Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 15
H ÁLENDI Íslands er mikil auðlind, sem standa ber vörð um, og er mönnum mikill vandi á höndum við að varðveita og nýta hana, svo að sómi sé að. Því miður hafa þeir, sem þjóðmálum ráða, haft afar takmarkaðan skilning á gildi þessarar auðlegðar og vilja helzt þurrmjólka hana. Það er eins og það þurfi út- lendinga til þess að koma sumum mönnum í skilning um mikilvægi hálendisins. Hvað sem um þetta má annars segja, kýs æði stór hópur fólks að verja sumarleyfi sínu öllu eða að miklum hluta til ferðalaga um hálendi landsins. Ferðamáti er reyndar með ýmsum hætti; sumir fara gangandi en aðrir velja sér farar- skjóta af ýmsu tagi, hjól, hest eða ökutæki. Þó að mörgum ógni jeppaæðið, sem gripið hefur þjóðina, því að enginn telst maður með mönn- um nema hann eigi lúxusjeppa, helzt á trölla- dekkjum, verður því seint neitað, að jeppinn er mesta þarfaþing á slíkum ferðum. Sjálfsagt er óhóf í þessu sem mörgu öðru, en þeir eru líka margir, sem eiga íburðarlausa jeppa, og hrífast af slíkum ferðum, þó að þær höfði ekki til allra. Eitt sinn var haft eftir mætum klerki á Norður- landi, að hann skildi ekkert í honum Jóni vini sínum að vera að skufsast um þessa illfæru vegi á hálendinu, þegar það væru komnir svona góð- ir vegir í byggð. Þessari handbók, sem er hér til umfjöllunar, er fyrst og fremst ætlað að auðvelda þeim, sem ferðast á jeppum um hálendið, til þess að rata réttar slóðir og finna markverðustu staði. Einnig er bent á forvitnilegar gönguleiðir út frá ýmsum áningarstöðum. Að sið góðra ferðamanna hefst bókin á því, sem heyrir til góðum undirbúningi, hvað nauð- synlegt er að hafa meðferðis, gefin eru ýmis góð ráð og bent á fáein rit til frekari fróðleiks. Hér hefði mátt skjóta inn stuttum kafla um grundvallaratriði, sem hafa verður í huga, þeg- ar ekið er yfir ár. Bókinni er síðan skipt í fimmtán kafla, sem hver um sig fjallar um öku- og gönguleiðir á af- mörkuðum svæðum, eins og leiðir að Fjalla- baki, Veiðivötn og Jökulheima, Gljúfurleit og Kerlingafjöll, Kjalveg, í kringum Skjaldbreið, Sprengisandsleið, Gæsavötn, Snæfell, Herðu- breið og Kverkfjöll, Loðmundarfjörð, Víkur og Fjörður, Þeistareyki og Víti, Laka, Blágil og Miklafell. Af þessari upptalningu er ljóst, að bókin spannar að mestu miðhálendi landsins, auk nokkurra svæða á Norður- og Austurlandi. Við upphaf hvers kafla er yfirlitskort af þeim slóðum sem lýst er, og allvíða eru greinarbetri kort af vissum hlutum. Innan hvers kafla er hverri einstakri leið lýst, greint frá, hversu erf- ið leiðin er, sagt frá vatnsföllum og svo síðast en ekki sízt eru raktar markverðar sögur af svæð- inu og getið um helztu perlur náttúrunnar. Í bókinni eru 350 ljósmyndir, sem segja oft meira en mörg orð. Það er með ólíkindum, hvað víða hefur verið ekið um hálendi landsins og engin tök á að lýsa öllum leiðum. Mér sýnist sem höfundur hafi víða sleppt slóðum, sem liggja upp frá ein- stökum bæjum, enda eru margir bændur lítt hrifnir af mikilli umferð á sínum heiðalöndum. Séu menn í ákveðnum erindagjörðum er reynsla mín sú, að auðsótt er að fá að aka þar um. Þá er heldur engin ástæða í bók sem þess- ari að eggja menn til að leggja í einhverja tví- sýnu. Eins og áður sagði er megintexti bókar leiða- lýsingar. Yfirleitt er frásögn stutt og skýr og laus við allt raup. Höfundur hefur greinilega lagt alúð við verkið og ljóst er, að hann er reyndur ferðalangur. Almennur fróðleikur í bókinni er sóttur í mörg rit og í sjálfu sér bætir bókin litlu sem engu við í þeim efnum. Það er ekkert áhlaupsverk að taka saman rit sem þetta. Það er sjaldnast nóg að hafa farið einu sinni um ákveðinn veg, heldur verða menn að hafa farið margoft til þess að geta leiðbeint öðrum. Engu að síður er það svo, að allvíða hefði mátt laga og leiðrétta ýmsar augljósar villur. Í fyrstu er rétt að geta þess, að í inn- gangskafla er farið rangt með nafn Þorleifs Einarssonar og hann sagður Guðmundsson; Ólafur Jónsson var ekki jarðfræðingur heldur ráðunautur og hlutar Jóns Eyþórssonar í Hrakningum og heiðavegum er að engu getið. Með vönduðum prófarkalestri hefði mátt fækka prentvillum og laga orðfæri á stöku stað, samanber að „vaða fótgangandi“. Í verki sem þessu, sem spannar mikinn hluta hálendisins, kemur ekki á óvart, að ýmsar mis- fellur kunni að vera á. Hér skulu nefnd nokkur dæmi. Ýmsar leiðir að Fjallabaki hafa reynzt mönn- um vandrataðar og þó að hér sé reynt að greiða úr þeirri flækju, er ýmislegt við þann kafla að athuga. Sums staðar koma ýmsar viðmiðanir spánskt fyrir sjónir. Sagt er, að Nyrðri-Fjallabaksleið liggi frá Búrfelli um Dómadal (bls. 20) og á öðr- um stað er sagt, að örstutt sé út á þjóðveg við Búrfell og þaðan til byggða í Landsveit (bls. 62). Í báðum þessum tilvikum er Búrfell hand- an Þjórsár og í annarri sýslu, þó að það blasi við á þessari leið. Frá Keldum á Rangárvöllum er Hekla í norðaustri, en ekki norðri og Vatnafjöll eru suðaustan við Heklu, en ekki austan við. Þá segir, að leiðin að Faxa (bls. 47) liggi á milli Grænafjalls og Kattarhryggja. Réttara er, að hún liggur á milli Kattarhryggja og Grænafjall- garðs, en beygt er út á slóðina á milli Græna- fjalls og Skuggafjalla. Oft er ekki fullt samræmi á milli korta. Á bls. 17 er réttilega merkt slóð norðaustur Tungn- árfjöll, en á stærra og betra korti á bls. 65 er engin slóð sýnd. Engin slóð er sýnd á kortum austanvert við Tindafjall, suður um Stóra-Gil, framhjá Vinstrar Snóki upp Axlir, þaðan sem leið liggur í Álftavötn, en hún er greið. Þá er erfitt að átta sig á leiðum frá Hólaskjóli (sjá bls. 17 og 40). Draga má í efa, að menn fari frá Há- nípufit yfir Syðri-Ófæru í Hólahraun, því að engin slóð mun vera yfir Hálsa. Leið vestan Syðri-Ófæru að Bleikáluskeri er mjög sundur- grafin, svo að hún verður trauðla farin. Ein er sú leið, sem höfundur lýsir og nefnir Eldgjá-Skælingar-Sveinstindur. Skælingar eru víðlent fjalllendi meðfram Skaftá, norð- austur af Eldgjá. Höfundur kallar aðeins stað- inn, þar sem skálinn er, Skælinga, en það er ekki rétt, því að þeir ná yfir mun stærra svæði. Skálinn á Skælingum er í Innstu-Botnum, í svo nefndu Stóragili. Kofinn, sem Útivistarmenn endurbyggðu, er ekki hinn forni gangnamanna- kofi eins og sagt er í bókinni, heldur var hann hlaðinn 1966 og það gerðu Hilmar Gunnarsson, Ásum og Sæmundur Björnsson frá Múla. – Þá lýsir höfundur leið úr Skælingum innundir Uxa- tinda og á maður dálítið erfitt með að ímynda sér, hvernig hann hefur klöngrast suður fyrir Blautulón og fyrir Veðurháls. Hins vegar liggur sæmileg slóð litlu norðar undir Gretti og rak- leiðis á slóðina undir Grænafjallgarði. Á bls. 49 er sagt, að á leið um Faxasund sé komið að tveimur vötnum og síðan sé ekið í suðaustur. Hér mun vera átt við Lónakvíslalón, en þau eru a.m.k. þrjú, og vegur liggur þar í norðaustur. Vissulega mætti tína til nokkur fleiri atriði, til dæmis í Þingeyjarsýslum og víðar, þar sem ónákvæmni gætir, bæði hvað varðar einstakar leiðir og örnefni. Þó að Mývatnsöræfi séu æði víðlend, munu fáir telja þau ná norður á Þeista- reykjabungu og undir Eilífi eru Eilífsvötn. Þá gerir höfundur lítið úr þverám Dalsár á Flat- eyjardalsheiði en sannast sagna geta þær orðið býsna viðsjárverðar í miklum vorleysingum. Mæla má eindregið með bók þessari handa þeim, sem vilja kynnast öræfaslóðum, þrátt fyrir nokkrar brotalamir. Víst er, að hún getur veitt mörgum, sem eru ekki þeim mun kunn- ugri á öræfum, allmikið öryggi á ferðum um óbyggðir og allnokkurn fróðleik. Lengi hefur verið þörf á leiðarvísi sem þessum og því er út- gáfa þessarar bókar lofsvert framtak. Á JEPPA UM ÖRÆFI Ljósmynd/Páll Ásgeir Ásgeirsson Gýgjarfoss í Jökulfalli vestan Kerlingarfjalla sem gnæfa í baksýn. BÆKUR N á t t ú r u f r æ ð i r i t eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson. 256 bls. Útgefandi er Skerpla ehf. Reykjavík 2001. Verð kr. 3990. HÁLENDISHANDBÓKIN Ágúst H. Bjarnason LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 15 MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar. Til 31.8. Árnastofnun: Handritasýning opin 11– 16 mánud.–laugard. Til 25.8. Borgarskjalasafn Rvíkur, Grófarhús- inu: Verk Svavars Guðnasonar. Til 9.9. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Galleri@hlemmur.is: Guðrún Vera Hjartardóttir. Til 9.9. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Guðni Harðarson. Til 9.9. Gallerí Hringlist, Keflavík: Sæmundur Gunnarsson. Til 25.8. Gallerí Reykjavík: Árni Rúnar Sverris- son. Til 5.9. Díana Hrafnsdóttir. Til 25.8. Gallerí Sævars Karls: Steinunn Þórar- insdóttir. Til 30.8. Hafnarborg: Margrét Reykdal. Hans Malmberg. Til 27.8. Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars- son. Til 28.8. i8, Klapparstíg 33: Max Cole og Thomas Ruppel. Til 15.9. Íslensk grafík: Steinþrykk frá Færeyj- um. Til 9.9. Listasafn Akureyrar: Per Kirkeby. Hekla Dögg Jónsdóttir. Til 16.9. Listasafn ASÍ: Sjö myndlistarmenn. Til 2.9. Listasafn Borgarness: Helgi Þorgils. Til 7.9. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2.9. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og nýsköpun. Til 30.9. Listhús Ófeigs: Kristín Sigfríð Garðars- dóttir. Til 29.8. Ljósaklif, Hafnarfirði: Hreinn Frið- finnsson. Til 13.9. Mokkakaffi: Kristinn Már Ingvarsson. Til 4.9. Norræna húsið: Ljósmyndir Hendriks Relve. Til 23.9. Sýning frá Eystrasalts- ríkjunum. Til 23.9. Rvíkur Akademían: Sjónþing Bjarna H. Þórarinssonar. Til 1. okt. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna- myndir Ásgríms. Til 1.9. Sjóminjasafn Íslands: Grænlenskur tré- skurður. Til 2.9. Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor- gerður Sigurðard. Til 31. des. Stöðlakot: Ljósálfar í Skuggahverfi. Til 26.8. Þjóðarbókhlaða: Stefnumót við íslenska sagnahefð. Til 15.9. Brúður Sigríðar Kjaran. Til 15.9. Magnea Ásmundsdótt- ir. Til 1.9. Þjóðmenningarhúsið: Skjöl frá Þjóð- fundinum. Til 15. okt. Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Véronique Le Guen. Kl. 12. Íslenska óperan: Írsk-íslensk tónlistar- hát. Kl. 21. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Véronique Le Guen. Kl. 17. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jó- hannesson klarinett og Valgerður Andr- ésdóttir píanó. Kl. 20:30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Martial Nardeau og Lenka Mátéová. Kl. 12. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Wake me up, 26.8. Með vífið í lúkunum, 25.8. Iðnó: Rúm fyrir einn, 31.8. Light Nights. 26.8., 27.8. Loftkastalinn: Hedwig, 25.8. Smiðjan, Sölvhólsgötu. Einleikhúsið: Fröken Júlía, 25.8. Vesturport: Diskópakk, 25.8., 26.8., 28.8. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvu- pósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.