Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 IÞað er orðið ákaflega sjaldgæft að útkoma nýrr-ar skáldsögu sé viðburður. Samt er skáldsagan háværasta bókmenntaformið. Hún á bara ekkert í kvikmyndina og sjónvarpið – og óperuna sem virðist þrátt fyrir frekar íhaldssamt form hafa haldið athygli menningarelítunnar og fjölmiðl- anna, sennilega fyrir tilstilli „poppúlar“ stór- stjarna á borð við Domingo, Pavarotti og Carrer- as. (Vinsældirnar beinast þó fyrst og fremst að hinum klassísku óperuverkum, nýrri verk eiga síður upp á pallborðið, að minnsta kosti hér- lendis eins og fram kemur í umfjöllun um ís- lensku óperuna í Lesbók í dag.) Ástæða þess að skáldsögur ná ekki athygli menningarvita og fjöl- miðla með sama hætti er hugsanlega ekki aðeins sú að bókmenntir eru í eðli sínu hljóðlátt og lít- illátt listform heldur að skáldsagan sé ekki lengur meginlistform samtímans eins og margir töldu hana vera langt fram eftir síðustu öld. Þar hafi hinar kviku myndir tekið við. IIEin og ein skáldsaga rýfur þó þagnarmúrinn.Öreindirnar eftir franska rithöfundinn Michel Houellebecq var tvímælalaust ein þeirra (útg. 1998). Um fáar bækur hefur verið meira rætt síðustu þrjú ár. Hérlendis kom hún út í fyrra og vakti furðu margra lesenda. Í gær kom út í París ný skáldsaga eftir Houellebecq sem Friðrik Rafns- son, þýðandi Öreindanna, fjallar um í Lesbók í dag. Bókin nefnist Plateforme og hefur þegar vakið mikla athygli. IIIPlateforme hefur verið auglýst mikið ífrönskum fjölmiðlum að undanförnu, nán- ast eins og um frumsýningu á nýjustu Holly- woodmyndinni væri að ræða. Flestir bjuggust við því að sagan myndi vekja kröftug viðbrögð eins og Öreindirnar sem þótti á köflum klámfengin og ruddaleg nálgun við ímyndarkreppu samtíma- mannsins. Eins og fram kemur í grein Friðriks stendur það heima, ekkert skortir á ögrandi stíl og hugmyndir í nýju bókinni. Í henni er öðrum þræði fjallað um kynlífsferðamennskuna, ferðir vesturlandabúa til landa í Asíu og Suður- Ameríku í leit að vændi. Houellebecq fer meðal annars hörðum orðum um ferðahandbækur um þessi lönd og er búist við að höfundur einnar þeirra muni sækja Huellebecq til saka fyrir vikið. IVFranskir fjölmiðlar fjölluðu um Plateformeþegar á fimmtudag, daginn fyrir opinberan útgáfudag. Le Monde talaði um Houellebecq- haustið og taldi víst að sagan myndi koma af stað ritdeilum. Liberation birti hins vegar ritdóm þar sem gagnrýnandinn var greinilega á báðum átt- um yfir orðkynnginni, lofaði hana í öðru orðinu en þótti nóg um í hinu. VBramboltið í kringum útkomu Plateforme eránægjulegt að því leyti að það gefur til kynna að skáldsagan sé enn við ágæta heilsu, hún geti enn hrist upp í samtíma sínum. Sjaldgæft er að íslensk skáldsaga valdi almennri misklíð. Hall- grímur Helgason vakti umtal með 101 Reykjavík á síðasta áratug. Einnig Guðbergur með Tómasi Jónssyni. Metsölubók, en við útkomu hennar á sjöunda áratugnum stóðu reyndar enn deilur um Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Við bíðum spennt eftir skáldsögum haustsins. NEÐANMÁLS HINN ágæti breski rithöfundur Ian McEwan sendir frá sér nýja skáld- sögu 21. september næstkomandi. Bókin heitir Atone- ment (Friðþæging) og hefst einn heit- an sumardag árið 1935 þar sem þrjú ungmenni njóta sumarblíðunnar í garði sveitaseturs. Áður en yfir lýkur hefur líf þeirra gjörbreyst. Sam- kvæmt lýsingu fjallar sagan um ástir, stríð og stéttaskiptingu í Englandi en einnig um eftirsjá og leitina að friðþæg- ingu. Ian McEwan vakti athygli við upp- haf ritferils síns á áttunda áratugn- um fyrir yfirvegaðar sögur blandnar djúplægum óhugnaði. Fjórar skáld- sögur höfundarins hafa verið þýddar á íslensku, m.a. skáldsagan Amst- erdam, sem McEwan hlaut Booker- verðlaunin fyrir árið 1998. Líf innflytjenda í Lundúnum NÝ skáldsaga eftir V.S. Naipaul er væntanleg í október næstkomandi. Bókin heitir Half a Life (Hálft líf) og segir frá ungum manni sem flýr bág- ar aðstæður í heimalandi sínu, Ind- landi, og ferðast til Lundúna. Þar kynnist hann tilveru innflytjenda í Lundúnum rétt fyrir fyrra stríð og reynir að koma undir sig fótunum sem rithöfundur. V.S. Naipaul er einn virtasti rit- höfundur Breta, en hann var sæmd- ur riddaratign árið 1990. Hann er af indverskum uppruna og fæddist á karabísku eyjunni Trinidad. Átján ára flutti hann til Bretlands og hefur búið þar síðan. Á rúmlega fjörutíu ára rithöfundarferli sínum hefur hann fyrst og fremst beint sjónum að þriðja heims samfélögum, þótt túlk- un hans hafi í mörgum tilfellum ver- ið umdeild. Fyrsta barnabókin á lista Booker-verðlaunanna NÝLEGA tilkynnti dómnefnd Book- er-verðlaunanna bresku 24 skáldsög- ur sem valdar voru í fyrri útnefn- ingu til verðlaun- anna. Meðal höfunda eru Beryl Bainbridge, Peter Carey, Nadine Gordimer, Nick Hornby, Ian McEw- an, V.S. Naipaul og Ali Smith. Ávallt stendur nokkur styr um val dómnefndar þessarar eftirsóttustu bókmenntavið- urkenningar Bretlands og í ár vekur athygli að fyrsta barnabókin hefur verið útnefnd í fyrri umferð verð- launanna, skáldsagan The Amber Spyglass eftir Philip Pullman. Bókin er lokahluti þríleiks sem kenndur er við „His Dark Material“, og þykir í senn vandaður og ævintýralegur skáldskapur. Sjáfur fagnar höfund- urinn þessu skrefi bókmenntastofn- unarinnar í átt til viðurkenningar á barnabókmenntum til jafns við aðrar bókmenntir. Bresku blöðin hafa einnig gert sér mat úr því að ný og umdeild skáldsaga Salmans Rushdie, Fury, komst ekki inn í fyrri umferð en nýjar bækur höfundarins hafa nánast verið fastur liður í útnefn- ingu til verðlaunanna. Samkvæmt bresku pressunni telur dómnefndin bókina ekki standast samanburð við fyrri skáldskap Rushdies. Tilkynnt verður hvaða fimm bæk- ur hljóta formlega tilnefningu 18. september næstkomandi en sjálf verðlaunin verða afhent 17. október. ERLENDAR BÆKUR Friðþæging McEwans Philip Pullman Ian McEwan Í NÝJASTA hefti The Economist er sérstök úttekt þar sem fjallað er um fjárstuðning við listir. Þar kem- ur fram að víða í Evrópu fer stuðn- ingur ríkisins við listir minnkandi. Sem dæmi er nefnt að ríkisstuðn- ingur við Fílharmóníusveitina í Berlín hafi verið minnkaður úr 57% af heildartekjum sveitarinnar árið 1997 í rúm 48% í fyrra og stuðningur við Scala-leikhúsið í Mílanó hafi verið lækkaður úr meira en helmingi rekstrartekna í rúm 44%. Þetta telur tímaritið að kunni að vera forsmekkurinn af því sem koma skal. Að áliti Vef- þjóðviljans er þetta ánægjuleg þróun og það er einnig ánægju- legt að í úttektinni kemur fram að á sama tíma eykst stuðningur einkaaðila. Þetta er í samræmi við það sem haldið hefur verið fram hér á þessum stað, nefnilega að hinn mikli stuðningur hins op- inbera við ýmsa starfsemi, þar með talda listastarfsemi, dragi úr stuðningi einkaaðila. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður og þær koma að sumu leyti fram í fyrrnefndri út- tekt. […] Ef rétt er haldið á málum og ýtt undir þróun í rétta átt er engin ástæða til að ætla að í Evrópu – og á Íslandi – geti ekki þrifist öflug listastarfsemi án stuðnings rík- isins. Nema auðvitað ef Evr- ópubúar eru bæði samansaum- aðri en Bandaríkjamenn og að auki minna fyrir listir. En þá væri svo sem hvort eð er hæpið í meira lagi að neyða listunum upp á þá með núverandi fyrirkomulagi. Vefþjóðviljinn www.andriki.is Stór menningarviðburður Atburðir menningarnæturinnar voru fjölmargir og velheppnaðir. Í huga Maddömunnar var þó stærsti viðburðurinn sá að fylgjast með hæglátu rökkrinu og horfa á mannhafið streyma rólega niður Laugaveginn og Austurstrætið. Kinka kannski kolli til gamalla kunningja og hreykja sér yfir því að vera orðinn þátttakandi í stórum menningarviðburði. Rölta síðan á Arnarhól til að bíða eftir heimilislegu flugeldasýningunni og hlusta á kórinn sem enginn heyrði syngja. Finnur Þór Birgisson Maddaman www.maddaman.is Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hallar undan fæti. LIST OG RÍKI T IL þess að sameina“ er frasi sem hefur velkst án samhengis í höfði mínu undanfarið eins og visið dægurlag. Þó er þarna samhengi, þykist ég vita, eitthvað hefur gripið mig og skilið frasann eftir í kollinum. Ég var svo heppinn að heyra svo lifandis undur skemmtilegt viðtal Ingveld- ar Ólafsdóttur á Rás 1 við Keith Reed tónlist- arfrömuð á Austurlandi. Ég vinn heima hjá mér og á það til að fara í gönguferð í stofunni til að komast að niðurstöðu um eitt eða annað sem vefst fyrir mér. Núna í vikunni varð mér gengið fram hjá útvarpstækinu sem stillt var á Gufuna og þar mátti heyra þetta viðtal. Ég lagði sam- stundis við eyru. Annað var óhjákvæmilegt. Maðurinn var svo skemmtilegur, hugurinn svo mikill og örlætið, áhuginn beinlínis smit- andi, að hlustanda leið eins og boðið væri til veislu; en veislur eru gerðar „til þess að sam- eina“. Ingveldur hafði lagt mikla alúð við verk sitt eins og endranær, heimildavinna töluverð og viðtalið brotið upp með margvíslegum upptök- um sem tengdust frásögn Keiths. Mér þótti til að mynda merkilegt að þessi maður skyldi hafna erlendum óperuframa fyrir Austurland. Hann gaf þó alveg skiljanlega og virðingar- verða skýringu á vali sínu, því hann átti bágt með að þola tilgerð nýtískunnar í óperusýn- ingum, fannst athyglisþörfin, sjónarspilið og sölumennskan of oft á kostnað tónlistarinnar. Hinn tæri tónn var þá á Austurlandi eftir allt saman. Mér finnst eins og Ingveldur hafi spurt Keith um tilgang og hann svarað á þá lund að ekkert væri jafn þakklátt og að finna hvernig tónlistin sameinaði margvíslegt fólk víðsvegar að úr fjórðungnum. Hann starfaði „til þess að sameina“. Þessi maður er virkjun, hugsaði ég, hann er orkustöð; og framleiðir samstöðu og lífsfyllingu. Ég var upplyftur í andanum eftir þennan útvarpsþátt og fátt vafðist fyrir mér lengur. Hluti þess galdurs sem hér var á ferð var einfaldlega tilgerðarlaus frásagnargáfa sam- fara auðugu innihaldi. Slíkt er aðal Rásar 1, þetta gerir sú stöð best. Ég nefni til dæmis hina tæru og heillandi frásögn Péturs Gunn- arssonar í skemmtilegum þáttum hans um höf- uðborgina í höfðinu. Pétur er greinilega að vinna áfram með efni nýjustu skáldsögu sinn- ar. Spennandi þráður. Fleiri þættir á Rás 1 hafa náð mér undanfar- ið vegna sömu kosta, auðugs innihalds og til- gerðarlausrar frásagnar. Elísabet Indra Ragn- arsdóttir er nýbyrjuð með aldeilis frábæra þáttaröð úr tónlistarsögunni um flutning tón- listar, stórkostlega fræðandi, enda hikar hún ekki við að kafa vel undir yfirborð efnisins. Pét- ur Grétarsson sýnir líka afar fágætt og virðing- arvert fordómaleysi í Fjögra mottu herberginu sínu, rekur margvíslega þræði í tónlistarsögu 20. aldar að sínum fjölfróða hætti; nýstárleg þáttagerð. Bæði Elísabet og Pétur hafa þessa frásagnargáfu sem lýtur efninu frekar en að upphefja sögumanninn og bæði tala eðlilegt, óbrenglað mál, sem er að verða jafn sjaldgæft í íslenskum fjölmiðlum og fuglasöngur í ofan- komu. Allt er þetta fólk að rekja saman þræði til að mynda frásögn, til að sameina, til að smíða heild. Guði sé lof fyrir Gufuna. FJÖLMIÐLAR AÐ REKJA ÞRÆÐI Á R N I I B S E N „ H l u t i þ e s s g a l d u r s s e m h é r v a r á f e r ð v a r e i n f a l d l e g a t i l g e r ð - a r l a u s f r á s a g n a r g á f a s a m f a r a a u ð u g u i n n i h a l d i . S l í k t e r a ð a l R á s a r 1 , þ e t t a g e r i r s ú s t ö ð b e s t . “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.