Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 7
landi eftir 1940. Hennar blómaskeið var liðið. Skáldsögur Kristmanns þóttu ekki lengur nú- tímalegar og á 6. áratugnum var hann í hálf- gerðu stríði við módernista, einkum eftir að hann gaf út Heimsbókmenntasögu sína (1955– 56) þar sem hann hallmælti Kafka, Joyce og T.S. Eliot. Meðal harðra gagnrýnenda hans voru ungu skáldin Hannes Pétursson, Sigurð- ur A. Magnússon og Thor Vilhjálmsson. Krist- mann virðist aldrei hafa náð neinu sambandi við eftirstríðskynslóðina og átti sér þar aðeins örfáa málsvara. Ekki má heldur gleyma því að Kristmann mótaði og þroskaði skáldsagnastíl sinn í Nor- egi. Talsvert var um tilfinningsemi í bókum hans en lítið um íróníu. Þá gerðist hann æ handgengnari hvers konar dulrænu þegar hún var með öllu horfin úr tísku meðal mennta- manna. Kristmann var líka afar berorður um kynferðismál og sumum þótti hann næstum klámfenginn. Mun hann hafa gengið fram af mörgum, einkum kvartar hann yfir fálæti mið- aldra kvenna. Um konu eina sem lagði fæð á hann segir Kristmann í ævisögu sinni (Ísold hin svarta, 264): „Hún var piparmey, og af ein- hverjum ástæðum hefur sú kventegund aldrei getað þolað mig.“ Kristmann átti hér auk heldur enga góða vini sem gátu komið honum á framfæri og munaði þar miklu á honum og t.d. Gunnari Gunnarssyni. Þannig hafði hann aðeins einu sinni komið í Unuhús á mektardögum þess. Í Noregi var hann hluti af bókmenntaelítunni en hér átti hann fáa vini meðal skálda þegar hann sneri heim. Hin seinni ár hefur sú goðsögn skotið upp kollinum að vinstrimenn hafi lagt Kristmann í einelti og eyðilagt feril hans. Hún stenst þó ekki þegar betur er gáð. Kristmann var þegar litinn hornauga þegar hann kom heim og hafði þá ekki lent í neinum útistöðum við vinstri- sinnaða höfunda. Séra Gunnar Benediktsson skrifaði um hann lofsamlega afmælisgrein í Þjóðviljann árið 1951. Þeir Kristmann voru raunar báðir miklir andstæðingar módernisma í bókmenntum. Þegar kalda stríðið skall á skipaði Krist- mann sér framarlega í hópi þeirra höfunda sem börðust gegn kommúnistum og mætti á fundi hjá Heimdalli til þess að fletta ofan af þeim ítökum sem hann taldi þá hafa í menning- arlífinu. Í ævisögu hans kemur víða fram sú sannfæring að til hafi verið samsæri „rauðliða“ um að ófrægja hann. Stofnuð eru samtök gegn bókum hans, ónefndir sendiboðar kommúnista funda með honum og lofa öllu fögru eða hóta öllu illu. Póstþjónustan tekur þátt í samsærinu og hefur af honum samninga við erlenda útgef- endur með því að týna bréfum hans. Um þetta skrifar hann síðu eftir síðu í seinasta bindi ævi- sögu sinnar. Eins og Árni Bergmann hefur bent á í Tímariti Máls og menningar (3. hefti, 2000) var Kristmann sjálfur harðskeyttur bar- dagamaður í kalda stríðinu. Auðvitað tóku vinstrimenn honum illa en það gerðu einnig skáld sem seint verða talin mjög pólitísk. Hannes Pétursson var þannig í hópi hörðustu gagnrýnenda Kristmanns. Kristmann hlaut einnig pólitíska bitlinga og skáldastyrki og var hampað af þeim sem áður höfðu sýnt honum fálæti. Vegur hans jókst því fremur en minnk- aði í kalda stríðinu en fyrir stríð hafði hann að eigin sögn verið heimilislaus í pólitík. Á hinn bóginn óx líka úr grasi kynslóð vinstrisinnaðra menntamanna sem höfðu pólitíska fordóma gegn Kristmanni. Fjandskapur Íslendinga í hans garð hafði þó byrjað mun fyrr. Þegar allt kemur til alls réð pólitík ekki úrslitum um að Kristmanni var ekki tekið hér jafnvel og í Nor- egi. Á ofanverðum sextugsaldri hóf Kristmann ritun sjálfsævisögu sinnar sem hér hefur mjög verið stuðst við og kom út í fjórum bindum (Ís- old hin svarta, Dægrin blá, Loginn hvíti og Ís- old hin gullna) frá 1959–1962. Þetta er mikið verk, rúmar 1.330 blaðsíður, og þar nýtur frá- sagnargleði hans sín vel, ekki síst í fyrstu bók- inni. Ástir hans eru í öndvegi og þar koma fjöl- margar konur við sögu. Strax frá upphafi er píslarsögublær á frásögninni. Kristmann er einmana, fátækur, soltinn, klæðlaus, óvinsæll, rægður og svívirtur en hann er einnig nátt- úrubarn, hugsuður, mikill elskhugi og kvenna- gull. Eftir því sem líður á flokkinn aukast píslir Kristmanns og hann lýsir þeim af stakri ná- kvæmni og fer stundum býsna háðuglegum orðum um landa sína. Að lokum fer að bera á ofsóknarkennd. Greinilegt er á sjálfsævisög- unni að Kristmann hefur verið afar sjálfhverf- ur. Á hinn bóginn er frásögnin oftast leikandi og skemmtileg þegar Kristmann hefur hemil á sjálfsvorkunn sinni. Margir hafa talið sjálfs- ævisögu hans merkasta verk hans eftir að heim var komið og seldist hún allvel, eins og títt er um ævisögur umdeildra manna. Kristmann Guðmundsson var sérstæður maður og lifði að nokkru leyti í eigin heimi, eins og glöggt má ráða af lestri sjálfsævisögu hans. Líf hans og skáldverk snerust um ástina, náttúruna og dulmögn alheimsins. Það var kannski engin furða að hann yrði jaðarmaður í íslensku bókmenntalífi. Íslenskir bókmenntafræðingar hafa sýnt Kristmanni tómlæti. Saga hans er þó sérstæð og merkileg. Velgengni Kristmanns Guð- mundssonar erlendis var einstök og þó harm- ræn þar sem hann kastaði henni hálfpartinn á glæ. Um hann hefur nú allt of lengi verið hljótt. Höfundur er bókmenntafræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 7 F YRIR réttum 50 árum hófst þróun, sem náði nýjum víddum árið 1995 þegar frumfluttur var strengja- kvartett fyrir fjórar fiðlur um borð í þyrlum á flugi. Tónleikagestir voru inni í tónleikahúsi og var með sjónvarpstækni miðlað af brunni tónskáldsins Karl- heinz Stockhausens. Karlheinz átti ósköp eðli- legan tónlistarferil framan af, ef hægt er að kalla það eðlilegt að missa foreldra sína liðlega tvítugur í Þýska- landi síðari heimsstyrjaldar- innar. Það var semsagt ekkert í upphafi ferils, sem benti til þess að hann ætti eftir að ryðja brautina í splunkunýrri tónlistarsmíð nokkr- um árum síðar. Árið 1951 opnuðust augu Stockhausens fyrir tónsmíðum af nýrri gerð. Þá var hann í heima- landinu en fór til Parísar árið eftir og las sér til í eðlisfræði hljóðs og lagði mjög stund á stilli- tóna í útvarpsstúdíóum, bæði í París og síðar í Köln. Þetta var upphaf raftónlistarinnar; fagur- tónlistar þar sem raforkan er ekki eingöngu notuð til að magna tóna hljóðfæranna, eins og í neyslutónlistinni, heldur til að finna nýja tóna, ný hljóð, sem enginn hafði nokkurn tíma heyrt áður. Með auknum skilningi á eðli hljóðs og tóna og þroska útvarps- og upptökutækni voru nú búin til tónverk þar sem hinir þekktu tónar nótnaskalans höfðu ekki lengur sína eðlislægu yfirtónaröð og hljómuðu þess vegna öðruvísi en úr nokkru þekktu hljóðfæri. Áhrifin náðu til Íslands Áhrif Stockhausens náðu fljótlega til Íslands þar sem upp úr miðri síðustu öld var Atli Heimir Sveinsson tónskáld í læri hjá honum og raunar hafði Stockhausen einnig notað fyrsta elektróníska verk smíðað af Íslendingi, Sam- stirni (Constellation) eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, í útvarpsþátt þar sem hann kynnti raftónlist. Talsvert öflugur hópur tónlistarmanna hef- ur unnið að raftónlist hér á landi en í flestum tilvikum hefur verið um að ræða tónlist sem eingöngu er flutt með raftækjum. Með tilkomu tölvunnar tók rafræn tónlist hins vegar stakkaskiptum. Það er eins og þeg- ar skáldin fóru að geta horft á tónana sem safn af bylgjum á skjá hafi tónlist þeirra orðið eyrnavænni. Minna var um að rafræn tónlist væri einnig samin fyrir hljóðfæri eða raddir og verulega fátítt að samin hafi verið rafræn kirkjutónlist. Nú ber hinsvegar svo við á fyrstu tónlist- ardögum Dómkirkjunnar á þessum aldatug, sem jafnframt eru 20. tónlistardagarnir, að frumflutt verður nýtt rafrænt verk fyrir kirkjukór og einsöngsraddir. Tónskáldið er Þuríður Jónsdóttir. Hún býr á Ítalíu, þar sem hún lærði tónsmíðar og flautu- leik. Hún viðurkennir fúslega að aðdáendur nútímatónlistar séu kannski ekki ýkja fjöl- mennur hópur en bætir við: „Við skulum hafa í huga að hann hefur aldrei verið mjög stór í gegnum aldirnar, jafnvel ekki þegar mestu meistaraverk sögunnar voru flutt á sínum tíma. Það er því ekki við almenning að sakast. Fólki getur ekki líkað eitthvað sem það þekkir ekki.“ Annan sunnudag getur fólk þó kynnst þess- um anga nútímatónlistar en þá verður verk Þuríðar, Rauður hringur, frumflutt við setn- ingu tónlistardaga Dómkirkjunnar. Textar úr ýmsum áttum Verkið er flutt af geisladiski, blönduðum kór og einsöngvurum, en textarnir eru úr ýmsum áttum; Predikaranum, Sálmunum, þriðja Jak- obsbréfi og Spámanninum eftir Kahlil Gibran. Rauði þráðurinn í textanum er hins vegar eftir ítalska samtímaljóðskáldið Elio Pagliarani. Það er mikil músík í ljóði Pagliaranis og hljómblær og hljóðfall eru hans höfuðviðfangs- efni. Hann raðar saman ákaflega einföldu efni á flókinn en ritmískan hátt. Úr lítilli setningu verður til langur spírall og hann hleður upp spennu með endurtekningum orðanna, sem þó breyta um merkingu eftir því hvar þau lenda í setningunni í hvert skipti. Útkoman úr þessu hringformi er „ritual“ og efnistökin spanna frá hringrás sólar í hringrás holdsins og að lokum í hringrás tjáningar og merkingar. Þessi hringrás er í andstöðu við tíðarand- ann. Við trúum því statt og stöðugt að með til- styrk tækniþróunar séum við sífellt að fást við ný verkefni, sem mannkynið hefur aldrei glímt við áður. En í verki Þuríðar er snúist gegn þessari sjálfsupphafningu samtímans. „Ekkert er nýtt undir sólinni,“ er stef í verki Þuríðar. Þau orð sem skipta máli eru ósögð, „en þó fer hljómur þeirra um alla jörðina“. Þuríður sækir nokkur áhrif í tónsmíðum sín- um til Ungverjans György Ligeti, en hann er einn fárra manna sem fengist hafa við rafræna trúartónlist. Hljómfall tungumálsins er honum líka hugleikið. Einn áhrifavaldinn á verk sitt þekkir Þur- íður þó ef til vill betur en aðra. Það er kórinn sem verkið er samið fyrir. Hún söng með Dóm- kórnum í Reykjavík árum saman áður en leiðin lá til Ítalíu, kórnum sem hún semur fyrir nú. „Ég er viss um að verkið hefði orðið allt öðru- vísi hefði það verið skrifað fyrir einhvern ann- an kór,“ segir Þuríður. „Þau eiga heilmikið í þessu – hvort sem þeim líkar það betur eða verr …“ FRÁ STILLI- MYNDARTÓNI Í DÓMKIRKJUNA Raftónlist verður í brennidepli á tónlistardögum Dómkirkjunnar sem hefjast um næstu helgi. EIRÍKUR HJÁLMARSSON stiklar á stóru í sögu þessa tónlistarforms og segir frá verki Þuríðar Jónsdóttur sem flutt verður í Dómkirkjunni annan sunnudag. Höfundur er félagi í Dómkórnum. Þuríður Jónsdóttir Karlheinz Stockhausen – MEÐ VIÐKOMU Í FJÓRUM ÞYRLUM „Þú ætlar ekki að sitja auðum höndum?“ „Nei, ég hef alltaf verið vinnusamur. Það er í ættinni. Ég er hamhleypa, ef því er að skipta. Þú veizt ég er sonur Helgastaða-Gvendar. Hann dó úr vinnulúa hálfáttræður. Hann var aristokrat.“ „Það getur ekki verið,“ sagði ég og virti Kristmann fyrir mér, þar sem hann sat og borð- aði eins og hungraður úlfur. „Jæja, ekki það? Sástu hann nokkurn tíma? Nei, auðvitað ekki. Þú hefur verið smákvikindi, þegar hann var upp á sitt bezta. Hann kunni að tala við höfðingja. Eitt sinn hitti hann séra Bjarna, sem var að koma frá jarðarför og var auðvitað í hempu: „Þú ert í vinnufötunum,“ seg- ir séra Bjarni. „Mér sýnist þú vera í þeim líka,“ svaraði Helgastaða-Gvendur. Ég er af góðu fólki kominn, það er ekki því að kenna. Mér er samt alveg sama, ég er ekki snobb. En ég held ég sé dálítið líkur karli föður mínum. Þú veizt auðvitað ekkert um hann. Hann var skipstjóri framan af ævi. Svo einn góðan veðurdag sagði hann við sjálfan sig: „Ég er búinn að fá leiða á þessu bölvuðu fokki“ – keypti sér smákænu og fór að veiða, gerði ekkert annað upp frá því.“ „Veiða, já. Ég held bara þér kippi í kynið, Kristmann.“ Það varð stutt þögn. Svo hélt hann áfram (án þess að reiðast): „Af Helgastaða-Gvendi stóð gustur geðs og gerðarþokki. Móðir hans og amma mín hét Gunnhildur hin fagra, kölluð Kjósarblómið. Hún giftist niður fyrir sig, stórum karli og sterkum, sem hélt Jón Jörundsson og var titl- aður garðhleðslumaður. Okkur var aldrei vel til vina, kannski það hafi verið nafnbótin sem fór svona í taugarnar á mér, ég veit það ekki. Hann þjáðist af vanmetakennd, þessum svívirðileg- asta sjúkdómi hér á landi. Helgastaða-Gvendur var sonur þeirra. Hann var svo gáfaður, að hann las þyngstu læknisfræðibækur eins og aðrir reyfara. Hann sofnaði síðast með Þokuna rauðu á brjóstinu, og mér hefur alltaf þótt vænt um, að hann skyldi kunna að meta góðar bókmenntir.“ „Ég held þú sért hégómlegri en karlinn var.“ „Getur vel verið. Ég held hann hafi ekki alltaf greitt sér áður en hann fór að sofa, en það geri ég. En er það ekki frekar hreinlæti?“ Kristmann sat þögull og horfði á mig um stund. Ég sagði: „Hvað er að?“ „Að?“ „Já, þú ert svo þegjandalegur, hef ég móðgað þig?“ „Móðgað mig, iss! Ég hef sjaldan kynnzt manni, sem ég hef borið svo mikla virðingu fyr- ir, að hann gæti móðgað mig.“ „En af hverju ertu þá svona í framan? Þú ert svo fölur og haustlegur í andlitinu.“ „Það er ekki að furða, búinn að sitja hér í tvo tíma yfir þér og nautasteikinni!“ „Mér heyrðist þú segja þér þætti gott að borða.“ Það var hávaði í salnum, því flugvallarstarfs- menn voru nýkomnir úr „krúsjeffboði“ hjá rússneska sendiherranum í Reykjavík. „Sérðu hana þessa á rauðrósótta kjólnum,“ hvíslaði Kristmann, og nú breyttist svipurinn á augabragði og það var komið vor í andlitið á honum og hann flissaði eins og fermingarstrák- ur. „Ef þú horfir í augun á bláeygri konu finnst þér lífið vera blátt,“ bætti hann svo við. Og byrjaði svo að raula Kajam fyrir munni sér: Þeir spekingar og spámenn hér á fold, sem spreyttu sig á þrasi um anda og hold, þeir hvílast smáðir fyrir ómerk orð, í eyðiþögn með vitin full af mold. „Allt sem er gott er óhollt, allt sem er gaman er bannað, og allt sem mann langar til er synd,“ bætti hann við um leið og hann tók upp veskið og borgaði þjóninum fyrir greiðann. Við gengum út, Kristmann auðvitað á undan, ég á eftir og þurfti að flýta mér, en þá kom hann auga á konu, sem sat við eitt borðið föl og dreymin, og gekk til hennar, heilsaði. „Það er ágætt,“ sagði ég, um leið og við kvöddumst. „Þetta kemur þá í síðasta bindinu.“ „Ertu vitlaus,“ sagði skáldið og hló hrossa- hlátri. „Heldurðu þetta verði samtíningur um smáatriði? Onei, drengur minn, þetta verður engin fjallkóngsævisaga. En ætlarðu ekki að koma með mér? Á ég ekki að sýna þé Infernó?“ Ég þakkaði gott boð, kvaddi og sagðist kannski mundu koma seinna. Svo skildum við þarna í Naustinu og ég veit ekki enn, hvort hún var björt eða svört. (1959)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.