Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 okkur fyrir sjónir. Sem er eitt helsta einkennið á framúrskarandi hönnun. Stálmaðurinn Þeir sem komist hafa á snoðir um feiknarleg afköst Erik Magnussen hafa sennilega á til- finningunni að hann hljóti að vera maður fjör- gamall. Raunar er hann ekki fæddur fyrr en 1940, í Kaupmannahöfn. Þegar fréttist að hann hygðist skenkja Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fjölda hluta frá gjörvöllum ferli sín- um, flökraði að þeim sem þetta skrifar að mað- urinn væri af íslenskum ættum. Undirrótin er hins vegar hrein og klár artarsemi; Erik Magnussen er ekki vitund íslenskur. Af skiljanlegum ástæðum eru fá dæmi um undrabörn í hönnun, því töluverða verklags- og tækniþekkingu þarf til að hanna góða hluti. Magnussen verður samt að teljast meðal slíkra undrabarna. Hann var ekki nema sextán ára þegar hann hannaði borð- búnað og seldi Bing & Gröndahl til fram- leiðslu. Þá lá auðvitað beinast við fyrir hann að fara í Skolen for Brugskunst, sem margir Íslendingar þekkja. Þaðan út- skrifaðist Magnussen árið 1960 með silf- urmedalíu skólans. Þá beið hönnuðarins unga starf hjá Bing & Gröndahl, þar sem hann vann um nokkurra ára skeið við hönnun postulínsvöru. Fyrstu stóru við- urkenningu sína fyrir hönnun hlaut Magnussen árið 1967, þegar Lunning- verðlaunin féllu honum í skaut. Um það leyti var hann orðinn laus við hjá Bing & Gröndahl, og árið 1971 hófst nýtt skeið á hönnunarferli hans. Stelton hét fyrirtæki í Hellerup sem stofnsett hafði verið árið 1960 í því augnamiði að framleiða hágæða brúkshluti úr ryðfríu stáli. Stál hafði verið töluvert notað til fram- leiðslu húsgagna á árunum milli stríða, en eftir stríð tóku menn að nota það í auknum mæli við hönnun smærri hversdagshluta. Árið 1957 sýndi Arne Jacobsen af sér mikilsvert frum- kvæði er hann hannaði og lét framleiða stíl- hrein hnífapör úr stáli, en þau eru nú löngu ,,sígild“ í hönnunarsögunni. Stelton efndi þeg- ar til samstarfs við Jacobsen, og er afrakstur þess m.a. ,,Cylinda-settið“, könnur af ýmsum stærðum og gerðum, frá 1967, sem iðulega eru taldar meðal úrvalsverka danskrar hönnunar. Árið 1971 lést Jacobsen, og var Magnussen þá gerður að aðalhönnuði Stelton. Þetta var upphafið að farsælu og umfangsmiklu sam- starfi sem varað hefur allt til þessa dags. Hitakannan: hámódernískt snilldarverk Fyrir Stelton hefur Magnussen hannað kaffi- og tekönnur, könnur fyrir mjólk og syk- ur, salatskálar, bakka, lampa, hnífapör og ann- an borðbúnað, og er þá fátt eitt nefnt. Helsta einkenni á þessum hlutum Magnussens, a.m.k. ílátunum, er að þau eru yfirleitt staflanleg og fjölnota. Tæknileg fullkomnun þeirra vekur einnig athygli, en Magnussen notaði sér út í æsar háþróaðan tæknibúnað Stelton sem lengi vel var einhver sá fullkomnasti í Evrópu. Enn í dag fínburstar Stelton ryðfría stálsívalninga af meiri kunnáttu en flest önnur fyrirtæki. Samkvæmt vörulista Stelton eru um 60 hlutir eftir Magnussen enn í stöðugri fram- leiðslu. Nokkrir þeirra hafa fengið dönsku iðn- hönnunarverðlaunin (ID), auk þess sem öll helstu hönnunarsöfn heims, m.a. MOMA í New York, Victoria & Albert í Lundúnum og listiðnaðarsafnið í München, hafa sóst eftir þeim. Fyrsti hluturinn sem Magnussen hannaði fyrir Stelton, hitakannan frá 1977 (frumgerð frá 1975), hefur hins vegar öðlast almennari vinsældir en nokkurt annað sem hann hefur gert. Til dæmis eru þeir fáir, kaffifíklarnir á Íslandi, sem ekki hafa notað könnuna eftir Magnussen eða einhverja þeirra mörgu eft- irlíkinga hennar sem framleiddar voru í fram- haldinu. Hitakannan úr stáli er hvorttveggja í senn hámódernískt snilldarverk – er til áhrifameira tákn fyrir módernismann en stálsívalningur- inn? – og gildisins. A ans, hvort tilbrigða ú Þénugt réttum sta endurteku könnuna tappa með henni er h innihaldin síðan hring ir á þegar henni. Þes dönsku ið 1977. Hitakan deild, því ý tappinn v heitu, söm gusaðist ó komin á m sem komis Magnus hönnuðum staðaldri. T útgáfur af hann hann ýmis önnu Örskov & rörum og hann leyst leg vanda menn á bo Poul Kjæ stóll Mag sem hann hann er g þannig að er stálþyn ir setu. Magnus saman stá báru eftir þegar hels sign Zen honum æ punktinn“ aður var f Er þetta í þessa eftir Hvernig sen í hnot teknókrat K818 framleiddur fyrir Thonet. Verð- launahönnun eftir Magnussen. Fræ E F T I R A Ð A L S T E I N I N G Ó L F S S O N Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ hefur eignast úrval verka eftir danska hönnuðinn Erik Magnussen. Sýn- ing á verkunum verður opnuð í safninu í dag kl. 14. Kaffisett úr Stelton-línunni. Stálhnífapör úr Stelton-línunni. ar í verkum sínum alla þessa þætti danskrar úrvalshönnunar og gott betur, hugsa ég að æði margir Danir mundu minnast á Erik Magnussen. Hvaða Magnussen? munu ein- hverjir hvá, í það minnsta hér uppi á Íslandi. Því þótt þessi hönnuður hafi verið að störfum í rúmlega fjörutíu ár, og hannað hluti sem komist hafa í úrvalds- deild alþjóðlegrar hönnunar, eru orðnir það sem Bandaríkjamenn nefna ,,design classics“, hefur hann sjálfur farið með veggjum. Magnussen er fremur viðtals- fælinn, vill lítið koma nálægt markaðssetningu hluta sinna og sést sjaldan á hönnunarsýningum og öðrum samkundum af því tagi. Þetta viðhorf stafar ekki af heilberri sérvisku, heldur helgast það af bjargfastri trú hans á það að þegar hönn- unarvinnu er lokið – og Magnussen er ein- stakur vinnuþjarkur – þá eigi resúltatið að geta spjarað sig sjálft, án áframhaldandi íhlut- unar höfundarins. Það eru því líkur á því að margir hafi notað stálborðbúnað Magnussen, kaffikönnuna, klukkuna, lampana og stólana, svo fátt eitt sé nefnt af þeim hundruðum hluta sem hann hefur hannað um dagana, án þess að vita hvort höfundur þeirra er lífs eða liðinn. Það kæmi mér heldur ekki á óvart þótt einhverjir þessara notenda hefðu beinlínis gleymt því að þessir hlutir væru yfirleitt ,,hannaðir“, svo eðlilega sem þeir koma Þ EGAR menn vilja árétta sérstak- lega lofsverða eig- inleika nútíma- hönnunar, vísa þeir gjarnan til danskrar hönnun- ar. Hugtakið ,,dönsk hönnun“ er því fyrir löngu orðið annað og meira en hlutlaust flokkunarhugtak á borð við ,,sauðfjárrækt á Suður- landi“, það er orðið gæðastimp- ill, jafnvel það sem auglýsinga- fræðin kallar ,,brand“: sérstakt vörumerki. Það er einkenni á slíkum stimplum/merkjum, að þótt við þykjumst skynja hvað þau eiga að fyrirstilla, er nánast ómögulegt að gera grein fyrir þeim svo öllum líki. Ef við þrengjum eilítið það svið sem við hyggjumst skilgreina, tölum um ,,danska úr- valshönnun“, þá hugsa ég að flestir mundu fallast á að hún einkenndist framar öðru af ýkjulausri og þokkafullri formgerð, háþróaðri efniskennd og virðingu fyrir frumþörfum mannsins. Hið síðastnefnda má eflaust rekja til þeirra lýðræðislegu og mannúðlegu við- horfa sem voru ofar á baugi á Norð- urlöndum en víðast annars stað- ar á árunum eftir seinna stríð. Ágætir fulltrúar þessara hönnunardyggða voru t.a.m. snillingar á borð við Arne Jacobsen, PH, Georg Jensen og Grethe Meyer. Ef nefna ætti einn dansk- an hönnuð sem í dag samein- TEKNÓKRATI Á HÖNNUNAR- VÆNGNUM Erik Magnussen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.