðst leigja herbergi með mér.“ (s.r. 235) Hér er dvalist af nákvæmni við hverja sam- verustund, ólíkt nákvæmar en þegar lýst var samfundum við Arndísi. Og þetta minnir á lýs- ingu samverustundar með Elskunni í lok kafl- ans „Í landi staðreyndanna“ (Íslenskur aðall, bls. 30), þar sem þau eru ýmist í lautum í túni eða kaffiboði með samræðum, sífellt reynir sögumaður að herða upp hugann, en getur þó aldrei látið ást sína í ljós. Síðar segir í dagbók- inni: 5/9: „Skap mitt er mjög þungbúið. Eg sakna sárlega vistarinnar á Núpi, og langar þangað aftur. Sum kveldin þar glitra í end- urminningunni. Mér virtust þau að vísu eigi eins hugljúf, þegar eg var þar; en nú finst mér að í þeim hafi verið fólgin in æðsta sæla, sem mér veikri mannkind geti hlotnast á þessari jörð. [auðkennt af E.Ó] Eina huggunin mín nú er að hitta síðar ástvin minn Tryggva Jónsson í Reykjavík í haust. Hér í Dýrafirði hefir mér liðið vel og hér vildi eg dvelja síðar, ef eg færi úr Reykjavík aftur. Þó finst mér það eigi vera beinlínis náttúran, sem dregur mig hingað, þótt hún sé hér víða fögur. Mikið af fegurð sinni fær hún í mínum augum frá ástvini mín- um, Tryggva. Og þótt mér finnist nú, að eg sakni sárlega Núps og fólksins þar, þá er eg þó ekki sannfærður um, að eg vildi fara þangað aftur til vistar síðar meir, ef ástvinur minn færi úr firðinum. [...] Ef dregin er bein lína skáhalt yfir fjörðinn frá Þingeyri í Mýrafellið, hér um bil suðaustast, lendir endi þeirrar línu í hlíðina þar sem við Tryggvi sátum fyrsta kveldið, sem eg var á Núpi. Hlíðin grær þar og grösin og hvammarnir í brekkunni geyma minningu okkar, þótt okkur auðnist líklega aldrei framar að sitja þar og skemta okkur. Ó, hve eg vildi sitja þar hjá Tryggva mínum nú.“ (s.r. bls. 239–40) Þetta minnir mig á lýsingu sögumanns þeg- ar hann ríður úr Hrútafirði og horfir yfir fjörð- inn, „Loks sást ekkert eftir nema hæstu brúnir fjarlægs fjalls. Það var fjallið hennar.“ (Ís- lenskur aðall, bls. 44). Lokaorð Vissulega er nokkuð breytilegt eftir per- sónum og tímaskeiðum, hvaða tilfinningar orð eins og „elska“ og „ástvinur“ merkja. Ég man þó ekki önnur dæmi þess frá fyrstu áratugum 20. aldar, að karlmaður segist elska annan karlmann. Þeim mun meiri ástæða er til að halda þessum skrifum Þórbergs á lofti, ég veit ekki af öðru þvílíku á íslensku prenti fyrr, nema Dagbók Ólafs Davíðssonar. Þórbergur ætti að hafa verið vel meðvitaður um þær til- finningar sem hann var að játa sjálfum sér, hann var þá 27 ára, og hafði m.a. verið í nánu sambandi við konur. Og mér finnst uppburð- arleysi söguhetju Íslensks aðals skiljanlegra í þessu ljósi, Umhverfið gerði slíkar ástarjátn- ingar nánast óhugsandi, a.m.k. miklu torveld- ari en ástarjátningar karls til konu. Loks mætti styðja þessa tilgátu með draumi sem Þórbergu skráði 3.6. 1912: „Í nótt dreymdi mig að eg kysti og faðmaði kvinnur tvær er eg þekki. Þótti mér þær láta mjög vel að mér. En þegar til kom varð eg þess vís, að annari kvinn- unni hafði vaxið skegg all-mikið. Hún rétti mér höndina, og þótti mér hún vera óvenjulega óhrein, einkum kringum neglurnar. En eigi þótti mér þó mikill skaði að þessu. Þennan draum ræð eg fyrir vandræðum þeim er í veginn komu með vinnuna í dag.“ (Ljóri sálar minnar, bls. 107). Þessi túlkun er í stíl við hefðbundnar ís- lenskar draumaráðningar, og kynni nútíma- fólki að detta í hug önnur ráðning. Mér er að sjálfsögðu flest ókunnugt um einkalíf Þór- bergs, og ekki skal ég gefa í skyn að hann hafi nokkurntíma verið við karlmann kenndur. Enda er það okkur óviðkomandi, en hitt skiptir máli, hvernig hann vann skáldrit sitt úr eigin dagbókum, sameinaði aðskilda reynslu, um- skapaði – og skopstældi. En því er háðið mark- visst, að hann hafði sjálfur verið mark þess. Tilvitnuð rit: Soffía Auður Birgisdóttir: „Sannleikurinn hafinn í æðra veldi.“[...] Lesbók Mbl. 7.4.2001. Þorleifur Hauksson: „Saklaus eins og nýfæddur kálfur“ Arnarflug [...á vefsíðunni:] www.hum.ku.dk/ami Þórbergur Þórðarson: Íslenskur aðall. Rvík 1971. ---. Ljóri sálar minnar. Rvík 1986 Örn Ólafsson: „Um dagbækur Þórbergs.“Lesbók Mbl. 6./6 1985. ---. Ritdómur um Ljóri sálar minnar. DV 29/11 1986. ELSKAN HANS ÞÓRBERGS E F T I R Ö R N Ó L A F S S O N Höfundur er bókmenntafræðingur. Þórbergur Þórðarson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.