Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 11 Nú sögu vil ég segja, er sagan forn og ný. Að lifa – loks og deyja Guðs lögmál ræður því. Við margt þó megum stríða í mótun samleiðar. Heyr! – Ölvun ei skal líða við akstur bifreiðar. Á vegum slysin verða, er varúð sljóvgast fer. Oft deilur hnúta herða síst hefndin lausnin er. Að blóta Bakkus kallar á böl og hremmingar. Með afþökk forðumst allar þær afleiðingarnar. Ei alkóhól viðhöfum í hvíld og önn við störf. Af Drottins dýru gjöfum er dómgreind öllum þörf. Sem höggorms hart var bitið er hópdrykkjunni lauk. Að engu varð þá vitið, er velsæmd burtu fauk. Hvar vínið fagurt freyðir er fíknin hættu mest. Það siðferðinu eyðir og afbrot gerast flest. Vér skulum skera’ upp her-ör þeim skaðvaldinum gegn. Er Bakkus boðar hel-för sig brynji mót hver þegn. Því hugsi hver vel ráð sitt með hug að fá í glas. Eitt nei það nægir svar þitt klár neitun – ekkert fjas. Um líf og lán menn tefla í litlum sopa skjótt. Vér allsgáð munum efla hér aðgát þjóðlífs fljótt. PÉTUR SIGURGEIRSSON Höfundur er biskup. SKERUM UPP HERÖR GEGN ÁFENGI Æ, skinnið litla, skjarra, mjúka, ég skelk lét þér í bringu fjúka! Samt þarftu ei burt svo stygg að strjúka, mín stuttleggjaða! Á eftir síst ég reyni að rjúka með reiddan spaða! Mig hryggir víst að veldi manna ei virti sáttmál tegundanna, hvað ryktið vonda virðist sanna er vann þér snúa gegn mér, í fátækt fæddum granna og félagsbúa! Ég veit þig hendir hnupl og nart, en hvað með það? Þinn mat þú þarft! Í heilu knippi eitt kornax vart neitt kallast má: Það bætist við minn bróðurpart sem blessun smá! Þitt hús ég nú hef niður brotið! Það næða vindar gegnum kotið! Þú getur ekki gert upp slotið, því gróður þraut! Og ýlis kjör vér höfum hlotið svo hörð og blaut! Í auðn þú sást að akur lá og ógnir vetrar skollnar á. Í holu lágt þú hugðist fá að hafast við, uns plógsins tönn þér tætti frá þann trygga frið. Svo léttur bingur blaða og stráa, slík byrði fyrir munninn smáa! Nú hímirðu eftir iðju knáa án alls á jörð að standast vetrarfjúkið fláa og frostin hörð! En, mýsla, fleiri finna samt hve forsjálnin oft hrekkur skammt: Vel ætla mýs og menn sér jafnt, svo misferst það. Vér hreppum sorg og geðið gramt í gleði stað. Þó sannlega ertu sælli mér! því sífellt dvelstu nú og hér: En, vei! um öxl mitt auglit fer, sér eymd og beyg! Og eins mig framtíð fyrir ber og fyllir geig! ROBERT BURNS ÞÓRARINN ELDJÁRN ÞÝDDI Er ég umturnaði henni í bæli sínu með plógnum í nóvember 1785. Robert Burns (1759–1796) var meðal dáðustu skálda Skota. Efniviður hans var jafnan venjulegt fólk og hvunndagslífið, stundum í formi ádeilukvæða eins og Til Músar. TIL MÚSAR PENTTI Saarikoski (1937–1983) var eittaf kunnari skáldum Finna og læturnærri að nú sé litið á hann sem þjóð-skáld. Saarikoski kom til Íslands í ann- að sinn sumarið 1968 og var hér í tvær vikur. Frá dvöl sinni segir hann í ljóðabókinni Ég horfi út yfir höfuð Stalíns (1969, sænsk útgáfa 1971). Tvær bækur með dagbókarblöðum Saari- koskis eru nú komnar út í Finnlandi í ritstjórn Pekka Tarkka, eins kunnasta bókmenntagagn- rýnanda Finna og vinar Saarikoskis. Þær heita Dagbók drykkjumanns og Dagbók endurnýj- aðrar heilsu (Otava 1999 og 2001). Brot úr þess- um dagbókum birtast í enskri þýðingu í Books from Finland 2/2001. Brotin eru afar fróðleg og um margt lík Ís- landsbálkinum fyrrnefnda, enda frá sama tíma- bili. Ég þekki aðeins þessi brot úr dagbókunum í tímaritinu (væntanlega dæmigerð), en í fyrra hitti ég Pekka Tarkka sem kom hingað til lands vegna útgáfunnar og reyndi að liðsinna honum að hafa uppi á þeim sem Saarikoski hitti á Ís- landi og skýrði honum frá hvers vegna ég átti þess ekki kost að hitta skáldið. Ég var einfald- lega ekki í réttri klíku. Ekki veit ég fyllilega hvernig Tarkka gekk í þessari könnunarferð sinni. Ég horfi út yfir höfuð Stalíns er í þeim ljóð- stíl sem setti svip á ljóðagerð Saarikoskis. Þetta eru dagbókarljóð í opnum hversdagsstíl, andstæður nykraðs skáldskapar, þ.e.a.s. tor- skilins. Saarikoski dregur upp mynd af því hvernig hann eyddi dögunum í Reykjavík og víðar. Honum gengur í fyrstu illa að komast í sam- band við fólk en er fljótlega í sambandi við skoðanabræður sína úr vinstrihreyfingum, vinstrirróttæklinga, og er stjórnmálaástandið á Íslandi og annars staðar upspretta skáldskap- arins. Meðal annars er skýrt frá mótmælaað- gerðum gegn Atlantshafsbandalaginu. Ýmsir þeirra sem Saarikoski umgengst eru kunnuglegir. Þar eru á ferðinni skáld, guðfræð- ingar, ritstjórar og stjórnmálamenn. Miklu skiptir að komast í Ríkið og eru drykkjusiðir skáldsins tíundaðir. Í Books from Finland vitna sýnishornin um það sama en lýs- ingar á drykkjunni eru þó enn nákvæmari. Dagbókarblöðin eru einkum í ljóðum en þó prósa líka. Það kemur á óvart hve skáldið er ið- ið við drykkjuna. Í Ég horfi út yfir höfuð Stalíns tekst skáldinu að draga upp mynd af mannlegri neyð og rugl- ingslegum stjórnmálum og er ekki síður óvæg- inn við sjálfan sig en aðra. Hann virðist stefna markvisst að niðurbroti sínu. Ljóðstíllinn er þó helsta nýjungin og það sem eftir situr. Í Books from Finland er grein eftir skáldið Claes Andersson, fyrrverandi menntamálaráð- herra Finnlands. Hann þekkti Saarikoski vel og freistar þess að lýsa honum hreinskilnis- lega. Andersson skrifar að áfengið hafi verið Sa- arikoski í senn flótti og frelsi. Það varð honum prísund, kvöl og niðurbrot. Saarikoski gat ekki tekið þátt í daglega lífinu án áfengis. Þegar hann fór ekki eins geyst, dvaldist hann úti á landi laus úr helsi höfuð- borgarinnar og drakk minna, segir Andersson, en þó heilmikið, nokkrar flöskur af víni og hálf- flösku af sterku þegar hann vann við þýðingar. Það var nauðsynlegt. Einnig sagðist hann ekki njóta kynlífs án áfengis. Það sem Andersson furðar sig á er að þrátt fyrir stöðuga drykkju gat Saarikoski ort og skrifað eins og hinir bestu. Andersson á ekki við dagbækurnar heldur einkum þrjár síðustu ljóðabækur skáldsins, svokallaðan Tjarnar- flokk, að mati Anderssons meðal þess besta sem skrifað hefur verið á finnsku. Í flokknum má finna smáljóðið Íkonar: Við sem erum kommúnistar ættum að byggja klaustur fyrir íkona hugsunarinnar Frásagnir af láti Saarikoskis, hann lést á ferðalagi í Finnlandi en hafði þá lengi búið á Tjörn í Suður-Svíþjóð, voru á þann veg að hann hafi hreinlega sprungið, líkaminn hafi ekki ver- ið fær um að taka við meira áfengi. Hann var aðeins 45 ára og á hátindi í skáld- skap sínum. Hann lýsti því yfir að þegar hann skrifaði allsgáður væri árangurinn sjálfumglaður og heimskulegur. Allsgáður væri hann ekki neitt. Ekki er hægt að greina það að Saarikoski hafi verið undir áhrifum þegar hann skrifaði nema þegar hann beinlínis tjáir lesandanum að svo hafi verið. Verk hans eru ekki einungis vandaður skáldskapur heldur var hann að sögn meðal fremstu þýðenda. Sögur heyrast margar af því að Saarikoski hafi jafnan verið fyllstur þar sem hann var og oft kominn undir borð. Það kemur fram í Ég horfi út yfir höfuð Stal- íns og fleiri bókum að hann hefur lesið mikið neðanjarðarhöfunda á borð við Burroughs og verið upptekinn af brjálsemi Nijinskis. Hann virðist hafa haft þörf fyrir lestrarefni sem er utan við alfaraleið og einnig líf þeirra sigruðu eða glötuðu. Um það er hann ekki einn meðal skálda. Claes Andersson bendir á að kynslóð Saari- koskis í Finnlandi hafi verið mjög óreglusöm og leyndi því ekki, en nú segir hann finnska rithöf- unda, til dæmis á ráðstefnum og þingum, meira fyrir að leggja eitthvað til mála, taka þátt í um- ræðu í staðinn fyrir að láta ekki renna af sér. Undir þetta geta fleiri tekið. En það vou vissulega ekki bara finnskir rithöfundar sem voru áberandi drukknir á blómatíma bóhemsk- unnar, ég tala nú ekki um árið 1968. SKÁLD OG ÁFENGI Á sjöunda áratugnum kom finnska skáldið Pentti Saarikoski til Íslands og orti í framhaldi af dvöl sinni kunnan ljóðaflokk sem birtist í bókinni Ég horfi út yfir höfuð Stalíns. JÓHANN HJÁLMARSSON rifjar þetta upp í tilefni tveggja bóka með dagbókarefni Saarikoskis frá þessum tímum sem nýlega eru komnar út í Finnlandi. „Ekki er hægt að greina það að Saarikoski hafi verið undir áhrifum þegar hann skrifaði nema þegar hann beinlínis tjáir lesandanum að svo hafi verið.“ johj@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.