Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 15 MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Til 31.8. Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin 11-16 mánudaga-laugar- daga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Gallerí Sævars Karls: Pétur Örn Frið- riksson og Helgi Eyjólfsson. Til 1.8. Gerðarsafn: Glerlist og höggmyndir Gerðar Helgadóttur. Til 12.8. Gerðuberg: Ljósmyndasýning. Til 17.8. Hafnarborg: Hans Malmberg ljós- myndari. Skotskífur frá Det Konge- lige Skydeselskab og Danske Brod- erskab. Til 6.8. Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars- son. Til 31.8. i8, Klapparstíg 33: Eggert Pétursson. Til 28.7. Listasafn Akureyrar: Akureyri í myndlist. Til 29.7. Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til 12.8. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Til 2.9. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundar- safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Erró-safnið. Til 6.1. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstað- ir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Flogið yfir Heklu. Miðrými: Grétar Reynisson. Til 19.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og nýsköpun. Til 12.8. Ljósaklif, Hafnarfirði: Paul-Armand Gette. Til 6.8. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi.: Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson. Til 29.7. Mokkakaffi: Þórður Ingvarsson. Til 1.8. Norræna húsið: Norrænir hlutir. Til 6.8. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna- myndir Ásgríms. Til 1.9. Silfurtún, Garðabæ: Skúlptúr á Silf- urtúni. Til 14.10. Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Ásgeir Guðbjartsson. Til 22.7. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir staðarlista- menn. Til 31.12. Þjóðmenningarhúsið við Hverfis- götu.: Landafundir og ragnarök. Til 15.10. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Orgelleikarinn Felix Hell frá Þýskalandi. Kl. 12. Norræna húsið: Sigurlaug S. Knudsen sópran, Blake Fischer tenór og Úlrik Ólason. Kl. 15. Reykjahlíðarkirkja: Ingibjörg Guð- laugsdóttir, básúnuleikari og Þor- steinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari. Kl. 21. Sunnudagur Akureyrarkirkja: Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran, Sigrún Arngríms- dóttir mezzósópran og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Orgelleikarinn Felix Hell. Kl. 20. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran og Lisa Fröberg píanó. Kl. 20:30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Anna Sigríður Helgadóttir alt og Hilmar Örn Agn- arsson orgel. Kl. 12. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkunum, lau. 21., fös. 27. júlí. Wake me up, sun. 22., fim. 26. júlí. Iðnó: Light Nights sýnt. Leikið á ensku. sun. 22., mán. 23. júlí. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, menning/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd- sendir: 569-1222. Netfang: menning- @mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U einnig brautryðjendur í vísindum. Rannsakaði litaskalann, ásamt vísindamönnunum Charles Henry og Chevreul, og náðu þeir fram til kenningar um andstæðuliti sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir hann sjálfan og kom- andi kynslóðir málara. Samvinnan leiddi einn- ig til nákvæmrar líffræðilegrar greiningar á starfsemi sjónarinnar, sem þeir voru mjög uppteknir af, og átti sömuleiðis eftir að hafa víðtæk og afgerandi bein og óbein áhrif á framþróunina. Þá var Signac vígður rannsókn- um á myndbyggingunni, sem hann áleit að ætti að vera eins fullkomin óaðfinnanleg og samræmd og hægt væri. Hér skipti myndefnið ekki máli heldur útfærslan og nákvæm upp- bygging allra eðlisþátta málverksins, en um leið var teflt á tæpasta vaðið þannig að á stundum virka myndir hans full yfirvegaðar, tilbúnar og framandi, gerðar samkvæmt ná- kvæmri þaulhugsaðri formúlu. Landslag og sólarlag voru myndefni sem málaranum voru sérlega hugleikin, en sagði ekki Picasso löngu seinna, að menn þyrftu ekki að mála orustu til að valda byltingu í málaralist, eitt epli væri nóg og var þá trúlega að vísa til mynda Céz- annes. Margar af hrifmestu myndum sínum málaði Signac í Saint-Tropez um og eftir 1890, en þar bjó hann í þrettán ár. Þorpið var þá nánast óþekkt og þar gat hann verið einn með mál- verkinu og siglt á Miðjarðarhafinu í seglbáti sínum sem hann nefndi Olympíu, í höfuðið á samnefndri mynd Manets. Hann var ástríðu- fullur siglari á seglskútum og löngu áður hafði hann átt bát sem hann skírði Monet-Zola- Wagner, sem segir sitthvað af persónuleik- anum. Mikið öryggi einkennir þessar myndir eins og málarinn sé kominn í heila höfn eftir miklar rannsóknir og tilraunir, og tímabilið má telja hápunktinn á fjölþættu sköpunarferli hans. Málaði meðal annars röð mynda sem sem báru tónræn nöfn eins og t.d Opus 152, Opus 182, Opus 219 o.s.frv. Eftir St. Tropez málar hann mun minna af olíumálverkum, í mesta lagi þrjár fjórar á ári en hins vegar öllu meira af sjónrænum stemmum einkum með myndefn- um frá Norfolk, Rotterdam og Feneyjum. Við tóku löng og mikil ferðalög innan og utan Evr- ópu, og þá voru riss og vatnslitir öllu nærtæk- ari tjámiðlar. Að baki kaflaskila í listum eru jafnaðarlega einhverjir velgjörðarmenn sem hafa inn- byggða ratsjá á púls tímanna; keisarar, kon- ungar, páfar, listakaupmenn, listhöfðingjar, listsögufræðingar eða rithöfundar. Og svo var einnig um punktastefnuna og þar var helstur baráttumaður og fræðikenningasmiður list- rýnirinn Félix Fénéon. Til eru frægar myndir af honum eftir þá Seurat og Signac málaðar á svipuðum tíma eða um og eftir 1890, og í báð- um tilvikum eru þetta í hæsta máta einkenn- andi myndir fyrir listastefnuna. Myndin sem Signac málaði og fékk langa titilinn; Félix Fé- néon, opus 217. F.F. fyrir framan smeltigrunn, stigbreytingar í fyrirferð, mælieiningum, hornum, blæbrigðum og litatónum, (Portrait de Félix Féneon Opus 217. Sur l’émail d’un fond rythmique de measures et d’angles, de tons et de teintres). Inniber þannig flest lög- mál punktastefnunnar þegar hún var hreinust og í mestum blóma. Litirnir lagðir á í litlum punktum/deplum, lita og tóngæði, svo og inn- byrðis munur, eiga í minnstu eindum að höfða beint til sjáaldursins – sjónrænnar blöndunar. Sam-andstæður, andstæðulitir og tenging mis- munandi hornahlutfalla, blæbrigða og lita líkt og lesa má í myndtitilsins hljóðan. Hið sér- tæka mynstur í bakgrunninum eins og vísar til tækni, fræðikenninga og tiltrú listamanna punktastefnunnar á gildi vísindalegra rann- sókna. Afhjúpar um leið sívaxandi tilhneigingu til hins abstrakta sem einmitt á líkum tíma kom fram í æskustílnum. Til viðbótar heldur listsögufræðingurinn á lilju í framréttri hend- inni, tákni hreinleika og dulmagna, eins konar skírskotun til táknsæistefnunnar symbolism- ans, sem stóð nærri nýáhrifastefnunni í við- leitni málaranna til þéttingar tjámeðalanna. Kona með regnhlíf (Berthe Signac). Opus 243, 1893, olía á léreft 82 x 67 sm. Orsay í París. Listrýnirinn Félix Fénéon 1890. Málsvari og áróðursmaður punktastefnunnar, olía á léreft 74 x 95 sm. MoMA New York.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.