Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 S AGA íslenskrar nútímamyndlist- ar hefst á táknrænan hátt með sýningu fyrsta íslenska atvinnu- listamanns þjóðarinnar rétt fyr- ir jólin árið 1900. Á sýningunni voru litlar landslagsmyndir sem hann hafði málað sumarið áður úti í náttúrunni, m.a. verk sem sýndi íslenska sumarnótt. Landslagsmálverkið myndar grundvöll ís- lenskrar myndlistarhefðar, það er Hefðin með stóru H-i, að því marki að náttúruminnið hefur beinlínis verið notað til að réttlæta tilvist sér- íslensks listveruleika, skýra grundvöll „þjóð- legrar“ listar. Allt frá upphafi sögu íslenskrar myndlistar um aldamótin 1900 og fram undir miðja 20. öld er landslag höfuðviðfangsefni íslenskra mynd- listarmenna. Blómatími landslagsmálverksins er nær hálf öld, eða allt þar til abstraktmál- verkið leysir það af hólmi. Síðan þá hefur lands- lag/náttúra sem viðfangsefni aldrei alveg horfið úr íslenskum myndlistarheimi, áhrifa þess hef- ur gætt í gegnum ólíkar listhugmyndir allt frá hefðbundu olíumálverki til ýmiss konar rým- isverka, þess sér stað í hugmynda- og gjörn- ingalist sjöunda og áttunda áratugarins, í myndbandalist, umhverfisverkum og innsetn- ingum síðustu ára; margt bendir raunar til þess að vegur náttúruljóðrænu hafi fremur vaxið undir lok 20. aldar. Landslagsarfleifðin er sú sögulega viðmiðun sem yngri myndlistarmenn hafa óspart vísað í, leikið sér með og snúið út úr á margvíslega vegu. Náttúruminnið hefur verið notað heima fyrir ýmist til að samsama sig hefðinni eða skilja sig frá henni, á alþjóðavettvangi ekki hvað síst til að marka sérstöðu sína. Upphafning náttúrunnar í verkum braut- ryðjenda íslenskrar myndlistar hvílir á hug- myndum þjóðernisrómantískrar sjálfstæðis- baráttu 19. aldar. Einn grundvallarþáttur þjóðernissinnaðrar sjálfstæðisbaráttu gekk út á það að réttlæta aðskilnað á grundvelli sérstöðu; landfræðilegrar, menningarlegrar, sögulegrar, með tilliti til tungumáls o.s frv. Þannig varð landslag eða náttúra landsins þegar á 19. öld ein helsta táknmynd fyrir sérstöðu lands. Hlutverk fyrstu atvinnumyndlistarmanna þjóðarinnar var að heita má uppeldislegs eðlis; þeir leggja grundvöll að hefð, um leið skilgreina þeir inntak þjóðernislegrar listar og loks miðla þeir nýrri náttúrusýn til þjóðarinnar, nýjum hugmyndum um inntak náttúrufegurðar. Það gerðu þeir með því að búa til nýja ímynd náttúru; breyta harð- býlu landi dyntóttra náttúruafla í lognkyrra sumarnátturu á léreftinu, búa til land sem var bæði „fagurt og frítt“ svo vísað sé í rómantíska þjóðskáldið. Í því sambandi talaði íslenska nób- elsskáldið Halldór Laxness um „endurlausnar- verk“ listamannanna sem hefðu skapað þjóð- inni „nýjan sjónheim“. 1) Um leið raska þeir rótgrónu sambandi fegurðar og notagildis. Táknmyndir landslags í verkum hinna fyrstu íslensku landslagsmálara bera þess merki að verk þeirra voru fyrst og fremst andleg sýn á náttúruna, þær voru ímynd náttúru, ekki stað- fræðilegar staðreyndir. Ein helsta táknmynd náttúru þeirra var hinn víði sjóndeildarhringur. Með nokkurri listsögulegri einföldun má segja að viðfangsefni brautryðjendanna hafi verið fjarlægðin eða víðáttan. Þetta kemur glöggt fram í elstu landslagsmálverkum málaranna Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónsson- ar sem segja má að hafi hvor á sinn máta fest landslagsmálverkið í sessi í íslenskum mynd- listarheimi upp úr aldamótunum 1900. Ísland gömlu meistaranna var land víðáttunnar, land hins víða sjónarhorns breiðlinsunnar, ónumið land framtíðartækifæra, land í fjarska blámans. Þótt íslenskt landslag í meðförum brautryðj- endanna eigi sitthvað sameiginlegt með róm- antískum náttúrumálverkum 19. aldar, þá sýnir það afar sjaldan einsemd mannsins í nátt- úrunni. Að vísu má færa að því rök að einstök náttúrufyrirbæri geti verið ígildi manns, ekki hvað síst fjallið sem táknmynd fyrir hinn sterka einstakling, leiðtogann sem er þekkt minni í ís- lenskri myndlist. Heimur án mannsins, mann- laust landslag er jafnframt land án sértækrar vísunar til tíma, það er náttúra landsins í sinni upprunalegu mynd. Þar með er landslagið líka hafið yfir tímabil, tísku og tíðaranda.Vísunin er því bæði fram og aftur í tíma; rými aldamóta- verkanna vísar á táknrænan hátt bæði til fortíð- arlandsins, til íslands fyrir tíð landnáms þegar landið var ónumið, og til framtíðarlandsins sem enn var ekki orðið til. Tímaleysið tengist mik- ilvægi þess að marka sér nýtt upphaf. Tími sjálfstæðisbaráttunnar var í vissum skilningi nýr landnámstími, upphafsreitur. En þótt íslensk landslagsrómantík aldamót- anna sýni okkur ekki heimspekinginn í nátt- úrunni, þá er guðdómurinn ekki langt undan. Hið háleita og víða sjónarhorn yfirlitsmynda má samsama þeirri reynslu að verða upphafinn frammi fyrir ómælisvíðáttu náttúrunnar, verða eitt með henni og guði. Venjulega er litið svo á að það þurfi aðskilnað frá náttúrunni til að sjá hana í fagurfræðilegu ljósi, borgarmenning sé því ein af forsendum nýrrar náttúrusýnar og þar með landslagsmál- verksins. Þann fyrirvara ber þó að hafa á sam- líkingunni að íbúar Reykjavíkur voru innan við 6.000 um aldamótin 1900. Íslensk náttúrusýn er enda innflutt í þeim skilningi að frumkvöðlarnir kynnast í námi sínu erlendis viðhorfum til nátt- úrunnar sem orðið höfðu til í enn þróaðri borg- arsamfélögum, og flytja inn til landsins. Að sama skapi má líta á fjarlægðina í verkum aldamótamálaranna til marks um hina vits- munalegu fjarlægð menntaðs borgarlista- manns á viðfangsefni sitt, landið. Fjarlægðin er því tákn fyrir aðskilnað hans frá náttúrunni; sjónarhornið er þess sem hefur farið utan og séð land sitt í nýju „útlensku“ ljósi og nýrri fjar- lægð. Ekki ósvipuð afstaða og hjá borgarskáld- um rómantísku stefnunnar. Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Því eru kaldir bláir litatónar ríkjandi í þessum elstu verkum íslenskrar landslagslistar en kuldabláa litrófið átti reyndar eftir að fylgja íslensku landslags- málverki fram eftir öldinni. Blái liturinn hefur líkt og fjarlægðin og fjallið orðið ein helsta tákn- mynd íslenskrar myndlistar á fyrri hluta 20. aldar sem yngri listamenn hafa óspart vísað til. Jafnvel þótt uppruni Íslandsblámans kunni að vera af náttúrulegum toga, þá fær blái liturinn táknrænt gildi sitt fyrst og fremst vegna tengsla við fjarlægðina. Fjarlægð og blámi eru par. Það hefur enda sýnt sig að erlendir mynd- listarmenn sem unnið hafa á Íslandi og ekki þekkja til menningarsögulegra táknmynda landslagsmálverksins upplifa landið ekkert endilega „í bláu“, það er miklu fremur að þeim verði tíðrætt um svart-hvítt landið; svarta sanda, grátt grjót og hvítar jökulbreiður og ár. Þá má einnig benda á það að þegar lagður var grundvöllur að íslenska þjóðfánanum, þegar velja skyldi táknræna liti og mynstur fyrir ís- lenska þjóðfánann, þá þótti við hæfi að í fána- nefnd sem skipuð var árið 1913, sæti maður sem vit hefði á litum íslenskrar náttúru. Fyrir valinu varð faðir íslenskarar landslagslistar, „málari bláa litarins“, Þórarinn B. Þorláksson. Landslagsmyndir af fjöllum eru stærstur hluti íslenskrar landslagsmálaralistar að því marki að fjallið eða fjallahringurinn varð snemma að grundvallartáknmynd íslenskrar landslagslistar. Ákveðin mótíf voru mun vin- sælli en önnur, bæði hjá málurunum sjálfum og almenningi, enginn staður á landinu hefur til að mynda verið málaður jafnoft og af jafnmörgum íslenskum myndlistarmönnum og Þingvellir. Eftirspurn eftir landslagsmyndum frá Þingvöll- um var mikil og yfirleitt seldust þær fyrst á sýn- ingum. Að baki lágu ekki myndræn rök, heldur þjóðernislegar forsendur; það var saga staðar og mikilvægi í þjóðarvitund Íslendinga sem gaf honum gildi. Að mála landslag var því ekki bara saklaus, fagurfræðileg athöfn á fyrstu áratug- um aldarinnar heldur nánast samnefnari fyrir þjóðhollustu. Skilin milli táknsins og hins táknaða voru nær engin, eins og algengt er hjá ólistvönu fólki. Samsömun náttúru lands og náttúru strigans kemur vel fram í viðtökum við fyrstu einkasýn- ingu ungs málara í Reykjavík í aldarbyrjun. „Þessar myndir Ásgríms bera þess augsýni- lega vott, að við erum hér að eignast listamann sem íslensku fjöllin og fossarnir, gilin og grund- irnar, hálsarnir og hlíðarnar hafa svo lengi beð- ið eftir árangurslaust.“ 2) II. Ísland er vissulega land átakamikilla nátt- úruafla; eldfjalla, hrauns sem rennur, jökla sem skríða fram og goshvera, svo nokkuð sé tíund- að, hins vegar verða menn lítt varir við þá sér- stöðu lands í verkum aldamótamálaranna. Að sama skapi hafa íslenskir landslagsmálarar lít- inn áhuga á vetrarríkinu sem ræður mestan hluta ársins, veðurfarsmyndir eru í raun afar fágætar í íslenskri myndlistsarsögu, náttúra þeirra er framar öllu hin milda og blíða sum- arnáttúra sem kennd hefur verið við „hljóð- bæra kyrrð“. 3) Þótt það tilheyri óumdeilanlega eðli eyja að vera umkringdar hafi, þá skipar haf- ið óverulegan sess í viðfangsefnum brautryðj- enda íslenskrar málaralistar, íslenskir lands- lagsmálarar mála aðeins í undantekn- ingartilvikum sjávarlandslag. Nokkuð er að vísu um að málarar máli bátamyndir, t.d. Gunn- laugur Scheving, en það er þá fremur form bátanna, maður og bátur, jafnvel fiskurinn úr sjónum, sem er aðalmyndefnið, ekki sjávar- landslagið með tilheyrandi hafróti, stormkvið- um og skýjahlöðnum himni, svo vísað sé til upp- byggingar klassískra sjávarmálverka. Helsta undantekningin frá þessu voru verk Júlíönu Sveinsdóttur en mörg verka hennar snúast um samspil lands og hafs. Fyrirmyndirnar sækir hún helst til æskustöðvanna Vestmannaeyja sem urðu e.k. leiðarminni í list Júlíönu. „Það er alltaf eitthvað að gerast við sjóinn. Hann breyt- ist. Við erum líka alltaf að breytast. Það er eitt- hvað í sjónum, sem minnir á mennina.“ 4) Júl- íana hafði líka þá sérstöðu að þurfa ekki góð veður til að geta málað góða mynd, hún þurfti ekki einu sinni gott yfirlitsmótíf eins og sumir kollega hennar. Það voru fyrst og fremst innviðir landsins sem íslenskir landslagsmálarar höfðu áhuga á, víðáttan heima fyrir, ekki hinn opni og úfni sær. Leiða má að því líkum að fyrir þorra íslenskra landslagsmálara hafi hafið þótt of breytilegt, of órólegt, til að upphefja tímaleysi og kyrrstöðu náttúrunnar. Skýringin á litlum áhuga ís- lenskra myndlistarmanna á hafinu er þó framar öðru að leita í íslenskri samfélagsgerð. Allt fram á 20. öld voru Íslendingar fyrst og fremst bændaþjóð, bændur voru yfirvald sem á fyrri öldum stóð beinlínis í vegi fyrir uppvexti fiski- þorpa við sjávarsíðuna og myndun þorpamenn- ingar. Í margar aldir áttu Íslendingar vart haf- fær skip sökum fátæktar, erlend fiskiskip fiskuðu hins vegar nánast uppi við landsteina. Íslendingar sóttu því ekki sína sjálfsímynd í hafið, sjórinn var ekki umráðasvæði þeirra, síst af öllu deildu þeir áhuga landvinninga- og sigl- ingavelda á borð við Breta og Hollendinga á hafinu – svo vísað sé til tveggja mikilvægra sjávarmálverksþjóðanna. Á fjórða áratugnum, kreppuárunum, breytist ímynd náttúru og lands nokkuð í meðförum myndlistarmanna. Áherslan færist í vaxandi mæli frá gróðursælum, búsældarlegum sveit- um til hrjóstrugs öræfalandslags með grýttri jörð, nakinni auðn, söndum, hrauni, jöklum og öðrum „friðlöndum útileguþjófa“. Margir myndlistarmenn gerðust forkólfar í fjallaferð- um og könnuðu þau svæði sem töldust utan al- faraleiðar. Meðal brautryðjenda í því að sækja sér myndefni inn á gróðursnauð öræfin var mál- arinn Jón Stefánsson sem hikaði ekki við að færa til landfræðileg kennileiti í víðsýnisverk- um sínum ef það þjónaði lögmálum myndbygg- ingar, en slíkt hafði lítið verið tíðkað innan landslagsgeirans fyrir hans daga. III. Fram til loka síðari heimsstyrjaldarinnar fóru flestir íslensku myndlistarmannanna til náms til Danmerkur. Þar kynntust þeir ekki að- eins danskri list, sem líkt og list annarra nor- rænna þjóða byggist á sterkri landslagshefð heldur líka stefnum sunnar úr álfunni sem bor- ist höfðu til Kaupmannahafnar, svo sem im- HIÐ UPPHAFNA NORÐUR E F T I R A U Ð I Ó L A F S D Ó T T U R Sýning á íslenskri myndlist á 20. öld var opnuð í Corcoran-safninu í Washington síðastliðinn miðvikudag. Yfirskrift hennar er Confronting Nature en meginþemað er náttúrusýn þeirra íslensku listamanna sem eiga verk á sýningunni, allt frá Þórarni Þorlákssyni til Ólafs Elíassonar. Eins og fram kemur hér hefur landslagið eða náttúran aldrei alveg horfið úr íslenskum myndlistarheimi. Þórarinn B. Þorláksson: Langisjór og Vatnajökull, 1921. Víðátta, fjarlægð og blámi; ónumiðland framtíðartækifæra. Ólafur Elíasson: Jöklasería, 1999. Náttúran er ekki fyrirbæri per se, heldur aðeins til í skynjun þess sem upplifir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.