Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 11 Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd? SVAR: Svarið er já, hvaða skilningur sem lagð- ur er í spurninguna. Sýnileiki annars vegar og þyngd, massi eða orka hins vegar eru óskyldir hlutir. Eitthvert einfaldasta dæmið um efni sem við sjáum ekki en hefur samt þyngd eða massa er andrúmsloftið kringum okkur. Einn rúm- metri af lofti við staðalaðstæður hefur massa sem nemur um það bil 1,3 kg. Ef loftinu er þjappað saman verður það að sama skapi þétt- ara, en léttara í sér ef það þynnist. Þegar ofar dregur í lofthjúpnum þynnist loftið á tiltekinn hátt sem menn þekkja mætavel þótt þrýst- ingsbreytingar vegna hæða og lægða hafi tímabundin áhrif á hverjum stað. Nú kann einhver að segja að loftið sé ekki alveg ósýnilegt í þeim skilningi að við verðum þess vör með ýmsum hætti þó að það sé gagn- sætt. Til dæmis finnum við fyrir því þegar vindurinn blæs eða við förum um loftið með umtalsverðum hraða, við sjáum að fuglar og flugvélar fljúga og vitum að það er loftið sem heldur þeim uppi, við vitum að blöðrur stíga upp á við og svo framvegis. Ef við hverfum nú inn í hinn smásæja heim öreindafræðinnar er fyrst þess að geta að til eru öreindir sem hafa engan kyrrstöðumassa sem kallað er. Ein af forsögnum afstæðiskenn- ingarinnar er sú að þess konar eindir fara allt- af með ljóshraða. Fremsti fulltrúi þeirra er raunar sjálf ljóseindin, það er að segja eindin sem ber rafsegulkrafta milli hluta og einda sem valda slíkum kröftum. Hins vegar er samt varla hægt að taka svo til orða að ljóseindir séu „ósýnilegar“ því að við „sjáum“ sumar þeirra með augunum sem ljós, finnum fyrir öðrum vegna hita sem af þeim stafar og enn aðrar skynjum við og mælum með ýmiss konar tækjum og tólum svo sem loftnetum og geisl- unarmælum. Eðlisfræðingar taka svo til orða að ljóseindir víxlverki allnokkuð við efnið sem þær fara um. Ein tegund öreinda hefur löngum þótt sér- staklega dularfull og líklegur frambjóðandi í hlutverk „hulduefnis“, sem væri nær ósýni- legt. Má þá hafa í huga að orka og massi eru nátengd samkvæmt jöfnu Einsteins: E = m c2 Hér er átt við svokallaðar fiseindir (e. neutr- inos) sem víxlverka mjög lítið við annað efni og hafa löngum verið taldar hafa nær engan kyrr- stöðumassa. Þær geysast um óravíddir geims- ins nærri ljóshraða og þeirri hreyfingu fylgir orka. Þegar saman kemur fylgir orkunni síðan massi og þyngd. Þess vegna er talið að þessar eindir eigi drjúgan þátt í svokölluðu hulduefni sem stjarn- vísindamenn nútímans hafa fundið vísbend- ingar um í geimnum. Nú á síðustu misserum hafa menn einmitt verið að hallast að því að þetta hulduefni sé nógu mikið og þétt til þess að það muni að lokum snúa við útþenslu alheims- ins. Um þá hluti er fjallað nokkru nánar í öðr- um svörum á Vísindavefnum. En svarið við spurningunni er sem sagt rök- stutt já: Það er til efni sem hefur þyngd eða massa og felur í sér orku en er á hinn bóginn nær ósýnilegt í þeim skilningi að það víxlverkar veikt við annað efni. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði. Hver er uppruni orðsins afmæli? Af hverju er ekki notað svipað orð yfir það og til dæmis í ensku og dönsku? SVAR: Orðin í dönsku og ensku sem vísað er til í spurningunni eru birthday og fødselsdag og í þýsku er notað orðið Geburtstag. Í íslensku er til samsvarandi orð sem er fæðingardagur en fyrri liðurinn í öllum þremur orðunum (birth, fødsel, Geburt) merkir einmitt „fæðing“. Orðið fæðingardagur kemur fyrir þegar í fornu máli og hefur lifað góðu lífi allt til þessa dags. Þegar spurt er um fæðingardag er átt við mánaðardaginn þegar viðkomandi fæddist. Orðið afmæli er mun yngra. Það virðist koma fram snemma á 18. öld. Halldór Halldórsson skrifaði um orðið afmæli og birti í ritinu Örlög orðanna (1958:121–123). Halldór telur frummerkingu orðsins vera „afmældur tími“ en síðar sé farið að nota það um daginn þegar afmörkunin fer fram. Þetta styður hann meðal annars með dæmi úr orða- bókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld. Skýringar þar eru á latínu en við afmæli stendur (í þýðingu Halldórs): tími, sem við teljumst frá, en í rauninni fæð- ingarár reiknað frá einum fæðingardegi til annars. Jón segir einnig: tiltekinn tími, sem eitthvað er mælt frá, er notað um fæðingartíma, þegar hann ber upp á einhvern tiltekinn dag og mánuð í árinu eða er haldinn hátíðlegur – sem sýnir að hann hefur þekkt afmæli í þeirri merkingu sem nú er notuð. Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar háskólans. ER TIL ÓSÝNILEGT EFNI SEM HEFUR ÞYNGD? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um lækningamátt ætihvannar, hvernig farþegi upplifir það þegar farið er í gegnum hljóðmúrinn og hver uppruni íslenska sauðfjárins er. Þar er einnig sagt frá því hvaðan orðið kirkja er komið og hvort réttara sé að segja smúla eða spúla og hvernig stendur á því að fólk innritast, til dæmis á sjúkrahús, en útskrif- ast síðan ef allt gengur vel. VÍSINDI Tvo kílómetra ofan í jörðinni, í gamalli námu nálægt Sudbury í Kanada, hefur verið byggður gríðarmikill fiseindanemi. Kúlan sem er 12 metrar í þvermál er fyllt þungu vatni en allt í kring eru ljósskynjarar. Í framtíðinni mun þessi gífurlegi nemi gegna lykilhlutverki í að afla þekkingar á fiseindum. vildu hætta á að lenda í ónáð hjá keis- aranum. Heitar umræður blossuðu upp um leyni- reglur. Deilt var meðal annars um réttmæti þess að veita konum inngöngu í slíkan fé- lagsskap (líkt og tíðkaðist í Frakklandi) og hve mikill vegur þeirra mætti verða innan hans. Þorri almennings vissi í raun ekki hvað frímúrarareglan var og gat aðeins byggt skoðanir sínar á sögusögnum. Vit- anlega færði leikhúsmaðurinn Schikaneder sér þetta í nyt. Hann stakk upp á því við Mozart að þeir semdu Singspiel þar sem fléttað yrði saman ævintýri og helgisiðum leynireglu sem drægi að einhverju leyti dám af reglu frímúrara. Handrit Schikaneders hét Töfraflautan; þar leitar ungur maður inngöngu í reglu sem kennd er við hina fornegypsku guði Ósíris og Ísis. Vígslan, sum tákn og reglur eru fengin frá Forn- Egyptum, önnur frá frímúrurum, enn önnur voru fengin úr vinsælum skáldverkum um svipað efni frá þessum tíma. Tónlist Mozarts Mozart hafði áður samið mjög vinsælt Singspiel, Brottnámið úr kvennabúrinu. Honum var því síst á móti skapi að takast á við annað slíkt. Fríhúsleikhúsið hafði á að skipa góðum leikurum og söngvurum, þar á meðal mágkonu Mozarts, stórkostlegu kól- oratúrsöngkonunni Josephu Hofer og Schik- aneder ætlaði sjálfur að fara með hlutverk Papagenós; reyndar var hann meiri leikari en söngvari. Þá státaði leikhúsið af 35 manna hljómsveit. Mozart hófst þegar handa vorið 1791 að semja tónlist við texta Schikaneders. Leikhússtjórinn lagði ríkt á við Mozart að hafa tónlistina við alþýðuhæfi. Hún yrði að höfða til fjöldans. Mozart fór þá leið að ljá hverri persónu sitt eigið tónmál, eigið tungutak. Sarastró og næturdrottningin voru höfuðandstæðingar; því var tónmál þeirra gjörólíkt: Sarastró djúpur, hægferð- ugur bassi en næturdrottningin mjög hár sópran sem sprengir bókstaflega af sér tón- stigann á efra sviði með hraðfleygum kólor- atúrsöng. Þessi línudans mannsraddarinnar fékk áheyrendur til þess að halda niðri í sér andanum af spenningi. Papagenó er fulltrúi alþýðunnar í Töfra- flautunni, þeirra sem gera sér engar vonir um að komast í raðir innvígðra. Aríur hans eru fjörmiklar og grípandi og hitta áheyr- andann beint í hjartastað. Mónóstatos er einfaldur í hugsun og algjörlega siðblindur; fullur sjálfsvorkunnar svífst hann einskis . Það er engin tilviljun að aría hans minnir á kampavínsaríu hins sjálfumglaða kvenna- flagara Don Giovanni í samnefndri óperu. Tamínó er hetja Töfraflautunnar og verð- ugur fulltrúi upplýsingarstefnunnar sem þá var reyndar á hröðu undanhaldi fyrir róm- antískum áhrifum. Í upphafi sér hann mynd af Pamínu og í barnaskap sínum játar hann henni ást sína. Eftir því sem honum miðar á þroskabrautinni er sem ástin víki úr huga hans fyrir skynseminni, óþol æskunnar dofni gagnvart skilningi fullorðins manns á innstu rökum tilverunnar. Sú persóna sem Mozart leggur mesta rækt við í tónlistinni er Pamína. Aría hennar og dúett með Papa- genó eru fegurstu þættir óperunnar. Mikið reynir á styrk stúlkunnar og þol því hún þarf ekki aðeins að takast á við harðneskju- legar ytri aðstæður heldur stendur hún frammi fyrir stórum ákvörðunum í lífi sínu, hvort hún eigi að fremja morð eða svíkja móður sína. Þessa innri baráttu má glögg- lega greina í tónlistinni: Mozart finnur greinilega til með henni og málar sérhvern tón sem hún syngur af einstakri blíðu og næmum skilningi. Túlkun Töfraflautunnar Tæpast hefur nokkur önnur ópera verið sett jafnoft á svið og Töfraflautan. Hún er á verkefnaskrá flestra óperuhúsa í heimi og ekkert lát virðist á vinsældum hennar. Hver uppfærsla kallar á nýja túlkun leikstjóra og hljómsveitarstjóra, nýir búningar eru saum- aðir og ný umgjörð smíðuð við hæfi nýrra tíma. Í hvert sinn sem Töfraflautan er sett á svið birtist ný sýn á verkið, ný afstaða er tekin; þannig er engin sýning eins. Ótal bækur hafa verið skrifaðar um Mozart og Töfraflautuna og í sumum þeirra spretta fram áður ókunnar heimildir sem varpa nýju ljósi á tilurð verksins. Slík lesning hefur oft breytt afstöðu flytjenda í grundvallaratrið- um, opnað gagnrýnendum nýja sýn og gert óperugestum sýninguna enn ánægjulegri en ella. Vonandi getur grein sem þessi vakið lesendur til umhugsunar um verkið og auð- veldað þeim að leggja sjálfstætt mat á þá túlkun Töfraflautunnar sem nú gefur að líta á fjölum Íslensku óperunnar. Höfundur er hljómsveitarstjóri í sýningu Íslensku óperunnar á Töfraflautunni. Í LESBÓK Morgunblaðsins laugardaginn29. september sl. skrifar Jón Karl Helga-son pistil um fjölmiðla undir fyrirsögninni„Nýtt keppnistímabil að hefjast“. Hugleið- ing Jóns Karls er hin fróðlegasta og um margt skemmtileg. Í pistlinum dregur hann upp du- litla mynd af framtíðarlandinu þar sem tungu- máli íþróttanna, eins og það birtist í fjölmiðlum er brugðið á umfjallanir um listir. Leikur sér svo að því að líkja á myndrænan hátt framtíð- arsýn sinni, þar sem menningaruppákomur tengdar bókmenntum, tónlist, leiklist, kvik- myndagerð og myndlist eru settar í fátækra- fjötra íþróttamállýskunnar. Íþróttir, listir og fjármagnið Í ljósi þess að ekki hafa alltaf verið miklir kærleikar milli þeirra sem leggja stund á listir og þeirra sem stunda íþróttir, þegar kemur að útdeilingum á opinberu fjármagni í þessa hvoratveggju menningarstarfsemi opnast þó hugsanlega sáttaleiðir ef þessi grein tungu- máls fjölmiðlanna fær að blómstra á nýjum vettvangi. Listamenn og þeir sem reyna að standa fyrir uppbyggjandi andlegu fóðri þjóðinni til handa telja iðulega á sig hallað í útdeilingu opinberra fjármuna. Ekki ætla ég að ergja menn með há- vaða um réttlæti eða óréttlæti þess, bið hins vegar íþróttahreyfinguna að vera á varðbergi ef ske kynni að andlegir fóðrarar ætluðu að nýta sér stöðuna og lauma sér bakdyramegin að opinberu fjármagni. Næg rök til stuðnings þessu sjónarmiði felast í tungumálinu sjálfu. Ef farið verður að nota íþróttamállýskuna til þess að bregða kappleikjayfirbragði á menn- ingarstarfsemi tengda listum, þá er næsta víst að spennan í kapphlaupinu um fjármagnið mun minnka og keppendur falla í faðma í einum og góðum íþróttaanda. Hvort það verður á hinn bóginn listinni til framdráttar skal ósagt látið Eftir að Jón Karl hefur dásamað hversu bókmenntir, tónlist, leiklist og kvikmyndagerð falla vel að mállýsku íþróttanna finnst honum myndlistarmenn standa illa að vígi í þessari tungumálalegu yfirfærslu; myndin því nykruð og allt útlit fyrir að myndlistarmenn verði að verma bekkinn út yfir gröf og dauða í þessum nýja menningarheimi, þar sem andi íþrótta- gyðjunnar, listgyðjunnar (mínus myndlistar- gyðjunnar) og fjölmiðlanna stíga upp til him- insins í einum einingarbólstri. Myndlistinni ekki hætta búin Í framhaldi af þessu er full ástæða til að taka upp hanskan, (þó ekki boxhanskann) fyrir hönd myndlistarinnar, svo hún verði nú ekki útundan í framtíðarlandinu. Eins og vitað er og Jón Karl bendir réttilega á hefur DV staðið fyrir menningarverðlaunum í nokkur ár, hvar einn fulltrúi myndlistarinnar hefur komist á forsíðu í iðulega föngulegum hópi annarra verðlaunahafa. Og þó að Jóni Karli finnist „keppnisreglur í myndlistinni heldur óljósar og einkennast um of af miklum fjölda sýning- arleikja“, þá er rétt að hafa í huga að einstaka sinnum er efnt til samkeppni milli myndlist- armanna um gerð listaverka af ýmsu tilefni. Einnig þekkjast dæmi um styrktaraðila á þeim vettvangi ekki síður en í íþróttunum. Sam- kvæmt því sem að ofan er getið ætti myndlist- inni ekki að vera nein hætta búin. Setjum okk- ur til að mynda fyrir hugskotsjónir beina lýsingu ljósvakamiðils frá sýningu Kristjáns Guðmundssonar sem nú er á Kjarvalsstöðum, svo dæmi sé tekið. Einnig þykir rétt að benda á viðurkenningu sem veitt var í fyrsta skipti íslenskum mynd- listarmanni fyrr á þessu ári og vonir standa til að styrki keppnisandann. Fyrir þessari viður- kenningu stóð Gallerí Áhaldahúsið sem starf- rækt hefur verið um nokkurt skeið. Viður- kenningin, íslensku ullarvettlingarnir 2001, ásamt staðfestingarskjali kom í hlut Birgis Andréssonar. Ákveðið hefur verið að veita ull- arvettlingana árlega héðan í frá og er und- irbúningur fyrir útnefningu ullarvettlinganna 2002 nú í fullum gangi og allt útlit fyrir að þeir verði ekki síður eftirsóknarverðir íslenskum myndlistarmönnum en pjáturdollur íslenskum íþróttamönnum. Leturbreytingar eru höfundar. ULLARVETT- LINGAR OG PJÁTURDOLLUR E F T I R B E N E D I K T G E S T S S O N Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og áhugamaður um myndlist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.