Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 3 ÞORSTEINN VALDIMARSSON RÓBERT A. OTTÓSSON Eldlúðrar duna og draga skjótt dumbrauðan seim í þögn og nótt. Hví mun þar eftir þrotinn dag þjóta á tindum slíkt sólarlag? Af því að gleði unaðslöng yljaði blæ hans og fyllti söng. Nú kular óðum, og auðn og tóm andar um fáein döggvuð blóm. Þorsteinn Valdimarsson (1918–1977) var góður vinur Róberts A. Ottóssonar. Ljóðið orti Þorsteinn skömmu eftir lát Róberts, og birtist það fyrst í Þjóðviljanum 20. mars 1974. Ári síðar var það svo prentað aftur í ljóðabók Þorsteins, Yrkjur. Milan Kundera hlaut aðalbókmenntaverðlaun frönsku aka- demíunnar fyrr í mánuðinum. Í tilefni af því birti hann grein í franska dagblaðinu Le Monde undir yfirskriftinni Úr einkaorða- bók Milans Kundera og er eins konar fram- hald eða viðauki við einn hluta ritgerða- safns hans List skáldsögunnar. Greinin er birt í Lesbók í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Mannfred Peter Hein er þýskur rithöfundur sem heimsótti Ísland í síðustu viku og las úr verkum sínum. Hann fæddist í Austur-Prússlandi en hefur búið um árabil í Finnlandi. Gauti Kristmannsson fjallar um verk Hein í grein er hann nefnir Flóttaför til framtíðar og birtir nokkur ljóða hans í íslenskri þýðingu. Róbert A. Ottósson er þriðji og síðasti tónlistarmaðurinn sem Árni Heimir Ingólfsson fjallar um í greina- flokki sínum Á flótta undan hakakrossinum en áður hefur hann fjallað um Victor Ur- bancic og Heinz Edelstein. Allir flýðu þessir menn til Íslands undan ofurvaldi nasismans og áttu drjúgan þátt í að leggja grunn að blómlegu tónlistarlífi landsins. Paul Signac var einn af málurum hinnar svokölluðu punktastefnu sem töldu sig vera við endi- mörk málaralistarinnar fyrir vel hundrað árum. Bragi Ásgeirsson segir að þeir hafi ekki einungis haft rangt fyrir sér heldur hafi tíðar umbyltingar skapað þörf fyrir að endurreisa einstaka málara þessarar stefnu. Bragi fjallar um sýningu á lífsverki Signacs í París. FORSÍÐUMYNDIN er teikning af tékkneska rithöfundinum Milan Kundera eftir Andrés Andrésson. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI S TUNDUM eru reglur og for- sjárhyggja hins opinbera gagnvart landsins börnum svo fáránleg að engu tali tekur. Undirritaður ber sjálfsagt ábyrgð á ýmsu í þeim efnum eftir nokkuð langa setu á löggjaf- arsamkomunnni . Ekki skal undan því vik- ist. Reglur um áfengi voru lengi einna fá- ránlegastar allra boða og banna á landi hér. Lengi vel mátti drekka allt áfengi nema tiltölulega lítið áfengan bjór. Þetta skildu útlendingar ekki og fannst spaugi- legt. Frumvörp um að leyfa ölsölu voru margfelld á Alþingi meðan æskulýðurinn og fullorðnir teyguðu Svartadauða og sjenever að vild. Lengi mátti ekki selja áfengi á veitingahúsum á miðvikudögum. Ef menn þekktu þjón og voru vel kynntir mátti fyrir náð og miskunn fá kaffi á könnu og koníak í rjómakönnu. Þess utan mátti enginn veitingastaður veita áfengi nema þar væri fullkomið eldhús. Þetta leystu sumir með því að hafa eldhúskrók, engan kokk en senda út í næstu sjoppu eftir svo sem hálfri kótilettu í kexi með þremur, fjórum grænum baunum og einni brúnaðri kartöflu. Þá varð allt löglegt. Nú flýtur hinsvegar allt í brennnivíni fram á sunnudagsmorgna í höfuðborginni og ekki skal því mæld bót. Það nær auðvit- að engri átt og er okkur til skammar. Mjótt er mundangshófið og oft hefur okk- ur Íslendingum gengið illa að rata það. En við erum ekki einir um þessa vit- leysu. Hún er samnorræn. Fyrir nokkrum árum kom sá sem þetta ritar inn á fjalla- hótel á köldu vetrarkvöldi í ónefndu grannlandi. Lúin bein eftir langa skíða- göngu í frostfögru veðri kölluðu á góða máltíð og kaffi og koníaksstaup áður en gengið skyldi til hvílu. Virðulegur þjónn- inn var beðinn um tvöfaldan koníak eða 4 sentilítra sem er nú raunar hálfgerð hung- urlús. Nei , herra minn, tvöfaldan koníak má ekki afgreiða hér, svaraði hinn virðu- legi þjónn. – Er þá hægt að fá tvo einfalda koníak? spurði Íslandsmaðurinn og vildi ekki gefast upp við svo búið. – Sjálfsagt, sagði þjónninn og kom að vörmu spori með glösin tvö. Snarlega var hellt úr öðru í hitt. Engin lög voru brotin og allt í fullri sátt við guð og menn. Í þessu sama landi mátti lengi vel ekki selja áfengi nema menn keyptu brauðsneið með. Þær voru sjaldn- ast snæddar og oft orðnar heldur þreytu- legar þegar dagur var að kveldi kominn. Alls ekki mátti selja brennd vín á laug- ardagskvöldum. Það hefði getað valdið því að menn sofnuðu undir ræðu prestsins á sunnudagsmorgninum. Það sama hefði hugsanlega einnig getað hent alls ótimbr- aða sakleysingja. En tilefni þessa rabbs voru ekki vitlaus- ar vínreglur heldur annað mál og miklu al- varlegra. Nú er mikið rætt um umferðarslys og ekki að ástæðulausu. Of mörg okkar eru tillitslausir fantar og frekjur í umferðinni sem hugsum um það eitt að böðlast áfram. Mörg slys verða þegar bílum er bakkað og útsýni ökumanns er takmarkað. Barn getur hlaupið fyrir bílinn að baki öku- manns án þess að hann hafi nokkra mögu- leika til að sjá það. Jafnvel þótt hann horfi í alla þrjá eða fleiri bakspegla og gangi aft- ur fyrir bílinn áður en ekið er af stað. Þessa eru sorgleg dæmi. Líkurnar á svona slysum hafa ekki minnkað við stóraukna notkun barna á nýrri gerð álhlaupahjóla. Á stóra bíla eru sett lítil tæki sem gefa frá sér hljóð þegar bílunum er bakkað. Öryggistæki og þarfaþing. Þessi tæki eru líka til fyrir litla bíla. Litlir bílar valda líka slysum. Þeir eru miklu fleiri en stóru bílarnir og ökumenn- irnir oft óreyndari. Rabbhöfundur keypti sér svona píptæki erlendis sem kostaði um þrjú þúsund krónur. Það er á stærð við litla halógenperu og sett í perustæðið við annað bakkljósið. Það gefur frá sér lágt en greinilegt hljóðmerki þegar bílnum er bakkað. Nú er skemmst frá að segja að skrifari þessara lína fór með fólksbílinn sinn í skoðun í byrjun júlí. Allt var í góðu lagi nema hvað hinn elskulegi piltur sem skoð- unina annaðist sagði: Við verðum að taka bakkpípið úr sambandi. Það er ólöglegt. – Ég trúði ekki mínum eyrum. – Það má bara vera í stórum bílum, sagði hann. Ég spurði: Er öryggistæki til að vara börn og aðra við bakkandi bíl ólöglegt? – Já, því miður. Reglurnar eru svona. Þetta þótti mér með ólíkindum. Reyndin varð samt sú að við náðum ekki píptækinu úr. Ég lofaði að reyna seinna og fékk skoð- unina. Ég er búinn að reyna aftur. Allt kemur fyrir ekki. Píptækið er fast og enn á sínum stað. Kannski tekur löggan hús á mér og fjarlægir píptækið. Ég bíð. En takið nú eftir: Meðan þetta er ólög- legt þá er hægt að kaupa hér löglega og setja í bílinn sinn píptæki (þau fylgja meira að segja sumum nýjum lúx- usvögnum) – tæki með samskonar hljóð- merkjum sem vara þig við, ef þú ert að leggja bílnum og ert kominn of nálægt vegg eða næsta bíl! Á maður að draga þá ályktun af þessu að veggir og bílar séu verðmætari en börn? Þegar ég fór að kanna málið hjá yf- irvöldum fékk ég einhverja skemmtileg- ustu skýringu sem ég hef á ævi minni heyrt. Hún var sú að ef allir bílar væru með svona bakkpíptæki yrði hávaðinn mjög mikill! Ja, hérna. Þetta gæti hugs- anlega átt sér stað ef allur bílafloti Reyk- víkinga bakkaði Miklubrautina samtímis í halarófu allar akreinar bæði í austur og vestur. Það gæti orðið sérkennileg sin- fónía! Þá fyndist mér rétt að regluhöfund- urinn fengi að halda á tónsprotanum. Lög- reglukórinn gæti staðið heiðursvörð og sungið: Áfram veginn í vagninum ek ég ... (afturábak) Gamanlaust. Þessi litli hljóðgjafi er ör- yggistæki. Hann angrar engan. Hann get- ur bjargað mannslífum. Ef einn svona hljóðgjafi bjargar lífi eins barns eða kemur í veg fyrir að það verði örkumla ævilangt þá er það þess virði að kaupa hundrað þús- und slík tæki. Eigum við ekki að gera það og sjá hvað yfirvöld dómsmála gera? Ég legg til að við hættum þessu rugli. REGLURUGLRABB E I Ð U R G U Ð N A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.