Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Page 6
Morgunblaðið/Sigurður Jökull Eitt verka Max Cole sem nú er til sýnis í i8. B ANDARÍSKA listakonan Max Cole hefur aldrei farið troðnar slóðir í listsköpun sinni. Hún hefur staðið bjargföst við þá sannfæringu sína að hægt sé að skila heimi tilfinninga og and- legrar reynslu til umhverfisins í gegnum myndlist. Í einni þeirra fjölmörgu bóka sem gerðar hafa verið um list Cole segir hún m.a.: „Leitin að merk- ingu hefur verið til staðar í öllum menninga- heimum allt frá því vitundin vaknaði sem lík- lega ber vott um frumþörf mannsins til þess að takast á við hið óþekkta og fá innsýn inn í óend- anleikann. Á tímum tæknivæðingar er afar mikilvægt að tjá sameiginleg gildi mannsand- ans og listin er það einkenni sem skilgreinir mennskuna.“ Max Cole reynir að nálgast merkingu tilver- unnar í gegnum málverkin sín og efniviður þeirra er huglægs eðlis, þar sem næsta ómögu- legt er að skilgreina hann í orðum. Þó leiða samræður við hana fljótt í ljós að rökhugsun er ekki veigaminni þáttur í listsköpun hennar en innsæi og andlegt viðhorf. Cole er afar hógvær og hlýleg í viðmóti, en hefur þó mjög eindregnar skoðanir á hlutun- um. Hún tekur það t.d. fram í upphafi viðtals að henni finnist skrif um myndlist alltof oft forðast að takast á við þann innri veruleika sem myndlistin snýst um og þess í stað snúast um eintómar lýsingar á verkunum. Þær hafi þó ekkert vægi í umfjöllun um list. Það sem máli skipti sé að koma auga á þann veruleika sem liggur handan verkanna því þar er hið raun- verulega innihald þeirra. „Hinn efnislegi þátt- ur verkanna er vissulega hluti þeirra, en hann er þó einungis leið að innihaldinu. Listir eiga mikið sameiginlegt með öðrum mikilvægum sviðum mannlífsins hvað innihaldið varðar; svo sem bókmenntum, eðlisfræði og stærðfræði,“ segir Cole. „Enda stefna allar framfarir á þess- um sviðum í sömu átt – í áttina að því heim- spekilega.“ Egóið bælir innsæi manns Sjálf segist hún vera afskaplega mikill ein- fari við vinnu sína og finni oft til feimni þegar hún þarf að tjá sig um verkin, en henni finnist það þó nauðsynlegt: „Ég veit ekki hvort það er hægt að tjá innihald málverks í orðum,“ segir hún, „en mér finnst maður þurfa að gera til- raun til að nálgast það á grundvelli heimspeki- legrar og vitsmunalegrar hugsunar, auk innsæis. Sú hugmynd, sem oft heyrist meðal listamanna, að það sé bara hægt að vinna að listinni án þess að spyrja sjálfan sig hvað liggi þar að baki, er afar takmarkandi því slíkt ferli lýsir aðeins einum þætti mennsku okkar. Að mínu mati skiptir heildin öllu máli, vitsmunir okkar, andinn og innsæið – það er ekki hægt að útiloka neinn þátt þegar maður leitar svara. Slíkt bæri vott um hreina undanlátssemi sem er til þess eins fallin að þjóna eigin hagsmun- um. Við verðum að huga að mikilvægi sjálfsins í sem víðustu samhengi, því í rauninni hefur sjálf einstaklingsins afar litla þýðingu. Mér hefur í það minnsta aldrei fundist eins og mín augnabliksangist geti haft mikið vægi fyrir mannkynið,“ segir Cole og hlær. Cole segist því reyna að útrýma eigin egói í vinnuferli sínu. Ef það væri inni í myndinni þá myndi hún ekki geta hafið sig yfir sjálfa sig með tilliti til ólíkra þátta vinnunnar í langan tíma. „Ég er þess líka fullviss að egóið hafi til- hneigingu til þess að bæla innsæi manns og sé Þrándur í götu andlegrar könnunar af flestu tagi. Það vinnuferli sem ég hef tamið mér á ýmislegt skylt við Zen-hugleiðslu og krefst þess að ég haldi mikilli einbeitingu í langan tíma við hverja einustu pensilstroku. Ég er ekki viss um að það sé hægt ef maður lætur stjórnast af tilfinningum sínum og þess vegna ýti ég egóinu til hliðar. Enda veit ég manna best að þegar mér tekst ekki að hverfa frá sjálfri mér, þá mála ég ekki góðar myndir. Og jafnvel þegar mér tekst að búa til verk sem eru óskaplega fullkomin frá tæknilegu tilliti, þá eyðilegg ég þau vegna þess að tæknin ein og sér kemur í veg fyrir að ég nái þeim hughrifum sem ég sækist eftir.“ Vill ekki bæta við meðal- mennskuna í heiminum Hér skýtur blaðamaður því inn í að flestir myndlistarmenn telji sig skapa sín bestu verk þegar þeir nái sambandi við sinn innri mann. Cole hlær og hefur augljóslega heyrt þessa fullyrðingu áður. „Ég þarf ekki að ná sambandi við sjálfa mig, heldur við málverkið,“ svarar hún ákveðin. Mælikvarðinn á það hvort mál- verk er gott eða vont felst að mínu mati í því hvort málverkið býr yfir sínu eigin lífi. Þegar vinnunni við það er lokið verður verkið að búa yfir eigin viðveru, ef hægt er að komast þannig að orði um dauðan hlut. Allt frá því að ég byrj- aði að mála hef ég vitað hvenær ég næ þessu fram og hvenær mér mistekst. Ef málverk býr ekki yfir þrótti og eigin lífi þá get ég ekki séð að neitt réttlæti tilvist þess og eyðilegg það. Því ef þróttinn skortir þá dregur verkið úr áhrifum listarinnar sem heildar og gerir ekk- ert annað en að bæta við meðalmennskuna í heiminum. Listamenn eiga því hreint ekki að leyfa verkum sem eru innantóm að lifa,“ segir Max Cole yfirlætislaust, þrátt fyrir þungann í þessari sannfæringu. Aðspurð hvort hún hefði ef til vill jafn mik- inn áhuga á sköpunarferlinu sjálfu eins og á fullunnu verki, svarar hún neitandi. „Ferlið er þegar allt kemur til alls ekkert nema leið að ákveðnu markmiði. Þegar upp er staðið hlýtur markmiðið að vera að komast í tengsl við ein- hvers konar óendanleika eða takmarkaleysi, eitt andartak. Sumir myndu halda því fram að guðdómurinn felist í því andartaki. En þar er í öllu falli fólgið eitthvað sem er handan við þau mörk sem móta okkar daglega líf. Ferlið er því einungis verkfæri og lítilvægt sem slíkt. Vegna þess hve vinnan við verkin mín er tímafrek spyr fólk mig alltaf um hugtök á borð við tím- ann. Mér finnst þó ekki að sá tími sem fer í sköpunina hafi neina þýðingu sem slíkur. Það sem er skapað á augnabliki hefur ekki endilega minna gildi en það sem búið er að liggja yfir í langan tíma. Sem dæmi má nefna Sumie-mál- verk sem sköpuð eru með einni pensilstroku en fela þó í sér ótrúlega einbeitingu. Áhrif þess LISTIN SKILGREINIR MENNSKUNA Max Cole, sem kom hing- að til lands til að vera við- stödd opnun sýningar sinnar í i8 sl. fimmtudag, hefur allt frá unga aldri lagt stund á myndlist sem kennd hefur verið við minimalisma og hug- myndalist. Í samtali við FRÍÐU BJÖRK INGVARS- DÓTTUR segist hún hafa fundið sig knúna til að véfengja öll viðurkennd gildi málaralistar og vinna aðeins með þau sem þjónuðu hugmynda- fræðinni að baki hennar eigin verkum, burtséð frá hefðinni. Morgunblaðið/Sigurður Jökull„Ég lærði strax á unga aldri að ég yrði að skoða minn innri mann til að takast á við umhverfið,“ segir Max Cole, en myndir hennar bera þeirri hugsun glöggt vitni. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.