Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. ÁGÚST 2001 svalað. Hann bregður miskunnarlausu ljósi á Vesturlandabúa og veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum standi á þeirri firringu sem rekur stönduga og stundum vellríka miðaldra karl- menn til þess að leggja í langferðir til að gamna sér með vændiskonum í þriðja heim- inum, og jafnvel kaupa sér unglinga og börn til að svala fýsn sinni á. Vinkona Michels, Valérie, er eins og áður segir háttsett í markaðsdeild gríðarstórrar ferðaskrifstofu sem er með starfsemi út um gervallan heim. Samkeppnin er hörð, menn svífast einskis í viðskiptum innan fyrirtækis sem utan og í gegnum persónu Valérie fær lesandinn heldur kaldranalega en mjög trúverðuga lýsingu á S ÍÐASTLIÐIÐ vor mátti sjá heilmikla auglýsingaherferð víða í jarðlestarstöðvum Par- ísarborgar. Þar gat að líta mynd af bók og undir henni stóð stutt og laggott: „Hættu að tala um þessa bók, lestu hana bara.“ Þarna var útgáfu- fyrirtækið að auglýsa vasaútgáfu af skáldsög- unni Öreindirnar eftir Michel Houellebecq sem kom fyrst út 1998 (á íslensku 2000) og vakti vægast sagt gríðarlega athygli þeirra sem lásu hana, en ekki síður, og í því felst háð útgáfunnar í auglýsingunnni, þeirra sem aldr- ei höfðu lesið bókina, en virtust samt hafa mjög ákveðnar skoðanir á henni. Frá því Öreindirnar komu út hefur verið fremur hljótt um höfundinn, þótt hann stingi af og til upp kollinum á bókmenntahátíðum og samkomum hér og þar í heiminum eða veiti fjölmiðlum viðtal í tilefni af útkomu bóka hans í þessu eða hinu landinu. Eftir hamaganginn í kringum útkomu Öreindanna fluttist hann frá skarkala bókmenntalífsins í Parísarborg yfir Ermarsundið og settist að í smábæ nærri Dublin, en flutti sig aftur um set í fyrra og býr nú á lítilli eyju við stönd Suður-Írlands. Hann hefur þó fráleitt setið auðum höndum und- anfarin ár, sendi frá sér ljóðabók (en hann þykir afbragðsgott ljóðskáld), geisladisk þar sem hann fer með ljóð við rokkhljómsveitar- undirleik (fór raunar í upplestrar- og tónleika- ferð með henni í fyrrasumar), gerði sjónvarps- mynd um erótík og svo sendi hann síðastliðið haust frá sér stutta skáldsögu og ljósmynda- bók sem hefur Kanaríeyjuna Lanzarote að viðfangsefni. Undanfarið hafa franskir fjölmiðlar svo byrjað að kynda undir spennu varðandi út- komu nýrrar skáldsögu frá hendi Houelle- becqs og kom hún út með pomp og prakt hjá útgáfufyrirtækinu Flammarion í París í gær, föstudaginn 24. ágúst. Plateforme nefnist sagan, sem þýðir í senn borpallur og drög að framkvæmdaáætlun eða stefnuskrá. Sagan gerist í nútímanum, á ár- unum 2000 til 2002 og fjallar að mestu um Michel, rúmlega fertugan mann sem vinnur í myndlistardeild menningarmálaráðuneytisins í París og ástarsamband hans við Valérie, tæp- lega þrítuga konu sem er mjög háttsett í markaðsdeild umsvifamikillar ferðaskrifstofu- keðju í sömu borg. Í upphafi verður Michel fyrir því að missa föður sinn og honum tæmist myndarlegur arf- ur. Að jarðaförinni lokinni ákveður hann að bregða sér í frí til Taílands sér til hressingar, afslöppunar og huggunar, en ekki síður til að kynna sér annálaða kynlífsþjónustu þarlendra vændiskvenna. Þar hittir hann hins vegar áðurnefnda Val- érie og með þeim takast ástir sem eru efni í einhverja fallegustu ástarsögu sem ég hef les- ið lengi. Sagan teygir anga sína víða, gerist eins og áður segir í Taílandi og Frakklandi, en líka á Kúbu og víðar, en eins og margar góðar skáld- sögur endar sagan á ærið óvæntan hátt sem ekki verður rakinn nánar hér. Bræðurnir Bruno og Michel voru burðar- ásinn í skáldsögunni Öreindunum, límið ef svo má segja, en auk þess að segja sögu þeirra var höfundurinn m.a. að velta fyrir sér vísinda- hyggjunni, vaxandi einstaklingshyggju og gera upp tuttugustu öldina. Einkum var hann þó að kljást við ýmsar áleitnar spurningar varðandi þróun líftækninnar, hvernig þjóð- félög Vesturlanda hafa smám saman verið að leysast upp í litlar agnir, en um þetta málefni skrifaði Torfi H. Tulinius, dósent við H.Í. merka grein í Tímarit Máls og menningar haustið 1999. Í þessari nýju bók gegnir ástarsamband Michels og Valérie áþekku hlutverki límsins, þau mynda söguþráðinn, en inn í söguna flétt- ar höfundurinn síðan hugleiðingar um eitt áleitnasta og skuggalegasta mál samtímans, kynlífsferðamennskuna, og það hvernig Vest- urlandabúar, einkum karlmenn, hafa í vaxandi mæli leitað til annars og þriðja heimsins til að fá misafbrigðilegum kynlífsþörfum sínum því sem gerist að tjaldabaki í fjölþjóðafyrir- tæki á okkar tímum. Fólk er vegið og metið á mælikvarða nytsemi og hagnaðarvonar, menn leggja ofuráherslu á tiltekna ferðamannastaði um stund, en fórna þeim á altari Markaðarins um leið og hagnaðarvon hluthafanna minnkar hið minnsta. Höfundurinn lýsir þannig frá- bærlega hvernig hinn svokallaði Homo eco- nomicus hugsar, hvernig markaðshyggjan hefur lagt allt undir sig, jafnvel innilegustu samskipti tveggja mannvera. Og svo kynlegt sem það kann nú að virðast er Houellebecq, nú árið 2001, í svipuðum hugleiðingum og Halldór Laxness var árið 1929 þegar hann skrifaði: „Verslunarskipulagið dregur manninn niður í gróðafíkinn seljanda, sem hefur ekki framar neitt takmark tilveru sinnar annað en það að eignast penínga og óverulegt glíngur. Öll fyr- irbrigði mannlegrar tilveru eru gerð að spurn- íngu um kaupgetu og gjaldþol. Gleypigáng- urinn er í senn gerður að boðorði, fyrirheiti og takmarki.“ (Dagleið á fjöllum. Upton Sinclair og vestheimsk alheimska, 1929). Þannig kall- ast þessir tveir höfundar, Nóbelsskáldið okkar og einn athyglisverðasti höfundur Frakka í seinni tíð, á vissan hátt á yfir rúm sjötíu ár. Sagði ekki einhver ágætur heimspekingur að sagan endurtæki sig í sífellu? Eða breytist maðurinn ekki neitt? Þessi harða gagnrýni Houellebecqs á viðskiptaheiminn og nýfrjáls- hyggjuna var raunar farin að spyrjast út áður en bókin kom út, því nú fyrir nokkrum dögum svaraði Philippe Gloaguen gagnrýni Houelle- becqs á þekkta leiðsögubók, Le Guide du rout- ard, sem fyrirtæki hans gefur út. Þannig að það virðist ætla að verða svipað með þessa nýju bók og Öreindirnar: hún er varla komin út þegar upp hefjast deilur um hana. Haustið 1998 sagði Houellebecq í viðtali við franska bókmenntatímaritið Lire að hann teldi að hlutverk skáldsögunnar væri að „út- skýra, bera vitni um andlegt ástand mann- eskjunnar á þeim tíma sem bókin var skrifuð. Ef bókin nær ekki að endurspegla þekking- arstig þess samfélags sem hún er sprottin úr er hún bara hrein og klár stílæfing.“ Houellebecq er nefnilega, öfugt við flesta kollega sína, „vitsmunalega árásargjarn höf- undur“ eins og ágætur íslenskur rithöfundur orðaði það. Í þessari nýju skáldsögu er höfundurinn vitaskuld sjálfum sér samkvæmur, kraftmikill og skýr stíll, berorðar og beinskeyttar lýs- ingar á samskiptum fólks og ögrandi hugleið- ingar, allt er þetta á sínum stað. Tónninn er hins vegar talsvert lágstemmdari og hlýlegri í þessari bók en í Öreindunum, hún er aðgengi- legri og hófstilltari. Plateforme er þannig áleitin og vekjandi skáldsaga sem glímir við stórar spurningar sem brenna á samtímanum. Og ástarsagan í miðju verksins gnæfir eins og hár og glæsi- legur turn (borpallur?) upp úr menguðu mannhafinu. ÁSTARTURN Í MENGUÐU MANNHAFI Ný skáldsaga eftir franska rithöfundinn Michel Houellebecq kom út í París í gær, föstudag, og nefnist Plateforme. Houellebecq vakti heimsathygli með skáldsög- unni Öreindirnar sem kom út í íslenskri þýðingu í fyrra en hún þótti ákaflega berorð og harðneskjuleg lýsing á sjálfsmyndarvanda samtímamannsins. Í Plate- forme myndar ástarsamband Michels og Valérie söguþráðinn, en inn í söguna fléttar höfundurinn síðan hugleiðingar um eitt áleitnasta og skuggalegasta mál samtímans, kynlífsferðamennskuna. Hér birtist umfjöllun um bókina og auk þess nýlegur texti Houellebecqs um þöglar kvikmyndir. Höfundur er bókmenntafræðingur og þýðandi. Hann þýddi Öreindirnar eftir Houellebecq sem kom út í fyrra hjá Máli og menningu. E F T I R F R I Ð R I K R A F N S S O N Michel Houellebecq MANNESKJAN talar; stundum talar hún ekki. Þegar henni er ógnað hniprar hún sig saman, blimskakkar augunum um- hverfis sig; örvæntingarfull fer hún í keng, hringar sig utan um miðju örvæntingar. Þegar hún er hamingjusöm hægist and- ardráttur hennar; hún lifir í fyllri takti. Í sögu heimsins eru til tvær listgreinar (mál- aralist, höggmyndalist) sem hafa reynt að draga reynslu mannsins saman í kyrra mynd; hreyfingar sem eru stöðvaðar. Stundum hafa þær valið að stöðva hreyf- inguna þegar hún er í jafnvægi, þegar hún er hvað ljúfust (þegar hún er eilíf): allar myndirnar af Maríu mey með barnið. Stundum hafa þær valið að frysta athöfn- ina þegar hún er hvað spenntust, tjáningin er hvað áköfust – barokkið, að sjálfsögðu; en fjöldi málverka eftir Friedrich minna líka á frosna sprengingu. Þær hafa verið að þróast í mörg árþúsund; tókst að búa til glettilega vel heppnuð verk: að stöðva tím- ann. Í sögu heimsins var til list sem hafði það að markmiði að kanna hreyfinguna. Sú listgrein náði að þróast í um það bil þrjá- tíu ár. Á árunum frá 1925 til 1930 voru gerð nokkur myndskeið, nokkrar kvik- myndir (ég er þá einkum að hugsa um Murnau, Eisenstein, Dreyer) sem réttlættu tilvist hennar sem listgreinar; síðan hvarf hún, að því er virðist fyrir fullt og allt. Dvergkrákur gefa frá sér hljóð sem merkja að hætta sé yfirvofandi eða að þær viðurkenni hver aðra; menn hafa talið meira en sextíu hljóð. Dvergkrákur eru undantekning: almennt séð gengur heim- urinn hryllilega hljóður fyrir sig; hann tjá- ir verund sína í formi og hreyfingu. Vind- ur fer um gras (Eisenstein); tár rennur niður kinn (Dreyer). Þöglu kvikmyndirnar sáu hvar gríðarmikil víðátta opnaðist fram undan þeim: þær voru ekki bara könnun á mannlegum tilfinningum; ekki bara könn- un á hreyfingum heimsins; helsti metnaður þeirra fólst í því að fara að kanna skil- yrðin fyrir skynjuninni. Aðgreining inn- taks og birtingarmyndar er grundvöllur þess hvernig við skiljum hlutina; en líka, og það er enn dularfyllra, milli birting- armyndarinnar og hreyfingarinnar, hugur okkar leitar leiðar út í heiminn milli formsins og þess ferlis sem mótar formið – þaðan er sprottin þessi nánast dáleiðandi tilfinning sem grípur okkur frammi fyrir formi sem verður til vegna síendurtek- innar hreyfingar, til dæmis frammi fyrir öldum á yfirborði sjávar. Hvað stendur eftir frá því 1930? Örfá ummerki, einkum í verkum kvikmynda- gerðarmanna sem hófu feril sinn þegar enn voru gerðar þöglar kvikmyndir (dauði Kurosawa var því annað og meira en dauði eins manns); nokkur augnablik í tilrauna- kvikmyndum, heimildarmyndum um vís- indi, jafnvel í framhaldsþáttum (Ástralía, sem sýndur var fyrir nokkrum árum, er dæmi um þetta). Þessi augnablik eru auð- þekkjanleg: öll orð eru útilokuð: sjálf tón- listin verður hálfkitsuð, þunglamaleg, klúr. Við verðum skynjunin ein; heimurinn birt- ist okkur í allri sinni veru. Við erum him- insæl, full undarlegrar sælu. Svipuð líðan getur fylgt því að verða ástfanginn. Friðrik Rafnsson þýddi. MICHEL HOUELLEBECQ HORFIÐ AUGNARÁÐ LOFGJÖRÐ TIL ÞÖGULLA KVIKMYNDA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.