Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 5 sem Leifur Þórarinsson og Inga Bjarnason stóðu fyrir. Sýningarnar voru í Íslensku óp- erunni, en Óperan sjálf kom þó hvergi nærri uppfærslunni. Þessi ópera hefur svo verið sýnd í London, í Riverside Studios, og svo í Grafswald í Þýskalandi, og í bæði skiptin þá að frumkvæði hljómsveitarstjóranna, og með þýddum texta. Óperan hefur því verið sýnd á sænsku, ensku og þýsku, en aldrei á íslensku.“ Karólína segist ekki hafa mikið gert í að koma þessari óperu á framfæri hér á landi og segir þar mest um að kenna eigin trassaskap. Hún er lítil að umfangi og kostnaði; samin fyrir fjóra söngvara og kammersveit. En aðspurð hvort íslensku leikhúsin hafi leitað til hennar til að kanna hvað hún eigi af óperuverkum þá er svarið einfalt: „Aldrei.“ Tíu ára leit að leikhúsi sem vildi setja upp Mann lifandi Sagan af næstu óperu Karólínu, Manni lif- andi, er á allt annan veg. „Við Árni og Mess- íana vorum búin að ganga með þessa hugmynd í meir en áratug, og reyndum á þeim tíma mik- ið að fá einhvern hér til að standa að sýning- unni. Það tókst ekki. Við leituðum til fjöl- margra aðila – aftur og aftur og á alla vega forsendum, en það var enginn tilbúinn til að taka þessa áhættu. Samt var þetta mjög ódýr sýning, fjórir hljóðfæraleikarar, þrír söngvar- ar og tveir leikarar. Það er þó dýrt fyrir ein- staklinga að koma svona verki upp, en manni finnst að stofnanir sem eru reknar fyrir op- inber framlög ættu að geta tekið þessa áhættu, því þetta eru ekki margar milljónir. Á end- anum gerðum við þetta sjálf undir nafni Strengleikhúss Messíönu og vorum með fjórar sýningar.“ Frumkvæði Tónmennta- skóla Reykjavíkur Hlutur Tónmenntaskóla Reykjavíkur í ís- lenskri óperulist er eftirtektarverður. Tón- menntaskólinn, sem áður hét Barnamúsíkskól- inn, hefur reglulega, allt frá því á sjöunda áratug síðustu aldar, fengið tónskáld til að semja verk fyrir nemendur skólans. Þar af eru fjórar óperur. Kalli og sælgætisgerðin hefur verið nefnd í því sambandi og Stúlkan í vit- anum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en Þorkell hefur samið fleiri óperur fyrir Tónmenntaskól- ann, Apaspil 1966 og Rabba rafmagnsheila 1967, en þær óperur voru settar upp í sam- vinnu við Leikfélag Reykjavíkur og sýndar í Iðnó. Apaspil var einnig tekin upp fyrir sjón- varp og hefur því að líkindum verið fyrsta ís- lenska óperan í íslensku sjónvarpi. Tón- menntaskólinn er því eini aðilinn á Íslandi sem hefur pantað óperur og önnur verk hjá tón- skáldum í einhverjum mæli. Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur, seg- ir þetta hafa verið áhugamál sitt frá því að hann tók við skólanum í byrjun sjöunda ára- tugarins. „Mér útlendingnum hefur fundist nauðsynlegt að örva íslenska listsköpun – það er nú bara svo einfalt. Þetta hljómar kannski sem gagnrýni, en mér hefur fundist ótækt að tónlistarskólar á Íslandi skuli ekki leita mun meira í smiðju íslenskra tónskálda í stað þess að þýða útþynnta söngleiki og taka upp annað erlent efni. Við eigum ansi góð tónskáld og það er eitt besta uppeldi fyrir krakka, að taka þátt í svona löguðu.“ Stefán segir gríðarlega vinnu liggja að baki hverri uppfærslu verka af þessu tagi, og álagið á krakkana sé mikið, en að þetta sé reynsla sem þau búi að ævilangt. Tónlistarskólinn í Garðabæ hefur einnig pantað óperu til flutnings fyrir nemendur skól- ans. Tónskáldið Hildigunnur Rúnarsdóttir segir að hún hafi verið beðin um að semja tón- verk fyrir skólann, en hafi sjálf ákveðið að það yrði ópera. Úr varð óperan Jón og gullgæsin, sem sýnd var sjö sinnum fyrir fullu húsi á veg- um skólans árið 1994. Íslenskar óperur vinsælar erlendis Það vekur líka athygli að íslenskar óperur virðast jafnvel eiga greiðari leið inn á erlendan tónlistarmarkað en íslenskan. 4. söngur Guð- rúnar eftir Hauk Tómasson var pöntuð af Dön- um og frumflutt í Kaupmannahöfn á menning- arborgarári þar. Eins og áður er getið, var Rhodymenia palmata eftir Hjálmar H. Ragn- arsson einnig sýnd í Kaupmannahöfn í boði menningarborgarinnar, en sú ópera ferðaðist einnig til Noregs og á heimssýninguna, Expo í Portúgal. Tunglskinseyja Atla Heimis Sveins- sonar var sýnd bæði í Kína og í Þýskalandi. Ópera Karólínu Eiríksdóttur, Mann hef ég séð, var pöntuð af Svíum, og hefur verið sýnd í Svíþjóð, Þýskalandi og Englandi og útlit er fyrir að Klakahöll Áskels Mássonar hljóti fyrr náð fyrir norskum óperuhúsum en íslenskum. Þrautarganga að koma verkum í flutning Þessi litla könnun á hag íslenskrar óperu virðist gefa til kynna að tónskáld eigi erfitt með að fá óperur sínar settar upp við stóru leikhúsin á Íslandi: Íslensku óperuna, Þjóð- leikhúsið og Borgarleikhúsið. Tónskáld semja sum hver stór verk á borð við óperur, algjör- lega af eigin þörf, án nokkurrar vonar um að þau verði flutt. Þar sem frumkvæði kemur annars staðar að, eru það Tónmenntaskólinn, minni leikhúsin og svo erlendir aðilar sem þar eiga í hlut. Áhugi útlendinga á íslenskri óperu- list er athyglisverður í ljósi þess að það er erf- itt að ímynda sér að íslenskum leikhúsum dytti í hug að bjóða erlendum tónskáldum að semja verk fyrir íslensk leikhús. Íslensku tónskáldin verða ekki vör við að leikhúsin hér sýni verk- um þeirra nokkurn áhuga að fyrra bragði – „aldrei“ – sagði Karólína Eiríksdóttir. Það virðist hins vegar vera þrautarganga að koma verkum í flutning, þar sem tónskáldin sem rætt var við hafa reynt það að ganga með verk sín jafnvel í tíu ár milli stofnana í von um að fá þau sett upp. Þar er Haukur Tómasson und- antekning, þar sem 4. söngur Guðrúnar var saminn fyrir Kaupmannahafnarborg, menn- ingarárið 1996. Þó er það sláandi, að þegar verkið, sem hafði þegar fengið gríðarlega góða dóma erlendis, var sett upp hér í tónleika- formi, þá voru það flytjendurnir sjálfir sem stóðu að því. Undantekningar eru líka þær óp- erur sem pantaðar hafa verið hjá tónskáld- unum, þar sem þá liggur yfirleitt fyrir að verk- ið verði flutt. Þar er þó nær eingöngu um að ræða minni óperur – barna- og kammeróper- ur. Hjálmar H. Ragnarsson sagðist ekki myndu semja fleiri óperur nema að vissa væri fyri því að þær yrðu fluttar. Fleiri tónskáld sem rætt var við sögðust heldur ekki myndu leggja tíma og peninga í svo viðamikil verk, nema trygging væri að minnsta kosti fyrir því að verkið yrði sýnt, og helst að laun yrðu greidd fyrir. Einu sinni og aldrei meir? Íslensk ópera á sér litla hefð, og þótt um þrjátíu óperur hafi verið samdar hér, virðast örlög þeirra vera þau, að komist þær á annað borð á íslenskt svið, þá eiga þær ekki aftur- kvæmt þangað. Þannig fá tónlistarunnendur ekki að heyra nýjar íslenskar óperur nema einu sinni, og hafa því engin tök á að rifja upp af þeim kynnin eða endurmeta á nokkurn hátt. Fari svo illa, að sjálf uppfærslan á óperu mis- lukkist á einhvern hátt, eða sé verkinu sjálfu til trafala, minnka líkurnar sjálfsagt enn meir á því að um endurtekinn flutning verði að ræða. Átak Finna í að skapa sér finnska tónlistar- og sérstaklega óperuhefð hefur vakið heims- athygli. Með markvissum aðgerðum opinberra aðila og menningarstofnana hafa finnskar óperur verið settar í öndvegi menningarlífsins þar, og sumaróperuhátíðir, eins og í Sav- onlinna, þar sem sýndar eru bæði finnskar og sígildar óperur njóta mikilla vinsælda ferða- manna hvaðanæva. Nýtt og glæsilegt óperu- hús í Helsinki, aðsetur Finnsku þjóðar- óperunnar, hefur finnskar óperur jafnan á boðstólum fyrir gesti sína. Aðsókn að finnsk- um óperum hefur verið mjög góð, og margar þeirra hafa verið hljóðritaðar og gefnar út og sumar hverjar slegið rækilega í gegn á alþjóð- legum markaði. Af níu uppfærslum á fyrri hluta starfsárs þjóðaróperunnar sem senn fer í hönd, eru þrjár finnskar óperur – eftir Kalevi Aho, Aulis Sallinen og Kari Tikka. Getum við eitthvað lært af aðferðum Finna, eða bíðum við eftir því að finna upp okkar eigið hjól. Eitthvað virðumst við að minnsta kosti þurfa að taka til bragðs ef við viljum að íslensk ópera verði einhvern tíma eðlilegur þáttur í ís- lenskri menningu. begga@mbl.is Morgunblaðið/Golli Stúlkan í vitanum ætlar að koma óhræsinu fyrir kattarnef, en hér hefur óhræsið náð tökum á skuggaböldrum og skrugguvöldum. Frá sýningu Tón- menntaskóla Reykjavíkur, menningarborgar og Íslensku óperunnar árið 2000 á óperunni Stúlkunni í vitanum eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Á LISTANUM er þrjátíu og ein ópera. Af þeim hafa átján verið sýndar á Íslandi í fullri endanlegri gerð á sviði eða sínum miðli. Þetta eru óperurnar Gerviblómið, Apaspil, Rabbi rafmagnsheili og Stúlkan í vitanum eftir Þorkel Sigurbjörnsson; Silkitromman, Tunglskinseyjan og Vikivaki eftir Atla Heimi Sveinsson en sú síðast- nefnda er samin fyrir sjónvarp og var sýnd í ríkissjónvarpinu; Þrymskviða og Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson; Abraham og Ísak eftir John Speight; Mann hef ég séð og Maður lifandi eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur; Rhodymenia palmata og Sónata prinsessa eftir Hjálmar H. Ragnarsson; og Jón og gullgæsin eftir Hildigunni Rún- arsdóttur. Z ástarsaga eftir Sigurð Sævarsson er talin með þessum 17 óperum en nú standa yfir æfingar á henni og hún verður frum- sýnd eftir örfáa daga í Dráttarbrautinni í Keflavík. Með þessum 17 verkum er einnig talin óperettan Í álögum eftir Sigurð Þórðarson sem sýnd var í Iðnó um 1944 og músíkdramað Baldr eftir Jón Leifs, sem er ekki ópera í ströngum skilningi en þó tónlistardrama fyrir leikhús. Baldr var sýndur í svolítið styttri útgáfu árið 2000 í Reykja- vík, Ósló og Helsinki á vegum menningarborganna þriggja. Þrjár ófullgerðar óperur Þrjár óperur á listanum eru ófullgerðar: Serkjadans eftir Svein- björn Sveinbjörnsson en af henni er aðeins til lítið brot. Ríkis- útvarpið hljóðritaði það sem til er af óperunni árið 1997 en þetta mun vera alfyrsta tilraun íslensks tónskálds til óperusmíðar. Árni Björnsson hóf að semja óperu við texta Guðmundar Daníelssonar byggðan á Gunnlaugssögu Ormstungu. Árni veiktist árið 1952 og lauk ekki smíð óperunnar. Að sögn Katrínar Árnadóttur, dóttur tón- skáldsins, eru þó uppi áform um að dóttursonur Árna, Halli Cauth- ery fiðluleikari og tónskáld, taki það að sér síðar meir. Guðmundur Daníelsson leitaði einnig til Páls Ísólfssonar með óperutexta sinn. Páll byrjaði á óperunni, og að sögn Þuríðar Pálsdóttur, dóttur Páls, var hann að grípa í verkið af og til í talsverðan tíma, án þess þó að ljúka því. Dúett úr óperunni er þó nokkuð sunginn. Sjö óperur ósýndar Eftir á listanum eru þá tíu fullgerðar óperur sem ekki hafa verið settar upp á Íslandi í fullgerðri mynd. Af þeim eru þó þrjár sem hafa heyrst í konsertuppfærslu: Fjalla-Eyvindur eftir Dr. Franz Mixa, Kalli og sælgætisgerðin eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Fjórði söngur Guðrúnar eftir Hauk Tómasson. Sjö óperur að minnsta kosti hafa aldrei heyrst hér; það eru Eilífur og Úlfhildur eftir Jón Ásgeirsson, Maríuglerið eftir Leif Þórar- insson, Hertervig eftir Atla Heimi Sveinsson, Tiger Flower eftir Mist Þorkelsdóttur, Leggur og skel eftir Finn Torfa Stefánsson, Sig- urður Fáfnisbani eftir Sigurð Þórðarson og Klakahöllin eftir Áskel Másson. Úr sumum þessara ópera hafa þó heyrst stutt brot. Að minnsta kosti ein ópera er í smíðum en vissulega gætu þær verið fleiri.                     !" # $ %      &'#               !$   ()*    + , - ,)) !. .) ()*    $  *  */     #) # )   )) *  */   *  */   * /0 )) ()*    !$   *    ()*    " #    + , - ,)) !$         1  !$                      ! "         #  $!! % &   "  % ! ' "  ( ) &% * *" #!& ( + , &  $&(   -  ( . (/ ,  ( 0 0 "   1 (  0  .      -(%  "    " 2/ )  " )"  %  %  ( 3 %&        4   )  2 3456 3477 3476 3489 34:7 34:8 34:: 34:; 34:6 34;7 3469 3466 344< 344< 344< 3449 3449 3449 3445 3447 3447 3448 3448 344: 344; 344; 3444 3444 9<<< 9<<< ,, = = = = #  Hafa þarf í huga að þessar upplýsingar eru ekki tæmandi, og ver- ið gæti að fleiri óperur hafi verið samdar hér og sýndar, án þess að upplýsingar um það væru aðgengilegar. Listinn var unninn upp úr upplýsingum frá Íslenskri tónverkamiðstöð og með aðstoð viðmæl- enda og heimildarmanna. Meðan verið var að skrifa greinina bárust upplýsingar um fimm óperur sem þannig bættust við þann fjölda verka sem lagt var af stað með við upphaf skrifanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.