Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 13 FRAMTÍÐ Manhattan, vegg- myndar þýska minimalistans Josef Albers, er með öllu óviss þessa dagana að því er dag- blaðið New York Times greindi frá nýlega. Manhattan, sem Al- bers hannaði sem virðingarvott við New York, hefur til þessa staðið í anddyri Pan Am- byggingingarinnar við Park Avenue, en sú bygging sætir nú gagngerum endurbótum af hálfu tryggingafélagsins Met- Life – núverandi eiganda húss- ins og þykir veggmyndin draga úr birtu. Félagið Municipal Art Society og Aber styrktarsjóð- urinn hafa hins vegar und- anfarna mánuði barist ötullega fyrir því að veggmyndin verði áfram á sínum stað, en án ár- angurs. „Veggmyndin og önnur verk því svipuð eru ekki fær- anleg á sama hátt og hefð- bundin málverk,“ sagði Caro- line Zaleski, málsvari alþjóðlegu listverndunar sam- takanna Docomomo og Frank E. Sanchis frá Municipal Art Society tekur í sama streng. „Það eru mjög fáir staðir í New York þar sem list og arki- tektúr eru sameinuð á þennan hátt. Þetta eru okkur mikil vonbrigði,“ sagði Sanchis. Forsvarsmenn MetLife standa hins vegar enn fastir á sínu, en hafa ítrekað að þeir hafi engan hug á að eyðileggja veggmyndina sem nú er í geymslu, heldur vilji þeir finna henni ný heimkynni og hefur World Trade Center-byggingin m.a. verið nefnd í því sam- bandi. Tónlistarsalur úr tré BORGARRÁÐ Kaupmanna- hafnar hefur nú samþykkt að kapellan Østre Kapel, sem lögð var niður í maí sl., verði gerð að tónlistarhúsi. Kapellan, sem byggist á útlitshugmyndum norskra stafkirkju, verður þá færð til Utterslev Mose í út- jaðri Kaupmannahafnarsvæð- isins. Áður stóð til að selja hús- ið eða rífa til að rýma fyrir nýrri kapellu. Var það fyrir til- stilli kontrabassaleikarans Lars Clemmen sem kapellunni var bjargað eftir að honum höfðu borist þær fréttir að kapella afa hans væri til sölu. Clemm- en bauð 125 danskar krónur fyrir húsið og hlaut hugmynd hans um tónlistarhús náð fyrir augum borgaryfirvalda. „Hvenær heyrði maður síðast um tónleikahús sem bara var byggt úr tré?“ sagði Clemmen í viðtali við dagblaðið Berlingske Tidende, en hann telur efnivið hússins strax veita því nokkra sérstöðu meðal tónleikahúsa borgarinnar. Til stendur að hefja framkvæmdir við kap- elluflutningin nú í haust og er gert ráð fyrir að unnt verði að efna til tónleika í húsinu 2003. Lenín Warhols stolið EINNI af portrettmyndum bandaríska popplistamannsins Andy Warhol af Lenín var stol- ið úr galleríi í Köln í Þýska- landi nú í vikunni. Verkið, sem metið er á rúmar 70 milljónir króna, hafði stuttu áður verið keypt af safnara nokkrum og stóð tilbúið til sendingar. Ekki er vitað hvernig þjófurinn komst inn í bygginguna, en málið er nú í höndum þýsku lögreglunnar. Veggmynd Albers vegglaus ERLENT SIGURLAUG Knudsen sópran og ástralski tenórsöngvarinn Blake Fischer halda tónleika í Norræna húsinu í dag kl. 15.00. Sigurlaug Knudsen segir efnisskrá tón- leikanna verða á léttum nótum. „Fyrir hlé syngjum við aríur og dúetta úr Don Giovanni eftir Mozart, aríur úr Rómeó og Júlíu eftir Gounod, Blake syngur De’miei bollenti spiriti úr La traviata eftir Verdi og Blómaaríuna úr Carmen. Eftir hlé syngur Blake lög úr Shrops- hire Lad eftir George Butterworth og lög eftir Aaron Copland, og þá tekur söngleikjamúsíkin við. Þar verðum við með nokkur lög eftir Stephen Sondheim; ég syng Another Day Goes By, sem er mjög fallegt lag; Blake syngur lag- ið Joanna og svo syngjum við dúett úr Into the Woods. Blake lýkur þessu svo með laginu On the Street Where You Live úr My Fair Lady.“ Hafa bæði starfað við óperuhús Að sögn Sigurlaugar kynntust þau Blake Fischer í söngnámi í Manchester, en hafa ekki mjög mikið sungið saman. „Við sungum saman í keppni fyrir skömmu en við höfum aldrei haldið heila tónleika saman áður. Við sungum fyrst saman á ljóðatónleikum í fyrra, þar sem við vorum að syngja lög úr Ítölsku ljóðabók- inni eftir Hugo Wolf, en þar fyrir utan hefur þetta bara verið eitt og eitt lag eða dúett.“ Sigurlaug og Blake Fischer eru bæði í fram- haldsnámi í söng við Northern College of Music í Manchester og eru starfandi söngv- arar á Bretlandi. Sigurlaug lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1999. Hún hef- ur víða komið fram sem einsöngvari á tón- leikum og í óratoríuuppfærslum hér heima og hefur sungið í Íslensku óperunni, bæði sem félagi í Óperukórnum og sem einsöngvari á Óperettutónleikum í janúar sl. Á Englandi hef- ur hún sungið í Töfraflautunni í nemendaóperu skólans, og einnig í óperunni Into the Woods eftir Stephen Sondheim. Sigurlaug hefur sung- ið með kór Stowe-óperunnar í Il trovatore og í haust syngur hún hlutverk vatnadísar í óp- erunni Rúsölku eftir Dvorák í sama óperuhúsi. Blake Fischer tenór lauk grunnmenntun í söng í Ástralíu en er nú við framhaldsnám í Royal Northern College of Music. Ferill Blak- es Fischers hófst við óperuna í Sydney árið 1997, þar sem hann söng í óperukór og ein- söngshlutverk í 17 óperuuppfærslum. Áður hafði hann sungið sem atvinnusöngvari í söng- leikjum bæði í Melbourne og Brisbane. Blake Fischer hefur komið fram víða sem einsöngv- ari og sungið tenórhlutverkið í níundu sinfóníu Beethovens, þar sem sir Thomas Allen söng bassahlutverkið. Blake Fischer söng nýlega á Salzborgarhátíðinni í uppfærslu Berlínarfíl- harmóníunnar á óperunni Falstaff undir stjórn Claudios Abbados. Blake Fischer hefur sungið inn á geisladisk sem gefinn er út af Move- útgáfunni. Píanóleikari á tónleikunum í Norræna hús- inu verður Úlrik Ólason. LÉTT TÓNLIST ÚR ÓPER- UM OG SÖNGLEIKJUM Sigurlaug Knudsen og Blake Fischer FELIX Hell er næsti gestur Hallgrímskirkju á Sumarkvöldi við orgelið. Hann leikur á tónleikum sem hefjast klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Hann fæddist í Þýskalandi árið 1985. Sjö ára gamall heyrði hann C-dúr prelúdíuna úr Vel- stillta hljómborðinu eftir Bach, og nokkrum dög- um seinna spilaði hann verkið utanað. Þá var ljóst að hann yrði að komast í píanótíma. Ári síðar tók hann til við að læra líka á orgel, og níu ára gamall var hann farinn að leika við kirkjulegar athafnir. Barn að aldri hlaut hann fjölda verðlauna í heimalandi sínu bæði fyrir orgelleik og píanóleik. Felix Hell stundaði nám við Evangelíska tón- listarháskólann í Heidelberg þar sem Johannes- Matthias Michel kenndi honum orgelleik og túlk- un og Christiane Michel spuna. Í dag er hann styrkþegi við Julliard-skólann í New York þar sem aðalkennari hans er dr. Thomas Schmidt. Hann hefur auk þess notið kennslu margra virtra organista víða í Evrópu. Felix Hell hefur nú þeg- ar leikið inn á nokkra geisladiska og hann er að- stoðarorganisti við Saint Peter’s Lutheran Church í New York. Tónlistin er ekki einasta áhugamál hans því línuskautar og mótorhjól eru líka hátt skrifuð á vinsældalistanum. Gagnrýnendur hafa ekki sparað hástemmdu lýsingarorðin til að lýsa leik hans. 27. janúar 1998 skrifaði gagnrýnandi Lüdenscheider Nachricht- en undir fyrirsögninni „Í leit að efstastigsorði við hæfi: 12 ára, en samt eins og gamalreyndur snill- ingur við orgelið“ og þekktur organisti í Banda- ríkjunum sagði: „Ég hef sjaldan heyrt jafn fagran leik hjá fullorðnum organistum. Tækni hans og músíkgáfa eru sannarlega með ólíkindum.“ „Wunderkind“ eða undrabarn er orðið sem flestir gagnrýnendur hafa tekið til handargagns til að lýsa þessum unga orgelsnillingi. Á tónleikunum leikur Felix Hell Fantasíu og fúgu í g-moll BWV 542, O Mensch bewein dein Sünde groß BWV 622 og Prelúdíu og fúgu í D-dúr BWV 532 eftir Jóhann Sebastian Bach, Sónötu nr. 1 í f-moll ópus 65 eftir Felix Mendelssohn, Tokkötuna Sofandi bróður eftir Norbert Schneider, Kvöldfrið ópus 156 eftir Josef Gabriel Rheinberger og loks Prelúdíu og fúgu um nafnið BACH eftir Franz Liszt. MÓTORHJÓL, LÍNU- SKAUTAR OG ORGEL Hell við orgelið í Boardwalk Hall í Atlantic City. ÞRIÐJU Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir á sunnudag kl. 17.00 og verða flytj- endur þau Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sigrún Arna Arngrímsdóttir, mezzósópran og Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari. Á efniskrá verða verk eftir Eyþór Stefánsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs, Jehan Alain og Gabriel Fauré. Sigrún Arna Arngrímsdóttir segir efnisskrána fjöl- breytta, allt frá gömlum húsgöngum til nýlegrar tónlistar. „Við Hulda Björk syngjum hvor í sínu lagi, en einnig nokkra dúetta, en Björn Steinar leikur líka nokkur einleiksverk á orgelið.“ Tók Cardiff fram yfir London Sigrún Arna er nýkomin heim úr söngnámi frá Cardiff í Wales, en hvers vegna kaus hún að fara þangað? „Ég lauk áttunda stigs prófi í söng hér á Akureyri, og sótti um að komast í Konunglegu Akademíuna í London. Ég var rétt búin að fá að- gang þar, þegar ég fékk sendan bækling frá Welsh College of Music and Drama í Cardiff. Mér leist mjög vel á skólann, og þegar ég var bú- in að skoða báða skólana sjálf, þá var það alveg ljóst að Cardiff var minn staður. Ég féll alveg fyr- ir bænum sem er sérstaklega rólegur og góður. Svo var ég með fjölskyldu mína með mér, og það hafði líka sitt að segja með valið. Ég er búin að vera þarna í tvö ár og lauk postgraduate námi nú í vor.“ Sigrún Arna segir Walesbúa mjög áhuga- sama um söng, og að vel sé fylgst með Söngv- arakeppninni frægu í Cardiff, þar sem margir frægustu söngvarar heims hafa verið uppgötv- aðir. „Ég fylgdist með keppninni eitt kvöld í vor, og það var gríðarleg stemmning og mikill áhugi.“ Sigrún Arna segist verða með annan fótinn á Bretlandi næsta vetur, þar sem hún ætlar að sækja tíma hjá kennaranum sínum og velta fram- tíðinni fyrir sér. Á stefnuskránni er þó að koma heim og geta unnið fyrir sér á einhvern hátt með söng. Hún kveðst vona að Norðlendingar séu jafn áhugasamir um sönglistina og Walesbúar og fjöl- menni á tónleika þeirra Huldu Bjarkar og Björns Steinars í Akureyrarkirkju, því þeir verða ekki endurteknir. Í Cardiff söng Sigrún Arna aðal- hlutverk í sumaróperu skólans árið 2000 í óperunni L’enfant et les Sortileges eftir Ravel. Hún söng hlutverk cherubinos í Brúðkaupi Fíg- arós í uppfærslu óperudeildar Tónlistarskólans á Akureyri árið 1999 og söng hlutverk systur Margrétar í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Söngvaseiði árið 1998. Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, lauk burt- fararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík en stundaði framhaldsnám við Listaháskólann í Berlín og síðar við Royal Academy of Music í London og lauk þaðan prófi með láði árið 1998. Hulda Björk söng hlutverk Micaelu í Carmen eft- ir Bizet með Sinfóníuhljómsveit Íslands nú í vor og síðustu misserin hefur hún sungið einsöng með ýmsum kórum og við ýmis tækifæri hér heima við góðan orðstír. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyr- arkirkju, er formaður Listvinafélags kirkjunnar og einn af frumkvöðlum Sumartónleika í Akur- eyrarkirkju. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis og hvar- vetna hlotið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. „ALLT FRÁ HÚSGÖNGUM TIL NÝLEGRA VERKA“ Hulda Guðrún Geirsdóttir, Björn Steinar Sól- bergsson og Sigrún Anna Arngrímsdóttir eru flytjendur á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.