Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 YFIRSKRIFT sýningarinnar sem opn-uð verður í Listasafni Kópavogs í dagkl. 16 er Ars Baltica – List frá Eystra-saltslöndunum og er þar að finna tæp- lega 50 listaverk frá ríkislistasöfnum í Eist- landi, Lettlandi og Litháen. Hugmyndin er sú að gefa yfirlit yfir listþróun í löndunum á 20. öldinni, og má segja að ákveðnir þættir leggi mark sitt á baltneska list í heild sinni. Efnt er til sýningarinnar að frumkvæði utanríkisráðu- neytisins í tilefni af því að tíu ár eru nú liðin frá því að Ísland varð fyrst ríkja til að við- urkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Sýn- ingin er styrkt af Listasafni Kópavogs og fjöl- mörgum íslenskum fyrirtækjum. Mark sögunnar Anu Allas, listfræðingur við Ríkislistasafn Eistlands, sem komin er hingað til lands til að aðstoða við uppsetningu sýningarinnar, segir að bera megi þróunina í baltneskri list á nýlið- inni öld að mörgu leyti saman við þróunina á Íslandi á sama tíma. Um sé að ræða þjóðir sem lengi vel hafi lotið stjórn annarra ríkja, litlar þjóðir sem á 20. öldinni voru á jaðri Evr- ópumenningarinnar. Sjá megi hvernig lista- menn landanna leituðust við að tileinka sér nýjungar í vestrænni myndlist. „En um leið er auðvitað munur á því hvernig íslenskir mál- arar og t.d. eistneskir löguðu hina alþjóðlegu strauma að eigin menningarheimi,“ bendir hún á. Heimsstyrjaldir og hernám Sovétríkj- anna lögðu einnig mark á listsköpun í Eystra- saltslöndum. Allas bendir á málverkið „Fyr- irheitna landið“ frá 1964 eftir Lepo Mikko. „Þetta málverk er dæmi um endurreisn eist- neskrar myndlistar eftir tímabil þagnar og sinnuleysis undir oki þjóðfélaglegs raunsæis Sovéttímans. Verkið er í raun dæmi um hvernig listmaðurinn heldur sig innan ramma hinna opinberu listrænu viðmiða með sterkum stílfærslum, en beitir um leið efnislegum til- raunum og táknsæi.“ Áttundi og níundi ára- tugurinn voru tímabil kraftmikils expressjón- ísks málverks sem skipa mikilvægan sess í eistneskri listasögu að sögn Allas. Helsti fulltrúi þess tímabils á sýningunni er Jaan Toomik, og heitir verk hans „Tíðir“. Sýning- arhlutar Eistlands og Lettlands fela í sér úr- val verka eftir þekkta myndlistarmenn frá upphafi aldarinnar, fram til dagsins í dag, en sýningarhluti Litháens er fenginn úr sam- tímalistasafninu í Vilnius. Allas bendir á að talsverð breyting hafi orðið á listsköpun í Eystrasaltslöndunum á síðasta áratug, en þá hafi komið fram ný kynslóð listamanna sem beitti blandaðri tækni og blöndun miðla í anda alþjóðlegra strauma í myndlist. Glíma við fjárskort Í hefðarbrunni lettneskrar myndlistar er landslagsmálverkið áberandi og skýrir Dace Lamberga, listfræðingur við Ríkislistasafnið í Riga það með vísun til þess að fyrstu málarar Lettlands komi flestir úr sveitum landsins. Lamberga segist greina hliðstæðu við ís- lenska myndlist í áherslunni á landslagsmál- verkið og ólíkar tilraunir með það. Lamberga bendir blaðamanni á nokkur dæmi um áhuga- verða listamenn Lettlands í seinni tíð, s.s. Boriss Berzins, Edvard Grube, Söndru Krast- ina og Janis Mitrevics. Hún segir Lettaland eiga sér mjög áhugaverða myndlistarhefð og sama sé að segja um listalíf samtímans. „Það sem við í Ríkislistasafninu hins vegar glímum stöðugt við er skortur á fjármagni til að kaupa listaverk fyrir safnið og ungt myndlistarfólk þarf mikið til að berjast í bökkum. Uppbygg- ing efnahags landsins hefur verið mjög hæg- fara, mun hægari en við vonuðumst til þegar landið öðlaðist sjálfstæði. Það þýðir hins veg- ar lítið annað en að vona hið besta, og líta til jákvæðrar þróunar sem hefur orðið í kynn- ingu lettneskrar listar erlendis, en það hefur fyrst og fremst byggst á stuðningi erlendis frá, líkt og tilfellið er með sýninguna hérna í Listasafni Kópavogs,“ segir Lamberga. Á sýningunni Ars Baltica gefst gestum kostur á að kaupa vandaða sýningarskrá með ritgerðum eftir listfræðingana Anu Allas, Dace Lamberga, Elona Lubyte og Halldór Björn Runólfsson en formála skrifar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Íslands. LITIÐ YFIR LISTÞRÓUN Á ÖLDINNI Það er ekki á hverjum degi að Íslendingum gefst færi á að kynna sér myndlist Eystrasaltsland- anna í nútíð og fortíð einu og sömu helgina. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR kynnti sér tvær ólíkar sýningar á myndlist Eistlands, Lett- lands og Litháen sem verða opnaðar í Lista- safni Kópavogs og Nor- ræna húsinu í dag. Morgunblaðið/Þorkell Dace Lamberga og Anu Allas komu hingað til lands í tilefni af opnun Ars Baltica-sýningarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Úr hversdagslífinu (1935–39) eftir lettneska málarann Janis Tidemanis. heida@mbl.is NÆRVERA listar er yfirskrift sam-sýningar sem opnar í Norrænahúsinu í dag, á vegum Menning-arhátíðar Eystrasaltsríkjanna á Norðurlöndum. Þar sýna listamenn frá Eist- landi, Lettlandi og Litháen verk byggð á gömlu handverki. Löndin hafa hvert um sig valið tjáningarform og efnivið sem á rætur í gömlum hefðum landanna. Í verkunum á sýningunni má hins vegar sjá úrvinnslu sem byggð er á nútímalegri endurskoðun lista- manna sem eru meðal þeirra virtustu í sínu heimalandi. Sjálfstæð listgrein Framlag Eistlands er kennt við bókband- ið og sýnir hún túlkun þrjátíu listamanna á hinu afmarkaða þema, þ.e. bókbandi. Verkin eru öll bundin um texta sem fenginn er frá ljóðskáldunum Jaan Kaplinski og Doris Kareva. Sérhannað bókband frá eistneskum bókagerðarmönnum er sjálfstæð listgrein og á sér hundrað ára gamla sögu í Eistlandi en frá upphafi síðustu aldar hefur verið starfræktur þar skóli þar sem nemendur læra listina að binda inn bækur og vinna með leður. Bækurnar á sýningunni voru valdar af alþjóðlegu sýningunni „Scripta manent“ sem haldin var á ári bókarinnar í Eistlandi í fyrra. Þegar litið er á hina ólíku túlkun á hefð, handverki og fagurfræði bók- bandsins á sýningunni, má sjá hversu mörg tækifæri það gefur listamanninum að tjá sig á óvæntan listrænan og tæknilegan hátt. Aukin alþjóðleg samskipti og tengsl við nútímalist hafa orðið til þess að bókband í Eistlandi er farið að einkennast af fjölbreytni í efnisvali og margbreytilegri tækni. Notast er við plast, handgerðan pappír, keramík, ristun, ígreypingu, ljós- myndun, keramík, málm og steypusmíði svo dæmi séu nefnd. Fulltrúar Letta eru fjórir listamenn af tveimur kynslóðum, þau Barbara Ábele og Holgers Elers, sem nýlega komu fram á sjónarsvið listanna í Lettlandi og Atis Lúsis og Péteris Sidars sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenningu. Verkin fjögur eru af sýn- ingunni „Ríga 800 – Þræðir nútímans“ sem sett var upp í tilefni 800 ára afmælis Ríga, höfuðborgar Lettlands. Á sýningunni er unnið út frá textílhefðinni sem er mjög rík í landinu, og hafa listamennirnir gefið henni endurnýjaða merkingu. Um er að ræða tví- og þrívíð verk, unnin úr ýmsum efnum – ofnum þráðum, viði, málmum, leðri, gervi- efnum, gleri og pappír. Verk Péteris Sidars er unnið úr slönguskinni sem í gegnumlýstri framsetningu listamannsins minnir á áferð vefnaðar, verk Barböru Ábele sýnir hand- verk sem minnir á heklaða dúka en er í raun unnið í teygjanlegt gerviefni og Atis Lúsis, borgarlistamaður Ríga, vinnur með birtu og stemmningu í verki sínu sem sýnir nokkurs konar segl við sólarlag. Hinn ungi listamaður Holgers Elers segist hafa unnið sitt verk sérstaklega fyrir Ísland, en hingað hafi hann lengi dreymt um að koma. Verkið sem ber heitið „Næmi“ lifnar bókstaflega við þegar áhorfandinn nálgast það. Þannig ber sýningin vitni um samtímalega úr- vinnslu á rótgróinni hefð, þar sem hið vits- munalega, mínímalíska og hugmyndafræði- lega sameinast verkfærni og skilningi á efniviði. Litbrigði rafsins Litháar eru þekktir fyrir sína einstöku skartgripi úr rafi sem öldur Eystrasaltsins hafa borið á land svo lengi sem menn muna. Í Vilníus er starfrækt öflugt Rafsafn og gallerí en aðstandendur þess, hjónin Kazim- ieras og Virginija Mizgiris, hafa valið verk eftir níu gullsmiði til samsýningarinnar í Norræna húsinu. Sýningin er að þeirra sögn þrískipt. Í fyrsta lagi er um að ræða sýn- ishorn af hinum forna arfi, fornleifum sem um leið eru dæmi um hið hefðbundna raf- hálsmen. Í gegnum aldirnar hefur raf að mestu verið unnið af alþýðusnillingum og handverksmönnum í Litháen. Hluti sýning- arinnar er þannig helguð alþýðulist á svið- inu. Þá er að lokum að finna úrval glæsi- legra verka skartgripahönnuða samtímans, þar sem hefðin er endurskoðuð á tilrauna- kenndan hátt. Á sýningunni má sjá að lista- fólk lítur á raf sem margþættan efnivið, munir úr rafi eru mótaðir á óteljandi vegu og við slípun tekur það á sig ýmis litbrigði og áferð. Margus Allikmaa, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti Eistlands, mun opna sýninguna kl. 16 í dag. Sýningin, sem stend- ur til 23. september, markar jafnframt upp- haf viðamikillar dagskrár Norræna hússins í tilefni af Menningarhátíð Eystrasaltsríkj- anna á Norðurlöndum. SAMSPIL HEFÐAR OG SAMTÍMA Verk Lettans Péteris Sidars er unnið úr slönguskinni sem kallast á við textílhefðina. Biruté Stulgaité er einn helsti skartgripahönn- uður Litháen og einkennist stíll hennar af mínimalisma og kjarnyrtri listrænni tjáningu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.