Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 FRÆÐIMAÐURINN og rithöf- undurinn Susan Sontag hefur gefið út bók sem inniheldur safn ritgerða og greina sem ritaðar eru á um tuttugu ára tímabili. Bókin heitir Where the Stress Falls: Essays (Þar sem áherslan liggur: Ritgerðir) og hefur að geyma um fjörutíu greinar Son- tag um bókmenntir, kvikmyndir, ljósmyndun, leikhús og önnur efni. Að mati gagnrýnanda dag- blaðsins Los Angeles Times gef- ur safnið innsýn í þá breidd og yf- irsýn, ástríður og skarpskyggni sem einkenna skrif höfundarins. Sontag hefur vakið mikla at- hygli sem menningarrýnir og rit- höfundur. Hún kvaddi sér hljóðs á vettvangi opinberrar og fræði- legrar umræðu á tímum póst- módernískra hræringa sjöunda og áttunda áratugarins og hafði mikil áhrif á listumræðu þess tíma. Í skrifum sínum hefur hún til dæmis fjallað um klámbók- menntir, fasíska fagurfræði í verkum Leni Riefenstahl, sjálfs- hæðna menningarneyslu („camp“) og eyðni. Þá er Sontag höfundur nokkurra skáldverka og hlaut hún bandarísku bók- menntaverðlaunin (National Book Award) fyrir nýjustu skáld- sögu sína In America. Hawking fjallar um heiminn í hnotskurn STÆRÐ- og eðlisfræðingurinn Stephen J. Hawking varð heims- kunnur með útgáfu sinni á bók- inni Saga tím- ans eða A Brief History of Time þar sem hann fjallaði um þróun og eðli heimsins á skýran og að- gengilegan hátt. Hawking þykir með snjallari kennismiðum á sviði eðl- isfræði og markaði bókin tíma- mót í því að sameina hávís- indalegar kröfur og framsetningu sem gerði efnið skiljanlegt almenningi. Bókin hefur selst í milljónum eintaka og margoft verið aukin og endur- útgefin. Í nóvember er vætnanlegt nýtt verk eftir Hawking sem ber heit- ið The Universe in a Nutshell (Heimurinn í hnotskurn) og fjallar hann þar um nýjustu upp- götvanir á sviði eðlisfræði. Leiðir hann lesendur í gegnum sögu nú- tímaeðlisfræði, allt frá kenn- ingum Einsteins til samtímans. Metnaðarfyllsta verk Sue Miller GAGNRÝNANDI The New York Times fer lofsamlegum orðum um nýjustu skáldsögu Sue Miller, sem út kom í byrjun mánaðarins og segir hana metnaðarfyllsta verk höfundarins til þessa. Bókin heitir The World Below og segir frá ungri konu, Catherine, sem flytur eftir erfiðan skilnað inn í hús ömmu sinnar sem nýlega er fallin frá og finnur þar dagbækur sem búa yfir frásögnum sem gefa innsýn í líf ömmunnar, og vekur Catherine jafnframt til vitundar um ýmsilegt í sinni eigin tilveru. Sue Miller vakti fyrst athygli fyrir fimmtán árum með skáld- sögunni The Good Mother, þar sem hún fjallaði um togstreitu erótíkur og móðurhlutverksins. Í þeim fimm skáldsögum auk smá- sagnasafns sem Miller hefur gef- ið út síðan hefur hún tekið fyrir tilfinningar og innri átök fjöl- skyldu- og heimilislífs í samhengi við ólík tímabil og umhverfi. ERLENDAR BÆKUR Áherslur Susan Sontag Stephen J. Hawking L JÓÐIÐ er frétt sem eldist ekki,“ sagði Ezra Pound snemma á seinustu öld. Margir efast um að ljóðlist og fjöl- miðlar eigi samleið, jafnvel þótt þeir viti að skortur á ljóðlist kunni að valda því að samfélagið fái ekki nauðsynlega næringu. Tony Harrison, enskt ljóð- og leikskáld, hefur tekist á við þennan vanda, en hann er nú staddur hér í boði breska sendiráðsins og hefur heimsóknin verið tíunduð í fjölmiðlum. Harrison er baráttukátur lýðræðissinni, einn fjölmargra Englendinga sem líða önn fyrir að vera þegnar konungdæmis í stað þess að búa við lýðfrelsi. Því vakti það eftirtekt að sendiráðið kynnti hann sem hugsanlegt, verðandi lárviðar- skáld, en jafn ólíklegt er að hann fáist til að yrkja um fráfall meðlima konungsfjölskyldunnar og að Davíð Oddsson muni yrkja harmljóð um hrun kommúnismans. Harrison er merkilegt skáld fyrir margra hluta sakir og nýtur gríðarlegra vinsælda. Sennilega hefur ekkert ljóðskáld á Vesturlöndum gengið jafn djarft fram í þeirri viðleitni að gera ljóðið að lýðræðislegu samskiptatæki og reyna að draga það á ný fram úr sínum afkima. Í þeim anda hefur hann ort fyrir sjónvarp og með því gárað svo yf- irborð samfélagsins að fjölmiðlar urðu útúrflóandi af heitri orðræðu. Lýðræðið lifandi komið. Þegar bardaginn við Persaflóa braust út pant- aði breska blaðið The Guardian ljóð frá honum um atburðina. Trúr afstöðu sinni kvaðst Harrison til í slaginn, en með því skilyrði þó, að ljóðinu yrði ekki troðið inn í bókmenntakálfinn heldur fengi birt- ingu innan um aðrar frásagnir af stríðinu. Rit- stjórinn sló til og ljóðinu var slegið upp á fréttasíð- um blaðsins. Viðbrögðin voru mikil og margvísleg, en eftir stóð að nýtt ljóð hafði náð athygli mikils fjölda og eflaust margra þar á meðal sem aldrei hirtu um skáldskap. Ritstjórinn var sæll með þessa nýlundu og sagði að í næsta stríði yrði skáldið sent á vettvang. Harri- son játti því, vantrúaður á að von væri á öðru stríði í bráð, en þar kom að hann var sendur til Bosníu eins og hver annar stríðsfréttamaður og orti um það sem bar fyrir augu og eyru. Ljóðið The Bright Lights of Sarajevo [Borgarljósin í Sarajevo], „napurt meistaraverk“ eins og einhver sagði, birt- ist á forsíðu blaðsins og enn voru viðbrögðin mikil. Í knöppu ljóðmáli er áhrifum af atburðum lýst og vísað til stærra samhengis en unnt var að fjalla um í hefðbundnum fréttaflutningi og fréttaskýr- ingum. Skáldið var enda sakað um ónákvæmni í meðferð staðreynda og skort á hlutlægni, þótt enginn efaðist um trúnað við hinar huglægu stað- reyndir. Fréttir af Bosníustríðinu eldast, en eftir stendur ljóð sem sýnir engin ellimörk. Í marg- víslegum skilningi er það frétt sem ekki eldist. Harrison vill þannig afhelga ljóðið, ef svo má segja, láta það stíga fram úr skotinu og endur- heimta hlut sinn í orðræðu samfélagsins. Afstaðan er söm til leikhússins, þess orðræðutækis sem er í eðli sínu samgróið sjálfu lýðræðinu, þótt margir vilji rjúfa þau tengsl og leggja einungis rækt við skemmtigildið. Harrison vill yrkja á vettvangi, í leikhúsinu sjálfu, sem er tjáningartæki leik- skáldsins, í stað þess að sitja heima, firrtur dag- legu samneyti við það og mæta á tveggja ára fresti með brúnt umslag á skrifstofu leikhússtjóra. FJÖLMIÐLAR Í knöppu ljóðmáli er áhrifum af atburðum lýst og vísað til stærra samhengis en unnt var að fjalla um í hefðbundnum fréttaflutn- ingi og fréttaskýringum. Á R N I I B S E N SKÁLDIÐ SEM FJÖLMIÐILL EF til vill var sýningin heldur stór í brotinu fyrir okkar smágerða, ís- lenska samfélag og fyrir þá oft fá- breyttu umræðu sem hér fer fram um menningarviðburði. Við erum alls óvön nútímadanssýningum með stórri sinfóníuhljómsveit, hvað þá að við séum vön að sjá menningararfinn raungerðan í nútímadansi. Okkur hættir til að bíða bara eftir að sjá myndskreytingu á því sem við kunn- um og þekkjum, rétt eins og einn gagnrýnandinn sem skildi ekki af hverju mistilteinninn sást aldrei á sviðinu. Það er einmitt þess vegna sem það er dæmigert að það sem lengst lifir í umræðunni sé hvers vegna í ósköp- unum menn hafi látið sér detta í hug að sækja fagurfræði kynning- armyndarinnar fyrir Baldur beina leið í skóla Leni Riefenstahl sem var órjúf- anlega tengd hinum þýska nasisma og drauminum um Þúsund ára ríkið. [...] Að sjálfsögðu tók Ari Magg mynd- ina, vann hana og ber þannig á henni listræna ábyrgð, en mér er mjög til efs að það hafi hvarflað að honum að tengja hana á nokkurn hátt við verk Lenu Riefenstahl – og að ekki sé einu sinni um ómeðvitaða tenginu að ræða, heldur hreina tilviljun. [...] Vonandi er þessari umræðu um ljósmyndina lokið, í bili að minnsta kosti. Ef til vill heldur umræðan um hvað má og hvað ekki þó áfram á næstu Listahátíð, en til stendur að sýna bæði verk eftir Wagner og bjóða listamönnum frá Ísrael á hátíð- ina. Þórunn Sigurðardóttir TMM Vaxtarbroddurinn kvenna megin Verk íslenskra kvenna eru fremur fáséð á fjölunum og þýdd verk eftir konur ennþá sjaldgæfari. Listrænir stjórnendur í íslensku leikhúsi notfæra sér möguleika leikhússins til hins ýtr- asta í uppsetningum á verkum sem til- heyra hefðinni en því miður sjást allt of sjaldan nú verk á fjölunum hér sem hafa verið skrifuð með einstaka möguleika leikhússins í huga. Ánægjuleg undantekning á þeirri reglu er leikritið Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Einnig má nefna verk Kristínar Óm- arsdóttur og Völu Þórsdóttur. Vaxt- arbroddurinn er greinilega kvenna megin. Verk þeirra kvenna sem fjallað hefur verið um hér sýna að leikhúsinu er ekki einungis ætlað að vera raunsönn spegilmynd af tilver- unni, heldur hluti af henni. Þorgerður E. Sigurðardóttir TMMMorgunblaðið/ÁsdísÍslensk menning. BALDUR OG NASISMINN ISkrif erlendra fræðimanna og listamanna um ís-lenska menningu vilja verða hver öðrum lík. Það er nánast eins og það sé alltaf verið að skrifa sömu greinina aftur og aftur. Skýringin kann að vera sú að höfundarnir gefi sér lítinn tíma til þess að skrifa um þetta útsker í Atlantshafinu og grípi til klisj- anna. Hugsanlega lesa höfundarnir allir sömu bækurnar um land og þjóð, enda ekki margar í boði á erlendum tungum. Það mætti kannski huga að því. IIHinn kunni bandaríski listheimspekingur Arth-ur Danto skrifar eina af þessum greinum í sýn- ingarskrá sem gefin hefur verið út í tilefni af sýn- ingu á íslenskri myndlist frá tuttugustu öld í Corcoran-safninu í Washington en þema hennar er náttúrusýn. Danto hefur verið áhrifamikill í skrif- um sínum um myndlist síðustu fjörutíu ár en hann er sennilega frægastur fyrir að hafa lýst yfir enda- lokum listarinnar um miðjan níunda áratuginn eins og rakið var í viðtali við hann hér í Lesbók 4. ágúst síðastliðinn. Grein Dantos um íslenska mynd- list nefnist „Impressions of Iceland“ og er að mest- um hluta eins konar ferðaþáttur en Danto heim- sótti Ísland í annað sinn síðastliðið sumar í tilefni af opnun Errósýningarinnar í Hafnarhúsinu. IIIDanto fjallar um Kjarval og Erró í grein sinni.Hann segir Kjarval hafa mótað sinn eigin stíl úr evrópska módernismanum, kúbismanum og ab- strakt expressjónismanum, hann hafi notað það sem hann nam í Evrópu til þess að lýsa einstakri ís- lenskri náttúru. Hann segist skynja náttúruna í verkum Kjarvals eins og hún sé af öðrum heimi, eins og hún hafi getað verið í árdaga, áður en mað- urinn kom til sögunnar. Danto nefnir einnig að vegna innflutts módernismans í verkum Kjarvals séu þau líka talandi dæmi um hversu opin íslenska þjóðin sé fyrir erlendum áhrifum þrátt fyrir land- fræðilega einangrun. Erró segir hann búa yfir krafti íslenskrar náttúru. IVÍ sýningarskrána skrifa einnig Martica Saw-in, fyrrverandi prófessor í listasögu við Par- sons School of Design, og Auður Ólafsdóttir listfræð- ingur en útdráttur úr grein hennar birtist í Lesbók í dag. Eins og Danto leggur Sawin áherslu á land- fræðilega stöðu Íslands og áhrif hinnar óblíðu nátt- úru á íslenska myndlist. Einnig bendir hún á tengslin við útlönd. Hún segir að allt frá því að Þór- arinn B. Þorláksson hélt fyrstu myndlistarsýn- inguna á Íslandi árið 1900 hafi íslenskir listamenn verið í samræðu við evrópska og síðar ameríska list þar sem þeir hafa miðlað reynslu sinni af því að búa á yngstu og virkustu eldstöð heims. VGreinar erlendra fræðimanna og listamannaum íslenska menningu og náttúru eru mjög for- vitnilegur lestur þótt þær séu iðulega keimlíkar. All- ar þessar greinar sem skrifaðar hafa verið í gegn- um tíðina um hin augljósu og mögnuðu tengsl milli ruddalegrar náttúrunnar og hugsunar og listsköp- unar eyjaskeggja hljóta að geyma einhvern sann- leika um íslenska menningu þótt þær lýsi fyrst og fremst eðli slíkra skrifa. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.