Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001
Í októbermánuði kemur út á
ensku ný skáldsaga eftir Isabel
Allende, Portrait in Sepia (Mynd
í Sepia), sem er
beint framhald
skáldsögunnar
Dóttir gæfunnar
sem rithöfund-
urinn sendi frá
sér árið 1999 og
út kom í íslenskri
þýðingu í fyrra.
Sögusvið
verksins eru Chile og Kalifornía
við lok 19. aldar og heldur All-
ende þar áfram að segja sögu del
Valle fjölskyldunnar, og tekur
upp þráðinn þar sem Dóttur gæf-
unnar lauk. Sagan einkennist af
mikilli breidd líkt og aðrar bæk-
ur höfundarins, og lýsir ástum
og sorgum, sjálfsleit og þroska í
ævi persónanna, sem jafnframt
varpa ljósi á sögulegan bak-
grunn þess tíma og þeirra sam-
félaga sem bókin lýsir. Með
Portrait in Sepia hefur Isabel
Allende, jafnframt lokið skáld-
söguþríleik sem hófst með Húsi
Andanna, en líkt og margir
muna, heitir ættmóðir þeirrar
skáldsögu Clara del Valle.
Einangrun Emily Dickinson
Út er komin ný ævisaga eftir Al-
fred Habegger um bandaríska
ljóðskáldið Emily Dickinson, og
heitir hún My Wars Are Laid
Away in Books: The Life of
Emily Dickinson (Ég finn frið í
bókunum: Líf Emily Dickinson).
Samkvæmt umsögnum vikurits
útgefenda er hér um að ræða
mikið vandaverk. Í framsetningu
sinni og fræðilegri afstöðu tekur
höfundur mið af þeirri endur-
skoðun á Dickinson og verkum
hennar sem fræðimenn af fem-
íníska skólanum hafa unnið að
undanfarna þrjá áratugi. Fjallar
höfundur um þá lífsýn sem Dick-
inson tjáir í skáldskap sínum í
ljósi viðhorfa Vikoríutímans og
bendir á hvernig skáldkonan
hafnaði þeim félagslegu skyldum
sem konum þess tíma voru sett-
ar, með því að einangra sig í föð-
urhúsum og skapa sér rými til
frjálsrar tjáningar í skáldskap
sínum.
Alfred Habegger er fyrrum
prófessor í ensku við University
of Kansas í Bandaríkjunum.
Hann hefur áður ritað ævisögu
Henry James eldri, föður rithöf-
undanna Henry og Alice James
og heimspekingsins William
James.
Sjálfs-ritstuldur Cela
Uppi varð fótur og fit í spænsk-
um bókmenntaheimi, er nób-
elsverðlaunahafinn Camilo Jose
Cela var gagnrýndur fyrir að
draga fjögurra ára gamalt erindi
úr pússi sínu á alþjóðlegri ráð-
stefnu um spænska tungu sem
haldin var á Spáni í vikunni. Ráð-
stefnuna sóttu um 300 gestir úr
röðum fræðimanna og rithöf-
unda, auk þess sem spænsku
konungshjónin og þjóðhöfð-
ingjar margra spænskumælandi
landa voru viðstaddir. Erindið
hafði Cela flutt á þingi í Mexíkó
fyrir fjórum árum að mörgum
þessara sömu gesta viðstöddum.
Spænskt dagblað sagði frá atvik-
inu undir fyrirsögninni „Cela
gerist sekur um sjálfs-ritstuld“
og hafa forsvarsmenn þingsins
gert sitt besta til að verja end-
urflutninginn. Sagði einn þeirra,
sem er forstöðumaður Cerv-
antes-stofnunarinnar, m.a: „Það
er ekki hlaupið að því að segja
eitthvað nýtt um spænsku tungu.
Sjálfur hef ég oft endurtekið mig
í því sambandi.“ Camilo Jose
Cela fæddist á Spáni árið 1916 en
hann hlaut Nóbelinn árið 1989.
ERLENDAR
BÆKUR
Þríleikur
Allende
Isabel Allende
V
IÐ Íslendingar trúum á fram-
haldslíf eins og hryðjuverka-
mennirnir sem flugu óhikað á
tvíburaturnana í New York í
góðri trú um að þeirra biði
ríkuleg umbun á öðru og
betra tilverustigi. Trú okkar
á líf fyrir handan á eflaust
rætur að rekja til heiðinna hugmynda um villt
Valhallarlíf eftir frækilega frammistöðu á víg-
vellinum og kenninga kristninnar um eilífa
himnaríkissælu; auk þeirrar staðföstu vissu að
við séum svo einstök að það sé óhugsandi að
lífi okkar ljúki við líkamsdauðann.
Hvergi kemur trúin á framhaldslíf skýrar
fram en í minningargreinum Morgunblaðsins.
Þær eiga sér langa sögu og ríka hefð. Fyrst
skrifuðu aðeins merkir menn greinar um aðra
merka menn þar sem tíunduð voru helstu störf
í þágu samfélagsins og framlag þeirra þakkað.
Fyrr en varði voru minningargreinar einnig
skrifaðar um Pétur og Pál, „ómerkilegur“ ævi-
ferill rakinn; hárnákvæmt skipulagið í bíl-
skúrnum hjá frænda sem bar viðbrugðinni trú-
mennsku hans fagurt vitni tíundað, pönnu-
kökurnar góðu sem amma bakaði í stórum
stöflum lofsamaðar; og undirskriftin bara Jón
og Gunna. Fyrir um áratug var sú hefð
ríkjandi að nánustu ástvinir skrifuðu ekki
minningargreinar og að hinn látni væri ekki
eftirspurn. Það skrýtna er að yfirleitt vitrast
miðli þessum vinalegar ömmur eða menn með
einhver tengsl við sveit eða sjávarsíðu (það fer
eftir undirtektum og viðbrögðum þess sem
hringir) og skilaboðin eru oftast þau að þeim
gengnu líði vel, þeir fylgist með lífi og starfi
eftirlifenda og hvetji þá til dáða. Oft hittir mið-
illinn ótrúlega vel á, stundum geigar getspekin
verulega en aldrei nær hann sambandi við
neinn í neðra. Eftir situr hlustandinn jafnlitlu
nær og áður um lífið eftir dauðann.
Þrátt fyrir trúna um eilíft líf haga flestir
jarðlífinu eins og það sé hagstætt tilboð sem
stendur aðeins núna. Við íhugum fæst hvernig
staðan er í bókhaldinu á himnum, hugsum
mest um efnið en minnst um andann og
hirðum hvorki um boðorðin né förum að dæmi
Jesú um kyrtlaeign eða vangaframboð. Við
mengum jörðina, sóum og spillum og veltumst
í leti og sjálfsánægju. Samt lítum við svo á að
okkar bíði líf eftir dauðann; fallegri og betri
tilvera; alveg burtséð frá hegðun okkar í jarð-
lífinu. Við leitum í góðri trú að staðfestingu á
framhaldslífi en kannski er sú leit aðeins flótti
frá óþægilegum grun. Getum við í alvöru
ímyndað okkur að hinumegin sitji heilagir við
sama borð og hryðjuverkamenn, hlusti á út-
varpið og lesi minningargreinar?
ávarpaður. Þetta hefur hvorttveggja breyst,
fjölmörg dæmi eru um að eftirlifandi maki
skrifi um sáran söknuð og jafnvel innstu
einkamál og beini orðum sínum til hins látna.
Tilgangur minningargreinanna er ekki lengur
sá að minnast þjóðþekktra einstaklinga sem
sköruðu fram úr og reisa þeim viðeigandi
bautastein, heldur sá að hugga aðstandendur
og senda hinstu kveðju – bæði til hins fram-
liðna og þeirra sem hann mun hitta fyrir hinu-
megin.
Mennirnir elska, missa, gráta og sakna,
sagði skáldið góða Jóhann Sigurjónsson. Í
góðri trú leita sumir á náðir miðla. Á Bylgj-
unni starfar einn slíkur og hann tekur á móti
símtölum hvaðanæva af landinu og annar varla
FJÖLMIÐLAR
Í GÓÐRI TRÚ
Þrátt fyrir trúna um eilíft líf
haga flestir jarðlífinu eins og
það sé hagstætt tilboð sem
stendur aðeins núna. Við íhug-
um fæst hvernig staðan er í
bókhaldinu á himnum, hugsum
mest um efnið en minnst um
andann.
S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R
snilldarlega ýmis augnablik og
uppátæki og virðist leggja talsvert
uppúr því að gera sér mat úr text-
anum til að ná dýpt og harmi í per-
sónuna. Hilmir Snær fer sér að
ýmsu óðslega og virðist treysta
meir á fyndnina og ærslin. Oft og
tíðum fara þeir þó saman fram úr
sjálfum sér, missa tökin, textinn
drukknar og læti og hamagangur
ná yfirhöndinni. Við það raskast
eitt megineinkenni þessa verks, sem
er tónfallið.
Þórhildur Þorleifsdóttir
Kistan
www. kistan.is
RÚV útvörður
tungumálsins
Ríkisútvarpið lifði með þjóðinni
nánast alla tuttugustu öldina. Allan
lýðveldistímann hefur það verið
vettvangur þjóðlegrar menningar,
útvörður tungumálsins og vanga-
veltna um tilveru og tilverurétt okk-
ar sem þjóðar. Við eigum að skera
utan af því poppfituna, leyfa Rás 1
að lifa og dafna og halda henni
fyrir alla muni í þjóðareign.
Magnús Árni Magnússon
Kreml
www.kreml.is
HVERNIG stendur á því að leik-
stjóri gengur svo algjörlega á skjön
við höfundarverk? Hvað vakir fyrir
honum með þessu vali á leikurum?
Við því er ekkert augljóst svar að
finna í sýningunni, en ég ætla ekki
hér og nú að fara að gera honum
upp skoðanir eða markmið; þessu
verður hver að svara fyrir sig. En
víst er um það að verkið breytir um
inntak og áherslur, er ekki harm-
rænt og snýst upp í unggæðislegt
spunaverk. Vissulega skemmtilegt á
köflum, þó heldur verði ærslin
þreytandi eftir því sem á líður. En
„Beðið eftir Godot“ er bráðfyndið
verk að upplagi og þarf enga hjálp
í viðlögum til þess að vekja hlátur,
en sá hlátur sem vakinn er með
harmrænu ívafi er miklu áhrifa-
ríkari en sá sem sprettur af brönd-
urum og tiltækjum. [...]
Benedikt Erlingsson og Hilmir
Snær Guðnason eru báðir frábærir
leikarar og mikið má dást að flink-
heitum þeirra í þessari sýningu og
mörg gullfalleg augnablik eiga þeir
svo sannarlega. Mér þykir þó
Benedikt ná lengra með sína per-
sónu en Hilmir Snær. Hann gefur
sér betri tíma, undirbyggir oft
Morgunblaðið/Ásdís
... hringir alltaf tvisvar.
Á SKJÖN VIÐ
GODOT
I Bókin Germs: Biological Weapons and Am-erica’s Secret War er efst á metsölulista Ama-
zon-vefbókabúðarinnar um þessar mundir og um
100.000 pantanir liggja fyrir. Ofarlega er einnig
bókin Living Terrors: What America Needs to
know to Survive the Coming Bioterrorist
Catastrophe. Sömuleiðis er þar fjöldi bóka um
Osama bin Laden og talibana í Afganistan. Nýja
stríðið hefur breytt ýmsu. Sjálfshjálparbækur um
tíu skref upp á topp verðbréfaheimsins og reyf-
arar með farsælum endi eru ekki lengur vinsæl-
asta lesefnið. (En það þurfti sem sé stríð til?)
Þess verður þó vart langt að bíða að metsölubók-
menntir með hryðjuverkafléttu vermi efstu sæti
listanna.
IIÍ fjölmiðlum hefur verið tíðvitnað í bók-menntaverk sem þykja lýsa ástandinu og til-
finningunum sem bærast í hjörtum mannanna
eftir atburðina 11. september. Sem endranær
birtust mistúlkanir á spádómum Nostradamusar
í fjölmiðlum en í þeim hafa fjölmiðlamenn og
aðrir tengimeistarar fundið fyrirboða um hvers
hrundu borg,“ segir í ljóðinu og ennfremur: „Og
til hvers báru turnar hátt við ský,/og til hvers er
að reisa þá á ný,“ einnig: „og til hvers eru tund-
urskeytin gerð,/og til hvers eru njósnarar á ferð,/
og til hvers er að trylla hrjáðan lýð,/og til hvers á
að heyja næsta stríð“. Í síðustu Lesbók var vitnað
til ljóðs Hannesar Sigfússonar „Engin tíðindi
spyrjast“ en ljóð hans „Návígi. Fleygir sjóndeild-
arhringar“ varpar einnig forvitnilegu ljósi á at-
burðina.
Til Lesbókar hafa hins vegar borist fjölmargar
sendingar frá kvæðagerðarmönnum vítt og breitt
um landið sem tengjast atburðunum. Í síðasta
blaði var birt kvæði eftir Pétur Sigurgeirsson
biskup og í Lesbók í dag má sjá þrjú önnur sýn-
ishorn.
IVÞessar íþróttir, tilvitnanaleitin og kvæða-smíðin, lýsa ef til vill þörf fyrir tengingar.
Þó að kannski sé ómögulegt að skýra eða skilja
atburðina er undarleg hugsvölun fólgin í því að
finna menningarlega tengingu sem varpar örlitlu
ljósi á þá.
konar hræringar á og undir yfirborði jarðar í
gegnum tíðina. Síðan þær voru kveðnar niður
hefur ensk-bandaríska skáldið W.H. Auden verið
vinsælt vestanhafs, ekki síst ljóðið „September 1,
1939“ sem birt hefur verið í heild sinni á leið-
arasíðu margra stórblaðanna. „Við verðum að
elska hvert annað ellegar deyja,“ segir í ljóðinu.
Ekki eru allir jafn sáttir við boðskap þess en í síð-
asta erindinu óskar skáldið sjálfum sér og les-
endum til hamingju með að vera meðal hinna
réttlátu. Sagan segir að skáldinu hafi á gamals
aldri ofboðið sjálfumgleðin í ljóðinu og ekki vilj-
að sjá það prentað aftur. En aðrir þykjast sjá
mikla fyrirboða í ljóðinu um atburði síðustu
vikna og afleiðingar stríðsins.
IIIÍslenskir fjölmiðlar hafa ekki lagt sig eftirbókmenntatilvitnunum í sama mæli. Í Vel-
vakanda Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag
var vitnað í ljóðið „Til hvers?“ eftir Davíð Stef-
ánsson sem sannarlega hefur sterka skírskotun til
atburðanna í New York: „Þá grípur marga geig-
ur, jafnvel sorg,/sem ganga fram hjá sinni
NEÐANMÁLS