Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 Þ EGAR Manfred Peter Hein lagði á flótta undan Rússum með skólafélögum sínum úr ein- um af elítuskólum nasista, Na- tionalpolitischen Erziehungs- anstalt (Napola), skömmu fyrir lok síðari heimsstyrjaldar hafði hann vafalaust enga hugmynd um að flóttinn ætti eftir að veita honum frelsi. Eins og aðrir flóttamenn frá Austur-Prúss- landi, sem eftir fyrra stríð hafði verið klofið frá meginhluta þýska ríkisins, skynjaði hann aðeins ótta, ósigur og uppgjöf. „Foringinn er dáinn,“ voru fyrstu orð hans við móður sína þegar þau hittust mörgum vikum síðar á her- námssvæði Bandaríkjamanna, en eins og aðr- ir Þjóðverjar hafði Hein heyrt síðustu áróð- urslygi Göbbels um að Foringinn hafi „fallið“ í orrustunni um Berlín. Manfred Peter Hein, þýska skáldið frá Finnlandi eins og „sarmatíska“ skáldið Jo- hannes Bobrowski nefndi hann síðar, fæddist árið 1931 í Austur-Prússlandi, nánar tiltekið í bæ sem á þeim tíma hét Darkehmen og varð Hein því sjötugur fyrr á þessu ári. Nöfn fæð- ingarbæjarins í þessu Austur-Prússlandi minninganna segja sögu þessa svæðis að hluta til; við fæðingu Heins nefndist hann Darkehmen, eftir valdatöku nasista var hann nefndur eftir ánni sem hann liggur við, Ange- rapp an der Angerapp, og eftir heimsstyrjöld- ina síðari og flótta og brottrekstur þýsk- ættaðra manna af svæðinu var bærinn nefndur Ozersk og heitir hann það enn. Foreldrar Heins voru barnakennarar og tóku þau hinni nýju hugmyndafræði nasimans opnum örmum, enda var faðir Heins einn hinna vonsviknu hermanna sem sneru heim eftir ósigurinn í fyrri heimsstyrjöld. Austur- Prússland varð þar með eyja í pólsk-litháísku hafi og hefur það vísast mótað þjóðernistil- finningar margra á þeim slóðum. Drengurinn ungi ólst upp við þá bjartsýni sem nasistum tókst að skapa meðal margra Þjóðverja á fyr- irstríðsárunum, stórveldisbjartsýni um aukna virðingu, völd og landvinninga. Þessi bjart- sýni í kjölfar atvinnuleysis og óðaverðbólgu kreppuáranna hafði áhrif á háa sem lága og gengu margir til liðs við flokkinn, t.d. einhver mesti heimspekingur 20. aldar, Martin Heid- egger. Hein lýsir þessum tíma af fullkomnu hlut- leysi í bók sinni Fluchtfährte (1999), frásögn, eins og hann nefnir hana, með sjálfævisögu- legu ívafi. Þetta prósaverk ljóðskáldsins brýt- ur upp form skáldsögunnar og mótar það svo sterklega að bera má saman við ljóðlistina, án þess þó að manni detti í hug eitt augnablik lýsingar eins og „ljóðrænt“ eða „lýrískt“ við lestur sögunnar. Þvert á móti, harðari prósi er vart finnanlegur. En formið er vissulega ljóðskáldsins. Sem dæmi má nefna að bókin skiptist í tvo hluta, hvorn með sjö kafla og aft- an við allt saman er einn epilóg. Þetta er í sjálfu sér ekkert tiltökumál fyrr en í ljós kem- ur að hver einasti kafli skiptist í sex efnis- greinar og hlýtur þá að verða ljóst að bygging sögunnar er eins ströng og margt í kveðskap Heins sem um margt er einhver sá erfiðasti sem um getur í þýskri ljóðlist eftirstríðsár- anna. Hein hafði við þann vanda að glíma, eins og önnur ljóðskáld eftirstríðsáranna, að vilja og jafnvel þurfa að yrkja, þrátt fyrir að það væri barbarismi eftir Auschwitz eins og heimspek- ingurinn Theodor W. Adorno orðaði það. Vera kann að það hafi bjargað þýskri ljóðlist að einn af eftirlifendum Helfararinnar skyldi vera gyðingurinn Paul Celan. Hann sýndi ekki einungis fram á að ljóðskáldunum bæri að yrkja einmitt vegna Auschwitz, heldur benti hann einnig á sumar þær leiða sem fær- ar voru, í efni og formi. Hein var hins vegar í svipuðum sporum og flest önnur þýsk ljóð- skáld fædd um og eftir 1930, að eiga rætur sínar í jarðvegi mannhaturs sem byggði bjartsýni sína á heimsyfirráðum eigin kyn- þáttar. Slíkur arfur, slíkur jarðvegur hlaut að kalla á viðbrögð og í tilviki Heins mætti kannski skýra það með hugmyndinni um föðurmorð í freudískum skilningi og þeirri einföldu stað- reynd að hann fluttist ungur maður búferlum til Finnlands og festi rætur þar. En dæmið er flóknara en svo, því ekki gat hann flúið tungu- málið sem aftur var orðið barbarískt eftir bókmenntaleg og fræðileg afrek undanfar- inna alda. Hein var áfram þýskt skáld þótt hann kæmi núna frá Finnlandi. Það segir kannski mikið um ljóðlistina að á meðan vísindamenn, heimspekingar og aðrir listamenn gátu tekið upp þráðinn að nýju var það erfiðara fyrir ljóðskáldin, sbr. orð heim- spekingsins Adornos að ofan, en hann, eins og Werner von Braun, Martin Heidegger, Ernst Jünger, Gustaf Gründgen og margir fleiri héldu áfram starfi sínu og lærisveinar þeirra tóku sennilega margir við án þess að spyrja nákvæmlega þeirrar spurningar hvort það væri barbarismi í sjálfu sér að spinna þráðinn áfram. Viðbrögð Heins og raunar margra ljóð- skálda voru hins vegar ekki þau hin sömu og annarra sem vildu „ná tökum á fortíðinni“ eins og það varð orðað þegar farið var að ræða nasismann fyrir alvöru í Vestur-Þýska- landi. Celan gat leyft sér að lyfta fingri en um leið hélt hann að hluta í þann tilfinningaþunga sem hinir urðu að neita sér um, því eftir Hit- ler var útilokað að beita nokkrum þeim miðl- um mælskulistar sem höfðuðu til tilfinninga í Þýskalandi. Hein er gott dæmi um þetta, einnig vegna þess að ljóðlist hans er ekki síð- ur orðfá og lítt „notendavæn“ en ljóðlist Cel- ans. Leið hans að fortíðinni ákvarðast heldur ekki af einhverjum pedagógískum miðlum eða tilfinningaklámi eins og gyðingurinn Da- vid Mamet lýsti kvikmynd Spielbergs, Lista Schindlers. Leið Heins í ljóði var að fjarlægja allan óþarfa, stundum þannig að nánast óskiljanlegt verður. Samt er ekki um eitt- hvert orðasalat að ræða, hvert orð er valið og því komið fyrir af slíkri kostgæfni að ætla mætti á stundum að síðurnar væru úr steini. Formið er nákvæmlega sniðið að hverju ljóði, stundum má raunar greina hina japönsku bragarhætti hækur og tönkur sem Hein tók að fást við þegar á sjötta áratugnum, en oftast er sem hvert ljóð fái sitt eigið form og frægt er dæmið af ljóðinu „Der Talkessel“ þar sem upphafstafir hverrar línu mynda nafn graf- íklistamannsins hollenska Hercules Seghers sem verið er að fjalla um „nafnlaust“ í því. En Hein lætur þar ekki staðar numið því sé bók- inni snúið á hlið og upphafsstafirnir látnir snúa niður má draga upp mynd af fjöllum og dal eftir endum ljóðlínanna og skyldi engan undra að til er mjög svipuð mynd eftir mál- arann Seghers sem kallast einmitt „Der Tal- kessel“! Þótt ljóðin séu yfirleitt orðfá og tor- ræð eru þau ævinlega myndræn, nánast alltaf má lesa úr þeim eitthvað sjáanlegt, ótengdu sjálfi þess sem sér. Dæmi um ljóðin má finna í íslenskri þýð- ingu hér á síðunni: „Varsjá, gyðingahverfi“ mætti kannski flokka undir eitt þeirra ljóða sem almennt er ætlað að ná „tökum á fortíð- inni“, en það öðlast nýja vídd við sakleysis- lega setningu í Fluchtfährte þar sem greint er frá þeirri staðreynd að faðir sögumanns hafi verið í Varsjá ’44 og tekið þátt í að berja niður uppreisn Pólverja. Eins og alltaf í þessari frá- sögn er greint frá þessu eins og það var sagt á þeim tíma. Annað fortíðar- og föðurljóð er „Hinir brottræku“, ljóð sem fjallar um örlög þeirra milljóna Þjóðverja sem í stríðslok voru gerðar brottrækar frá heimilum sínum í Aust- ur-Evrópu. Það hefst með spurningunni um landið og vitnin og síðan kemur mynd af föð- urnum sem deyr tvisvar; við uppgjöfina ’45 og aftur tuttugu árum síðar og er vísunin til FLÓTTA- FÖR TIL FRAMTÍÐAR Mannfred Peter Hein UM MANNFRED HEIN, LJÓÐSKÁLD, ÞÝÐANDA OG RITHÖFUND Þýski rithöfundurinn Mannfred Peter Hein var í heimsókn hér á landi í síðustu viku og las úr verkum sínum en hann hafði við þann vanda að glíma, eins og önnur ljóðskáld eftirstríðsáranna, að vilja og jafnvel þurfa að yrkja, þrátt fyrir að það væri barbarismi eftir Auschwitz eins og heim- spekingurinn Theodor W. Adorno orðaði það. E F T I R G A U TA K R I S T M A N N S S O N Í tötrum herralaus óskírður hundshöfðaður burðarmaðurinn sem fyrir þig geyr ána yfir í myrkrið hann er á staðnum hefðu reifið á axlir honum segðu ljósið skal fara MANNFRED PETER HEIN SÖGN Gauti Kristmannsson þýddi. Hier vom Schattenwort Erbrochener leib Risse Lippen im Fels Chronologie zur Unzeit Abraum pfadlos die Lebenstage Einmal Sagst du Sagst du noch Einmal Geh zurück Häng den Rauch in die Esse Reiß dies Maul auf und Schweig Schweigs aus DER TALKESSEL Með hnjám, gómum, tám snortinn staður Í skjátexta flýjandi bílnúmeraplötur 1991 1995 Bosnía og hvað hef ég gert að ég lifi SKJÁTEXTI Hvar er landið og hvar eru vitnin – Faðir minn andaðist þann áttunda maí á degi uppgjafarinnar. Og lagðist samkvæmt vottorði til hinstu hvílu tuttugu árum síðar undir tveimur visnum furum hallur og sokkinn í Dantes dimma skógi. Síðustu orð hans voru að sögn: Gott er að eiga ökufæran undirvagn, öxla tvo og fjögur hjól. HINIR BROTTRÆKU Enginn er vitni hver veitir mér banastungu tunga mín broddur sem brotn- ar Anda ég læt hann lausan í rottuholunni þar sem við bíð- um þeir koma með eldvörpurnar það kreppir sig gramsyrtur engillinn í hnefa Undanhald, gagnárás, und- anhald hús úr húsi inn í mynd inn í tóm blóðlát loftskeyti vonar Varsjá er vitni VARSJÁ, GYÐINGA- HVERFI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.