Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 Þ EGAR haft er í huga að á fjórða tug ópera hefur verið saminn á Íslandi, mætti ætla að þetta list- form væri vel á sig komið í sam- félaginu, og að góður grundvöll- ur væri fyrir flutningi íslenskra óperuverka. En hver er raun- veruleikinn í þessum efnum? Þekkja íslenskir óperuunnendur Legg og skel, Abraham og Ísak, Mann hef ég séð, Gervi- blómið, Þrymskviðu, Hertervig, Rhodymenia palmata eða Klakahöllina? Í fljótu bragði virðast þær afar fáar íslensku óperurnar sem ratað hafa á svið stóru íslensku leikhúsanna. Þar hefur Þjóðleikhúsið vinning- inn, fjórar íslenskar óperur hafa verið sýndar þar frá árinu 1974, Þrymskviða eftir Jón Ás- geirsson 1974, Silkitromman og Tunglskins- eyjan eftir Atla Heimi Sveinsson 1982 og 1997, allar á vegum Þjóðleikhússins, og þær tvær fyrri í samvinnu við Listahátíð, en fjórða ís- lenska óperan sem sýnd hefur verið í Þjóðleik- húsinu er Rhodymenia palmata eftir Hjálmar H. Ragnarsson, en það var Leikhús Frú Emil- íu sem pantaði verkið hjá Hjálmari og setti upp á sínum vegum, en sýningin í Þjóðleikhús- inu var samstarfsverkefni við Listahátíð 1992. Í Íslensku óperunni var síðast sett upp barna- óperan Stúlkan í vitanum eftir Þorkel Sigur- björnsson, en það var samvinnuverkefni við Reykjavík-Menningarborg, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Tónmenntaskóla Reykjavíkur, sem átti frumkvæði að óperusmíðinni. Ís- lenska óperan setti upp Galdra-Loft eftir Jón Ásgeirsson árið 1996, í samvinnu við Listahá- tíð, en aðrar íslenskar óperur hafa ekki verið settar upp á vegum Óperunnar. Í Borgarleik- húsinu hafa ekki verið settar upp íslenskar óp- erur, en tvær barnaóperur eftir Þorkel Sig- urbjörnsson voru sýndar í Iðnó á sjöunda áratugnum í samvinnu við Tónmenntakóla Reykjavíkur. En hver er reynsla tónskáldanna sjálfra af því að koma óperum sínum á framfæri? Frumkvæði kemur frá sjálfstæðu leik- húsunum og Tónmenntaskólanum Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld hefur samið þrjár óperur, allar að frumkvæði utan- aðkomandi aðila. „Ég var beðinn að semja þessi verk, og þá var það fyrirséð að þær yrðu fluttar. Það var aldrei neinn vafi á því. En frumkvæðið að þessum óperum kom frá sjálf- stæðu leikhúsunum og frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Það hefur verið ámálgað við mig að semja óperu fyrir Íslensku óperuna, en af því gat ekki orðið á þeim tíma, og annað tón- skáld fengið til verksins. Þriðja óperan mín, Kalli og sælgætisgerðin, var sett upp á vegum Tónmenntaskóla Reykjavíkur í konsertformi og flutt tvisvar í Óperunni. Þessi ópera er ófullgerð, og við sýndum hana í konsertformi í þeirri von að leikhúsin tækju hana upp á sína arma, en það hefur ekki gengið eftir. Þannig að þá óperu klára ég ekki fyrr en ég er búinn að fá vissu um að hún verði sett upp. Efnið er tilbúið og menn vita að hverju þeir ganga. En ég hef ekki tíma til að semja heila óperu án þess að nokkurt garantí sé fyrir því að fá hana flutta.“ Hjálmar kveðst margoft hafa leitað sjálfur til Þjóðleikhússins með óskir um að Kalli og sælgætisgerðin yrði sett upp, en þar hafi áhugi ekki verið fyrir hendi. „Þó gat ég lagt fram upptöku af verkinu, og nótur að sjálfsögðu, þannig að menn vissu nokkurn veginn að hverju þeir gengju, og ég var tilbúinn til að að- laga mig aðstæðum þar.“ Kalli og sælgætis- gerðin er byggð á sögu eftir Roald Dahl og er bæði fyrir börn og fullorðna. Frú Emilía setti upp óperuna Rhodymenia palmata sem fyrr segir, og verkið var frumflutt á Listahátíð 1992. Seinna var verkið sýnt í Héðinshúsinu. Fulltrúi frá Kaupmannahafnarborg sá sýn- inguna þar og bauð frú Emilíu að sýna óp- eruna í Kaupmannahöfn þegar borgin var Menningarborg Evrópu, árið 1996. Þá var Frú Emilíu líka boðið með verkið til Harstadt í Noregi á listahátið þar og að lokum var það sýnt í Lissabon á Expo. Guðjón Pedersen, leik- stjóri og leikhússstjóri Borgarleikhússins og Frú Emilíu, segir möguleika á að verkið verði fært upp aftur. „Hvorki Rhodymenia palmata né Frú Emilía eru dauðar svo þetta á eftir að poppa upp aftur og aftur.“ Flytjendur stóðu sjálfir fyrir flutningi á Íslandi Haukur Tómasson er eitt af örfáum tón- skáldum yngri kynslóðar sem samið hefur óp- eru. Það var verkið 4. söngur Guðrúnar, sem sett var upp í risastórri skipakví í Kaupmanna- höfn þegar hún var menningarborg Evrópu, árið 1996. Óperan fékk afbragðs dóma og var í kjölfarið gefin út á geisladiski á vegum BIS- útgáfunnar í Svíþjóð. 4. söngur Guðrúnar var fluttur tvisvar á Íslandi í tónleikaformi, en á vegum flytjendanna sjálfra, Caput, í skipa- smíðastöð í vesturbæ Reykjavíkur. Lítill tími til að koma verkunum á framfæri „Ég hef alltaf búið hlutina til af eigin þörf,“ segir Jón Ásgeirsson, en hann á tvær óperur sem settar hafa verið upp í stóru húsunum; Þrymskviðu sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu 1974 og Galdra-Loft sem sýnd var í Íslensku óperunni árið 1996. „Svo þegar ég hef verið bú- inn að semja hef ég snúið mér að því að reyna að fá verkin flutt.“ Jón Ásgeirsson á þriðju óp- eruna í handraðanum, en hún hefur ekki verið sett upp. „Þetta er lítil gamanópera fyrir karla- kór, sópran og leikara. Það er hægt að setja hana upp á konsertsviði.“ Jón segist sjálfur hafa gengið með Galdra-Loft milli þjóðleikhússtjóra og óperustjóra, og á endan- um hafi Óperan ákveðið að setja verkið upp í samvinnu við Listahátíð. Fjórða ópera Jóns, Möttulssaga, er nú í smíðum og alls óvíst um hvort hún verður sett upp. „Verst að maður hefur bara svo lítinn tíma til að vesenast í því að koma þessu á framfæri,“ sagði Jón Ásgeirs- son. Klakahöllin hugsanlega frumsýnd í Noregi Það eru um það bil tíu ár frá því að Áskell Másson hóf að kynna fyrstu óperu sína, Klaka- höllina, fyrir forsvarsmönnum Listahátíðar og Þjóðleikhússins. Áskell bauð verkið á Listahá- tíð 2002. „Það reyndist bara ekki unnt í það sinn, því tíminn var þá orðinn of naumur. Það kom margt til; – þetta þarf að vera unnið í sam- vinnu margra, og það tekur tíma að koma því af stað. Samningar við hljóðfæraleikara voru líka ansi lengi lausir, og meðan á því stóð var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir. Það er þó ekkert út úr myndinni að Listahátíð setji verk- ið upp og ég vona að það verði skoðað fyrir þarnæstu Listahátíð. Hins vegar eru mögu- leikar á að verkið verði frumflutt í Noregi – þar hafa menn sýnt óperunni mikinn áhuga.“ Þegar Áskell bauð Klakahöllina fyrst til flutn- ings, vantaði á hana bláendinn. Óperan var þó fljótt kláruð, þar sem Áskell vonaðist alltaf eft- ir að verkið yrði tekið til sýninga. Á tíu árum hefur hann hins vegar gripið í verkið af og til, gert breytingar og bætt við, og hefur því haft meir en nægan tíma til að fínpússa Klakahöll- ina. „Ég fékk hins vegar núna nýlega styrk frá Norðmönnum til að ganga frá verkinu í þeirri mynd sem ég vil hafa það, og ef af flutningnum verður, verður það samvinna milli óperunnar í Bergen og í Ósló og ég geri ráð fyrir að óperan verði sýnd á báðum stöðunum.“ Óperan sungin á þremur tungumálum, en ekki íslensku Karólína Eiríksdóttir hefur samið tvær óp- erur, Någon har jeg sett, sem hefur verið köll- uð Mann hef ég séð á íslensku, og svo Mann lif- andi, óperuleik sem hún samdi í samvinnu við Árna Ibsen og Messíönu Tómasdóttur. „Någon har jeg sett var pöntuð af Vadstena akademíunni í Svíþjóð og frumsýnd á Sum- aróperuhátíð Vadstena árið 1988. Sýningin kom svo sem gestasýning hingað til lands og var sýnd í tvö skipti á hundadögum, listahátíð ÍSLENSK ÓPERA? Er íslensk ópera til? Jú, rúmlega þrjátíu óperur hafa verið samdar á Íslandi. En hvar eru þessi verk og hvers vegna sjáum við þau ekki? BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR leitaði til nokkurra tónskálda og spurði hvernig þeim gengi að koma óperum sínum á framfæri við leikhúsin á Íslandi. Sigurður Björnsson, Kristinn Sigmundsson og Jón Sigurbjörnsson dást að silkitrommunni. Myndin er úr sýningu Þjóðleikhússins 1982. Frá sýningu á óperunni Mann hef ég séð eftir Karólínu Eiríksdóttur í Íslensku óperunni á hunda- dögum 1989. David Aller og Ingegerd Nilson í hlutverkum sínum. Þetta var gestasýning frá Vadstena-óperunni í Svíþjóð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.