Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 13
F
YRIR átta árum voru haldnir
reykvískir menningardagar í
Bonn í Þýskalandi. Bonn hefur
lengi haldið árlega sumarhátíð,
sem felst í því að í hvert sinn er
einhverri evrópskri borg boðið að
kynna þar menningu sína. Ís-
landskynningin gekk vonum fram-
ar og fjölmargir íslenskir listamenn í öllum list-
greinum sóttu Bonn heim í júní 1993.
Reykjavíkurdagarnir fengu mikla umfjöllun í
fjölmiðlum ytra og gagnrýnendur voru almennt
mjög ánægðir með framlag íslensku listamann-
anna. Þetta var þá stærsta kynning sem haldin
hafði verið á íslenskri list erlendis. Góð tengsl
komust á milli íslensku þátttakendanna og að-
standenda hátíðarinnar ytra, tengsl sem hafa
ekki rofnað þótt árin hafi liðið.
Góð reynsla grunnur
að frekara samstarfi
Hér á landi er nú stödd Elisabeth Weiser,
menningarfulltrúi í menningardeild Bonnborg-
ar, og er erindi hennar að kynna opinberum að-
ilum frekari hugmyndir um menningarsamstarf
í framtíðinni.
„Reykjavíkurhátíðin í Bonn árið 1993 var
ákaflega vel heppnuð. Um áttatíu íslenskir
listamenn komu til Bonn. Hátíðin naut stuðn-
ings opinberra aðila á Íslandi, bæði ríkis og
borgar, en einnig Ferðamálaráðs, Flugleiða og
annarra fyrirtækja og stofnana. Það er gaman
að vera komin hingað núna og upplifa stórkost-
legan andann hér og hitta aftur þá listamenn
sem komu til Bonn. Okkur hefur alltaf langað
til að halda þessum tengslum áfram og 1995
tókumst við á hendur annað verkefni með lista-
mannaskiptum milli Bonn og Reykjavíkur. Nú
er svo komið að við viljum halda samskiptunum
enn áfram og í Bonn höfum við þróað með okk-
ur nýja hugmynd að alþjóðlegu samstarfi. Við
viljum koma á samskiptaneti við nokkrar borg-
ir vítt og breitt um heiminn.
Sex borga menningarnet
Á þessari stundu eru borgirnar sem Bonn vill
koma á menningarsambandi við eftirfarandi:
Chengdu í Kína, La Paz í Bólivíu, Salzburg í
Austurríki, Minsk í Hvíta-Rússlandi og Reykja-
vík á Íslandi. Ég held að það verði mjög spenn-
andi að koma á sambandi milli þessara sex
borga. Fyrsta skrefið verður að koma á ein-
hvers konar samskiptum listamanna þessara
borga við Bonn og næsta skref yrði meiri sam-
vinna milli borganna allra, þar sem listamenn
frá til dæmis Reykjavík og La Paz hittust í
Bonn og ynnu saman þar. Þriðja skrefið yrði þá
til dæmis að íslenskir listamenn hefðu bein
samskipti við listamenn frá La Paz og svo
framvegis. Þannig gætu listamenn í öllum
borgunum sex notið þessa samskiptanets á
margvíslegan hátt og haft af því gagn. Ég held
að þetta sé góð hugmynd og mjög spennandi.“
Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin
Elisabeth Weiser segir að þetta séu hug-
myndirnar sem hún sé að kynna fyrir Íslend-
ingum. „Reyndar viljum við þróa þessa hug-
mynd nánar í mikilli samvinnu við borgirnar
fimm og í október kemur hingað sendinefnd frá
Bonnborg til að þróa þessar hugmyndir í sam-
vinnu við samstarfsaðila okkar hér. Við munum
leita til utanríkisráðuneytisins, menntamála-
ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, auk ann-
arra stofnana og fyrirtækja. Það eru borgaryf-
irvöld í Bonn sem standa fyrir þessu í samstarfi
við sambandsríkið Norðurrín-Vestfalíu, menn-
ingarstofnanir í einkageiranum og aðra.“ El-
isabeth Weiser segir að fyrstu skrefin í þessu
samstarfi hafi þegar verið tekin, með samstarfi
listamanna frá Bonn við dægurlagahljómsveit í
La Paz og nútímadanshóp og hljómsveit í
Chengdu. Það hafi verið fyrstu samskipti þess-
ara hópa við vestur-evrópska listamenn og
samstarfið hafi verið mjög árangursríkt. „Við
lærum margt af þessu, eins og til dæmis það, að
þjóðirnar skipuleggja hlutina hver á sinn veg.
Þessar þjóðir, Bólivíumenn og Kínverjar, gera
hlutina til dæmis á annan veg en Íslendingar og
Austurríkismenn og þetta er ekki síst ánægju-
legt vegna þess hve þjóðirnar eru ólíkar.“
Langtímaverkefni
Elisabeth Weiser segir verkefnið vera hugs-
að til langs tíma; það muni taka tíma að koma
því í gang, en eftir því sem hjólin fari að snúast
muni það eflast. Hún segir fjármögnun hafa
gengið vel hingað til, auk opinberra aðila hafi
ýmiss konar fyrirtæki og stofnanir sýnt verk-
efninu áhuga. „Við í menningardeildinni í Bonn
höfum langa reynslu af að skipuleggja svona
lagað og það hjálpar okkur. Við erum mjög
bjartsýn á að þetta gangi vel og ég er þakklát
fyrir þann áhuga sem verkefninu hefur verið
sýndur hér á Íslandi.“
Sex borgir vinna saman
að menningarsamskiptum
Listamenn frá La Paz í Bólivíu,
Reykjavík á Íslandi, Chengdu í
Kína, Salzburg í Austurríki og
Minsk í Hvíta-Rússlandi eiga fyrir
höndum mörg stefnumót hverjir við
aðra og við listamenn í Bonn, ef
hugmyndir menningardeildar
Bonnborgar um menningarnet
borganna sex ná fram að ganga.
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi
við Elisabet Weiser sem var í kynn-
ingarferð hér á landi í vikunni. Morgunblaðið/Ásdís
Elisabeth Weiser, menningarfulltrúi í Bonn.
BRESKA leikritaskáldið William
Shakespeare virðist njóta tölu-
verðra vinsælda hjá Áströlum
um þessar mundir og er það ekki
hvað síst að þakka Bell Shake-
speare leikfélaginu, sem stjórn-
að er af ástralska leikaranum
John Bell. Næstu sex mánuði
mun leikfélagið fara með far-
andsýningu á verkunum Júlíus
Sesar, Antoníus og Kleópatra og
Ofviðrið milli borga og bæja
landsins, á meðan annar leik-
hópur á vegum Bell mun sýna
brot úr verkum leikritaskáldsins
í yfir 100 skólum. Eitt þeirra
verka Shakespeare R&J, sem
hefur fengið góðar viðtökur
gagnrýnenda, er nútíma út-
færsla á Rómeó og Júlíu og er
sviðið að þessu sinni kaþólskur
drengjaskóli og leikararnir allir
karlmenn. „Ég setti mér það
markmið að koma á fót farand-
leikhúsi sem sýndi verk Shake-
speares á nútímalegan hátt þar
sem áhersla væri lögð á mál-
efnalega hlið verkanna,“ sagði
Bell um leikfélag sitt sem notið
hefur síaukinna vinsælda á þeim
10 árum sem liðin eru frá stofn-
un þess. Verkin voru upphaflega
sett á svið í tjöldum en uppgang-
urinn hefur verið slíkur að auk
leikritanna, sem ferðast einar
30.000 mílur á hverri leiktíð, sér
flokkurinn nú um dagskrá fyrir
skóla, námskeið og vefsíðu til að
færa áhorfendur nær verkunum.
Nýr framkvæmda-
stjóri djassdeildar
Lincoln Center
BRUCE MacCombie hefur verið
valinn framkvæmdastjóri djass-
deildar Lincoln Center menning-
armiðstöðvarinnar í New York,
að því er dag-
blaðið New York
Times greindi
frá í vikunni.
MacCombie sem
áður hefur starf-
að sem deild-
arforseti lista-
deildar
Boston-háskóla
og sem deildarforseti hjá hinum
virta Juilliard-skóla tekur þar
við af Rob Gibson, sem á heið-
urinn að miklum vexti djass-
deildarinnar sl. áratug. Tilkynnt
var um væntanlega afsögn Gib-
son í desember í fyrra í kjölfar
þess að framkvæmdir við nýtt
tónlistarhús fóru talsvert fram
úr kostnaðaráætlun. MacComb-
ie, sem einnig er tónskáld, segir
sitt fyrsta verk verða að ljúka
byggingu tónlistarhússins, sem
nú skortir um 35 milljón dollara
fjárveitingu. „Vitanlega er þetta
svolítið ógnvekjandi, en á hinn
bóginn er þetta svo gott málefni.
Djasstónlistina þarf að knýja enn
frekar inn í miðju menningarlífs-
ins og þetta er rétta leiðin,“
sagði MacCombie sem vonast til
að auka enn á vinsældir tónlist-
arstefnunnar.
Hitchcock í París
GEORGES Pompidou lista-
miðstöðin í París hefur und-
anfarið hýst sýninguna Hitch-
cock og listirnar: Banvænar
tilviljanir. Sýningunni er ætlað
að skrásetja áhrif 19. og 20. ald-
ar lista á kvikmyndir Hitchcocks
og virðast áhrifavaldarnir fjöl-
margir ef marka má sýninguna.
Meðal muna eru um 200 19. og
20. aldar listaverk – málverk,
teikningar, grafísk verk, bóka-
skreytingar og skúlptúrar, sem
og 300 kvikmyndamunir á borð
við ljósmyndir, auglýsingaplaköt
og -spjöld, leikmyndir, búninga
og brot úr kvikmyndum.
Shakespeare
vinsæll hjá
andfætlingum
ERLENT
Bruce
McCombie
Á SUMARTÓNLEIKUM í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 7. ágúst kl.
20.30 koma fram Berglind María Tómasdóttir
flautuleikari og Arne Jørgen Fæø píanóleikari.
Á efnisskrá eru Le merle noir fyrir flautu og
píanó eftir Olivier Messiaen, Þrjár músíkmín-
útur fyrir flautu eftir Atla Heimi Sveinsson,
Columbine fyrir flautu og píanó eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, Tónsmíð fyrir vinstra heila-
hvel – (heilafruma deyr) fyrir flautu eftir Kol-
bein Einarsson, sem er frumflutningur, og
Sónatína fyrir flautu og píanó eftir Henri Dut-
illeux.
Berglind María Tómasdóttir lauk burtfar-
arprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið
1998. Kennarar hennar voru Bernharður Wilk-
inson og Hallfríður Ólafsdóttir. Berglind
stundaði framhaldsnám við Konunglega tón-
listarháskólann í Kaupmannahöfn þar sem að-
alkennari hennar var Toke Lund Christiansen
og útskrifaðist hún þaðan sl. vor. Hluta náms-
ins var hún gestanemi við Tónlistarháskólann í
París undir leiðsögn Pierre-Yves Artaud.
Berglind hefur haldið fjölda tónleika í Skand-
inavíu, Frakklandi og á Íslandi og er félagi í
tónlistarhópnum Atonal Future. Nýverið sótti
Berglind kammertónlistarnámskeið á vegum
franska tónlistarhópsins Ensemble Intercon-
temporain sem fram fór í París, en hún hefur
auk þess sótt námskeið hjá ýmsum þekktum
flautuleikurum, meðal annars William Benn-
ett, Emanuel Pahud og Manuelu Wiesler.
Arne Jørgen Fæø lauk prófi í píanóleik frá
Konunglega tónlistarháskólanum í Kaup-
mannahöfn undir leiðsögn prófessors José
Ribera. Hann stundar nú framhaldsnám í
kammertónlist við sama skóla og mun halda
lokatónleika sína í haust. Arne Jørgen hefur
komið fram sem einleikari með hljómsveit
Konunglega tónlistarháskólans og Sinfóníu-
hljómsveitunum í Þrándheimi og Stafangri.
Hann hefur sótt námskeið hjá mörgum helstu
píanóleikurum heims, meðal annars Charles
Rosen, Paul Badura-Skoda, Rudolf Jansen og
Pnina Salzmann. Arne Jørgen Fæø er virkur
flytjandi kammertónlistar og spilar reglulega
með ýmsum dönskum sinfóníuhljómsveitum,
meðal annars Underholdningsorkester danska
ríkisútvarpsins.
Tónlist fyrir vinstra heilahvel
Arne Jørgen
Fæø
Berglind María
Tómasdóttir