Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Page 5
þekkst, en á hinn bóginn er ekki mögulegt
að halda einhverri ákveðinni stefnu eins og
ástandið er. Mér virðist að engar listastefn-
ur eða hugmyndahreyfingar hafi þrifist eftir
að sjöunda áratugnum lauk. Poppið, naum-
hyggjan og hugmyndalistin ríktu þá en síðan
hafa engir meginstraumar legið um listheim-
inn. Við höfum haft allt og ekkert, en enga
meginstrauma. Allt í þeim skilningi að það
er allt leyfilegt. Ekkert í þeim skilningi að
það er engin hugmyndafræði, engar stefnu-
yfirlýsingar.
Ég ræddi nýlega við einn af útgefendum
bandaríska listatímaritsins Art Forum en ég
sit í ritnefnd þess. Hann spurði mig álits á
ritstjórnarstefnu blaðsins. Ég sagði honum
að hún væri eins og hún ætti að vera hjá
blaði sem fjallar um listir í dag. Art Forum
væri ekki eins framsækið og áberandi og það
hefði verið á sjöunda áratugnum þegar það
tók skapandi þátt í fræðilegri umræðu og
átti stóran þátt í að móta samtímalist en það
væri heldur ekki mögulegt að halda úti slíkri
ritstjórnarstefnu nú.“
Póstmódernismi stíll en ekki ástand
Þetta ástand fjölhyggju þar sem meginlín-
ur hafa máðst burt hafa sumir kennt við
póstmódernisma. Danto vill frekar kenna
ástandið við endalok sögunnar, það sem
kemur eftir að sögulegri eða hugmyndasögu-
legri þróun lýkur og ekki er hægt að sjá
fram á að geta útskýrt ríkjandi ástand eða
hvert stefnir.
„Það voru þeir tímar að við töldum okkur
geta náð utan um sögulega strauma í sam-
tíma okkar en nú virðist ríkja alger ring-
ulreið. Ég lít á póstmódernisma sem ákveð-
inn stíl sem kom fyrst fram í arkitektúr en
svo einnig í hugvísindum og listum. Afbygg-
ingin er hugmyndafræðileg undirstaða hans
og einkennist af efasemdum um sannleiks-
hugtakið og afstæðishyggju. Þessi hugsun-
arháttur hefur orðið ákaflega áhrifamikill á
undanförnum áratugum. Póstmódernistar
líta til dæmis á vísindin sem aðeins eina leið
til þess að lýsa heiminum en ekki endilega
þá réttu. Þeir sjá pólitískt og félagslegt vald
í öllum samskiptum manna. Þeir vilja fletta
ofan af hvers konar hugmyndum og valdi
sem hefur orðið viðtekið, sem hefur fest sig í
sessi. Ég lít á þetta sem eina ákveðna leið til
þess að glíma við samtímann, fjölhyggjuna
sem ríkir eftir að sögunni lauk. Póstmódern-
ismi er því hugsunarháttur eða stíll en ekki
ástandið eins og það er í heild sinni.“
Eins og áður sagði er Danto einn þeirra
sem hefur reynt að brúa bilið milli bresk-
bandarískrar rökgreiningarheimspeki og
meginlandsheimspeki sem póstmódernismi
telst til. Hann segir að þarna á milli ríki stöð-
ug togstreita.
„Heimspeki er síðasta vígi sannleikans, að
minnsta kosti meðal hugvísinda. Hún hefur
staðið gegn póstmódernismanum, kannski
sjálfri sér til tjóns. Bandarísk rökgreining-
arheimspeki hefur aldrei tekið í sátt fræði-
menn á borð við franska heimspekinginn og
afbyggingarsinnann Jacques Derrida eða
landa hans Jean-François Lyotard og Jean
Baudrillard. En þótt rökgreiningarheimspek-
ingar hafi sett sig á háan hest gagnvart póst-
módernistum hafa þeir hvorki komist lönd né
strönd í eigin fræðum á undanförnum árum.“
Það ríkir því eins konar pattstaða í heim-
speki samtímans og Danto hlær við:
„Já, þetta eru skondnir tímar. Í heimspeki
er samt sem áður enn að finna ákveðna virð-
ingu fyrir rökum, skýrleika og réttu og
röngu. Sjálfur trúi ég því að það sé hægt að
hafa rétt fyrir sér um einhvern hlut, alveg
eins og það er hægt að vaða í villu og svíma.
Ég tel til að mynda að greining mín, ef svo
frómt má að orði kveða, á samtímalist og
heimspeki í dag sé rétt. Hún er ekki bara út-
legging mín, heldur tel ég hana sanna. Að
mínu mati hefur hún verið staðfest. Það er
ekki beinlínis póstmódernísk afstaða að halda
þessu fram. Það er háheimspekileg afstaða.“
Spennandi tímar
fyrir listgagnrýnendur
Danto fékkst jöfnum höndum við önnur
hefðbundin umfjöllunarefni heimspeki en
listina allt fram á níunda áratuginn er hann
tók að skrifa listgagnrýni fyrir bandaríska
tímaritið The Nation. Síðan hefur hann ein-
beitt sér að umfjöllun um samtímalist en það
þýðir þó ekki að hann sé hættur að fást við
heimspeki.
„Ég hef ekki sagt skilið við heimspekilegan
uppruna minn þótt ég hafi snúið mér að list-
gagnrýni. Ég bjóst reyndar aldrei við því að
ég yrði gagnrýnandi. Það kom til fyrir hreina
heppni árið 1984 er ég skrifaði fyrstu grein-
ina mína fyrir The Nation. Ég varð strax hug-
fanginn af þessu formi og því að glíma við
samtímalist í deiglunni. Og þetta eru líka svo
spennandi tímar fyrir listgagnrýnendur. Það
er ekki hægt að skrifa gagnrýni með sama
hætti nú og á sjöunda áratugnum. Það er
ekki hægt að halda því fram í gagnrýni nú að
eitthvert verk sé ekki list. Maður verður að
gangast við fjölhyggjunni. Þetta er allt list
sem verið er að sýna en spurningin er hvern-
ig, á hvaða hátt tiltekið verk er list. Það er
umfjöllunarefni gagnrýni minnar. Það má
því segja að ég sé að hagnýta heimspeki-
legar kenningar mínar um endalok listarinn-
ar í skrifum mínum fyrir The Nation.“
Danto kímir þegar hann segist raunar
telja það hollt fyrir listheiminn að það sé
maður eins og hann að skrifa gagnrýni.
„Ég fylgi engum kennisetningum um það
hvert listin á að stefna en ég er að vinna út
frá ákveðinni heimspekilegri sýn. Ég reyni
að líta verkin hlutlausum augum og ná utan
um hugsunina sem þau vilja tjá. Ég stend
ekki og bendi. Við erum stödd í lokakafla
ævintýrisins: Köttur úti í mýri setti upp á
sig stýri, úti er ævintýri.“
Góð list og vond en ekki rétttrúnaður
En getur listgagnrýnandi ekki bent á hvað
er góð list og hvað vond þótt hann geti ekki
lengur bent í höfuðáttirnar og vísað veginn í
hugmyndafræðilegum eða fagurfræðilegum
skilningi? Danto segir engan vafa leika á því.
„Að þessu leyti er ástandið þó líka öðruvísi
nú en það var á sjöunda áratugnum, einkum
í New York þar sem allir voru að leita að
hinu fullkomna formi listarinnar. Hvaðeina
sem ekki samræmdist hugmyndum speking-
anna um fullkomið form fékk hárin til að rísa
á höfðum þeirra, það lá við galdrabrennum á
Union Square. Rétttrúnaður af þessu tagi
þekkist ekki lengur. Við gerum vissulega
enn greinarmun á góðri list og vondri – og
þá aðeins á forsendum tiltekins verks en
ekki einhverrar kennisetningar – en það er
allt gjaldgengt í þeim skilningi að það er allt
list sem menn vilja kalla því nafni. Að mínu
mati verður að vera hægt að gera þennan
greinarmun á góðri list og vondri. Og í því
liggur munurinn á gagnrýni minni og póst-
módernista en meðal þeirra hefur hugmynd-
in um gæði enga merkingu.“
Pólitísk afstaða enn möguleg
Danto telur að hugmyndin um að listin
eigi að hafa samfélagslegt hlutverk eða sið-
ferðilegan boðskap sé einnig gjaldgeng enn í
dag, þótt margir vilji halda fram hinu gagn-
stæða.
„Ég held að þessi hugmynd um samfélags-
legt hlutverk listarinnar hafi ekki farið úr
tísku. Ég tel til að mynda Erró ágætt dæmi
um listamann sem lítur svo á að hann hafi
ákveðnu hlutverki að gegna í samfélaginu.
Verk hans hafa sterka vísun í samtímapóli-
tík. Á sjöunda áratugnum voru uppi mun há-
leitari hugmyndir um hlutverk listamanns-
ins, hann átti ekki að fást við pólitík heldur
leita hins hreina og sanna í listinni. Á átt-
undaáratugnum varð hugmyndin um sam-
félagslegt hlutverk meira áberandi, senni-
lega vegna áhrifa frá femínismanum sem
innleiddi pólitískari hugsun í listina. Með
aukinni fjölhyggju á síðari hluta áttunda
áratugarins virtist líka skorta á gagnrýnin
og pólitísk viðhorf. Listheimurinn varð að
vera móttækilegur fyrir þeim, að margra
mati, og það var þrýst á um það um leið og
aðrir streittust á móti. Þetta hefur ekki
breyst mikið, möguleikinn á að taka pólitíska
eða samfélagslega afstöðu er enn til staðar.“
Enn að læra
Danto skrifar enn gagnrýni í The Nation.
Nýjasta bókin hans, Guðsmóðir framtíðar-
innar: Ritgerðir úr listheimi fjölhyggjunnar
(The Madonna of the Future: Essays in a
Pluralistic Art World, 2000), geymir gagn-
rýni sem birtist í tímaritinu á árunum 1993
til 1999, en flestar bækur hans síðustu ár
hafa verið greinasöfn af þessu tagi.
Hann fæst og enn við heimspeki. Hann
segist óhræddur við að halda því fram að
hann hafi verið þó nokkuð framsækinn heim-
spekingur á sjöunda áratugnum en hann sé
það kannski ekki lengur, að minnsta kosti
ekki í sama mæli enda sé hann nokkrum ár-
um eldri eins og gengur. Hann líti þó eigi að
síður enn á sig sem heimspeking.
Hann hefur ekki kennt við Columbia-há-
skólann síðustu ár en segist mjög ánægður
með að nýlega hrinti skólinn af stað netverk-
efni þar sem næstum fjörutíu ára gamall fyr-
irlestur hans um listheiminn er notaður sem
umræðugrundvöllur á námskeiði um list og
hugmyndafræði sjöunda áratugarins.
„Mér þykir þetta mjög áhugavert enda
skil ég sjálfur ekki enn hvað gerðist ná-
kvæmlega á sjöunda áratugnum. Það var
tekið viðtal við mig um fyrirlesturinn fyrir
þennan kennsluvef sem varð til þess að ég
fór að hugsa um hann og þennan tíma aftur.
Ég er því enn að reyna að skilja hvað gerð-
ist.“
„Ég fylgi engum kennisetningum um það hvert
listin á að stefna en ég er að vinna út frá
ákveðinni heimspekilegri sýn. Ég reyni að líta
verkin hlutlausum augum og ná utan um
hugsunina sem þau vilja tjá. Ég stend ekki og
bendi. Við erum stödd í lokakafla ævintýrisins:
Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri, úti er
ævintýri.“
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 5
trhe@mbl.is