Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Qupperneq 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001
Þ
AÐ er ánægjulegt að fá aftur tæki-
færi til að fjalla um danska mál-
arann, myndhöggvarann, rithöf-
undinn, skáldið, kvikmynda-
leikstjórann, jarðfræðinginn og
landkönnuðinn Per Kirkeby, því
svo vill til að höggmyndir hans,
teikningar og þrykkmyndir voru
endur fyrir löngu fyrsta verkefni mitt sem sýn-
ingastjóra. Með þeirri sýningu hófust einnig
kynni mín af þessum merka og mæta manni
sem sagði mér, næst þegar við hittumst, að Ís-
lendingar væru sitt eftirlæti, eftir að íslensk
flugvél bjargaði honum og félögum hans úr lífs-
háska á Grænlandi þar sem þeir voru inniluktir
og matarlausir í heiftarlegu aftakaveðri.
Staddir í blindbyl hvar ekki sást út úr augum
reyndu félagarnir að ná talstöðvarsambandi við
hina ýmsu björgunarflokka, á Grænlandi, í Kan-
ada og víða annars staðar á norðlægum slóðum
þar sem þeir væntu ásjár. Allt kom þó fyrir ekki
og hvarvetna var þeim synjað um hjálp vegna
þess að enginn treysti sér til að fljúga við þau
óblíðu skilyrði sem biðu manna í fjörðum Aust-
ur-Grænlands, í stórhríð við vetrarbyrjun. Úr-
kula vonar um björgun hugkvæmdist þeim þó
að reyna við Reykjavíkurflugvöll sem raunar
var næst áfangastað.
Þaðan heyrðist hæglát flugmannsrödd sem
bað þá að bera hafurtask sitt, tjöld, svefnpoka
og aukaklæðnað út á ísinn í fjarðarbotninum,
búa þar til tvær tvö hundruð metra raðir og
kveikja í öllu saman eftir á að giska tuttugu til
tuttugu og fimm mínútur. Með erfiðismunum
tókst sársvöngum og vondaufum leiðangurs-
mönnunum að fylgja fyrirmælunum úr flug-
turninum í Reykjavík og skömmu síðar heyrðu
þeir miklar vélardrunur gegnum kófið og hvass-
viðrið. Niður úr skýjunum steypti sér drunga-
legur skrokkur þristsins – en svo voru vélar
Flugfélags Íslands og Flugmálastjórnar af
DC-3-gerðinni almennt nefndar – og renndi sér
eftir logandi brautarkyndlunum með skerandi
hemlavæli, titringi og rassaköstum.
Út úr vélinni þustu nokkrir menn með ull-
arvoðir, kaffibrúsa og brennivínstár og hjálpuðu
Kirkeby og félögum um borð. Flugvélin var aft-
ur komin á loft um tíu mínútum síðar. Þegar
listamaðurinn og landkönnuðurinn hélt fram í
flugstjórnarklefann til að þakka lífbjörgina
brosti alskeggjaður flugstjórinn hæverskur og
bauð Kirkeby að þakka sér sjálfum. „Ég hef
lengi haldið því fram að þessar rellur gætu vel
lent á tvö hundruð metra braut,“ kvað flugmað-
urinn, „þó að þær séu gerðar fyrir fjögur hundr-
uð metra, en nú fyrst fékk ég tækifæri til að
sanna mitt mál.“
Kirkeby sagðist hafa verið orðlaus yfir svo yf-
irlætislausri hetjulund og eftir það hafi hann
aldrei verið í vafa um hvaðan víkingarnir væru
ættaðir. Sjálfur gæti hann verið Íslendingur,
látlaus og gagnorður, með óvenjumikla og lif-
andi frásagnargáfu. Það þarf víst ekki að taka
það fram að Per Kirkeby er þekktasti núlifandi
listamaður Norðurlanda og til skamms tíma eini
heimsfrægi Skandinavinn í hinum alþjóðlega
myndlistarheimi. Að vísu má segja að frama
sinn eigi hann að nokkru leyti að þakka hinum
skilvirka, þýska gallerista, Michael Werner í
Köln, sem Kirkeby segir að hafi bjargað sér
ungum á ögurstund undan skipulagsleysi og
flatneskju danska listkerfisins.
En þótt Kirkeby, rétt eins og flestir íslenskir
kollegar hans, yrði að stóla á frægð og frama er-
lendis varð hann aldrei þýskur í anda heldur
varðveitti sérdönsk einkenni sín, auk þess sem
hann hélt áfram að búa í Danmörku. Eins og
hann getur sjálfur í Bravura, einu merkasta og
mest upplýsandi ritgerðasafni sínu, frá 1981,
urðu á vegi hans tvenns konar forboðnir ávext-
ir. Annað var lokkandi fágunin – elegansinn –
sunnan Alpa, sem einkum kom fram í verkum
ítalska listamannsins Mario Merz. Hitt kallar
Kirkeby kjarneplin hrjúfu; hinn smekklausa ex-
pressjónisma félaga síns, Þjóðverjans Georg
Baselitz.
Honum hugnaðist hvorugur kosturinn heldur
kaus að draga ályktanir af þeim teimur mál-
urum sem hann fjallar einnig um í Bravura með
einstaklega glöggskyggnum og persónulegum
hætti; þeim Claude Monet og Jackson Pollock.
Það er ekki að ófyrirsynju sem Kirkeby nefnir
þessa tvo málara, feður hins óformræna,
óskipta abstraktmálverks og tortímendur mó-
tífsins. Sjálfur er hann sprottinn af þessum
meiði og það sem meira er, hann setur málverk
sitt í beint samband við náttúruöflin. Svo enn sé
vitnað í orð Kirkeby í sama riti þá hafnar hann
því að til sé eilíft og ævarandi samræmi, eða
endanleg kerfisbinding. Náttúrusagan er að
hans mati engin vísindi. Allt skipulag er til
bráðabirgða og ný tegund reglu gengur ekki í
virkt samband við fyrri kerfi. Hann segir þetta
vera sína dýpstu sannfæringu, og sanna sig
hvarvetna í raun í trássi við allar óvandaðar
kenningar og heimspekiraus.
Það má nefnilega ekki gleyma því að Kirkeby
er menntaður jarðfræðingur sem hefur skoðað
virkni náttúrunnar í stóru og smáu. Eldvirkni,
jökulrof og veðrun eru honum augljós teikn um
að ekkert er varanlegt. Þessi skilningur er ef til
vill sá einstaki þáttur sem gerir hann svo „ís-
lenskan“, ef svo mætti að orði komast. Banda-
ríski listfræðingurinn Donald Kuspit benti
réttilega á þá landlægu afstöðu Íslendinga, þeg-
ar hann fjallaði um list Jóhanns Eyfells mynd-
höggvara, að menning vær hálfgert mannanna
kák sem kæmi fyrir lítið þegar náttúran ræskir
sig. En því má við bæta að slík afstaða er dæmi-
gerð fyrir bændur og afkomendur þeirra.
Per Kirkeby fæddist í Kaupmannahöfn árið
1938. Frá 1957 til 1964 lagði hann stund á líf-
fræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Árið
1958 hélt hann í sinn fyrsta af fjölmörgum leið-
angrum til Grænlands. Árið 1963 komst hann til
Peary Land, nyrsta odda Grænlands. Í byrjun
8. áratugarins kannaði hann Maya-rústir í Mið-
Ameríku og Sovétríkin, en síðan hefur hann
ferðast út um allan heim, og einkum gert sér far
um að kanna lítt þekktar slóðir.
Frá 1962 til 1964 var hann nemandi í hinum
áhrifaríka Listtilraunaskóla – Den
Eksperimenterende Kunsskole (Eks) – í Kaup-
mannahöfn, sem stofnaður var fyrir tilstilli Poul
Gernes og Troels Andersen. Þar lagði hann
einkum stund á málaralist, grafík, kvikmynda-
gerð og gjörninga. Á árunum 1966 til 1967 var
Kirkeby staddur í New York, þar sem hann tók
meðal annars þátt í gjörningum með hinu
þekkta gjörninga- og myndbandapari Nam
June Paik og Charlotte Moorman og gerði
fyrstu múrsteinshöggmynd sína. Þá hafði hann
þegar haldið sínar fyrstu einkasýningar, gefið
út fyrsta ljóðasafn sitt – Copyright – og tekið
þátt í gjörningavöku í Kaupmannahöfn með
Joseph Beuys, Henning Christiansen og skóla-
bróður sínum og kollega Bjørn Nørgaard.
Árið 1974 hélt Kirkeby fyrstu einkasýningu
sína hjá Michael Werner, hinum þekkta gall-
erista í Köln. Sama ár kom út ritgerðasafnið
Flyvende blade – Dreyfirit – og tökur hófust á
fyrstu 35 millímetra kvikmynd listamannsins,
Án titils. 1999. Blönduð tækni í olíu á masonít-plötu. 122 x 122.
Án titils. 1999. Blönduð tæk
LISTAMAÐUR HINNA
FULLORÐNU
Í Listasafni Akureyrar verður í dag opnuð sýning á verkum danska listamannsins
Per Kirkeby og stendur hún til 16. september. HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON
skrifar um kynni sín af þessum merka myndlistarmanni og list hans.