Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Síða 10
Hvernig varð íslenskan til? SVAR: Þegar Ísland tók að byggjast á 9. öld komu flestir landnámsmanna frá Noregi og tóku sumir á leiðinni þræla á Írlandi. Fyrstu aldirnar var sama tunga töluð á Íslandi og í Noregi þannig að lítill mun- ur var á og orðaforðinn var að mestu norrænn fyrir utan fáein keltnesk tökuorð. Þetta hélst að mestu fram á 13. öld, að munur á tungunum fór vaxandi og jókst hann enn á 14. öld. Í íslensku komu fram hljóð- breytingar sem ekki áttu sér stað í norsku og norska beygingarkerfið einfaldaðist talsvert. Breytingar urðu í íslensku bæði á sérhljóða- og samhljóðakerfinu í aldanna rás. Sér- hljóðakerfið einfaldaðist að því leyti að hljóð féllu saman (til dæmis i og y, í og ý) og ýmsar breytingar urðu á samhljóðakerfinu. Einnig hafa orðið breytingar á íslenska beygingakerf- inu frá því í fornu máli. Margar þeirra eru minni háttar, aðrar ná til heilla beyging- arflokka. Orðaforðinn hefur einnig aukist jafnt og þétt. Við kristniboð á 10. öld og við kristnitöku jókst íslenskur orðaforði verulega. Ný orð þurfti yfir kirkjuleg hugtök og voru sum feng- in úr latínu eða grísku, önnur úr germönskum málum, flest sennilega tekin að láni úr nor- rænum málum. Sem dæmi mætti nefna kirkja, biskup, prestur, altari, engill, klaustur. Orðið synd er talið tökuorð úr fornsaxnesku og guð- spjall úr fornensku. Ýmis orð, sem tengjast hirðlífi og riddaramennsku, bárust í málið með ridd- arasögum þýddum úr frönsku. Þar má nefna nafn- orðið kurteisi og lýsing- arorðið kurteis. Íslendingar voru einnig í versl- unarsambandi við Hansa- kaupmenn í Norður- Þýskalandi, einkum þegar líða tók á 15. öld, og þannig bættust í málið fjöldi orða af lágþýskum upp- runa sem tengdust verslun og viðskiptum. Um siðskipti bættist talsvert við íslenskan orða- forða við það að Biblían og önnur kirkjuleg rit voru þýdd á íslensku. Þessum þýðingum fylgdi fjöldi tökuorða úr dönsku og þýsku. Ensk áhrif á íslensku byrja að ráði við her- námið í síðari heimsstyrjöldinni, þegar margir landsmenn áttu daglega samskipti við breska og síðar bandaríska hermenn. Einn þátt er sjálfsagt að nefna enn sem aukið hefur íslensk- an orðaforða en það er nýyrðasmíðin. Við not- um nú orðin þyrla, þota, gámur, sími, sjón- varp, og tölva í stað erlendu orðanna helecopter, jet, container, telephone, televi- sion, og computer, svo dæmi séu nefnd. Þau atriði, sem talin hafa verið, eru aðeins dæmi um þau áhrif sem íslenska hefur orðið fyrir frá því á landnámsöld. Breytingar á hljóð- og beygingakerfi í aldanna rás og við- bætur við orðaforðann hafa sett sín einkenni á íslensku og gert hana að sjálfstæðri tungu. Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá? SVAR: Þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum skynfæra okkar er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf til dæmis kenning um sjón ekki einungis að skýra hvernig á því stendur að við getum notað sjón til að afla upp- lýsinga um umhverfi okkar, heldur þarf hún einnig að skýra hvernig á því stendur að sjón- skynið veitir okkur stundum villandi eða öld- ungis rangar upplýsingar. Vangaveltur um eðli skynjunar ná allt aftur í fornöld. Samræðan Þeætetos, sem er ítarleg- asta rannsókn Platons á þekkingarhugtakinu, fjallar að talsverðu leyti um skynjun og í bók Aristólelesar Um sálina er að finnar ítarlega rannsókn á eðli skynjunar. Einn meginþátt- urinn í kenningu Aristótelesar um skynjun er að hvert skynfæri hafi sín sérstöku skyn- viðföng; liti, hljóð, lykt og svo framvegis. Ann- að atriði í kenningu Aristótelesar er að skynj- un á sér einungis stað í sérstöku millirými eins og lofti, vatni eða ljósi. Þótt kenning Aristótelesar sé að ýmsu leyti úrelt er vert að gefa gaum að því sem hann kallar skynviðföng og millirými. Skynviðfang heyrnar er hljóð, vegna þess að það er hljóð sem ertir heyrnarskynið. Við segjum að heyrn sé hæfileikinn til að nema hljóðbylgjur. Milli- rýmið getur verið loft, vökvi eða fast efni. Skynviðfang sjónar er aftur á móti ljós, vegna þess að ljós er það sem ertir sjónskynið. Við segjum að sjón sé hæfileikinn til að nema ljós- bylgjur. En ólíkt hljóðinu þarf ljósið ekkert millirými til að vera skynjað. En hugum þá að því hvað það er sem ertir lyktarskyn manna. Þegar við finnum lykt af tilteknu efni er það vegna þess að sameindir hafa losnað frá efninu og komist í snertingu við viðtaka í nefinu. Það sem ertir lyktarskyn manna eru því sam- eindir. En þetta þýðir hins vegar ekki að lykt sé sameindir, einungis að við skynjum til- teknar sameindir sem lykt. Við skynjum hljóð sem tiltekinn tón eða ljós sem tiltekinn lit, en samt segjum við ekki að hljóð sé tónn eða að ljós sé litur. Hlutur hefur tiltekinn lit vegna þess að hann hefur tilhneigingu til að end- urvarpa ljósi af tiltekinni tíðni, og orgelpípa hefur tiltekinn tón vegna þess að hún hefur til- hneigingu til að taka undir hljóðbylgjur af til- tekinni tíðni. Á svipaðan hátt getum við sagt að sameind hafi tiltekna lykt vegna þess að hún hefur tilhneigingu til að erta lyktarskyn manna á tiltekinn hátt. Í sem stystu máli má því segja að lykt sé tilhneiging til að hafa til- tekin áhrif á lyktarskyn fólks og dýra almennt. En berum nú þessi þrjú fyrirbæri, hljóð, ljós og lykt, saman sem snöggvast. Hljóð og ljós má mæla með mælitækjum sem eru mannlegri skynjun óviðkomandi. Aftur á móti er ekki hægt að mæla lykt nema með vísan til þess hvernig lykt er skynjuð. Við getum sagt að tíðni hljóðs sé sjálfstæður eiginleiki þess, og sama má segja um ljós, en að lykt sameindar sé einungis ósjálfstæður eiginleiki hennar. Dæmi um aðra ósjálfstæða eiginleika eru litir eða tónar. Lykt er að þessu leyti sambærileg við liti eða tóna frekar en ljós og hljóð. Heimild: Aristóteles, Um sálina, íslensk þýðing eftir Sigurjón Björnsson sem einnig ritar inngang, Reykjavík 1985. Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur. HVERNIG VARÐ ÍSLENSKAN TIL? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn um æviferil Sturlu Þórðarsonar sagnameistara, hvort við berum ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær, af hverju Guð heitir „Guð“, hvað sé fé í húfi og hvers vegna stundum sé sagt að tunglið sé úr osti, svo fátt eitt sé nefnt. VÍSINDI Morgunblaðið/Þorkell Orðaforði íslenskrar tungu jókst mikið á fyrstu öldum byggðar. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 FERSKEYTTUR háttur er talinn elsturrímnahátta og er hann jafnframt sá al-gengasti. Elsta varðveitta ríman, Ólafs-ríma Haraldssonar sem Einar Gilsson kvað á seinni hluta fjórtándu aldar, er undir þessum hætti. Sem dæmi um óbreytta fer- skeytlu mætti taka vísuna um Litlu Jörp sem eignuð hefur verið Pétri Péturssyni frá Víði- völlum: Litla Jörp með lipran fót labbar götu þvera. Hún mun seinna á mannamót mig í söðli bera. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hún er táknuð samkvæmt myndrænum braglykli. Lokuð hólf tákna kveður en atkvæði í kveðum eru aðgreind með brotnu striki. Kveður mynda svo braglínur en rím er táknað með því að lita þær kveður eða atkvæði, sem saman ríma, í sama lit. Útlínur myndarinnar sýna að um fer- skeyttan hátt er að ræða. Breytt rímskipan inn- an mynstursins breytir ekki því að vísan er fer- skeytla en sýnir aftur á móti að hún er ákveðið afbrigði ferskeytlu. Rími til dæmis önnur kveða hverrar línu saman nefnist vísan hringhenda. Undir þeim hætti kvað Dýrólína Jónsdóttir þessa náttúrulýsingu: Greiða vindar gisin ský, geislar tinda lauga. Bjartar myndir birtast í bláu lindarauga. Talað er um að rímað sé þversetis gangi inn- rímið þvert á línurnar eins og í þessari vísu en langsetis sé rímið innnan sömu braglínu. Dæmi um hið síðarnefnda er rímið í frumlínum (þ.e. fyrstu og þriðju línu) þessarar vísu úr Háttatali Sveinbjarnar Beinteinssonar: Gróskan ör að engu spör ýtum hygg ég fái dágóð kjör, sem dýrlegt smjör drypi af hverju strái. Hátturinn nefnist ferskeytt oddhent og kom hann snemma fyrir, til dæmis í Skáld-Helga rímum frá því um 1400, þótt nafnið oddhending eða oddhent lag komi fyrst upp á 17. öld hjá Birni á Skarðsá og Bjarna Jónssyni Borgfirð- ingaskáldi (1). Hringhend verður oddhendan gangi innrím einnig þversetis í öllum braglínum og er þessi vísa Ólínu Jónasdóttur dæmi um slíkan hátt: Fjöllin há með bros á brá, björtum gljáum sölum. Alltaf þrái ég ilminn frá ykkar lágu dölum. Skáhent var það kallað ef þær línur sem rím- aðar voru langsetis höfðu ekki endarím á móti öðrum línum vísunnar. Slík rímskipan kemur þegar fyrir í elstu rímum en heitið skáhent er þekkt frá 17. öld (2). Dæmið hér á eftir er úr Skáld-Helga rímum: Eina nátt kom áfall hátt, innan borðs nam hlunka, kastar draug úr karfa laug köldum upp á bunka. Hver bragmynd er í raun myndræn lýsing á ákveðnum bragarhætti og samsvarar að nokkru leyti teikningu af húsi. Egill Skalla- grímsson líkti skáldskap sínum við timbur máli laufgað sem hann bar úr orðhofi og sjálfan kall- aði hann sig hagsmið bragar. Það fer því ef til vill vel á því hér í lokin að birta þrjár brag- myndir svo ljóðasmiðir meðal lesenda geti spreytt sig á að laufga þær máli. Þær vísur sem umsjónarmönnum þykja haglegast smíði verða birtar í seinni þáttum ef höfundar leyfa. Í næsta þætti tökum við fyrir bragarháttinn draghent. Ferskeytt - óbreytt Ferskeytt – hringhent Ferskeytt – skáhent Vísur frá lesendum. Lesendur eru hvattir til að senda inn vísur í gegnum vefsíðuna www.fer- skeytlan.is eða í pósti með utanáskriftinni; Vísnaþáttur Ferskeytlunnar Ferskeytlan Há- holti 14, 270 Mosfellsbær. Athugasemdir: (1) Sjá t.d. Björn Karel Þórólfsson: Rímur fyrir 1600, bls. 68. (2) Sjá t.d. Björn Karel Þórólfsson: Rímur fyrir 1600, bls. 73. FERSKEYTTUR HÁTTUR K r i s t j á n e r í s l e n s k u f r æ ð i n g u r o g J ó n B r a g i v e r k f r æ ð i n g u r. VÍSNAÞÁTTUR U M S J Ó N K R I S T J Á N E I R Í K S S O N O G J Ó N B R A G I B J Ö R G V I N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.