Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 11 Sofa skordýr? Svar: Lengi var talið að svefn einskorðaðist við spendýr og fugla, en nýlegar rannsóknir benda til að svefn sé mun almennari í dýrarík- inu. Svefnrannsóknir hafa verið stundaðar á ýmsum stærri dýrum með því að fylgjast með heilabylgjum þeirra, en það er hins vegar ekki hægt þegar jafn smá dýr og til dæmis flugur eiga í hlut. Í staðinn hafa vísindamenn rann- sakað flugur með því að taka atferli þeirra upp á myndband. Sú flugnategund sem helst hefur verið rann- sökuð er ávaxtaflugan Drosophila melano- gaster en hún hefur í áratugi einnig verið not- uð í erfðarannsóknir. Niðurstöður þessara atferlisrannsókna benda til að þessi tegund, og að öllum líkindum öll skordýr, sofi einhvern hluta sólahringsins. Vísindamennirnir giskuðu á að ávaxtaflugurnar sem athugaðar voru svæfu í kringum 7 klukkustundir á sólahring. Á næturnar komu flugurnar sér fyrir á ákveðnum stöðum í búrinu og héldu þar til yfir nóttina. Einu hreyfingarnar voru stöku kippir í fótum. Auk þess virtust þær ekki vera eins örar í hreyfingum á kvöldin og á dag- inn og líklega má túlka það sem syfju. At- huganir á kakkalökkum og býflugum sýna svipaðar niðurstöður. Kenningar um orsakir svefns sem nú eru vinsælar benda til þess að upp- söfnun efnasambandsins adenósíns í heila spendýra framkalli syfju. Koffín virðist hafa hamlandi áhrif á virkni adenósíns og á það jafnt við hjá mönnum og öðrum spendýrum að koffín vinnur gegn þreytu. Það sama virðist eiga við um skordýr. Jón Már Halldórsson Hvaðan komu víkingarnir? Hvaða áhrif höfðu þeir í öðr- um löndum? Svar: Í forníslensku merkir hug- takið víkingur tvennt. Annars vegar „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en hins vegar „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mál- lýskum (íslensku, norsku) en sjald- gæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evr- ópumál úr norrænu, en hélt merk- ingu sinni. Adam frá Brimum, þýskur klerkur sem skrifar á latínu um 1075, segir til dæmis: „ipsi vero pyratae, quos illi wichingos appell- ant“ (þeir voru sannlega sjóræn- ingjar, sem þeir nefna víkinga) sem bendir til þess að norrænir menn hafi notað orðið sem samheiti við pirata, „sjó- ræningi“. Enski sagnaritarinn Ælfric þýðir orðið með svipuðum hætti. Á seinni öldum hefur hugtakið fengið út- breiðslu í öðrum málum (s.s. ensku) sem sam- heiti yfir norræna menn á víkingaöld, um 800- 1050. Sú merking er líklega komin frá eng- ilsöxum, en fornt enskt kvæði, Wiðsið, notar hugtakið wicing þannig að um almennt orð yfir norræna menn virðist vera að ræða. Þá finnst hugtakið wicinga cynn í engilsaxneskum heim- ildum, sem bendir til þess að litið hafi verið á víkinga sem tiltekna þjóð fremur en stétt manna sem stundaði vissa iðju (það er sjórán). Hinum megin við Norðursjóinn má sjá svipaða notkun hugtaksins í frísneskum laga- handritum frá 13. öld. Hugtakið víkingaferð er tengt orðinu vík- ingur og er raunar samheiti við það í einni merkingu þess („herferð á sjó“). Oft er sagt frá víkingaferðum í Íslendingasögum og öðr- um norrænum miðaldaheimildum og virðast þær hafa verið eins konar blanda af verslunar- og ránsferðum. Slíkar heimildir fjalla hins vegar ekki um samtímann og þegar þær eru festar á blað er víkingaferðum að mestu lokið. Í erlendum heimildum er fyrst getið um vík- ingaferð þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið í Lindisfarne 793, en ránsferðir af þessu tagi hófust eflaust nokkru fyrr. Varð- veittar heimildir frá þessum tíma voru hins vegar gjarnan skrifaðar í grennd við klaustur og veittu klausturránum meiri athygli en árásum á venjulega bændur. Á svipuðum tíma hófst innflutningur norrænna manna til Orkneyja, Hjaltlands, Suðureyja og Manar, en líta má á hann sem und- anfara þess að Færeyjar, og síðar Ís- land, uppgötvuðust og þar hófst byggð norrænna manna. Á þessum eyjum var naumast um ránsferðir að ræða, heldur markvisst landnám sem líklega tengist landþrengslum heima fyrir. Víkingar frá Danmörku og Noregi réðust reglulega á England, Frísland og Niðurlönd á fyrri hluta 9. aldar, en þar er erfitt að greina á milli ráns- ferða og herferða sem farnar voru í pólitískum tilgangi. Víst er að vík- ingar frá Danmörku og Noregi sett- ust að bæði á Írlandi (í Dyflinni), Norður-Englandi (í Jórvík) og á austurströnd Englands (Danalög). Ýmsir víkingaforingjar fengu lén í Fríslandi á 9. öld og í upphafi 10. ald- ar fékk norrænn víkingaforingi, Rollo, erfðalén á norðurströnd Frakklands, sem síðan nefnist Normandie. Í upphafi 10. aldar dró úr vík- ingaferðum og upp úr því misstu vík- ingakonungar fótfestu sína á Bret- landseyjum. Seinasti víkingakonungurinn, Eiríkur Har- aldsson konungur í Jórvík, féll árið 954. Á Írlandi hélst ríki víkinga í Dyflinni hins vegar fram til um 1170. Sumir vilja líta á herleiðangra danskra og norskra kónga gegn Englandi á árunum 991– 1085 sem hluta af víkingaferðum, en þeir voru þó annars eðlis þar sem á ferð voru konungar sem leituðust við að leggja undir sig annað ríki, sem þeim tókst öðru hverju. Vitað er að norrænir menn fóru einnig í ránsferðir í austurveg, allt til Rússlands þar sem fundist hafa grafreitir og aðrar minjar um norræna menn. Þar voru þeir hins vegar ekki nefndir víkingar heldur varjagi (væringjar) í slavneskum heimildum og rus í grískum, slav- neskum og arabískum heimildum. Líkt og í vesturvegi er erfitt að greina á milli ránsferða, markvissra herferða eða innflutnings, en víst er að mest verður vart við víkinga í austurvegi á 9. og 10. öld. Norrænir menn mynduðu sér- staka lífvarðasveit við hirð keisarans í Konst- antínópel og nefndust þeir væringjar. Eftir að Normannar lögðu undir sig England 1066 fjölgaði hins vegar Engilsöxum í þessum líf- verði, en hlutur norrænna manna fór minnk- andi. Sverrir Jakobsson VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLANS Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn um hvort Leifur Eiríksson var Grænlendingur, hver sé munurinn á smáborgarahætti og snobbi, hvað hitaþensla efna sé og af hverju hún stafi og hvað orðið „göndull“ merkir, svo fátt eitt sé nefnt. að kíkja í þetta þykka handrit; hann vantaði heimildir til að nota í kafla um færeyskt mál í bók sem hann var að skrifa um íslenskt mál (1811). Rask hreifst af handriti Svabos, hann gerði sér grein fyrir því að þarna væri um fjár- sjóð að ræða, en þrátt fyrir tilraunir hans að koma þessum efnivið á framfæri við fræðimenn þá leiddu þær aðeins til þess að ein vísa úr handriti Svabos komst á prent í sænsku vísna- safni sem gefið var út 1814. Þetta var eina kvæðauppskrift Svabos sem komst á prent meðan hann lifði. Það var ekki fyrr en 1939 að kvæðauppskriftir Svabos voru gefnar út, en það var fræðimaðurinn og skáldið Christian Matras (1900–1988) sem þar var að verki. Christian Matras sá einnig um útgáfu á kvæð- unum úr Corpus Carminum Færoensium (ásamt N. Djurhuus) og komu þau út í sex bind- um á árunum 1941–1972 undir heitinu Föroya kvæði. „Grani bar gullið av heiði. Brá hann sínum brandi av reiði…“ Árið 1817 kom maður að nafni Hans Christi- an Lyngbye til Færeyja í þeim erindagjörðum að rannsaka þörunga. Þegar ekki viðraði til þörungarannsókna stytti Lyngbye sér stundir við að skrifa upp eftir gamla fólkinu ýmis kvæði sem það kunni. Á meðal kvæðanna sem hann skrifaði upp var fjöldi erinda úr svonefndu Sjúrðar kvæði sem honum fundust afar áhuga- verð og skemmtileg. Þegar hann kom til baka til Kaupmannahafnar sýndi hann prófessor P.E. Müller þessi kvæði, en Müller sá strax að þarna var komin sagan af Sigurði Fáfnisbana í óvenjulegu kvæðaformi. Þar sem Lyngbye hafði ekki skrifað upp allt kvæðið í heild sinni, lét Müller nú þau boð út ganga til Færeyja að skrifa skyldi upp öll þau erindi úr Sjúrðar kvæði sem karlar og kerlingar geymdu í minni sínu. Boð þetta bar heilladrjúgan ávöxt bæði fyrir prófessorinn og fyrir færeyskar bók- menntir því nú fór söfnun kvæða fyrst í gang fyrir alvöru. Hafin var skipuleg skráning leikra og lærðra manna um allar eyjar og til urðu stór handrit sem kennd eru við byggðarlögin: Sand- eyjarbók, Fugleyjarbók, Koltursbók o.s.frv. Þeir félagar Lyngbye og Müller gáfu út bók- ina Færöiske Qvæder om Sigurd Fofnersbane og hans Æt, árið 1822. Verkið – sem er fyrsta útgefna færeyska bókin – vakti talsverða at- hygli innan fræðimannasamfélagsins víða um heim, ekki síst fyrir merkan inngang Müllers þar sem hann gerði grein fyrir efnivið kvæð- isins og sérstakri úrvinnslu þess á sagnaarfi sem þekktur var víða á Norðurlöndum og í Evr- ópu. Müller taldi sig geta sýnt fram á að Sjúrð- ar kvæði væri ekki aðeins sprottið af þekktum heimildum svo sem Völsunga sögu og Þiðriks sögu, heldur var hann viss um að kvæðinu til grundvallar lægju Eddukvæði sem nú eru glöt- uð. Sjúrðar kvæði segir í löngu máli frá hetju- dáðum Sigurðar Fáfnisbana; frá ævintýraríku lífi hans og harmrænum dauðdaga. Kvæðið segir einnig frá lífi og örlögum Brynhildar Buðladóttur, Guðrúnar Gjúkadóttur og Högna, svo fátt eitt sé nefnt. Kvæðið er í fjórum meg- inhlutum eða þáttum og er í heild yfir sex hundruð erindi. Þættirnir heita Regin smiður, Brynhildar táttur, Högna táttur og Aldrias táttur. Við útgáfu Lyngbyes og Müllers á Sjúrðar kvæði urðu ákveðin vatnaskil í sögu færeysku kvæðanna. Segja má að við prentun þessarar fyrstu færeysku bókar hafi hin „munnlega hefð“ verið úr sögunni; það er að segja hún um- breyttist í „bókmenntir“ með því að það verk sem Svabo, Lyngbye og fleiri byrjuðu á hófst nú fyrir alvöru í kjölfar útgáfunnar og smám saman komast allur hinn munnlegi arfur á prent og í dag eru til á prenti á þriðja hundrað kvæðabálkar. „Glaðir ríða Noregis menn til hildarting“ Kvæðin sem er að finna í safnverkinu Föroya kvæði eru fjölbreytt að efni og gerð. Þau elstu eru frá miðöldum og hafa varðveist í munnlegri geymd mann fram af manni, en þau yngstu eru frá nítjándu öld og eru höfundar þeirra þekktir. Má til dæmis nefna skáldið Jens Christian Djurhuus (1773–1853) sem orti kvæði sem enn í dag eru geysivinsæl. Hann orti meðal annars kvæðið Orminn langa sem er í 85 erindum og byggist á Ólafs sögu helga. Þá orti hann einnig kvæði út frá efni Færeyinga sögu. En hvernig er hefðbundið færeyskt dans- kvæði? Það er frásagnarkvæði; kvæði sem seg- ir sögu í mörgum erindum. Oft hefst kvæðið á því að forsöngvarinn syngur nokkurs konar inngangsvers, þar sem hann snýr sér að við- stöddum og spyr hvort þeir vilji hlýða á frásögn hans. Þannig hefst til að mynda Ormurinn langi: Viljið tær hoyra kvæði mítt, viljið tær orðum trúgva, um hann Ólav Tryggvason, hagar skal ríman snúgva. Yfirleitt er um tveggja eða fjögurra lína er- indi að ræða með viðlagi sem sungið er milli allra erinda. Viðlagið getur verið það sama frá einu kvæði til annars, jafnvel er um að ræða ljóðræn stef sem þekkt eru víða á Norðurlönd- um. Dæmi um slíkt viðlag er: „Leikum fagurt á foldum / eingin treður dansin undir moldum.“ Einnig getur verið um að ræða viðlag sem til- heyrir aðeins einu kvæði og tengist kvæðaefn- inu. Hér má nefna viðlagið við Sjúrðar kvæði: Grani bar gullið av heiði. Brá hann sínum brandi av reiði. Sjúrður vann av orminum. Grani bar gullið av heiði. Færeyskt danskvæði getur verið allt frá því að vera samsett örfáum erindum upp í mörg hundruð erindi. Ein ástæðan fyrir lengd margra kvæðanna er fjöldi endurtekninga, sama erindið er kannski endurtekið með smá- vægilegri breytingu frá einu erindi til annars. Efnislega má skipta færeysku kvæðunum niður í sex flokka: Náttúrukvæði, helgikvæði, söguleg kvæði, riddarakvæði, kappakvæði og skemmtikvæði. Algengt er að efni kvæðanna sé byggt á þekktum heimildum, eins og til að mynda Íslendingasögum eða riddara- og forn- aldarsögum. Til að mynda eru til kvæði sem ort eru út frá efni Njáls sögu, Laxdæla sögu og Fóstbræðra sögu.Tveir kappar standa upp úr sem vinsælustu kvæðahetjurnar, það er títt- nefndur Sjúrður eða Sigurður Fáfnisbani og hinn er sjálfur keisarinn Karla-Magnús. Af sögulegum persónum hefur Ólafur konungur Tryggvason líklega vinninginn enda er hann þjóðardýrlingur Færeyinga, hetjan sem þeir kenna þjóðhátíð sína við: Ólafsvökuna. Ballið á bryggjunni… Nú þegar fjöldi færeyskra danskvæða er til á prenti – og hefur þar með verið forðað frá glöt- un – og þegar færeyskur dans er stiginn af lífi og sál niðri á bryggju á sumarkvöldum veltir maður því fyrir sér hvort færeysku danshefð- inni sé borgið. Færeyski hringdansinn (eða keðjudansinn) er svo mikið meira en kvæðið sjálft. Hann er samfélagsleg athöfn þar sem saman fer frásögn, söngur og taktfastar hreyf- ingar allra sem taka þátt. Yfirleitt er einn for- söngvari sem kveður kvæðið – segir frá – en all- ir taka undir í viðlaginu. Danssporin eru einföld: fjögur spor til vinstri og síðan tvö til hægri (eða tvö skref til vinstri og eitt til hægri), og hægt og hægt mjakast hringurinn áfram sól- arganginn. Hart er stigið niður á áhersluat- kvæðum frásagnarinnar en létt á áherslulaus- um. Sérstakur kraftur er settur í hreyfingarnar þegar það á við, t.d. þegar verið er að lýsa mikl- um hetjudáðum eða sterkum tilfinningum. Við fyrstu sýn gæti dansinn virkað leiðigjarn á ut- anaðkomandi; einföld spor síendurtekin hring eftir hring… En galdur dansins er ekki síst fólginn í þessum einfaldleika og endurtekning- unni; það er eitthvert seiðmagn í hvoru tveggja sem nær fljótlega tökum á hverjum þeim sem gefur sig dansinum á vald. Fyrr á öldum var hringdansinn nær aðeins iðkaður á tímabilinu frá jólum og fram að löngu- föstu sem hófst á öskudegi sex vikum fyrir páska. Þetta tímabil gat því náð fram í byrjun febrúar þegar það var styst, en allt fram í mars þegar lengst var. Einnig var dansinn stiginn við hátíðleg tækifæri eins og til að mynda við brúð- kaup og síðan að sjálfsögðu á Ólafsvöku. Nú á dögum dansa Færeyingar hringdans á öllum tímum ársins eins og bryggjuballið í byrjun júní er gott dæmi um. Undirrituð brá sér með fjölskylduna niður á bryggju fyrst um níuleytið og þá var dansinn að hefjast en hringurinn ekki mannmargur. Fyrst var dansað við kvæðið um dætur Þorkels (Tor- kils dötur) en það er í flokki helgikvæða og seg- ir morði á saklausri jómfrú og undrum og stór- merkjum sem fylgja í kjölfarið. Þegar öll 52 erindin höfðu verið sungin var tími kominn til að hátta börnin, en að því loknu var haldið aftur niður á bryggju þar sem danskeðjan hafði margfaldast (ekki lengur hægt að tala um hring) og söngurinn eflst að sama skapi. Það var verið að dansa við Guðbrands kvæði þar sem texti viðlagsins er kunnuglegur: „Fuglin í fjöruni, / hann eitur Má; / silkibleikt er hövur hans / og kembt hevur hann hár. / Fuglinn í fjöruni. Guðbrands kvæði er höfundarverk Jens Chr. Djurhuus og segir frá átökum á milli Ólafs helga og Guðbrands í Guðbrandsdal sem var síðasti maðurinn sem Ólafur helgi kristnaði, og hafði hann þá kristnað Noreg allan, segir í kvæðinu! Að loknum 35 erindum Guðbrands kvæðis var strax byrjað að kveða Orminn langa og færðist þá mikið fjör í leikinn, enda menn orðnir heitir og örir af dansinum, margir hafa dansað óslitið í tvær til þrjár klukkustundir. Það glumdi í trépallinum sem dansað var á og magnaður söngurinn steig upp af bryggjunni og barst yfir allan bæinn í sumarstillunni: „Glymur dansur í höll, dans sláið í ring! Glaðir ríða Noregis menn til hildarting.“ Höfundur er bókmenntafræðingur og sótti í júni námskeið í færeysku og færeyskum bókmenntum við Fróðskaparsetrið í Þórshöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.