Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 9
Hægt koma blómin í heimsókn
hægt eins og þú komir langa
leið eftir hallandi heiði
hvarflir auga til sólar
haldir svo áfram engi
sem anga af vori og grösum,
hægt koma blómin af heiði
og horfa með þér yfir ána
þangað sem fjöllin fylla
fangbreiðan himin af ilmi
og hverfa til sumars og sólar
með sandgráa fjöru í spori,
hægt koma blómin í heimsókn
með heiðar og vötn og lyngið
fyllir augu þín ennþá
ógnlausri stundu sem kemur
með blænum í heimsókn og ber þér
brennandi þrá til lífsins,
þér sem átt aðeins eftir
að eignast þá jörð að vini
sem bíður með bros af sóley
og blikandi dögg á gulum
fífli sem fylgir þér, kveður
og fer svo með öðrum blómum.
(Dagur af degi, 1988.)
Miðleitin kallast ljóð sem hverfast um einn efniskjarna, eina hugmynd, í knöppuformi, í hnitmiðuðu máli. Útleitin ljóð eru aftur á móti þannig að ein myndkviknar af annarri og svo koll af kolli: „Þær hrannast upp og leita skipulags í
öðrum og opnari byggingarmáta en hið knappa ljóð hefur“ (Óskar Halldórsson). Því
er freistandi að kalla þetta ljóð Matthíasar útleitið, en ljóð fylgja ekki alltaf skilgrein-
ingum bókmenntafræðinga. Hin markvissa endurtekning „hægt koma blómin í heim-
sókn (af heiði)“, og reyndar einnig á orðinu heimsókn, kallar hug lesandans aftur til
upphafsins og tengir efnisþætti ljóðsins fastar saman en oftast er í útleitnu ljóði.
Ljóðið er þulukennt og mælskuþrungið án málalenginga, og þau áhrif verða sterkari
af því að málsgreinar eru ekki aðgreindar með punktum og upphafsstöfum, heldur
einungis með fjórum kommum, – líkt og ein samfelld lota. Stuðlasetning er hefð-
bundin og hrynjandi næsta regluleg, þrír bragliðir í vísuorði (auk forliða sums stað-
ar), þríliður fyrst og tvíliður í lokin, en á milli ýmist þrí- eða tvíliður, – rím ekkert.
Mælandi ljóðsins gerir ekki vart við sig, en ávarpar lesandann þráfaldlega í annarri
persónu, laðar hann til fylgdar við sig og lætur hann sjá og skynja sýn sína, og þannig
verður „þú“ eins konar „ég“. Þetta er svona bragð til að gera lesandann að fyrstu per-
sónu ljóðsins. Reyndar getur „þú“ ljóðsins allt eins verið þjóðin, íslensk þjóð sem
fagnar hinni hverfulu heimsókn gróðurs og sumars.
Ljóðið sýnir einstaklega næma náttúruskynjun skáldsins (sem við þekkjum reyndar
úr mörgum öðrum ljóðum Matthíasar) – og um leið lífsfögnuð, eins og lögð er áhersla
á með heiti þess. Lykilhugtök virðast mér vera hverfulleiki og ferð sem birtist í heim-
sókn en það orð undirstrikar einmitt hverfulleikann. Heimsókn er ekki varanleg.
Birting blómanna er eins og hæg ferð sem tengist vegferð mannsins. Maður og gróð-
ur ferðast saman, blómin horfa með manninum „yfir ána“. Streymandi vatn er lífs-
tákn um fram allt og því líta maður og blóm saman það líf sem þau eru hluti af. En
það eru ekki einungis maðurinn og blómin sem hreyfast í þessu ljóði, heldur allt.
Jafnvel fjöllin. Unaðslega falleg er myndhverfingin af fjöllunum sem „fylla / fang-
breiðan himin af ilmi / og hverfa til sumars og sólar / með sandgráa fjöru í spori“. Og
rétt þykir mér að taka sérstaklega eftir sögninni hverfa, því að allt er hér hverfult um
leið og það „ber þér / brennandi þrá til lífsins“.
Við vitum mæta vel að allt er hverfult, líka hin íslensku blóm sóley og fífill, sem ung-
lingar Reykjavíkur keppast nú við að slátra sem óðast með drynjandi vélorfum. Von-
andi eiga þeir þó eitthvað enn af lífsþránni brennandi, sem skáldið telur að berist okk-
ur eðlilega í „ógnlausri stundu sem kemur / með blænum í heimsókn“. Og kemur þá
að aðvörun mælandans mitt í lífsfögnuðinum sjálfum: þrátt fyrir dýrmæta heimsókn
gróðursins átt þú (ég, við, þjóðin) „eftir / að eignast þá jörð að vini/ sem bíður með
bros af sóley“. Og hér er ekki úr vegi að gefa sérstakan gaum að sögninni bíður. Með
jarðvináttu má gera hverfulleikann að varanleika, – með því að tryggja sífellda end-
urtekningu hinnar dýrmætu heimsóknar.
Og loks breytist fögnuður þessa næma ljóðs í fögnuð yfir þessu næma ljóði.
MATTHÍAS JOHANNESSEN
FÖGNUÐUR
LJÓÐRÝNI
N J Ö R Ð U R P . N J A R Ð V Í K
m
r
-
g
r
-
ð
m
.
r
,
-
m
k
é
n
a
ð
l
í
a
g
r
y
ð
,
m
l
-
-
i
-
-
a
r
-
ð
-
ð
-
l
n
-
n
r
m
n
-
l
n
-
r
k
u
m
i
n
ð
ð
ð
-
u
-
ð
á
,
Normannarnir, sem hann gerði ásamt Poul
Gernes. Árið 1976 tók hann þátt í sérsýningu
Tvíæringsins í Feneyjum með verkinu Tegel-
stensmur – Múrsteinsveggur – sem vakti
ómælda athygli vegna póstmódernískrar form-
gerðar sinnar, þar sem málverk voru felld inn í
skrautlega hlaðinn múrsteinsvegg. Árið 1978
varð hann gestaprófessor við Akademíuna í
Karlsruhe, Þýskalandi, og 1980 festi hann kaup
á húsi á eynni Læsø, í Kattegat. Þar hefur síðan
verið annað heimili hans. Árið 1982 tók hann
þátt í Documenta 7, í Kassel, og Zeitgeist í Berl-
ín. Sama ár voru haldnar yfirlitssýningar á
verkum hans í Róm, New York og Sydney. Árið
1992 var hann einn af máttarstólpum Docu-
menta 9, í Kassel.
Af þessari hráu upptalningu má ljóst vera að
Per Kirkeby hefur komist eins langt og nokkur
myndlistarmaður getur náð í virktum og við-
urkenningu, án þess að það hafi í nokkru breytt
alþýðlegu upplagi hans. Segja má að framinn
hafi í engu breytt innhverfri afstöðu hans til
lífsins og tilverunnar. Hann hóf feril sinn undir
formerkjum popplistarinnar undir miðjan sjö-
unda áratuginn og þá þegar toguðust á tvær
ólíkar leiðir í list hans. Annars vegar voru það
klassískir myndbyggingarstuðlar sem mæltu
fyrir um yfirvegun, skýra skiptingu flata og
hreint litaval í samræmi við formteikninguna.
En þó svo að mjög ákveðin formteikning gæfi til
kynna skuggamyndir persóna, bílhluta eða
hvers kyns mynstur höfðu litirnir tilhneigingu
til að yfirstíga allar teiknaðar hindranir og
dreifast frjálst út um allan flötinn.
Á þessum árum, og reyndar allt til loka átt-
unda áratugarins var masonít eftirlætisefnivið-
ur Kirkeby sem undirstaða. Harður flötur gaf
honum tækifæri til að teikna ofan í, og skafa
málningarlagið með ákafari hætti en ef hann
hefði unnið verk sín á striga. Af fjölmörgum
risastórum verkum sem hann málaði á masonít
um miðjan sjöunda áratuginn hefur hann sjálfur
dregið athygli okkar að Dómi Parísar – Das Ur-
teil des Paris – frá 1966. Í ritgerðasafninu Nat-
urens blyant, frá 1978, segir hann að verkið hafi
verið stærsta og metnaðarfyllsta verk sitt á
þessum árum, þó svo að verkið Rómantísk
mynd – Romantisk billede – frá 1965, sé reynd-
ar helmingi stærra.
Kirkeby segir í ritgerðinni „Til arkivet“ – Til
skjalaskápsins – í áðurnefndu ritgerðasafni að
hin gríska goðsögn um dóm Parísar hafi reynd-
ar ekkert að gera með inntak verksins. Heitið
var einungis sprottið af sérstæðu myndefninu
sem sýnir húsbyggingu, sem túlka má sem
framhlið á klassísku hofi. Byggingin tekur yfir
allan myndflötinn, en hann er settur saman úr
níu masonítplötum, sem hver er 1,22 metri á
kant. Þannig myndaði verkið stóran ferning
sem ásamt hofmyndinni gerði megnið af mynd-
inni mjög naumhugula í ströngum og gráleitum
einfaldleik sínum.
En það lýsir vel skapandi afstöðu listamanns-
ins að neðstu plöturnar í verkinu voru málaðar
með tilklipptum landslagsglefsum af laufskógi.
Í staðinn fyrir að leysa myndbygginguna með
heilsteyptum og einföldum hætti kaus Kirkeby
að spenna upp myndina með því að búa til sér-
kennilega togstreitu milli hreinna línanna, sem
tákna eiga súlur hofsins, og smáatriðanna í
landslaginu í bakgrunninum. Þannig sýndi lista-
maðurinn að hann var reiðubúinn að fara sína
eigin leið í trássi við myndræn lögmál og rök-
rænt eðli verksins. Eftir þetta hefur hann oft
látið þess getið að flest verk sín á sjöunda ára-
tugnum hafi fjallað um átök milli heildar og
smátriða.
En hví ættum við að dvelja við gömul verk
eftir Kirkeby þegar á Listasafninu á Akureyri
er að finna úrval af verkum málarans frá liðnum
áratug? Því er til að svara að málverkin sem nú
eru til sýnis í Listasafninu á Akureyri eru öll
unnin á masonít, í mælieiningunni 1,22 x 1,22
metrar, nákvæmlega eins og flest verk lista-
mannsins frá upphafi vega og allt til loka átt-
unda áratugarins. Það var einungis á níunda
áratugnum sem strigi í margvíslegum stærðum
leysti masonítplötuna af hólmi.
Afturhvarf til upphafsins segir töluvert um
Kirkeby og rómantískt atferli hans. Hann hefur
í raun aldrei sagt skilið við mótífin frá fyrstu ár-
unum. Þau hafa einungis horfið undir lag af
nýrri málningu og þar með orðið að palimsesti,
undirlagi undir nýju lagi sem síðan verður und-
irlag þegar nýtt lag kemur ofan á það. Og víst
er að málarinn hefur fyrir löngu skynjað sam-
svörunina milli aðferða sinna og aðferða náttúr-
unnar við að móta yfirborð jarðar.
Að því leyti er Kirkeby mun meiri impress-
jónisti en expressjónisti. Líkt og Monet reynir
hann að höndla flötinn með aðferðum sjálfrar
náttúrunnar. Svo enn sé vitnað í ritgerðasafnið
Bravura, segir listamaðurinn að sér finnist sem
að öll list sín fjalli og hafi ætíð fjallað um holur
eða hella. Annaðhvort finnst honum sem hann
sé staddur í helli og horfi út um opið mót ljósinu
eða stari inn í dimman hellismunnann.
Höggmyndirnar undanskilur hann heldur
ekki þessum ákvæðum. Vítishlið Rodin hefur
alla tíð verið honum hugleikið enda hefur hann
sjálfur mótað nokkur verk sem hann kallar
Hlið. Milli höggmynda Kirkeby og málverka er
náinn skyldleiki. Í báðum tilvikum gengur hann
út frá tóminu, holunni eða hellinum. Munurinn
er sá að í málverkunum er líkast því að hann
gægist út til að nema ljósið sem kemur langt og
mjótt inn í myrkrið til hans, en í höggmynd-
unum er áttunum snúið við. Listamaðurinn
stendur í ljósinu og horfir inn í dimman og
drungalegan hellinn.
Slík óbein tilvísun í forngríska goðafræði og
heimspeki – dauflega heima hinna framliðnu
sem og dæmisögu Platóns um hellisbúana – ger-
ir list Kirkeby óvenju þroskaða og yfirvegaða
þrátt fyrir frjálslegt, leikandi og oft losaralegt
handbragð. Þetta sambland grafísks flæðis,
drungalegra lita og klassískra tilvísana kallaði
bandaríski listfræðingurinn Peter Schjeldahl
„Kirkeby effektinn“ og undraðist mjög að hann
skyldi vera eini núlifandi listamaðurinn sem
mundi eftir sem höfðaði til þroska áhorfandans.
Frammi fyrir myndum Kirkeby spurði Schjel-
dahl eilítið ráðvilltur: „Hversu margir lista-
menn samtímans skapa verk fyrir fullorðna?“
Sýningin er styrkt af Menningarborgarsjóði.
Þess má einnig geta að hinn 18. ágúst verður
opnuð sýning á 5 steinþrykksverkum eftir
Kirkeby í sal Félags íslenskra grafíklistamanna
í Tryggvagötu í Reykjavík.
Nyt Laeso-hoved. 1984. Brons-skúlptúr.
115 x 47 x 61 cm.
kni á masonít-plötu, 122 x 122 cm.