Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 9 Nú hryðjuverkin verstu í veröld eru kunn. Þeim óviðbúinn ertu. Á enginn fastan grunn? Þar menn í hrönnum myrtir, er morðaldan skall á. En fjendur viti firrtir, í felur hlupu þá. Á stað og stund úr degi, sást stórbreytt heimsins mynd. Þann daginn duldist eigi, að dráp er höfuðsynd. Hið vonda skal burt víkja og viljinn synda til en ráðdeild góð að ríkja. Sé ráð allt lífi í vil. Fyrst skapað ljós og lífið, það lífgar sérhvern dag. Og knýr í burtu kífið, með kærleiks breyttum hag. Þar vilji Krists er valinn og víst þeim treysta má. Ei óttast dimma dalinn því Drottinn er þér hjá. Er neyðin stór var nærri þá næst oss hjálpin var. Hans forsjón ekki’ er fjarri sjá framtíð ritningar. Þá einskær er hans náðin, hið innra sólskinið. Nú Krists er kærleiks dáðin að kristna mannkynið. Hver sköp þau nú fær skilið, er skelfdi mannlíf vort? Klár hefndin. Breikkar bilið, sem býr til auð og skort. Að efla allt hið góða gegn illu rétt er leið. Með komu Krists til þjóða, er komin lausnin greið. (Á haustjafndægri.) PÉTUR SIGURGEIRSSON EFTIR HRYÐJUVERKIN 11. SEPTEMBER SL. nær fullkomin birtingarmynd nota- Að auki höfðar hún sterklega til aug- sem litið er til stálútgáfu hennar eða úr marglitu plasti. handfangið er hálfhringur, á hár- að rétt ofan við miðju, þar sem það ur grunnform könnunnar. Ofan á hannaði Magnussen lausan plast- ð totu sem opnast sjálfkrafa þegar hallað, lokast síðan aftur og heldur u heitu. Við efri brún könnunnar er glaga hnappur sem notandinn þrýst- hann vill losa hitaelementið innan úr ssi hitakanna eftir Magnussen hlaut nhönnunarverðlunin, ID, fyrir árið nnan hefur að vísu ekki verið óum- ýmsir notendur kvörtuðu yfir því að æri of laus, héldi innihaldinu ekki muleiðis að við ákveðnar aðstæður tæpilega úr könnunni. Nú mun vera markað ný útgáfa könnunnar, þar st hefur verið fyrir þessa galla. ssen er einn af örfáum dönskum m sem notað hefur ryðfrítt stál að Til að mynda liggja eftir hann ýmsar f stólum og bekkjum úr stáli sem naði fyrir Fritz Hansen, Paustian og ur fyrirtæki. Árið 1968 sendi Torben Co á markað fellistólinn ,,Z“ úr stál- g striga eftir Magnussen, þar sem ti af mikilli hugkvæmni ýmis tækni- amál sem fyrri hönnuðir fellistóla, orð við Kaare Klint, Mogens Koch og rholm höfðu glímt við. Einfaldasti gnussen er örugglega stálkollurinn n gerði fyrir Paustian árið 1989, en gerður úr einu röri sem beygt er það myndar bæði bak og ,,fætur“ og nna fest á annan endann og notuð fyr- ssen hefur einnig fengist við að tefla áli og harðplasti. Þau vinnubrögð rtektarverðan árangur nú í sumar, stu hönnunarsamtök Þjóðverja, De- trum Nordrhein-Westfalen, veitti æðstu viðurkenningu sína ,,rauða “, fyrir stál- og plaststól sem hann- fyrir hið rótgróna Thonet-fyrirtæki. í annað sinn sem Magnussen hlýtur rsóttu viðurkenningu. Notagildið fyrir öllu g mætti lýsa hönnun Erik Magnus- tskurn? Vísast mætti telja hann til a á hönnunarvængnum; hann notar nýjustu efni og hátækni út í æsar til að kalla fram einföldustu og hagkvæmustu lausnina á hverjum vanda. Annað er það að Magnussen lætur ekki hlut frá sér fara fyrr en notagildi hans liggur fullkomlega í augum uppi. Öllu því sem truflar þetta notagildi og gæti vakið at- hygli á persónu sjálfs hönnuðarins er varpað fyrir róða. Hann gætir þess jafnvel að gefa hlutum sínum ekki eftirtektarverð nöfn, til að notendur fari nú ekki að skoða þá í skáldlegu ljósi. Fyrstu stálílátin eftir Magnussen sem slógu í gegn voru einfaldlega kölluð ,,Form 679“. Stólinn ,,Z“ hef ég þegar nefnt til sög- unnar. Og áðurnefndur verðlaunastóll fyrir Thonet nefnist K818. Loks má nefna fjölhæfni Magnussens, en í hans augum er enginn manngerður hlutur svo lítilmótlegur að ekki taki því að betrumbæta hann. Tilefni þessarar greinar var nefnt hér að of- an; nefnilega sú ákvörðun Magnussens og Jonnu Dreyer konu hans, í samráði við Stelton-samsteypuna og nokkra danska hús- gagnaframleiðendur, að gefa til Hönnunar- safns Íslands í Garðabæ mikið úrval hönnun- argripa, allt frá hnífapörum upp í stóla og vinnuborð, alls yfir eitt hundrað ítem. Það þarf varla að hafa mörg orð um þýðingu þess fyrir lítið safn uppi á Íslandi, og um leið fyrir íslenskt hönnunarumhverfi, að fá til sýn- ingar og eignar gjöf af þessu tagi. Svo vill til að Magnussen er góðvinur Tryggva Ólafssonar listmálara í Kaupmanna- höfn til margra ára. Dag einn fyrir nokkrum mánuðum minntist Tryggvi á Hönnunarsafnið íslenska við hönnuðinn og framleiðslustjóra Stelton-samsteypunnar, Önnu Husted, og lýstu bæði yfir vilja til að leggja safninu til úr- val hluta. Í tímans rás óx áhugi þeirra á Íslandi og umfang gjafarinnar sömuleiðis. Nú hefur Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ eignast á einu bretti yfirgripsmeira og betra úrval hluta eftir Erik Magnussen heldur en fyrirfinnst í nokkru öðru safni á Vesturlönd- um. Munu þeir eflaust nýtast safninu í fram- tíðinni til að uppfræða íslenskan almenning, iðnfyrirtæki og skólafólk um gildi úrvalshönn- unar fyrir einstaklinginn og samfélagið. Sýning á gjöf Erik Magnussen verður opn- uð í nýjum sýningarsal Hönnunarsafnins á Garðatorgi (fyrir ofan bókasafnið) í dag (laug- ardag) kl. 14, og stendur yfir til 2. desember. Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14– 18. ægar kaffikönnur Magnussens sem kaffiþambarar víða um heim kannast við. Höfundur er listfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.