Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 M ARCEL Reich-Ranicki er án efa þekktasti bókmenntagagnrýn- andi Þýzkalands. Það sem fært hefur honum mesta frægð er skel- egg stjórn hans á sjón- varpsþættinum „Bók- menntafereykið“ (Literarisches Quartett), sem verið hefur á dagskrá sjónvarpsstöðvar- innar ZDF frá því árið 1988. Þótt þýzki „bók- menntapáfinn“ – eins og hann hefur gjarnan verið nefndur eftir að frægðarstjarna hans reis svo hátt að hún var farin að skyggja á alla aðra bókmenntagagnrýnendur hins þýzku- mælandi hluta Evrópu – sé orðinn 81 árs er hann enn með mörg járn í eldinum. Þó hefur hann nú samið um að Bókmenntafereykið verði sent út í síðasta sinn hinn 14. desember næstkomandi. En öldungurinn ákveðni er þar með ekki hættur að koma fram í sjónvarpi. Við tekur þáttaröðin „Marcel Reich-Ranicki solo“, sem ZDF ætlar að hefja ústendingar á í ársbyrjun 2002. Í þessum þáttum mun „bókmenntapáf- inn“ láta móðan mása um bókmenntir, en einnig um önnur hugðarefni sín, svo sem leik- hús, óperur, tónlist og kvikmyndir. „Marcel Reich-Ranicki, sem bæði hefur verið dáður og fyrirlitinn, er þekktari og vin- sælli, áhrifaríkari og jafnframt umdeildari en nokkur annar þýzkur gagnrýnandi, fyrr og síðar,“ segir í kynningarorðum útgefenda sjálfsævisögunnar, Mein Leben, um höfund- inn. Fyrstu áratugi ævi sinnar gekk Reich-Ran- icki í gegnum miklar raunir. Hann fæddist inn í gyðingafjölskyldu í pólska smábænum Wloclawek við Vislu árið 1920. Móðir hans var þýzkumælandi og fjölskyldan fluttist til Berl- ínar árið 1929, þar sem hann síðan átti alla sína skólagöngu. Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskóla í Berlín sumarið 1938, er naz- istar höfðu verið þar við völd í yfir fimm ár og voru farnir að stunda æ hömluminni gyðinga- ofsóknir. Síðla árs 1938 var hann fluttur nauð- ungarflutningum til Póllands, en þrátt fyrir að hafa alizt upp í Þýzkalandi hafði hann pólskt ríkisfang. Í stríðinu lendir hann sem gyðingur í Varsjárgettóinu og hann og eiginkona hans Tosia – þau kynntust í gettóinu – eru meðal fárra íbúa þess sem lifa hildarleik stríðsins af. Flestir gettóbúar enduðu ævina í útrýming- arbúðum nazista, þar á meðal margir af nán- ustu ættingjum Reich-Ranickis. Að stríðinu loknu gengur Reich-Ranicki til liðs við pólska kommúnista en verður að fáum árum liðnum utangátta í þeim félagsskap. Ár- ið 1958 flytur hann til Vestur-Þýzkalands, þar sem honum tekst undrafljótt að skapa sér orðstír sem atkvæðamikill bókmenntagagn- rýnandi. „Dauðir indíánar eru góðir indíánar“ „Dauðir indíánar eru góðir indíánar.“ með þessari tilvitnun í einkunnarorð byssumanna í villta vestrinu byrjar Ulrich nokkur Greiner grein í þýzka vikuritinu Die Zeit um þau tíma- mót sem felast í endalokum „Bókmenntafer- eykisins“. Undirfyrirsögn greinarinnar er: „Rithöfundar sakna nú þegar Marcel Reich- Ranicki.“ Þar segir: „Og nú, eftir að indíána- höfðinginn, öðru nafni Marcel Reich-Ranicki, hefur tilkynnt að hann hyggist draga sig í hlé, ráðast kúrekar þýzka rithöfundasambandsins fram á ritvöllinn og „vakna upp við að strika eigi „Bókmenntafereykið“ út úr sjónvarps- dagskránni án þess að nokkuð komi í staðinn.“ Þátturinn hafi haft þann „óumdeilda kost, að hún hafi gert bókmenntagagnrýni sjónvarps- væna og aukið áhugann á bókum og rithöf- undum með mjög svo óvæntum hætti“.“ Rifjar greinarhöfundur upp, að er útsend- ingar á „Bókmenntafereykinu“ hófst fyrir 13 árum hafi rithöfundar og menntamenn keppzt um að hallmæla þættinum. Til dæmis hafi Antje Vollmer, græningi og þáverandi vara- forseti þýzka þingsins, árið 1995 sagt þáttinn „villimennskulegan“ og að Reich-Ranicki væri móðursjúkur. „Maðurinn er ein pláganna sjö, sem við höfum sennilega kallað yfir okkur,“ sagði hún. Og nú álykti rithöfundasambandið: „Við sem rithöfundar verðum að leggja áherzlu á, að dauði „Bókmenntafereykisins“ leiði ekki af sér dauða bókmennta í sjónvarpi.“ Greiner fullyrðir að bókmenntagagnrýni hafi í raun aldrei verið aðalatriðið í þessum þáttum. „Þeir voru vettvangur skapvonzku- legra heimskuyrða og góðlátlegra kjarnyrða, hégómafullra tugga og lífsfróðra athuga- semda um nýjar bækur. Það var einmitt skorturinn á djúphyggni og alvöru sem jók á skemmtigildi þáttarins,“ segir í Die Zeit. Vandasöm þjóðernisskilgreining Þegar Reich-Ranicki flytur, tæplega níu ára gamall, frá fæðingarbæ sínum í Póllandi og sezt að í þýzku höfuðborginni, kveður hann kennslukona hans með orðunum: „Þú ferð, barnið mitt, til lands menningarinnar.“ En jafnframt því að læra sannarlega að meta þýzkan menningararf kynnist hann strax í æsku nokkrum skuggahliðum þessa menning- arlands. „Eins og rauður þráður gengur þessi mót- sagnakennda reynsla í gegnum ævi hans: Hamingjan, sem hann þakkar þýzkum bók- menntum, tónlistinni og þýzku leikhúsi, er órjúfanlega tengd óttanum við hina þýzku villimennsku,“ segir í inngangsorðum útgef- anda sjálfsævisögunnar. Mótsagnirnar í uppruna og uppeldi Reich- Ranickis – sem pólsks gyðings sem elst upp á nazistatímanum við ást á þýzkri tungu og menningu – setja að sjálfsögðu mjög mark sitt á persónuleika hans. Strax í fyrsta kafla sjálfsævisögunnar, sem ber yfirskriftina „Hvað eruð þér eiginlega“, fjallar hann um hina flóknu skilgreiningu þjóðernis síns og sjálfsímyndar. Hann rifjar upp atvik frá árinu 1958, þegar hann var nýfluttur til Vestur-Þýzkalands og var staddur á þingi rihtöfundahópsins „Gruppe 47“. Þar átti hann samtal við Günter nokkurn Grass frá Danzig, sem þá var rétt að hefja frægðarferil sinn. Grass spyr Reich- Ranicki: „Hvað eruð þér nú eiginlega – Pól- verji, Þjóðverji eða hvað?“ Orðin „eða hvað“ segir Reich-Ranicki fela í sér einhvern þriðja valkost. Og spurningunni svaraði hann svona: „Ég er hálfur Pólverji, hálfur Þjóðverji og heill gyðingur.“ Grass hafi verið hissa en mjög ánægður með svarið. „Sjálfum fannst mér þessi lýsing dásnotur,“ skrifar Reich-Ranicki. „En einmitt aðeins snotur. Því þessi reikn- ingslega formúla var jafn áhrifamikil sem hún var ósönn: Þetta var allt rangt. Ég var aldrei hálfur Pólverji, aldrei hálfur Þjóðverji – og ég var aldrei í vafa um að ég yrði það aldrei. Né var ég nokkurn tíma í lífi mínu heill gyðingur og ég er það enn þann dag í dag ekki.“ Með þessari síðustu setningu á hann við, að hann hafi aldrei haft áhuga á gyðingdómi, en í móð- urætt hans voru margir rabbínar og lögfræð- ingar, sem bjuggu og störfuðu í Þýzkalandi. Móðir hans var þó ekki trúuð. Afi hans í föð- urætt var kaupmaður í pólskum bæ og fað- irinn var pólskumælandi, trúaður gyðingur. Þýzki Spiegel-blaðamaðurinn Henryk M. Broder, sem er sjálfur gyðingur fæddur í Pól- landi, þekkir Reich-Ranicki vel. Í samtali við greinarhöfund sagði hann góða dæmisögu um það hve sjálfsskilgreining Reich-Ranickis á þjóðerni sínu og sjálfsímynd væri þungvægt en gríðarviðkvæmt lykilatriði í lífi hans. Brod- er, sem eitt sinn var sjálfur gestur í „Bók- menntafereykinu“ og átti töluvert saman við Reich-Ranicki að sælda, fjallaði í tímarits- grein um bók, þar sem Reich-Ranicki sagðist „lifa í þýzkri bókmenningu“. Broder sagði í greininni að í þessu fælist sjálfsblekking sem Reich-Ranicki hefði kosið að lifa við; auðvitað væri hann þýzkur og lifði í Þýzkalandi. Urðu þessi skrif Reich-Ranicki tilefni til vinslita við Broder. Þegar Reich-Ranicki lýsir aðdraganda brottflutningsins frá Póllandi vestur til Frankfurt am Main árið 1958 vitnar hann í nítjándu aldar skáldið Heinrich Heine; „gyð- ingar vissu vel, hvað þeir gerðu þegar annað hofið brann og þeir skildu gullið og gersem- arnar eftir“ og tóku aðeins með sér hina helgu bók, sem síðan varð þeim þeirra „flytjanlega föðurland“. „Kannski hef ég fyrst þá skilið að ég átti mér líka „flytjanlegt föðurland“: bók- menntirnar, þýzkar bókmenntir,“ skrifar „þýzki bókmenntapáfinn“. Óttinn sefaður með skáldskap, tónlist og ást Konu sinni, Tosiu, kynntist Reich-Ranicki í gyðingagettóinu í Varsjá á stríðsárunum, er þau voru bæði um tvítugt. „Við lásum ljóð fyr- ir hvort annað, eftir [pólsku skáldin] Mickie- wicz og Tuwim og [þýzku skáldin] Goethe og Heine. Hún vildi kenna mér að meta póskan skáldskap, ég vildi leiða hana inn í heim þýzks skáldskapar. Þannig unnum við hvort annað, og við gerðum stundum hlé á lestrinum. (...) Ástin var það lyf, sem við deyfðum ótta okkar með – óttann við Þjóðverja.“ Þannig varð skáldskapurinn lífgefandi haldreipi unga gyð- ingaparsins, er veröldin virtist vera að ganga algerlega af göflunum. Þó getur Reich-Ran- icki þess, að það sem hjálpaði honum og öðr- um gettóbúum að sefa hinn stöðuga, þrúgandi ótta, hefði verið tónlistin. „Er ég lá í rúmi mínu og byssuskothvellir Þjóðverja ætluðu aldrei að hljóðna, hugsaði ég til Tosiu og um þýzku ljóðin sem ég hafði lesið henni, um kvæðin sem létu okkur gleyma því sem ógnaði okku daglega, sem gat verið örlög okkar á hverri stundu. En þar var eitthvað, sem verk- aði enn sterkar á okkur en ljóðlistin, sem rót- aði enn meira upp í sálarlífi okkar. Það var tónlistin.“ Starfrækt var sinfóníuhljómsveit gettóbúa og reyndar greinir Reich-Ranicki frá því að hann hafi stigið sín fyrstu skref sem gagnrýn- andi er hann skrifaði gagnrýni um tónleika gettó-hljómsveitarinnar í dagblað sem þar var gefið út (og var að mestu fyllt tilkynningum frá hernámsyfirvöldum). Yfir 400.000 gyðing- ar voru í Varsjárgettóinu þegar flest var. Er á leið stríðið og farið var að senda gyð- inga skipulega í þrælkunar- og útrýmingar- búðir (og löngu var búið að banna tónleikahald og aðra skemmtan í gettóinu) varð hlutverk „gyðingaráðsins“, „borgarstjórnar“ Varsjár- gettósins, æ erfiðara, en hin góða þýzkukunn- átta hafði skilað hinum rúmlega tvítuga Marc- el Reich í starf hjá „gyðingaráðinu“ þar sem hann sinnti aðallega bréfaskriftum á þýzku. Hinn 22. júlí 1942 hófst stórtækasti flutning- urinn á fólki úr gettóinu í útrýmingarbúðirnar í Treblinka. Þann dag voru þau Marcel og Tosia gefin saman af rabbína þar í gettóinu. Því meðlimir og starfsmenn „gyðingaráðsins“ og makar þeirra fengu vottorð sem áttu að hlífa þeim við að vera smalað upp í dauðalest- ina. Giftingarvottorðið, sem var dagsett aftur í tímann, bjargaði Tosiu frá því að vera meðal þeirra sem teknir voru í þessari lotu. Var- sjárgettóið lifðu hjónin með því að flýja þaðan HIÐ LÍFGEFANDI AFL BÓKMENNTANNA Sjálfsævisaga þýzka bókmenntagagnrýnandans Marcels Reich-Ranickis, sem kom út fyrst fyrir tæpum tveimur árum og varð metsölubók, er áhrifamikill vitnisburður um stormasama sögu Mið-Evrópu á 20. öld, segir AUÐUNN ARNÓRSSON, einkum um gyð- ingaofsóknir þýzkra nazista, en ekki síður þó um það hvernig bókmenntir og listir geta reynzt lífgefandi haldreipi er veröldin virðist ganga af göflunum. Associated Press Marcel Reich-Ranicki (t.h.) ásamt föstum „meðgagnrýnendum“ sínum úr sjónvarpsþættinum „Bókmenntafereykinu“ (Literarisches Quartett), þeim Iris Radisch og Hellmuth Karasek. Þátturinn lýkur göngu sinni eftir 13 ár „í loftinu“ hinn 14. desember nk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.