Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Page 4
PATTSTAÐA
Í HEIMSPEKINNI
A
RTHUR Coleman Danto
er sennilega kunnastur af
því að hafa lýst yfir enda-
lokum listarinnar um
miðjan níunda áratuginn.
Mörgum þótti þetta ansi
róttækt viðhorf en öðrum
heldur íhaldssamt og lít-
ilvægt enda mætti gera ráð fyrir að allar
mannlegar hugmyndir myndu á endanum
endastingast ofan í eilífðina. En Danto leit
ekki á sig sem spámann heldur áhorfanda og
setningin um endalok listarinnar var tilraun
til þess að lýsa ástandinu í listheimi samtím-
ans eins og það blasti við.
Danto hefur verið prófessor í heimspeki
við Columbia-háskóla í New York frá árinu
1951 eða í hálfa öld. Hann er einn þeirra
heimspekinga sem hafa reynt að brúa bilið
milli bresk-bandarísku rökgreiningarheim-
spekinnar og meginlandsheimspekinnar sem
stundum hefur verið kennd við orðið. Hann
hefur skrifað um áhrifamikla heimspekinga
meginlandsins svo sem Friedrich Nietzsche
og Jean-Paul Sartre og beitt kenningum
þeirra á helstu viðfangsefni rökgreiningar-
heimspekinga. Margir bresk-bandarískir
heimspekingar afgreiddu Nietzsche sem
ljóðskáld eða brjálæðing en á síðustu árum
eru þau viðhorf fáheyrð, meðal annars fyrir
tilstilli Dantos. Hann hefur þótt skrifa af
óvenjulegum skírleika um oft og tíðum
flókna og framandi hugtakanotkun megin-
landsheimspekinnar og þannig veitt mörgum
aðgang að hugmyndaheimi hennar sem ann-
ars hefðu hrökklast frá. Hugtakið „arthur-
dantist“ (sbr. enska orðið „dentist“ eða tann-
læknir) skírskotar til þessa og merkir: Sá
sem fyllir upp í holurnar á framandi kenni-
setningum.
Danto hefur þó haft mest áhrif á sviði fag-
urfræði og listheimspeki. Hann var sjálfur
upphaflega listmálari en hvarf fljótlega frá
þeirri iðju eftir að hann flutti til New York
um miðjan fimmta áratuginn og heillaðist af
heimspeki. Hann skrifaði bækur um rök-
greiningarheimspeki sögunnar og þekking-
arinnar, er vöktu talsverða athygli, en hóf að
fjalla um listir árið 1964 eftir að hafa fylgst
með tilraunum popplistamanna í New York.
Í fyrirlestri sem hann flutti á árlegu þingi
Bandarísku heimspekisamtakanna og nefndi
„Listheimurinn“ („The Art World“) fjallaði
hann um listhugtakið, um hugmyndina um
listina sem eftirlíkingu veruleikans og varp-
aði síðan fram einfaldri en erfiðri spurningu:
Hvers vegna er einn hlutur listaverk en ekki
annar sem þó er alveg eins? Spurningin
veitti nýtt sjónarhorn á listina og á henni
hafa skrif Dantos um samtímalistir byggst
allar götur síðan.
Erró af New York-skólanum
Danto var hingað kominn í júní til þess að
vera viðstaddur opnun á Errósafninu í Hafn-
arhúsinu. Þetta er í annað sinn sem Danto
kemur til Íslands en haustið 1996 flutti hann
fyrirlestur á vegum Listasafns Reykjavíkur
fyrir troðfullum sal í Lögbergi. Hann komst
í kynni við Erró í gegnum þáverandi safn-
stjóra Listasafnsins, Gunnar Kvaran. Danto
ritaði ýtarlega grein um verk Errós í sýning-
arskrá sem gefin var út í tilefni af sýningu
listamannsins í Jeu de Paume í París árið
1999. Þegar blaðamaður bendir honum á að
Erró hafi einmitt haldið sína fyrstu sýningu í
New York árið 1964 hallar hann sér aftur í
mjúkan sófann á Hótel Óðinsvéum, þar sem
viðtalið fer fram, og segir með sælukenndum
tón í röddinni að það hafi verið gott ár.
„Ég lít raunar svo á að Erró sé af New
York-skólanum,“ heldur hann áfram eftir
stutta þögn. „Hann var í borginni á réttum
tíma og ég held að það hafi mótað hann, þótt
hann hafi lengst af verið búsettur í París.
Hann var í New York á blómatíma popp-
listarinnar og í tengslum við helstu lista-
menn hennar, Rosenquist, Lichtenstein,
Warhol og fleiri. Ég held hann hafi síðan
þróað popplistina lengra en flestir eftir að
hann fór frá New York, hann hefur farið eig-
in leiðir. Lichtenstein hélt sig við tjáning-
armáta popplistarinnar allan sinn feril en ég
held að honum hafi ekki tekist að þróa hann
áfram. Erró er afar næmur fyrir pólitískum
og sögulegum hræringum en Lichtenstein
var einangraður í sinni list. Erró léði popp-
inu sögulega vitund sem ég held að hann
hefði ekki gert hefði hann aldrei yfirgefið
New York, ég veit ekki út af hverju en að
þessu leyti er Erró frekar af evrópska skól-
anum.“
Brillo-kassar og listheim-
spekin á byrjunarreit
Fyrirlestur Dantos, „Listheimurinn“, vek-
ur enn umræður og sjálfur segist höfund-
urinn hafa orðið var við aukinn áhuga síð-
ustu ár. Margir velta því fyrir sér hvað
kveikti þessa umræðu á sínum tíma um
grunneðli listaverksins, um afstöðuna og
mörkin milli listar og veruleika. Danto segist
raunar hafa verið að rifja upp efni hans og
velta því fyrir sér á ný.
„Fyrirlesturinn fjallaði um það hvernig
hversdagslegir hlutir sem við sjáum úti í búð
eða heima hjá okkur eða hvar sem er geta
orðið að listaverki við það eitt að listamaður
setur þá í það samhengi. Meginspurningin
var sem sé sú hvers vegna einn hlutur er
listaverk en ekki annar sem þó er alveg eins.
Þessi spurning opnaði mér alveg nýja heim-
spekilega sýn á listina.“
Það var Brillo-kassi Andys Warhols sem
vakti með Danto þessar vangaveltur en hann
var sýndur á frægri sýningu í New York ein-
mitt þetta sama ár, 1964. Brillo-kassi War-
hols var nákvæm eftirlíking af verksmiðju-
framleiddum kössum undir Brillo-sápu,
nema hvað kassi listamannsins var gerður úr
krossviði og málaður en hinir úr pappa með
áprentuðu vörumerki.
„Listheimspekin var komin á byrjunar-
reit, að mér fannst,“ heldur Danto áfram.
„Þessarar spurningar hafði aldrei verið
spurt áður því allt fram á sjöunda áratuginn
var gengið út frá því sem vísu að listaverk
væru aðgreinanleg frá öðrum hlutum og
hefðu skýrt afmarkaða fagurfræðilega skír-
skotun. En Brillo-kassinn var listaverk sem
leit út fyrir að vera hversdagslegur, venju-
legur pappakassi. Ég held að þetta hafi
breytt listheimspekinni. Augu manna opn-
uðust fyrir því að meginviðfangsefni hennar
voru ekki lengur hin sömu og þýska hug-
hyggjan glímdi við á nítjándu öld.“
Listin verður
að heimspeki
Hugtak Dantos um „listheiminn“ á ekkert
skylt við þann listheim sem heimspekingar á
borð við David Dickie hafa leitt af því í svo-
kallaðri stofnanakenningu um list. Í henni er
fjallað um listheiminn sem valdastofnun þar
sem þeir sem skapa listina og fjalla um hana
með einhverjum hætti ráða því hvað er list
og hvað ekki. Listheimurinn er þannig lok-
aður og óaðgengilegur.
Hugtak Dantos vísar til listaverkanna sem
slíkra og listasögunnar sem þau skapa sem
heild. Öll listaverk eiga það eitt sameiginlegt
að tengjast með einum eða öðrum hætti list-
heimi, það er að segja viðurkenndri kenni-
setningu um listina eða listasögunni. Segja
má að listheimurinn sé orðræða listarinnar
þar sem ný verk og nýjar hugmyndir eru sí-
fellt að breyta sýn okkar á listina og aðra
hluti. Þannig getur þróun innan listarinnar í
dag orðið til þess að við verðum tilbúin til að
viðurkenna eitthvað sem list sem við vildum
ekki líta þeim augum áður. Setji listamaður
klósettskál inn í listgallerí og kallar það list
þá er það list ef og aðeins ef það hefur ein-
hverja listsögulega merkingu, ef það á með
öðrum orðum heima í listheiminum.
En hugmyndir Dantos um listasöguna og
þetta samtal milli ólíkra verka og viðhorfa
innan listheimsins áttu eftir að taka óvænta
stefnu.
Eftir fyrirlesturinn fræga árið 1964 beind-
ist áhugi Dantos æ meir að listum og list-
heimspeki þótt hann héldi áfram að kenna
grundvallaratriði hefðbundinnar rökgrein-
ingarheimspeki við Columbia-háskólann.
Hann gaf samt ekki út sína fyrstu bók um
þetta áhugamál sitt fyrr en árið 1980 og hét
hún Ummyndun hins hversdagslega (Trans-
figuration of the Commonplace). Í grein sem
hann birti réttum tuttugu árum eftir að hann
flutti fyrirlesturinn var hann enn með hug-
ann við Brillo-kassa Warhols. Greinin, sem
vakti gríðarlega athygli og sterk viðbrögð,
hét „Endalok listarinnar“ („The End of
Art“) en í henni segir Danto: „Það er ekkert
sem bendir til þess lengur að frekari söguleg
þróun muni eiga sér stað í listinni.“ Kenning
Dantos var sú að listin eins og við þekktum
hana væri komin að endalokum sínum þar eð
hún hefði breyst í heimspeki með verkum á
borð við Brillo-kassann.
„Listin var farin að spyrja heimspekilegra
spurninga um eðli sitt sem ég tel að heim-
spekingar hefðu aldrei getað spurt að fyrra
bragði. Og þegar listin er farin að snúast um
þessar heimspekilegu spurningar umfram
allt annað þá tel ég að listin eins og við
þekktum hana sé ekki lengur til, hún hafi
breyst í heimspeki. Ég kallaði þetta endalok
listarinnar sem margir hafa tekið óstinnt
upp.“
Allt leyfilegt en engir meginstraumar
En hvað hefur gerst eftir „endalok list-
arinnar“? Danto segist telja að kenning sín
hafi verið rétt og það sem sé að gerast í sam-
tímalistum sé staðfesting á því.
„Við lifum á tímum gríðarlegrar fjöl-
hyggju. Ég held að annað eins hafi aldrei
Arthur C. Danto er einn áhrifamesti listheimspekingur
samtímans og frægur fyrir að hafa stöðvað listasög-
una með einni setningu. ÞRÖSTUR HELGASON hitti
Danto að máli er hann var viðstaddur opnun Erró-
safnsins fyrr í sumar. Í samtalinu var víða komið við en
Danto lýsti meðal annars eins konar pattstöðu milli
rökgreiningarheimspekinnar og póstmódernismans
og sagði álit sitt á stöðu listarinnar og hlutverki list-
gagnrýnandans sem hefur breyst á síðustu áratugum.
Morgunblaðið/Arnaldur
Arthur Danto
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001